Morgunblaðið - 20.05.1990, Blaðsíða 6
6 FRETTIR/INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. MAÍ 1990
Hvað rayndu stuðningsmenn Nýs
vettvangs kjósa í alþingiskosningum?
Alþýðuflokk
Framsóknarflokk eKusu ekki
O Sjálfstæðisflokk
D Kvennalista
Alþýðubandalag'
Alþýðubandalag
Hvað kusu stuðningsmenn Sjálfstæð-
isflokksins í síðustu borgarstjórnar-
kosningum?
■ Alþýðuflokk
i ^ m Framsóknar
flokk
□ Kvennalista
Hvað myndu stuðningsmenn Sjálf-
stæðisflokksins kjósa i alþingiskosn-
ingum?
■ Alþýöuflokk
■ Framsóknarflokk
aVeit ekki
Borgaraflokk
D
Kvennaiista
Sjálfstæðisflokk
Hvað kusu stuðningsmenn Nýs vett-
vangs í borgarstjórnarkosningunum
1986?
■ Alþýðuflokk
Framsóknar
gKusu ekki
□ Sjálfstæðisflokk
flokk
D
Sjálfstæðis
flokk
Alþýðubandalag
O Kvennalista
Þjóðmálakönnun Félagsvísindastofíiunar:
Flestir kjósenda D-lista
til borgars^jómar kysu
hann líka til Alþingis
í ÞJÓÐMÁLAKÖNNUN Félagsvísindastofhunar fyrir Morgunblaðið
var spurt um hvað menn hygðust kjósa í borgarsljórnarkosningunum
nú og hvað þeir hefðu kosið 1986. Einnig voru menn spurðir hvað
þeir hygðust kjósa til borgarsfjórnar og hvað þeir myndu kjósa í
alþingiskosningum ef þær væru haldnar nú. Hér á eftir fer yfirlit
stofnunarinnar um þessi atriði:
Iþjóðmálakönnun Félagsvísinda-
stofnunar var bæði spurt um
hvað menn hygðust kjósa í borgar-
stjórnarkosningunum nú og hvað
þeir hefðu kosið 1986. A skífuritun-
um má sjá hvað kjósendur Sjálf-
stæðisflokks og Nýs vettvangs
sögðust hafa gert í borgarstjórnar-
kosningunum 1986. Skekkjumörkin
hér eru yfírleitt um + 7% fýrir kjós-
endur Nýs vettvangs, en um + 4%
fyrir kjósendur Sjálfstæðisflokks-
ins.
Fylgi Nýs vettvangs kemur frá
kjósendum allara flokka 1986, en
hlutfallslega mest frá Alþýðu-
bandalagi, sem hlaut yfir 20% fylgi
þá. En 40% af þeim sem nú hyggj-
ast kjósa Nýjan vettvang höfðu
ekki kosningarétt 1986, skiluðu
auðu eða kusu ekki, eða bjuggu
utan Reykjavíkur, auk örfárra sem
neituðu að segja hvað þeir kusu
1986, eða mundu það ekki. Sam-
svarandi hlutfall meðal þeirra sem
BifhjÖl í
árekstrum
BIFHJÓL og fólksbíll lentu í
árekstri í Mosfellsbæ aðfara-
nótt laugardags. Ökumaður
bifhjólsins var fluttur á slysa-
deild með hálsmeiðsli.
Þá var bifhjóli ekið á gang-
andi vegfaranda við
bensínstöð Olís við Ánanaust á
föstudagskvöldið. Vegfarand-
inn var fluttur á slysadeild,
fíngurbrotinn og með minni-
háttar meiðsl á höfði og fæti.
hyggjast kjósa Sjálfstæðisflokkinn
til borgaretjórnar nú er hins vegar
einungis 25%, en meginhluti ann-
arra kjósenda flokksins nú kaus
flokkinn líka síðast.
Svarendur sem nú hyggjast kjósa
Alþýðubandalag, Framsóknarflokk
eða Kvennalista eru í rauninni of
fáir til að byggja á greiningu af
þessu tagi, en þó má nefna, að af
þeim sem kusu G-listann síðast og
hafa ákveðið sig ætla álíka margir
að kjósa Alþýðubandalagið og Nýj-
an vettvang og af þeim sem kusu
Kvennalistann 1986 hyggst um
þriðjungur kjósa Nýjan vettvang,
en um tveir þriðju Kvennalistann.
