Morgunblaðið - 09.05.1990, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 1990
43
faám
FOLK
■ G UMMERSBA CH tapaði,
17:19, fyrir Milbertshofen í fyrri
leik liðanna í undanúrslitunum um
V-Þýskalandsmeistaratitilinn.
Lemgo tapaði,
26:27, fyrir Gross-
wallstadt í tvífram-
lengdum leik í hinni
undanúrslitaviður-
FráJóni
Halldóri
Garðarssyni
ÍV-Þýskalandi
eignmni.
■ DSSELDORF er svo gott sem
fallið í 2. deild í handknattleik í
V-Þýskalandi. Liðið, sem Héðinn
Gilsson hefur gert samning við,
tapaði, 20:23, fyrir Fredenbeck
um helgina.
■ PETER Sichelschmidt hefur
verið ráðipn þjálfari Diisseldorf.
Hann var unglingaþjálfari hjá v-
þýska handknattleikssambandinu.
■ LOTHAR Matthaus hefur gert
nýjan samning við Inter Mílanó.
Samingurinn er til 1992.
■ KOLN er tilbúið að borga fjórar
miilj. marka fyrir danska landsliðs-
manninn Brian Laudrup, sem leik-
ur með Uerdingen. Einnig að láta
Uvve Rahn með í kaupunum.
■ ÁSGEIR Sigurvinsson og
Eyjólfur Sverrisson, sem kom inn
á sem varamaður í leikhléi, fengu
ekki góða einkun fyrir leik sinn
með Stuttgart gegn
Mönchengladbach, sem Stuttgart
tapaði, 1:3.
■ JEAN-MARIE Pfaff, fyrrum
landsliðsmarkvörður Belgíu, var
rekinn frá Trabzonspor í Tyrkl-
andi um helgina.
■ BAYER Leverkusen hefur
gengið frá kaupum á a-þýska
landsliðsmanninum Ulf Kirsten,
sem er 24 ára. Féiagið borgaði
Dynamo Dresden 3,5 millj. marka
fyrir hann. Fyrir hjá félaginu er
annar A-Þjóðverji - Andreas
Thom
■ RAFAEL Martin Vazquez,
landsliðsmaður hjá Real Madrid,
er nú með tilboð frá þremur félög-
um. Tórínó, Juventus og Mar-
seille.
■ REAL Zaragossa hefur keypt
Edison Suarez frá Danubio í
Uruquay og selt Juanito Rodrigu-
ez til Atletico Madrid.
■ BILL Y Bingham, landsliðs-
þjálfari N-írlands, hefur valið 21
árs leikmann frá Liverpool í lands-
lið sitt, sem mætir Uruguay í Bel-
fast 17. maí. Það er miðvallarspilar-
inn Jim Magilton, sem hefur enn
ekki leikið með aðalliði Liverpool.
■ JOHNNY Bosman, hollenski
landsliðsmaðurinn hjá Mechelen í
Belgíu er á förum frá félaginu.
Hann hefur fengið tilboð frá Barce-
lona, Liverpool og Bordeaux.
Búist er við að Rene Eykelkamp,
sem leikur með Groningen í Hol-
landi, taki stöðu Bosmans hjá
Mechelen. Eins hefur varnarmað-
urinn sterki, Graeme Rutjes,
ákveðið að færa sig um set til
Anderlecht.
■ FIORENTINA mun leika
heimaleik sinn gegn Juventus í
UEFA-keppninni Avellino.sem er
80 km fyrir austan Napolí. Eins
og fram hefur komið var félagið
dæmt í heimaleikjabann og dæmt
til að leika heimaleik sinn 300 km
frá Flórens. Juventus vann fyrri
leik liðanna, 3:1.
■ JAMES „Buster" Douglas,
heimsmeistarinn í hnefaleikum, jef-
ur gert fyrsta auglýsingasamning
sinn eftir að hann sigraði Mike
Tyson í Tokyó. Meistarinn. fær
„nokkrar" milljónir dollara fyrir að
ljá leiktækjafyrirtækinu Sega nafn
sitt til að nota í tölvuleik sem fyrir-
tækið hefur framleitt. Nintendo
hafði áður gert svipaðan samning
við Mike Tyson og hugsa Sega-
menn sér gott til glóðarinnar með
heimsmeistarann á sínum snærum.
