Morgunblaðið - 13.05.1990, Page 10

Morgunblaðið - 13.05.1990, Page 10
10 c MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. MAÍ 1990 HÉRGALAR og hafði til þess verkstæði. Líklega eini bóndinn, sem gat skipt um augablað í 200 kílómetra radíus eða meira, kannski eini bóndinn á landinu, sem gat skipt um augablað eins og að drekka vatn. Og okkar augablað hafði hangið þar til næst- um beint fyrir framan heimreiðina til hans. Bóndinn gerði við bílinn á klukkutíma og tók sáralítið fyrir, en við ókum á áfangastað og héld- um vel heppnaða skemmtun um kvöldið." - Gaukur kveðst að mestu vera hættur að leika opinberlega á dans- leikjum, en hafi þó í bakhendinni litla hljómsveit tilbúna við sérstök tækifæri, þegar hóað er í hann. Hann hefur líka í nógu öðru að snúast. Árið 1975 setti hann á Iagg- irnar gítarskóla sem hann rekur enn og undanfarin ár hefur hann ann- ast útgáfu á félagsblaði Verslunar- mannafélags Reykjavíkur. „Blaðamennskan hefur alltaf blundað í mér og ég stundaði hana dálítið hér á árum áður. Ég var meðal annars í ein tvö ár blaðamað- ur á Tímanum og síðar á Vikunni. Einnig skrifaði ég dálítið í Mánu- dagsblaðið, en vertu samt ekkert að hafa orð á því. Það er eins með blaðamennskuna og músíkina að þetta er baktería sem erfitt er að losna við. Ég gat vel hugsað mér að fara út í blaðamennsku, en músíkin náði yfirhöndinni. Á VR- blaðinu annast ég sjálfur alla þætti í ferlinu, allt frá því að taka viðtöl og skrifa blaðið til útlitshönnunar og í þessu fæ ég útrás fyrir blaða- manninn í mér.“ Tónlistarnám vestra - Á miðjum aldri tókstu þig svo upp og fórst að læra tónsmíðar og útsetningar í Bandaríkjunum? „Já, ég ákvað að láta slag standa og fara í nám til Bandaríkjanna. Ég skrifaði Árna Egils, sem er gam- all kunningi minn, og bað hann um að kanna fyrir mig hvaða skóli myndi henta best manni með mína reynslu. Niðurstaðan varð sú að The Grove School of Music í Los Angel- es var talinn heppilegastur. Ég sendi út plötur og ýmsar útsetning- ar sem ég hafði unnið hér heima, ásamt ágripi af ævisögunni, og fékk inngöngu í skólann. Fyrst valdi ég mér heils árs námskeið í útsetningu og tónsmíðum, en náminu var skipt í fjórar annir. Fyrstu önnina tók ég sumarið 1982 og hún var býsna strembin því mig vantaði ýmislegt inn í og þurfti því að sækja auka- tíma. Næsta sumar tók ég aðra önn og fékk svo að taka þriðju önnina heima og sendi verkefnin út. Fjórðu önnina tók ég svo sumarið 1984. Síðan leið eitt ár og þá ákvað ég að halda áfram og taka aðrar fjórar annir í fagi sem kallað er „tónsmíð- ar með sérstakri áherslu á kvik- mynda- og sjónvarpstónlist“. Því námi lauk ég árið 1988 og er líklega eini maðurinn hér á landi sem hef skjalfesta menntun í slíkri tónlist, þótt mér hafi enn ekki boðist tæki- færi til að nýta hana í verki. Ég hef nú heldur ekki haft mig mikið í frammi og ég er ekki viss um að margir viti af þessari menntun minni. Maður gat nú líka sagt sér það fyrirfram að ísland er ekkert gósen- land kvikmyndagerðarmanna og ég fór ekki í þetta nám til að hafa af því atvinnu, þótt vissulega væri gaman að fá einhvern tíma að spreyta sig. En ég vil benda á í þessu sambandi að við þessar fáu myndir sem hér hafa verið gerðar hefur aldreí, svo ég viti, verið sam- in raunveruleg kvikmyndatónlist eins og hún er skilgreind þarna fyrir vestan og reyndar einnig í Evrópu. Að minnsta kosti hef ég ekki heyrt slíka músik eftir íslenska tónsmiði. Það hafa verið samin lög við ákveðnar myndir, en það er ekki kvikmyndatónlist samkvæmt skilgreiningunni. Góð kvikmynda- tónlist er þannig að þú tekur ekki endilega eftir henni! Hún á að renna saman við sjálfa atburðarásina á tjaldinu og undirstrika og magna ákveðin áhrif. Um leið og þú ert farinn að taka sérstaklega eftir tón- listinni þá er eitthvað að, segja sum- ir. Þá er hún farin að taka frá myndinni, stela athyglinni, og það þykir ekki góð latína samkvæmt „theoríunni". Á þessu eru þó auðvit- að undantekningar enda kannski ekki hægt að setja kvikmyndamúsík í neinar rígfastar skorður, þegar öllu er á botninn hvolft. Þarna úti kynntist ég mörgum ágætum mönnum sem sumir standa framarlega í þessari grein og frá þeim fékk ég hvatningu og uppörv- un. Ég fékk orð fyrir að vera dá- lítið öðruvísi og þeir fundu strax að ég var Evrópumaður og hvöttu mig til að halda þeim einkennum.