Þessar tölur ber þó einungis að
skoða sem mjög grófar vísbending-
ar.
Loks má nefna, að af þeim sem
kusu Sjálfstæðisflokkinn síðast,
ætla um 4% að kjósa Nýjan vett-
vang, en flokkurinn missir nánast
ekkert til annarra flokka.
Hvað myndu kjósendur Nýs
vettvangs og Sjálfstæðisflokks
gera í alþingiskosningum?
í þjóðmálakönnun Félagsvísinda-
stofnunar voru menn bæði spurðir
hvað þeir hygðust kjósa til borgar-
stjórnar og hvað þeir myndu kjósa
í alþingiskosningum ef þær væru
haldnar nú. Skífuritin sýna hvað
kjósendur Nýs vettvangs og Sjálf-
stæðisflokks til borgarstjómar
myndu gera í alþingiskosningum.
Kjósendur Nýs vettvangs myndu
einkum dreifast á fjóra flokka, Al-
þýðuflokk (16%), Kvennalista
(16%), Alþýðubandalag (12%) og
Sjálfstæðisflokk (10%). Athygli
vekur, að 42% kjósenda Nýs vett-
vangs segjast ekki vita hvað þeir
myndu kjósa í alþingiskosningum,
eða þá að þeir myndu ekki kjósa.
Langflestir kjósendur Sjálfstæð-
isflokksins til borgarstjórnar myndu
líka kjósa flokkinn til Alþingis, en
mjög fáir kysu aðra flokka. 23%
af kjósendum flokksins -til borgar-
stjórnar sögðust ekki vita hvað þeir
myndu kjósa í Alþingiskosningun-
um, eða þá að þeir myndu ekki
kjósa.
Kjósendur Alþýðubandalags,
Framsóknarflokks og Kvennalista í
könnuninni eru í rauninni öf fáir
til að greina með þessu hætti. Þó
má nefna, að af kjósendum Fram-
sóknarflokks til borgarstjórnar ætla
þrír fjórðu líka að kjósa flokkinn
til Alþingis, en fjórðungur segir
„veit ekki“ og um 80% alþýðu-
bandalagskjósenda til borgarstjórn-
ar myndu líka kjósa flokkinn í þing-
kosningum, en um 10% segja „veit
ekki“. Sömu hlutföll gilda um kjós-
endur Kvennalistans, en rækilega
skal undirstrikað að þessar tölur
eru einungis grófustu vísbendingar.
Morgunblaðið/Guðjón Guðmundsson
Kristinn Guðmundsson, skipstjóri á Bjarna Gíslasyni SF.
Höfii í Hornafirði:
Vertíðin byrjar vel
en humarinn er smár
- segir Kristinn Guðmundsson skipstjóri
VERTÍÐIN byrjar miklu betur nú en í fyrra og hitteðfyrra, það
er ekki hægt að jafna því saman,“ sagði Kristinn Guðmundsson,
skipstjóri á Bjarna Gíslasyni SF frá Höfn í Hornafírði, en bátur-
inn var fyrstur íslenskra humarbáta til að landa á þeirri vertíð
sem er nýhafin. Þetta er 26. humarvertíð Kristins og kvaðst hann
muna þá tíma þegar stór og feitur humar veiddist en nú ber mest
á smáum og millistórum humri í afla bátanna. Ellefu bátar Kaupfé-
lags Austur-Skaftfellinga róa til humars á Breiðamerkurdýpi frá
Höfh og auk þess tveir bátar í eigu útgerðarfélagsins Skinneyjar.
Löndun var að ljúka úr Bjama
Gíslasyni um kl. 8 á fímmtu-
dagsmorgun þegar blaðamann
Morgunblaðsins bar að, enda fljót-
gert að landa 1.650 kg af humri.
Ráðgert var að halda af stað aft-
ur á veiðar strax eftir hádegi,
eftir sex klukkustunda stopp.
„Við fengum 1.250 kg af slitn-
um humri og um 400 kg af óslitn-
um sem gera um 150 kg í höium.
