Morgunblaðið - 13.05.1990, Blaðsíða 34
34 C
MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFNIÐ SUNNUDAGUR 13. MAÍ 1990
ÆSKUMYNDIN...
ER AF ÞORBIRNIJENSSYNIÞJÁLFARA
Skapstór
fyrirmyndar-
piltur
Þorbjörn Jensson, er líklega einn
sigursælasti handknattleiksmað-
ur sem Islendingar hafa eignast.
Hann var lykilmaður hjá Valslið-
inu og fyrirliði landsliðsins, þeg-
ar það náði hvað bestum
árangri, á árunum 1983-86. í tvö
ár lék Þorbjörn og þjálfaði í Sví-
þjóð en kom síðan heim og vann
Islandsmeistaratitilinn með Val í
fyrravetur og undir hans stjórn
varð liðið bikarmeistari í vor.
Þorbjörn er rafvirki að mennt.
Eiginkona hans er Guðrún Krist-
insdóttir og eigá þau tvö börn,
Kristínu Hrönn, 17 ára, og Fann-
ar Orn, 9 ára.
orbjörn er sonur hjónanna Jens
Jónssonar skipstjóra og Hlínar
Kristensdóttur, eiginkonu hans.
Þau eru bæði látin. Til 6 ára aldurs
ólst hann upp í Vesturbænum í
Reykjavík, höfuðbóli KR, en eftir
10 ára aldur fluttist hann á slóðir
Valsmanna í Barmahlíð og síðan í
Stóragerði. Þrátt fyrir skólagöngu
í Víkingshverfínu, fyrst í Breiða-
gerðisskóla og svo í Réttarholts-
skóla, hélt hann sig við Val og hóf
handboltaiðkun 11 ára gamall.
Þorbjörn var stórt barn. Þegar
hann hóf að æfa handbolta lá beint
við að hann væri í hlutverki skytt-
unnar. Þá stöðu spilaði hann lengi
framan af, m.a. á Akureyri áður
en hann hóf að spila á línunni í 1.
deild með Val. Gísli Arnar Gunnars-
son, sem kynntist Þorbirni í Réttar-
holtsskóla og æfði einnig með Val,
staðfestir að eiginleikar Þorbjörns
sem varnarmanns hafí snemma
komið í ljós. Hann hafi verið harður
í horn að taka, ekki gefið tommu
eftir. ,
Þessí stóri strákur var auðvitað
fyrirferðarmikill, átti ýmislegt til,
þótt ekki væri hann beinlínis ódæll.
Venju samkvæmt voru slíkir strák-
ar sendir í sveit. í 10 sumur var
hann í sveit á Auðkúlu í Svínadal.
Halldóra Jónmundsdóttir, núver-
andi húsfreyja á Auðkúlu 1, minn-
ist Þorbjarnar sem fyrirmyndar-
pilts. Foreldrar hennar, Jónmundur
Eiríksson og Þorbjörg Þorsteins-
dóttir ábúendur á Auðkúlu þurftu
ekki að hafa neinar áhyggjur af
honum. „Hann var vissulega skap-
mikill, var fljótur að reiðast, en það
var jafnfljótt að fara úr honum,“
segir Halldóra.
Þorbjörn var mjög athafnasam-
ur, segir Halldóra. „Strax þegar
hann var 7 ára var ljóst að það bjó
mikil orka í honum. Hann þurfti
að hafa mikið fyrir stafni og það
fékk hann í sveitinni, enda sérlega
góður til verka og duglegur.“
ÚR MYNDASAFNINU
ÓLAFUR K. MAGNÚSSON
Landherinn kveður
Heldur óvenjuleg sjón blasti við
vegfarendum sem leið áttu
framhjá Reykjavíkurhöfn að morgni
hins 3. mars 1960. Á
hafnarbakkanum við
Ægisgarð stóðu nokkrir
skriðdrekar og fylkingar
rúmlega 1.000 her-
manna úr landher
Bandaríkjahers stóðu í
röðum og biðu þess að
verða fluttir út í liðs-
flutningaskip, sem lá á
ytri höfninni. Þessar
sveitir landhersins höfðu verið á
Keflavíkurflugvelli frá 1951, sam-
kvæmt varnarsamningi íslenskra
og bandarískra stjómvalda, sem
hluti af varnarliðinu, en nú voru
þær að kveðja og eftir urðu sveitir
úr flugher og flota, og hefur sú
skipan haldist síðan. Skriðdrek-
unum, sem tilheyrðu herdeildinni,
hafði af augljósum
ástæðum aldrei verið
beitt í hemaðarlegum
tilgangi hér á landi, en
samkvæmt blaðafregn-
um af brottför land-
hersins höfðu þeir oft
komið að góðum notum
á Vellinum við að draga
bíla og vinnuvélar úr
sköflum, þegar snjó-
þungt var, „því þeir þurfa ekki
vegi, en skríða hiklaust yfir skafla
og svell“, eins og segir í fréttinni.
Myndirnar voru teknar í stinnings-
kulda við Ægisgarð þann 3. mars
þegar landherinn kvaddi ísland.
Olíuskipið, sem flutti fyrsta hópinn, leggur að úthafsskipinu G.G.M.
Randall, sem flutti hermennina yfir hafið og heim.