Þess má geta að Sega hefur þegar
hafið sölu á tölvuleik með golfi og
amerískum fótbolta og nota þar
nöfn Arnold Palmers og Joe
Montana.
HANDKNATTLEIKUR / 21 ARS LANDSLIÐIÐ
Gunnar Einarsson
ráðinn þjáliari
Undirbýr 21 árs iandsliðið fyrir HM í Grikklandi 1991
GUNNAR Einarsson hefur
orðið við ósk Þorbergs Aðal-
steinssonar, landsliðsþjálf-
ara og stjórnar HSÍ, um að
taka við þjálfun 21 árs lands-
liðsins. Gunnar fær það verk-
efni að undirbúa liðið fyrir
heimsmeistarakeppni 21 árs
landsliða, sem fer fram í
Grikklandi í september 1991.
Þ etta verður mjög spennandi
verkefni. í liðinu leika fram-
tíðarleikmenn íslands. Það verður
samvinna á milli okkar Þorbergs,“
sagði Gunnar, sem sagði að það
væri ekki afráðið hvort hann yrði
áfram þjálfari Stjörnunnar, en
þriggja ára samningur hans við
félagið rann út eftir sl. keppn-
istímabil. „Auðvita væri best að
taka sér frí frá þjálfun félagsliðs
á meðan verkefni 21 árs landslið-
ið stendur yfir,“ sagði Gunnar.
21 árs landsiiðið verður kallað
saman til æfmga nú á næstu dög-
um, en liðið tekur þátt í Norður-
landamóti I Svíþjóð í 28. júní.
Gunnar Einarsson.
HANDKNATTLEIKUR / 1. DEILD
Sigurður
Gunnarsson
þjáliari
Eyjamanna?
Þjálfaramál 1. deildarliðanna að skýr-
astfyrir næsta keppnistímabil
ÞJÁLFARAMÁL1. deildarlið-
anna íhandknattleik virðast nú
vera að skýrast fyrir næsta
tímabil. Sigurður Gunnarsson
mun að öllum líkindum þjálfa
1. deildarlið ÍBV í handknattleik
næsta vetur. Eyjamenn hafa
rætt við Sigurð og eru þær við-
ræður nú á lokastigi.
Hilmar Sigurgíslason, sem var
aðeins ráðinn þjálfari ÍBV eitt
keppnistíambil, hefur verið í við-
ræðum við HK. Hann hefur hins
vegar ekki gert upp hug sinn og
hefur jafvel áhuga á að mennta sig
betur sem þjálfari.
„Gunnar Einarsson er enn inni
í myndinni hjá okkur sem þjálfari,“
sagði Guðjón E. Friðriksson, form-
aður handknattleiksdeildar Stjörn-
unnar. „Við erum að vinna í þjálf-
aramálum okkar.“' Gunnar hefur
hins vegar sjálfur lýst því yfir að
hann hafi áhuga á að snúa sér alfar-
ið á þjálfun 21 árs landsliðsins.
ÍR-ingar hafa verið að ræða við
Eyjólf Bragason um að hann haldi
áfram með liðið. Þá hefur nafn
Eyjólfs borið á góma sem næsta
þjálfara Stjörnunnar, ef Gunnar
hættir.
Erlingur Kristjánsson hefur
verið endurráðinn þjálfari KA og
Gústaf Björnsson verður áfram
með nýliða Fram og Björgvin
Björgvinsson verður áfram með
Sigurður Gunnarsson tekur aftur við þjálfun ÍBV-liðsins.
nýliðana frá Selfossi.
Eins og fram _ hefur komið þá
verður Þorgils Ottar Mathiesen
þjálfari FH og það getur farið svo
að Kristján Arason þjálfi með hon-
um og leiki þá einnig með FH-liðinu.
Jóhann Ingi Gunnarsson verður
áfram með KR eins og kemur fram
hér í grein á síðunni.
Þorbjörn Jensson verður að öll-
um líkindum áfram með Valsliðið.
Eins er talið líklegt að Guðmundur
Guðmundsson verði áfram með
Víking, en viðræður milli hans og
Víkings eru í gangi.