Við fengum um 220 kg mest í
einu hali af hölum. Það er ágæt
veiði. Þetta er miklu líflegri byijun
en á síðustu tveimur vertíðum og
bara bjart framundan. Það virðist
vera meira af humri í sjónum
núna. En þetta er fremur smár
humar, hann virðist ekki vera
mikið stærri en þetta. 40% af af-
lanum fara að jafnaði í fyrsta
flokk, annað í annan flokk. Það
má þó segja að ekki sjáist þriðji
flokkur, sem er allrasmæsti hum-
arinn.“
Humar er geysilega verðmætur
afli og er verð til sjómanna nú
1.100 kr./kg af humri í 1. flokk
en 550 kr./kg í 2. flokk og hefur
verðið hækkað um 30% á milli
ára. Ef afli Bjarna Gíslasonar
skiptist í fyrrgreindum hlutföllum
í 1. og 2. flokk er verðmæti hans
1.078 þúsund kr. Sé þeirri upphæð
skipt jafnt í sjö hluta er hlutur
hvers skipverja eftir tæpa tvo
sólarhringa um 154 þúsund kr.
Inni í þessu reikningsdæmi er
ekki gert ráð fyrir kostnaði út-
gerðarinnar og því, að hluturinn
skiptist ekki jafnt á milli skip-
veija.
„Við höfum ágætan kvóta eða
15,4 tonn af hölum. Það er svipað
og er hjá hinum bátunum. Þetta
rokkar frá svona 20 tonnum niður
í 10 tonn á bát. Ég hef verið svo
heppinn að hafa alltaf sömu kall-
ana á bátnum.“
Kristinn sagði að ekki væri
mikið borðað af humri um borð í
bátnum þó skipveijar hefðu lostæ-
tið fyrir augunum allan sólar-
hringinn. „Við suðum dálítið eftir
fyrsta halið en það er ekki mikið
meira en það. Já, já, hann bragð-
aðist vel, humar er alltaf góður,
bæði hrár og soðinn og strákarnir
fá alltaf að taka með sér dálítið
heim í soðið.“
Það var að heyra á öðrum við-
mælendum Morgunblaðsins að
þeir væru ekki ýkja ánægðir með
aflann J)ótt þokkalega hefði
veiðst. Olafur B. Þorbjörnsson,
skipstjóri á Sigurði Ólafssyni SF,
sem landaði 1.100 kg af slitnum
humri og 1.200 kg af óslitnum
humri, sagði að réttast væri að
stöðva humarveiðar i tvær eða
þijár vertíðir og leyfa kvikindinu
að dafna í sjónum. Hann var þó
sammála Kristni í því að vertíðin
hæfist mun betur en síðustu tvær
vertíðir enda hefði þá verið bræla
á miðum nánast alla vertíðina.
Veiðifélag Mývatns Mð-
ar vatnið í maímánuði
Björk, Mývatnssveit.
STJÓRN Veiðifélags Mývatns hefur ákveðið að alfriða vatnið út
maí. Guðni Guðbergsson, fiskifræðingur, telur að fara verði með
fyllstu gát vegna ástands silungsins í vatninu. —
Enn er ís á meginhluta Syðriflóa
Mývatns. Hins vegar er Ytri
flói að verða að mestu íslaus. Stjórn
Veiðifélags Mývatns hefur ákveðið
að alfriða Mývatn út maí, enda tel-
ur fískifræðingur, Guðni Guðbergs-
son, að ástand silungsins sé á þann
veg að fyllstu gát þurfí að hafa á
veiðisókn á þessu ári.
Byrjað er að dæla hráefni úr
Ytriflóa vegna Kísiliðjunnar. Að
undanförnu hefur verið hefðbundið
viðgerðarstopp hjá Kísiliðjunni, en
því lýkur væntanlega í dag.
í Mývatnssveit hefur verið hag-
stætt veðurfar að undanförnu, sól-
far og stillur. Snjó hefur mikið tek-
ið upp í sveitinni, þó er enn stór-
fenni til heiða og fjalla. Miklar ley
ingar urðu og flóð í svoköliuðu
framengjum. Þjóðvegurinn f<
sundur við Kráká, en nú er bú
að lagfæra hann.
Jörð virðist koma allvel undi
snjó og eru sum tún og ræktað lai
orðið vel grænt. Farið er að bera
áburð og setja niður kartöfh
Sauðburður stendur nú sem hæ
og er flest látið bera í húsi.
Kristján