Morgunblaðið - 09.05.1990, Page 34

Morgunblaðið - 09.05.1990, Page 34
34 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MAI 1990 t Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, PÁLL HÖRÐUR PÁLSSON, Snæfelli, Stokkseyri, andaðist mánudaginn 7. maí sl. Margrét Sturlaugsdóttir og börn. t Sonur okkar, faðir, tengdafaðir, bróðir og afi, KRISTJÁN SIGMAR INGÓLFSSON, Einibergi 19, Hafnarfirði, andaðist á Landspítalanum mánudaginn 7. maí. Halldóra Márusdóttir, Dóra Kristjánsdóttir, Ingólfur Kristjánsson, Snorri Kristjánsson, Sigurður Ingólfsson, Karen Madsen, og barnabörn. Ingólfur Sigmarsson, Ársæll Kristjánsson, Gunnar Kristjánsson, Hjartkær móðir mín, ODDNÝ MAGRÉT HALLDÓRSDÓTTIR, Erluhrauni4, Hafnarfirði, lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi þann 8. maí. Jarðarför auglýst síðar. Fyrir hönd annarra vandamanna, Anna Guðnadóttir. t Bróðir okkar, BJARNI NIKULÁSSON, Austurbrún 6, Reykjavík, lést á Reykjalundi þann 24. apríl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sérstakar þakkir til starfsfólks Reykjalundar fyrir góða hjúkrun. Torfi Nikulásson, Matthildur Nikulásdóttir, Þorkell Nikulásson. t Litli drengurinn okkar, bróðir og barna- barn, GUÐBRANDURÞÓRÐARSON, Furubergi 13, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði miðvikudaginn 9. maí kl. 13.30. Þorbjörg Guðbrandsdóttir, Emilía Þórðardóttir, Marta Þorsteinsdóttir, Emilia Þórðardóttir, Þórður Pálsson, Marta Þórðardóttir, Guðbrandur Þórðarson Páll Ragnar Ólafsson. t Hjartkær eiginkona mín, SIGRÍÐUR HALLA SIGURÐARDÓTTIR, kennari, Rauðalæk 44, Reykjavik, lést á gjörgæsludeild Borgarspítalans að kvöldi hins 5. þessa mánaöar. Útförin verður gerð frá Langholtskirkju mánudaginn 14. mai kl. 15.00. Fyrir hönd barna, tengdabarna, barnabarna og annarra vanda- manna, Friðbjörn Gunnlaugsson. Minning: Randí Arngríms Fædd 14. desember 1934 Dáin 1. maí 1990 Sæll ert þú, er saklaus réðir sofna snemma dauðans blund eins og lítið blóm í beði bliknað fellur vors um stund. Blessað héðan bam þú gekkst, betri vist á himni fékkst, fyrr en náðu vonzka og villa viti þínu og hjarta að spilla. (Ólafur Indriðason.) Ég kveð í dag yndislega vinkonu mína. Það er mikill söknuður í hjarta mínu og tómleiki en ég er Guði þakklát að hafa notið sam- fylgdar þessarar yndislegu og lát- lausu konu. Hún geislaði af lífi og áhuga á öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Við áttum margar gleði- stundir saman, og það er sárt að hugsa til þess að nú er sætið henn- ar Randíar autt. Það verða þung spor er við fylgjum henni hinsta spölinn og felum hana Guði. En í hjörtum okkar eigum við dýrmætar minningar, sem munu gleðja okkur og styrkja í sorginni því við grátum yfir því sem var gleði okkar. Að lokum vil ég biðja góðan Guð að blessa tninningu hennar. Guð veri með börnum hennar, tengda- bömum og barnabömum. Öllum ástvinum votta ég dýpstu samúð. Jakobína Óskarsdóttir Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) Við kveðjum í dag okkar yndis- legu frænku, Randí Arngríms. Það er mikill tómleiki og söknuður í hjarta okkar, en við erum þakklát Guði fyrir að fá að þekkja hana. Ekki verða í þessum línum tíundað- ar allar þær minningar sem streyma fram í hugann. Við fjölskyldurnar höfum átt margar gleðistundir saman. Hún Randí okkar hefur alltaf búið ná- lægt okkur, bæði á Óðinsgötunni og í Álftamýrinni og áttum við mikið í henni. Flutti hún til Svíþjóð- ar í nokkur ár, en alltaf sendi hún mömmu og okkur línu og var hug- urinn ætíð hjá henni. Fyrir nokkrum dögum talaði ég við hana og svo oft áður og hún sagði við mig, Kibba mín, þú veist það að ég lít alltaf á þig sem eitt bamið mitt, og pabba minn kallaði hún, hann Diddi minn hann er bróðir minn. Þarna er henni rétt lýst, svo hjartahlý og trygg. Það verða þung spor er við fylgj- um henni hinsta spölinn og felum hana Guði. En í hjörtum okkar eig- um við dýrmætar minningar sem munu gleðja okkur og styrkja í sorginni. Viljum við með þessum fátæk- legu orðum kveðja hana og vottum ástvinum hennar okkar dýpstu sam- úð. Imba, Diddi og Kibba Randí Arngrims andaðist á Borg- arspítalanum 1. maí. Hún var fædd í Kaupmannahöfn 14. desember 1934. Foreldrar hennar vom Mar- teinn Guðmundsson myndhöggvari og Sólveig Roald sem var af norsk- um ættum. Þau skildu samvistir. Móðir Randíar átti þá í erfiðleikum og tók það heillaráð