Morgunblaðið - 09.05.1990, Side 44
Engum líkur
Kringlan 5
Sími
692500
SJOVAt
MIÐVIKUDAGUR 9. MAI 1990
VERÐ I LAUSASOLU 90 KR.
Sjómannasamningar:
Næstuskref
ákveðin í
'vikulokin
ÚTLIT er fyrir að það skýrist í
lok vikunnar hver næstu skref
verða í kjaradeilu sjómanna og
útgerðarmanna, en langt hlé hef-
ur verið á viðræðum aðila.
Aðildarfélög Sjómannasambands
íslands og Far- og fiskimannasam-
bands íslands hafa aflað sér verk-
fallsheimilda undanfarip og samn-
inganefndir félaga FFSÍ koma sam-
an til fundar á morgun, fimmtudag.
Ef til verkfails kemur þarf að boða
það með þriggja vikna fyrirvara,
en það þýðir að allur fiskiskipaflot-
inn verður í höfn þegar verkfall
'^iemur til framkvæmda.
Hressir trillukarlar á Hjalteyri
Morgunblaðið/Runar Þor
Trillukarlar hafa aflað vel í Eyjafirði að undanförnu og hafa smábátarn- I félagarnir Sigurður Bergsson á Sveini EA og Jón Grétarsson á Skíða
ir komið að landi með allt upp í tvö tonn af góðum netafiski eftir voru ánægðir með aflabrögðin er ljósmyndarinn hitti þá á bryggjunni
daginn. Þá hefur fiskur einnig gengið inn í Þistilfjörðinn og trillur þar á Hjalteyri í gær, en höfðu á orði að svo virtist sem fiskurinn virtist
hafa verið að fá boltafisk á svæðinu milli Forits og Rauðanúps. Þeir | á útleið eftir góða hrotu frá páskum.
Verðhrun síðustu daga á
innlendum fiskmörkuðum
Tanngarðar
boðnir upp
UPPBOÐ á óskilamunum í vörslu
lögreglunnar í Reykjavík verður
haldið í portinu við Borgartún 7
á laugardag og hefst klukkan
13.30.
• Á uppboðinu verða boðnir upp
óskilamunir, sem verið hafa í vörslu
lögreglunnar í a.m.k. eitt ár. Mikið
er af reiðhjólum, en einnig smærri
munir, svo sem armbandsúr. Þá
má nefna, að á uppboðinu að þessu
sinni er að finna tanngarða. Ekki
eru seldir mjög persónulegir munir,
svo sem giftingarhringir, en lög-
reglan hefur margar skúffur fullar
af þeim.
Geitungi var
vísað á dyr
LÖGREGLAN í Reykjavík
T'1 vísaði á mánudagsmorgun
geitungsflugu á dyr í húsi í
austurbænum, þar sem flugan
hafði gert sig heimakonmari
en húsráðendur kærðu sig um.
Húsráðendur leituðu til lög-
reglunnar þegar návist flugunn-
ar varð óbærileg og tókst lög-
reglunni að koma gestinum
óboðna á dyr án þess að hann
bæri skaða af. Vonast er til að
flugan hafi lært sína lexíu og
hún valdi ekki meiri usla.
„ÞAÐ MÁ segja að það hafí orðið
algjört verðhrun á innlendu físk-
mörkuðunum undanfama daga,“
sagði Ólafur Þór Jóhannsson,
framkvæmdasfjóri Fiskmarkaðs
Suðurnesja, í samtali við Morgun-
blaðið í gær. Meðalverð á Fisk-
markaði Suðurnesja í þessum
mánuði er 52,20 krónur fyrir kíló-
ið, eða 23% lægra en meðalverð
á markaðinum fyrstu fjóra mán-
uði þessa árs. Meðalverð á físk-
markaðinum í Hafm.rfiröi er hins
vegar 52,71 króna og hefur því
lækkað um 25% og meðalverð á
Faxamarkaði í Reykjavík er 55,35
krónur, eða 11% lægra en fjóra
fyrstu mánuðina í ár.
Ólafur Þór Jóhannsson sagði að
ástæðurnar fyrir þessu verðhruni
væru meðal annars þær að vegna
þess að veðrið hefði verið hagstætt
að undanförnu hefði framboð á
mörkuðunum aukist á sama tíma og
eftirspurnin hefði minnkað vegna
manneklu í fiskvinnslunni. „Ver-
tíðarfólkið er farið og skólafólkið
ekki komið í staðinn." Ólafur Þór
sagði að þegar hitnaði í veðri minnk-
aði neysla á kjöti og fiski. „Það er
fljótt að koma fram í minni eftir-
spurn hjá okkur. Það gengur til
dæmis illa að selja lúðu og skötusel
en fyrir þessar tegundir hefur feng-
ist mjög hátt verð.“
Á Fiskmarkaði Suðurnesja er
meðalverð á þorski 53,85 krónur í
þessum mánuði, eða 29% lægra en
fjóra fyrstu mánuðina í ár. „Ein af
ástæðunum fyrir verðlækkun á
þorski er sú að hann er búinn að
hrygna og er því rýr. Þar að auki
höfum við verið að selja mikið af
færafiski, sem hefur verið í smærra
lagi,“ sagði Ólafur Þór.