“ Hvet alla til að læra Ólafur Gaukur er tvígiftur. Með fyrri konu sinni, Ingu Einarsdóttur, á hann fjórar dætur og einn son og þau Svanhildur eiga einn son og eina dóttur, Önnu Mjöll, sem er sú eina af bömunum sem opinber- lega hefur sýnt áhuga á því að feta í fótspor föður síns á tónlistarsvið- inu. „Hún kom til mín einn daginn og sagðist ætla að taka þátt í lát- únsbarkakeppninni, sem Stuðmenn efndu til á sínum tíma. Ég hafði aldrei heyrt hana syngja tón og þetta kom því mjög flatt upp á mig. Hún hafði reyndar verið á hljómsveitaræfingum hjá okkur al- veg frá því hún var smábarn í burð- arrúmi. En hún sat bara brosandi úti í sal og beið eftir okkur og hafði aldrei svo mikið sem rekið upp bofs með hljómsveit þegar hún tilkynnti mér að hún ætlaði að fara út á land til að taka þátt í þessari söng- keppni. En Anna Mjöll kom ágæt- lega út úr þessu og hefur sungið dálítið síðan og hefur áhuga á að halda áfram á þeirri braut.“ - Hefur þú hvatt hana á ein- hvem hátt í þeim áformum? „Hún er mjög músíkölsk og ætti því að geta náð góðum árangri ef hún á annað borð gefur sig í þetta. En ég hef ekki reynt að hafa nein áhrif á hana í þeim efnum nema að ég hef hvatt hana til að læra músík ef hún ætlar sér að fara út á tónlistarbrautina. Og ég hvet alla til að gera það sem ætla sér að stunda músík. Það er grundvallap- atriði ef menn ætla sér að ná ein- hveijum raunhæfum árangri. Það er bara kjaftæði þegar menn halda því fram að sköpunargáfan fari forgörðum við það að læra nótna- lestur eða tónfræði. Þvert á móti margfaldast möguleikar manna til að þroska sköpunargáfuna og koma verkum sírium á framfæri kunni þeir eitthvað fyrir sér í músík. Eitt sinn var því líka haldið fram að sköpunargáfan efldist við brennivíns- og vímuefnaneyslu, sem er náttúrlega eins og hvert annað rugl. Það er því tvennt sem ég get ráðlagt ungu fólki sem ætlar sér að stunda músíkina: í fyrsta lagi að læra eins mikið og mögulegt er og halda sig við efnið því æfingin skapar meistarann. Hins vegar ráð- legg ég þessu fólki að halda sig frá brennivíni og annarri óreglu. Það er öllum fyrir bestu.“ þakremíur' ryðga ekki! Einfaldar í samsetningu, þarf ekki að líma. # i&LFABORG f BYGGINGAMARKAÐUR SKÚTUVOGI 4 - SÍMI 686755 LAUSBLAÐA- MÖPPUR ... þær duga sem besta bók. fráMúlalundi... §j ■ s ■ 9 Múlalundur 1 SlMI: 62 84 50 £ Höggpressur fyrirliggjandi vélaumboð, sími 31985, Heiðargerði 122, 108 Reykjavík. PBLCOW135 KY'NNTU ÞÉR KOSHNA Renndu augunum yfir atriðin sem myndirnar hér fyrir neðan minna á. Þau segja ekki allt, en gefa þó nokkra hugmynd um hvað er að gerast í heimi þvottavélaog talasínu máli umfjölhæfni, sparneytni og traustleika sem einkennir Philco W 135. Raðtengd straumrás gerir mótorinn þýðgengan, sparneytinn og endingargóðan. Aðaiþvottakerfin eru 16 og véiin tekur 5 kg. PHILCO - FULL VÉL AF NÝJUNGUM ROFISEM METUR j TÍMAPÖRF I RAÐTENGD STRAUMRÁSI I MÓTOR RAFEINDA- [jl STÝRING I VINDIHRAÐI, ALLT tí AÐ1300 SNUNINGAR RAFEINDASTÝRÐ | HLEÐSLUJÖFNUN ÞRJÚ GRUNNKERFI SÉRSTAKT ULLAR- rÆM ÞVOTTAKERFI I FJÖLWETT HITASTILLING B STÖÐVAST MEÐVATNIÍ SÉRSTÖK SPARNAÐAR- STILUNG íj-fyj! STILUNG FYRIR iftÆ® HÁLFA hleðslu ÁN VINDINGAR VALÁ VINDUHRAÐA I HEITTOGKALT | VATN VÖKVA HÖGGDEYFIR ryðfrItt STÁL fifal í TROMLU OG YTRI æSSSBELG I GAUMLJÓS ÖRYGGISHITASTILL- IR FYRIR ULLAR- PVOTT YF1RHITUNAR- (f3*! ÖRYGGI mzí jj^^j ÖRYGGISROFI FUEÐIVARI SJ HLEÐSLUÖRYGGI Verð á Philco W 135: KR. 68.970 STGR. ímr <8> Heimilistæki hf Sætúni 8 SÍMI 69 15 15 • Kringlunni SÍMI 69 15 20 l/ódeáMto&t&ijya/íflegA L samunguno ...—; rD r-T—T-rr?,rrT-ri ; ~~T7— PHILCOW

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.