Ef fjölgað verður um tvö lið í
Jóhann gerir tveggja
ára samning við KR
Páll Ólafsson tekur þá við stjórninni hjá KR
Jóhann Ingi Gunnarsson hefur
gert tveggja ára samning við
handknattleiksdeild KR. Jóhann
Ingi þjálfar KR-liðið og hefur
umsjón með uppbyggingu þjálfun-
ar allra flokka hjá KR. í ljósi ár-
angurs KR-inga í yngri flokkum,
en þeir fengu viðurkenningu frá
HSI vegna unglingastarfs, er ætl-
unin að auka unglingastarfið og
skipuleggja framtíðar uppbygg-
ingu deildarinnar.
KR-ingar gengu frá ráðningu
Páls Ólafssonar sem aðstoðar-
manns hans í gærkvöldi og einnig
var gengið frá því að Páll tæki
við þjálfun KR-liðsins þegar
samningnr Jóhanns Inga rennur
út eftir tvö ár. KR-ingar hafa því
hugsað vel til framtíðarinnar.
Jóhann Ingi mun fá það verk-
efni að þjálfa meistaraflokk karla
og hafa nána yfirumsjón með
þjálfun 2. og 3. flokks karla. Þá
á hann að aðstoða og skipuleggja,
í samráði við aðra þjálfara deildar-
innar og stjórn, uppbyggingu
Jóhann Ingi Gunnarsson.
þjálfunar alla flokka og einnig að
aðstoða og skipuleggja æfinga-
ferðir einstakra leikmanna og
hópa.
„Með þessu viljum við reyna
að ná fram ákveðinni þróun hjá
einstaklingum og deildinni í heild,
til að takast á við þau verkefni
sem farið er í hveiju sinni. Hvort
Páll Ölafsson.
heldur þau séu á leikvelli eða utan
hans,“ sagði Kristján Örn Ingi-
bergsson, varaformaður hand-
knattleiksdeildar KR. „Ætlunin
er að reyna að skipuleggja ná-
kvæma námskrá fyrir leikmenn
frá því þeir iiefji iðkun hand-
knattleiks."
1. deild, eins og allt stefnir í, þá
leika fjögur lið um tvö sæti í deild-
inni. Grótta, HK, Breiðablik og
Haukar.
Sovétmaðurinn Boris Abkashev
verður áfram þjálfari Breiðabliks
og Viggó Sigurðsson áfram með
Hauka. Hilmar Sigurgíslason,
sem þjálfaði Eyjamenn, hefur verið
orðaður við HK eins og áður segir.
Talið er líklegt að Arni lndriðason
verði ekki áfram með Gróttu.
ÍÞRúm
FOLX
■ EYJÓLFUR Bragason, þjálf-
ari ÍR í handknattleik, hafnaði
þjálfaraboði frá norsku 2. deildar-
liði frá Bergen.
■ GYLFI Birgisson, leikmaður
Stjörnunnar, fer ekki til Noregs.
Hann hafði fengið boð um að leika
með Bodö og Stavanger.
■ GYLFI hefur hefur verið oi*ík
aður við ÍBV, en hann lék með
Eyjamönnum áður en hann gekk
til liðs við Stjörnuna.
■ HÉÐINN Gilsson fór í gær til
V-Þýskalands, til að kanna að-
stæður og kynnast leikmönnum
Diisseldorf, sem hann mun leika
með næstu tvö árin. Með honum
fór Guðmundur Karlsson, lands-
þjálfari í fijálsum íþróttum, sem
stundaði nám í íþróttaháskólanum
í Köln.
■ ÞAÐ getur farið svo að KA
missi tvo lykilmenn í 1. deildinný^
handknattleik. Þeir Sigurpáll Árm
Aðalsteinsson og Axel Stefáns-
son, markvörður, hafa hug á að
fara í námi í Reykjavík.
■ MAGNÚS Ingi Stefánsson,
sem lék með norska liðinu Fred-
riksborg SKI, hefur ákveðið að
snúa heim og leika á ný með HK.
■ PALL Björnsson, línnmaðp
úr Gróttu, hefur verið orðaður við
KR næsta vetur.