Morgunblaðið - 09.05.1990, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 09.05.1990, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 1990 ÍÞRÚmR 'FOLX ■ KRISTINN R. Jónsson, lands- liðsmaður úr Fram, hefur ekki leik- ið með liði sínu að undanförnu. Hann er nefbrotinn og mun ekki leika úrslitaleikinn gegn KR í Reykjavíkurmótinu á morgun kl. 20.30. ■ NICK Faldo missti af upplögðu tækifæri til að ná efsta sæti heims- listans í golfi. Hann klúðraði því þó í lokin á sterku móti í St. Mellion Á Englandi er hann náði ekki pari. Spánverjinn Jose Maria Olazabal sigraði á mótinu og náði þannig 8. sæti. Greg Norman er efstur á list- anum, Severiano Ballesteros í 3. sæti á eftir Faldo, og Curtis Strange í 4. sæti. ÚRSLIT Knattspyrna Reykjavíkurmótið Leikur um 5. sætið: Valur-ÍR........................2:1 Magni Blöndal Pétursson, Steinar Adolfsson — Bragi Björnsson. ^Vináttulandsleikur í Bern: TSviss - Argentína...............1:1 Kubilay Turkyilmaz (90.) - Abel Balbo (53.) ■ Argentína hefur aðeins unnið fimm af síðustu prjátíu landsleikjum sínum. Körfuknattleikur NBA-deildin 2. umferð úrslitakeppninnar, leikið þartil .annað liðið hefur sigrað í fjórum leikjum: Chicago Bulls—Philadelphia 76ers..96:82 (Chicago hefur forystu, 1:0). Tennis Opin mót um helgina Miinchen Einliðaleikur karla: JítKarel Novacek—Thomas Muster.6:1 6:2 Tvíliðaleikur: Michael Stich/Udo Riglewski— Petr Korda/Tomas Smid.........6:1 6:4 llamborg Einliðaleikur: Steffi Graf—Arantxa Sanchez 5:7 6:0 6:1 Tvíliðaleikur: Martina Navratilova/Gigi Fernandez— Larissa Savsjenkó/Helena Sukova ....6:2 6:3 íshokký NHL-deildin Undanúrslit, leikið þartil annað liðið hefur sigrað í fjórum leikjum): Chicago Black Hawks—Edmonton Oilers4:3 Chicago Blaek Hawks—Edmonton Oilers5:l (Chicago hefur forystu, 2:1.) Boston Bruins—Washington Capitals 3:0 Boston Bruins—Washington Capitals 4:1 (Boston hefur forystu, 3:0). KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNI BIKARHAFA Amór fyrsti íslendingurinn til að hampa Evrópubikar? Anderlecht leikur úrslitaleikinn gegn Sampdoría í Gautaborg ARNÓR Guðjohnsen verður í sviðsljósinu í Gautaborg í kvöld þegar Anderlecht leikur gegn Sampdoria frá Ítálíu í úrslita- leik Evrópukeppni bikarhafa. Arnór á möguleika á að verða fyrsti íslandingurinn til að hampa Evrópubikar. „Þetta verður erfiður leikur. Það verð- ur ekkert gefið eftir, enda fær það lið sem tapar ekki aftur möguleika á að rétta sinn hlut að sinni,“ sagði Arnór, en það er nokkuð öruggt að hann fari frá Anderlecht. Hann er nú að velta nokkrum tilboðum fyrir sér. Það er óvíst hvort að Georges Grun, fyrirliði Anderlecht, geti leikið. Það verður til þess að Arnór leikur í stöðu hans, sem varnarleik- ^■1 maður. Ef Grun Brynja stenst læknisskoðun Tomer fyrir leikinn - verð- skrifar ur Arnór framar á vellinum. Mikill áhugi er fyrir leiknum í Gautaborg, enda reiknað með skemmtilegum ieik. Bæði félögin eru þekkt fyrir að leika góða sóknarknattspyrnu og hafa snjalla gegnumbrotsmenn í herbúðum sínum. „Ég er hræddur og fæ gæsahúð, þegar ég hugsa um að það sama gæti komið upp og í fyrra,“ sagði Vialli, landsliðsmaður Ítalíu og leik- maður með Sampdoria, sem tapaði úrslitaleik Evrópukeppni bikarhafa, 0:2, fyrir Barcelona í Sviss. „Við ætlum okkur ekki að tapa aftur.