Hann sagði að fiskkaupendur
hefðu ekki mannskap til að slægja
fiskinn og þeir væru tilbúnir að
greiða mun hærra verð fyrir slægðan
en óslægðan fisk. Seljendurnir virt-
ust hins vegar ekki nenna að slægja
fiskinn. Ólafur Þór sagði að trollbát-
ur hefði selt á Fiskmarkaði Suður-
nesja í gær tveggja til þriggja daga
gamlan slægðan þorsk fyrir 67,50
krónur kílóið, eða 27% hærra verð
en hann fékk fyrir glænýjan, óslægð-
an þorsk á markaðinum.
„Menn eru tilbúnir að slægja fisk-
inn, flokka hann og taka aukateg-
undir eins og keilu þegar framboðið
er lítið. Þegar framboðið er hins
vegar mikið, eins og núna, seliast
óflokkaðar tegundir, til dæmis keila
og steinbítur, illa, því kaupendurnir
eru með full hús af fiski,“ sagði
Ólafur Þór.
Hjúkrunarheimili Sunnuhlíðar:
Rúmum jafiivel feekk-
að um 10-18 í sumar
RÆTT hefúr verið um að loka 10-18 rúmum af um 50 á hjúkr-
unarheimili Sunnuhlíðar i Kópavogi í þrjá mánuði í sumar vegna
fjárskorts, en heimilið hefur verið rekið á fostum fjárlögum frá
áramótunum 1988-1989. Að sögn Jóhanns Árnasonar, framkvæmda-
stjóra Sunnuhlíðar, varð 4 milljóna króna halli á rekstri hjúkrunar-
heimilisins á siöasta ári, sem það þarf að bera á þessu ári, og sagði
hann að heimilið treysti sér ekki til að bera slíkan halla annað árið
í röð.
Hjúkrunarheimili Sunnuhlíðar
er sjálfseignarstofnun, sem Sunnu-
hlíðarsamtökin í Kópavogi eiga.
„Við stöndum frammi fyrir því eins
og öll sjúkrahús á landinu að það
er aldrei nægilegt fjármagn til
rekstrarins, en ólíkt öðrum sam-
bærilegum stofnunum erum við á
föstum fjárlögum en ekki dag-
gjöldum," sagði Jóhann.
Hann sagði að ef gripið yrði til
þess ráðs að loka sjúkrarúmum
yrði ekki ráðið fólk til sumarafleys-
inga og þannig komið í veg fyrir
viðbótarkostnað í rekstrinum. Eina
ráðið yrði þá að senda vistfólkið
heim til aðstandenda þess, sem
óhjákvæmilega þýddi aukið álag á
þá og heimilsþjónustu við aldraða.
Hann sagði að aðstandendur vist-
manna hefðu skrifað bæjarráði
Kópavogs til að kanna hvort um
einhverja aðstoð þaðan yrði að
ræða, og væntanlega yrði tekin
ákvörðun um það á fundi bæjar-
ráðs á morgun, fimmtudag. „Þá
verður væntanlega tekin ákvörðun
um það hvort bærinn hleypur á
einhvern hátt undir bagga, eða
hvort þetta verður látið koma niður
á heimaþjónustunni, en bærinn er
skuldbundinn til að greiða fyrir
heimilisþjónustu fyrir alla aldraða,
sem á henni þurfa að halda."
Starfsfólki Varnar-
liðsins fækkar um 24
ÍSLENSKUM starfsmönnum
Varnarliðsins á Keflavíkurflug-
velli hefur fækkað um 24 frá ára-
mótum en þá var hætt að ráða
fólk í stað þess sem liætti.
íslenskir starfsmenn varnarliðsins
voru 1.099 um áramótin og fækkaði
um ,4 á árinu 1989. Hörður H.
Bjarnason, skrifstofustjóri vamar-
málaskrifstofu utanríkisráðuneytis-
ins, segir að frá áramótum hafi gilt
bann við ráðningum borgaralegra
starfsmanna hjá Bandaríkjaher, á
meðan endurskoðuð væru fjárfram-
lög til hermála. Hægt væri að fá
undanþágur vegna starfa sem talin
væru ómissandi, en þær hefðu enn
ekki fengist. Þjónustustofnanir með
sjálfstæðan fjárhag, t. d. skemmti-
staðir, hafa fengið undanþágu frá
banninu. Um 300 þeirra íslendinga
sem vinna hjá Varnarliðinu eru hjá
slíkum fyrirtækjum.