að gefa barn sitt merkiskonunni Guðrúnu Am- grímsdóttur fatahönnuði. Þá var Randí á öðm ári. Guðrún lagði mikla elsku á litlu fósturdótturina og reyndist Randí hin besta móðir. Guðrún Arngrímsdóttir dvelur nú horfm heiminum á Heilsuvemdar- stöð Reykjavíkur. Þegar Randí óx upp varð hún mesta fríðleiksstúlka. Eins og oft gerist með ástarbörn líktist Randí Marteini föður sínum mikið í sjón. Randí giftist Gunnari Ólafssyni vélstjóra. Faðir Gunnars var Ólafur Jónsson vélstjóri. Hann og Einar Benediktsson skald voru + Útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, KRISTBJÖRNS ÞÓRARINSSONAR, fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 10. maí kl. 15.00. Katrín Einarsdóttir, Einar Kristbjörnsson, Brenda Kristbjörnsson, Sigríður Kristbjörnsdóttir, Gunnar Zophaníasson, Jóna Kristbjörnsdóttir, Jón Búi Guðlaugsson, Birna Kristbjörnsdóttir, Aðalsteinn Aðalsteinsson og barnabörn. KRISTJÁN TEITSSON, fyrrum bóndi í Riftúni, Ölfusi, Skólagerði 61, Kópavogi, er lést 2. maí sl., verður jarðsunginn frá Hjallakirkju í Ölfusi, laug- ardaginn 12. maí kl. 14.00. Sigfríður Einarsdóttir, Lilja Kristjánsdóttir, Hrafnhildur Kristjánsdóttir, Ragnar Kristjánsson, Einar Kristjánsson, Kári Kristjánsson, Hörður Kristjánsson, Alfreð Paulsen, Anna Guðmundsdóttir, Guðrún Eiríksdóttir, Guðmunda Sigurðardóttir, Vibeka Kristjánsson. + Elskulegur faðir minn, fósturfaðir, tengdafaðir og afi, GUÐJÓN FRIÐBJÖRNSSON frá Bakkabæ, Akranesi, Bergstaðastræti 53, Reykjavík, sem andaðist í Landakotsspítala 3. maí, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu í dag, miðvikudaginn 9. maí, kl. 15.00. Þeir, sem vilja minnast hans, láti Krabbameinsfélagið njóta þess. Kristjana Guðjónsdóttir, Guðlaugur Stefánsson, Fanney Sigurðardóttir, Guðmundur Guðjónsson, Sigurður Hólm Sigurðsson, Eygló Hjálmarsdóttir, Guðrún M. Sigurðardóttir og barnabörn. 'S J6X- ■ V-WSMWT&M"X & i. íí :t Ibíft * -áfc + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, PÁLL GUÐBJÖRNSSON rafverktaki, Garðsenda 6, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 10. maí kl. 13.30. Anna Jónasdóttir, Jóna Björg Pálsdóttir, Grétar Sigurðsson, Fríða Björk Pálsdóttir, Gylfi Sigurpálsson, Elva Björt Pálsdóttir, Björn A. Eriingsson og barnabörn. bræðrasynir. Þarf ekki að rekja svo kunnar ættir frekar. Móðir Gunnars var Guðrún Eyjólfsdóttir, kunn og vinsæl félagsmálakona, sem bjó lengst af í Hafnarfirði. Þau eru bæði látin. Börn Randíar og Gunn- ars eru: Jóhanna gift Loga Sæ- mundssyni, Ólafur giftur Stellu Stefánsdóttur, Gunnar, Karl giftur Nínu Karen Jónsdóttur og Tryggvi. Barnabömin em ellefu. Randí heitin bjó lengst af í Reykjavík. Hún var glaðlynd kona og góðviljug. Börn- um sínum var hún ástrík móðir og skilningsríkur félagi. Hún er sárt syrgð af þeim sem hana þekktu best, stórri fjölskyldu og fjölmenn- um vinahópi. Við kveðjum hana með tárum, eins og segir í kvæði Byrons lávarðar, Tárinu, í þýðingu Gríms Thomsens: Er á lífs aftni heim yfir blásala geim andinn flýgur, en holdið er nár, þá er framar ei neitt, sem þjer fáið mjer veitt, fyrir utan eitt saknaðartár. Meir en líkræðu skjall eða marmara stall met jeg ástvina döggvaðar brár, því að lofsorðin tóm eru hjegóma hjóm, en - frá hjartanu þar koma tár. Varðhaldsengillinn óðara sinn þeim í sjóð safnar, telur þau glðggt upp á hár, og svo leggur hann inn lífs í reikninginn minn hjá ljósanna fóður hvert tár. Sigurveig Guðmundsdóttir Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V.Briem.) Með söknuði kveð ég tengdamóð- ur mína, Randí Arngríms. Randí fæddist í Kaupmannahöfn 14. des- ember 1934, dóttir Sólveigar Roald og Marteins Guðmundssonar. Árið 1936 fluttist hún til íslands með fósturmóður sinni, Guðrúnu Arn- grímsdóttur, kjólahönnuði. Hún giftist Gunnari Ólafssyni vélvirkja þann 14. desember 1952 og eignuð- ustu þau saman 5 börn. Ég kynntist Randí fyrir rúmum 12 árum. Strax við fyrstu kynni átti hún stóran hlut í hjarta mínu, eins og eflaust allir geta sagt, er hana þekktu. Hún var sannur vin- ur, sem ávallt var tilbúin að rétta hjálparhöndj en bað aldrei um neitt í staðinn. Ég bið Guð að styrkja fjölskyldu hennar á þessari rauna- stund. Stella Stefánsdóttir Kransar, krossar ogkistuskreytingar. (v Sendum um allt land. GLÆSIBLÓMIÐ GLÆSIBÆ, Áifheimum 74. sími 84200

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.