Morgunblaðið - 09.05.1990, Qupperneq 30
30
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MAI 1990
Norræna hönnunarsýningin í Malmö:
Undirbúningur fyrir þátttöku
Islendinga dregst á langinn
Hús Guðmundar Jónssonar arkitekts er í smíðum í Malmö. Myndin
eftir Sigrúnu
Davíðsdóttur
í MALMÖ er verið að undirbúa
stóra hönnunarsýningu, Nord-
^Form, eins og sagt hefúr verið
?frá í blaðinu. Hluti af sýningunni
snýst um norræna byggingarlist
og þar er áhersla lögð á fjöl-
skylduhús. A Norðurlöndunum
var eftit til samkeppni meðal ark-
itekta um slík hús og verðlaun
veitt fyrir eina lausn frá hverju
landi, auk verðlauna fyrir bestu
hugmyndina af verðlaunahug-
myndunum fimm. Guðmundur
Jónsson arkitekt i Noregi hlaut
verðlaun fyrir bestu íslensku til-
löguna og teiknistofan Vandk-
unsten í Kaupmannahöfn hlaut
verðlaun fyrir bestu dönsku til-
löguna, auk þess sem sú tillaga
þótti best af verðlaunatillögunum
■flmm. Aðstandendur sýningar-
innar í Malmö byggja húsin, þó
ekki úr varanlegu efni, en hvert
landanna fyrir sig á síðan að sjá
um innréttingu þeirra. I sænsk-
um blaðafregnum af sýningunni
var sérstaklega tekið fram að
þátttaka í arkitektasamkeppn-
inni hefði verið góð og að meðal
annars hefði tíundi hver íslensk-
ur arkitekt tekið þátt í sam-
keppninni, tíu arkitektar af um
hundrað íslenskum arkitektum.
- ^Sýninguna á að opna 1. júní
næstkomandi.
NordForm er meðal annars hald-
in í tilefni af því að í fyrra voru
liðin 75 ár síðan önnur stór sýning
var haldin, kennd við Eystrasalt.
Tilgangurinn er að vekja athygli á
norrænni hönnun í orðsins víðustu
merkingu, ekki aðeins meðal fag-
manna, heldur einnig meðal al-
mennings. Norrænu hönnunarsam-
tökin eru samstarfsaðilar við sýn-
inguna, þar á meðal Form Island.
Sýningin höfðar ekki aðeins til
hönnuða, arkitekta, listiðnaðarfólks
og iðnaðarmanna, heldur er stefnt
að því að sýningin verði reglulega
_^aðlaðandi fyrir hvern og einn. Það
eru því ekki aðeins sýningargripir
hafðir frammi, heldur eru líka veit-
ingahús og leikvellir fyrir börn og
fullorðna. Og ef vel tekst til ætti
sýningin að geta orðið dijúg auglýs-
ing fyrir þátttakendur.
Aðalæfíng fyrir
heimssýninguna í Barcelona?
Guðmundur Jónsson arkitekt
segir að því sé ekki að leyna að það
gangi illa að fá opinbera aðila á
Islandi til að skilja hversu mikið sé
í húfi fyrir íslendinga. „Með því að
draga athygljna að sér á þessari
sýningu eiga íslendingar möguleika
á að sýna hvers þeir eru megnugir
á sviði hönnunar. Ef þeir geta ekki
hrist þetta lítilræði fram úr erminni
í þetta skiptið, hvernig fara þeir
þá að á heimssýningunni í Barcel-
ona?
Ég hefði búist við að þetta væri
tilvalið tækifæri sem aðalæfing fyr-
ir sýninguna í Barcelona. Ymsir
aðilar, eins og til dæmis mennta-
mála- og utanríkisráðuneytið, gætu
nýtt sér reynsluna af þátttöku í
NordForm við undirbúning heims-
sýningarinnar. Menntamálaráðu-
neytið var beðið að leggja fram
300.000 krónur, en framlagið varð
þriðjungur þess. Það er spurning
hvort aðilar eins og útflutningssjóð-
ur, iðnlána- og iðnþróunarsjóður
ættu ekki að sjá tilgang í að
styrkja þátttöku Islendinga á
Malmö-sýningunni en það hefur
ekki fengist neitt úr þessum sjóðum.
Ýmsir framleiðendur hafa lagt
sitt af mörkum, en til að koma
þessu heim og saman þarf opinbera
styrki. Tryggingar, flutningskostn-
aður og ferðir iðnaðarmanna kosta
sitt. Greiðslur til þessara liða detta
eiginlega milli stóla framleiðend-
anna. Samkeppnin var viðurkennd
heima fyrir og þai' með voru Islend-
er tekin í því.
ingar komnir með í leikinn. Það
hefur gengið betur á hinum Norður-
löndunum að fá framlög til sýning-
arinnar, því framleiðendum þar er
vel ljóst að sýningin getur orðið
þeim góð auglýsing. Ég hef ekki
verið í vandræðum með að fá stuðn-
ing þar fyrir þeim hlutum, sem
ekki eru framleiddir á Islandi eins
og flísum og gólfefnum. Þeir fram-
leiðendur skilja vel hagsmunina,
sem eru í húfi, afstaðan þar er allt
önnur.