SMÁVINUR VIKUNNAR
SVEIFFL UGAN (SYRPHUS TORVUS)
BÓKIN
ÁNÁTTBORDINU
flugur því að vera aufúsugestir í
görðum okkar. Þær eru ákaflega
gráðugar og hver og ein lirfa kem-
ur mörgum blaðlúsum fyrir kattar-
nef. Lirfur annarra tegunda lifa á
rotnandi leifum í drullupollum og
mykjuhaugum. Sveifflugur eru sól-
dýrkendur sem hverfa oft mjög
snögglega er dregur fyrir sólu.
Nokkrar tegundir vakna til lífsins
þegar í maí. Ein þeirra er tegundin
syrphus torvus, en hún hefur fund-
ist fyrst 18. maí. Hún er sú tegund
sem hvað mest kveður að í görðum
okkar.
ÞETTA SÖGDU
ÞAU ÞÁ . . .
Guðrún
Kvaran
deildarstjóri
hjá Orðabók
Háskólans
Eg er að Iesa nýjustu bók ítalans
Umberto Eco, sem skrifaði
bókina „Nafn Rósarinnar", en hún
var gefin hér út fyrir þremur árum
og seldist mjög grimmt. Bókin, sem
ég er nú að lesa, er á þýsku og
útleggst á íslensku sem „Pendúll
Fúkós“. Höfundurinn er bóknjennt-
afræðingur og er mjög fær sem
rithöfundur að flétta saman sög-
una. Ég er í miðri bók og það er
mjög erfítt að átta sig á því hvern-
ig þræðirnar liggja í bókarlok.
*
M-
Sveifflugan
Sveifflugur eru mjög áberandi
skordýr í ræktuðum görðum, þar
sem þær svífa við trjágreinar eða
yfir blómabeðum. Flug þeirra er
mjög sérkennilegt. Þær svífa nær
kyrrstæðar í loftinu, hverfa síðan
mjög snögglega og birtast aftur
kyrrstæðar á nýjum stað.
Sveifflugur eru með fallegri flug-
um hér á landi, meira eða
minna gljáandi og með gulröndótt-
an eða flekkóttan afturbol. Af þeim
lifír vel á þriðja tug tegunda hér á
landi. Lirfur flestra tegundanna
nærast á blaðlúsum og ættu sveif-
Páll Pétursson
alþingismaður
og sambýlis-
maður Sigrúnar
Magnúsdóttur
borgarfulltrúa.
DV 3. mars
1990.
Eftir kosningar?
Að pólitíkin komi í veg fyrir
að þau geti gengið í það
heilaga . . . „Hjón þurfa lögum
samkvæmt að eiga sama lög-
heimili. Sigrún verður að vera
búsett í borginni meðan hún er
borgarfulltrúi og ég vil ekki
glata réttindum mínum sem
bóndi.“
Jóhanna
Harðar-
dóttir dag-
skrárgerða
rmaður
Sögur íslenskra kvenna" eru á
náttborðinu hjá mér eins og
sténdur, en sú bók hefur að geyma
samantekt á verkum íslenskra
kvenna. Nýlega las ég bók Dorisar
Lessing „Sumarið fyrir myrkur“ og
þar áður bók eftir Nóbelsverðlauna-
hafann Gabriel Garcia Marques,
sem ég held mikið upp á. Annars
er ég mest fyrir hæfilega langar
smásögur.
PLATAN
Á FÓNINUM
Jórunn
Karlsdóttir
kjólameistari
g hef verið að hlusta á Tom
Jones upp á síðkastið. Ég ætla
að fara á tónleika hjá honum þegar
hann kemur til landsins svo að ég
fór út í bílskúr og safnaði saman
öllum gömlu plötunum hans til að
rifja upp. Tom Jones var í miklu
uppáhaldi hjá mér þegar ég var ung
og núna er það vinur minn Bubbi
Morthens. Hann lét senda mér lítinn
síamskettling á páskunum fyrir
tveimur árum sem að sjálfsögðu var
látinn heita Bubbi.
Stefán Jón
Hafstein
rásarstjóri
Rásar 2
Snældan í tækinií hjá mér er sem
stendur með hljómsveitinni
„Cure“ og það má eiginlega segja
að sú hljómsveit sé samgangs-
punktur minn við frænku mína sem
er 15 ára. Sjálfur spila ég allt mögu-
legt, ég er með klassík, rokk, djass
og popp á fóninum hjá mér.
MYNDIN
í TÆKINU
Sigrún
Stefáns-
dóttir frétta-
maður
Tækið mitt er nær eingöngu
notað til að skoða hráefni, sem
ég er að vinna með vegna þátta-
gerðar fyrir Sjónvarpið. Aftur á
móti ef mér finnst Sjónvarpið ætla
að bregðast, á ég það til að fara út
á myndbandaleigu. Ég fæ mér þá
gjarnan einhveija góða spennu-
mynd og ég vel myndirnar yfirleitt
út frá leikurunum. Það er til dæm-
is ekki langt síðan ég sá „Fatal
Attraction" og fannst hún mjög
góð.
Björn
Björnsson
dagskrárstjóri
á Stöð 2
Síðasta myndin, sem ég sá, hét
„Scandal" og fjallaði um Prof-
umo-hneykslið í Bretlandi 1964
þegar ríkisstjórnin varð að segja
af sér vegna samskipta varnarmála-
ráðherrans og rússnesks njósnará
við gleðikonuna Christine Keeler.
Þetta er mjög skemmtileg og vel
unnin mynd og inn í hana fléttast
samtímamyndir eins og Kennedy-
málið, Kúbudeilan og Bítlarnir.