“ Ad de Mos, þjálfari Anderlecht, segist vera ósáttur við gengi liðsins í Belgíu, en Anderlecht varð að sjá á eftir rneistaratitlinum til FC Bríigge. „Ég sætti mig'ekki við annað en sigur hér í Gautaborg,“ sagði de Mos, sem sagði að hann ætti eftir að gera upp reikninginn við Sampdoria. Hann var þjálfari Mechelen í fyrra, en Sampdoria sló Arnórá Ullevi Arnór Guðjohnsen á æfingu með Anderlecht á Ullevi-leikvanginum í Gauta- borg í gær, en þar fer úrslitaleikurinn fram. Honum verður sjónvarpað beint til Islands. félagið út í undanúrsiitum Evrópu- keppni bikarhafa. Roberto Mancini, sem leikur lyk- ilhlutverk hjá Sampdoria, sagði að sagan endurtæki sig ekki. „Við Iék- um þá án fjögurra sterkra leik- manna, sem voru meiddir. And- erlecht er sterkara en Barcelona, en við erum betri nú,“ sagði Man- cini. Brasilíumaðurinn Cerezo getur ekki leikið með Sampdoria vegna meiðsla og heldur ekki varnarleik- maðurinn Luca Pelligrini. Sampdor- ia mun tefla fram sama liði og vann Mónakó í undanúrslitum. Anderlecht er með sex belgíska landsliðsmenn í herbúðum sínum, auk landsliðsmanna frá Islandi, Nígeríu og Zambíu. De Mos tilkynn- ir ekki lið sitt fyrr en rétt fyrir leik, en þessir leikmenn eru mættir til Gautaborgar: Filip De Wilde, Ranko Stojie - Adri Van Tiggelen, Georges Grun, Wim Kooiman, Step- hen Keshi, Guy Marchoul, Donald Van Durme - Amór Guðjohnsen, Milan Jankovic, Patrick Vervoort, Luis Oliveira, Charly Musonda, Marc Degryse - Marc Van der Linden, Gert Verheyen, Luc Nilis, Philip Osundu. Sampdoria: (líklegt lið) Gianluca Pagliuca, Marco Lanna, Amedeo Carboni, Fausto Pari, Pietro Vierchowod, Giovanni Invernizzi, Attilio Lombardo, Srecko Katanec, Gianluca Vialli, Roberto Mancini, Giuseppe Dossena. £J Morgunblaðið /Jorma Valkonen FUNDIR MEÐ FJÁRMÁLARÁÐHERRA UM LANDIÐ ,AnM.AWlNNUÚF»ÚFSKJÖRj ÁRANGURINN framtiðin EFNi Rsbatinnognvviðhorfi FJUUlvi Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra heldur fundi um árangurinn sem náðst hefur í efnahagsmálum og um ný viðhorf í íslenskum þjóðmálum. Fjallað verður um framtíðarhorfur í fjármálum, atvinnulífi og lífskjörum. Fyrirspurnum svarað um nútíð og framtíð. AKRANES MIÐVIKUDAGINN 9. MAÍ KL. 20:30 ÍHÓTELAKRANESI SIGLUFJÖRÐUR FIMMTUDAGINN10. MAÍ KL. 20:30 ÍHÓTELHÖFN VESTMANNAEYJAR LAUGARDAGINN12. MAÍ KL. 14:00 í MUNIN, HÓTEL ÞÓRSHAMRI NESKAUPSTAÐUR ÞRIÐJUDAGINN15. MAÍ KL. 20:30 í EGILSBÚÐ HÚSAVÍK SUNNUDAGINN13. MAÍ KL. 15:00 ÍHÓTELHÚSAVÍK HÖFN MIÐVIKUDAGINN16. MAÍ KL. 20:30 ÍHÓTELHÖFN ÓLAFSVÍK FÖSTUDAGINN11. MAÍ KL. 20:30 í FÉLAGSHEIMILINU KLIFI EGILSSTAÐIR MÁNUDAGINN14. MAÍKL. 20:30 í HÓTELVALASKJÁLF SELFOSS FIMMTUDAGINN17. MAÍKL. 20:30 ÍHÓTELSELFOSSI Allir velkomnir FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ FRJALSAR Ámistór- bættisig Sló Huseby útaf 10 manna skránni A rni Jensen, kúluvarpari úr ÍR, stórbætti árangur sinn er hann sigraði á háskólamóti í Texas í Bandaríkjunum um helgina. Varpaði hann kúlunni 16,80 metra. Árni bætti fyrri árangur sinn um rúman hálfan metra, átti best 16,23 frá í fyrra. Arni hefur tekið miklum framförum því hann varpaði lengst 14,49 metra í hitteðfyrra sem var 11. besti árangur Islendings það ár. í fyrra var hann í 5. sæti hér á landi. Með árangri sínum í Bandaríkjun- um um helgina náði Árni 10. besta árangri íslendings í kúluvarpi frá upphafi og velti engum öðrum en Gunnar Huseby [16,74] fyrrum Evr- ópumeistara úr því sæti. Árni er 23 ára og stundar háskólanám í Louis- iana-ríki í Bandaríkjunum. Tíu bestu afrek íslendinga í kúluvarpi frá upp- hafi eru annars sem hér segir: 21,09 Hreinn Halldórsson, KR........1977 20,61 Óskar Jakobsson, ÍR...........1982 20,03 Pétur Gudmundsson, HSK........1988 18,48 Guðmundur Hermannsson, KR ...1969 18,21 Eggert Bogason, FH...........1986 17,93 Guðni Halldórsson, KR........1978 17,35 Vésteinn Hafsteinson, HSK....1984 17,14 Erlendur Valdimarsson, ÍR....1969 17,13 Pétur Pétursson, UÍA.........1980 16,80 Árni Jensen, ÍR..............1990

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.