Það þyrfti að hrista upp í þeim
aðilum heima, sem hafa hag af og
ábyrgð á þátttöku í sýningunni. A
sýningunni verða haldnar norrænar
helgar, þar sem hver þjóð hefur
tækifæri til að kynria sig eins og
henni hugnast best. íslenskt tónlist-
arfólk, fatahönnuðir og aðrir gætu
komið þar fram. Þarna er tækifæri
til að kynna íslenska menningu vítt
og breitt, hönnun, arkitektúr, list-
iðnað og aðrar listgreinar. Það
vantai' ekki nein ósköp upp á, um
þijár milljónii' króna, og það fram-
lag þarf ekki að koma á stundinni."
Danskir arkitektar hafa fengið
aukin verkefhi eftir kynningu
erlendis
Michael Sten Johnsen arkitekt
er einn af forystumönnum arkitekt-
astofunnar Vandkunsten, sem vann
dönsku verðlaunin, auk aðalverð-
launanna. Teiknistofan er ein hin
þekktasta sinnar tegundar í Dan-
mörku, á tuttugu ára afmæli á
þessu ári og hefur rakað saman
verðlaunum í gegnum árin. Þarna
starfa fimmtán manns. Danska
verðlaunahúsið er einkar einfalt að
gerð, minna og einfaldara en öll
hin húsin. Þeir hafa ekki átt í nein-
Útlitsteikning danska verðlaunahússins, en það hlaut einnig verðlaun sem besta framlag í samkeppni
NordForm um íbúðarhúsnæði, teiknað á teiknistofunni Vandkunst.en í Kaupmannahöfn.
um sérstökum erfiðleikum með
stuðning við þátttöku sína í sýning-
unni. Tveir stórir framleiðendur
hafa þegar haft samband við þá og
lýst áhuga á samstarfi við að ganga
frá húsinu að innan. Hvað hefur
Michael Sten Johnsen um þátttök-
una að segja?
„Aðstandendur sýningarinnar
leggja mikla áherslu á kynningar-
gildi hennar og þarna verður vafa-
lítið margt spennandi að sjá. Það
er enginn vafi á að fagfólk leggur
leið sína á sýninguna, auk almenn-
ings. Auglýsingagildið er ótvírætt
og í framhaldi af svona sýningu
geta orðið til verkefni.
Danskir arkitektar hafa áður
fengið aukin verkefni í kjölfar sýn-
inga og kynninga erlendis. Það er
kreppa í Danmörku og hennar gæt-
ir mjög í byggingariðnaði. Verkefn-
in hafa mjög dregist saman og
margar teiknistofur hafa þurft að
loka. Við'værum illa staddir, ef við
hefðum ekki verkefni í öðrum lönd-
um en við höfum verið svo heppnir
að fá verkefni í Svíþjóð og Þýska-
landi. Þjóðveijar eru ekki hikandi
við að líta eftir samstarfsaðilum í
öðrum löndum og við höfum notið
góðs af því. Sambandið þangað
komst á eftir að húsnæðisráðuneyt-
ið danska sendi út stórar farandsýn-
ingar á verkum danskra arkitekta.
Sýningar og kynningar geta því
sannarlega gert sitt gagn.“
Michael Sten Johnsen þekkir til
á Islandi, svo það er ekki úr vegi
að spyija hann álits á íslenskum
arkitektúr og skipulagsmálum.
„Það er ýmislegt gott innan um,
en yfirbragðið er ekki fagurt og
andstæðan við fallega náttúru eyk-
ur enn á ljótleikann. Þar er sama
vandamálið víða annars staðar,
bæði í Danmörku og Svíþjóð, að
húsin eiga að vera stór og flott,
fremur en vel útfærð og hentug.
Húsin verða ekki fallegri af því...“
Óneitanlega verður fróðlegt að
sjá hvernig tekst til með sýninguna
í Malmö og hvort og hvernig íslend-
ingum tekst að nýta sér tækifærið
þar til að koma á framfæri því sem
þeir hafa upp á að bjóða á sviði
hönnunar, listiðnaðar og bygging-
arlistar.
Ráðstefiia um
ölvunarakstur
RÁÐSTEFNA um ölvunarakstur
og leiðir til úrbóta verður hald-
inn í dag á vegum Bindindisfé-
lags ökumanna og hefst á
Holiday Inn hótelinu klukkan 13.
I fréttatilkynningu frá félaginu
segir segir að það telji að taka þurfi
ölvunarakstur fastari tökum, þar
sem áfengisneysla eigi dijúgan og
sennilega vaxandi þátt í alvarlegum
umferðaslysum. Það telji að lækka
eigi núgildandi mörk um vínanda-
magn í blóði úr 0,5 prómill í 0,0
prómill.
Selfossi.
■ HÖRÐUR Ingólfsson kennari
á Selfossi sýnir 30 vatnslitamyndir
í Eden í Hveragerði fram til 14.
maí. Myndirnar eru flestar frá
Suðurlandi, málaðar á síðasta ári.
Hörður hefur áður sýnt á tveimur
einkasýningum.
Sig. Jóns.
FERÐAÞJÓNUSTA ER
ÞÝÐINGARMIKIL ATVINNUGREIN Á ÍSLANDI
Sýnum ferðamönnum hjálpsemi og vinsemd
-ferðamaður sem finnur að hann er velkominn
- leitar aftur á sömu slóðir.
FERÐAMÁLAÁR EVRÓPU1990