Morgunblaðið - 20.05.1990, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 20.05.1990, Qupperneq 25
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. MAÍ 1990 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. MAI 1990 25 Útgefandi Framkvænndastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Fleiri dagvistarpláss en í tíð vinstri manna Aþví kjörtímabili borgar- stjórnar Reykjavíkur, sem nú er að ljúka, voru fleiri dag- vistarpláss tekin í notkun í höf- uðborginni en í tíð þeirrar vinstri stjórnar í Reykjavík, sem sat á árunum 1978-1982. Áyfirstand- andi kjörtímabili voru samtals 838 ný dagvistarpláss tekin í notkun en í tíð vinstri manna voru þau 688. Þetta þýðir, að undir stjóm Sjálfstæðismanna í Reykjavík fjölgaði dagvistar- plássum um 150 fleiri slík pláss en í stjórnartíð vinstri manna. Þessar tölur eru athyglisverð- ar í ljósi þeirrar hörðu gagn- rýni, sem vinstri flokkarnir halda uppi á stjórn Sjálfstæðismanna í Reykjavíkurborg í þessum málaflokki. Af þeim málflutningi mætti ætla, að mjög hefði dreg- ið úr byggingu dagheimila og leikskóla en svo er ekki, þvert á móti hefur dagvistarplássum fjölgað verulega umfram það, sem gerðist í tíð vinstri manna. Hins vegar era áherzlur Sjálf- stæðismanna í borgarstjóm Reykjavíkur nokkuð aðrar í þess- um málaflokki en var hjá vinstri mönnum. Á árabilinu 1978-1982 voru 226 dagheimilapláss tekin í_ notkun en 362 leikskólapláss. Á yfirstandandi kjörtímabili voru 178 dagheimilapláss fullgerð en hvorki meira né minna en 614 leikskólapláss. Hver er skýringin á þeirri áherzlu, sem Sjálfstæðis- menn leggja á byggingu 'leik- skóla? Skýringin er sú, að Sjálf- stæðismenn í borgarstjórn Reykjavíkur telja skipta máli, að öll börn á ákveðnu aldurs- skeiði eigi kost á einhverri dag- vistun. Á leikskólum er hún ýmist 4, 5 eða 6 klukkustundir en á dagheimilum er hún 9 klukkustundir. Það er nýjung í starfi leikskólanna að gefa kost á 6 klukkustunda dagvistun að einhverju leyti og hefur hún mælzt vel fyrir. Þá má spyija, hvort sú áherzla, sem Sjálfstæðismenn hafa lagt á leikskólapláss, hafi orðið til þess, að þeir foreldrar, sem hafa þörf fyrir 9 klukku- stunda dagvistun fyrir börn sín hafi borið skarðan hlut frá borði. Því er til að svara, að með þeim dagheimilaplássum, sem til eru og niðurgreiðslu á kostnaði við dagvistun hjá dagmæðrum, hef- ur tekizt að fullnægja eftirspurn eftir 9 klukkustpnda dagvistun fyrir börn einstæðra foreldra og að töluverðu leyti fyrir náms- menn. Öðru máli gegnir hins vegar um börn foreldra, þar sem bæði vinna úti. Þar hefur það sjónar- mið verið uppi, að ef foreldrar, sem vinna fulla vinnu utan heim- ilis leggja áherzlu á 9 klukku- stunda dagvistun fyrir börn sín, sé ekki óeðlilegt, að þeir foreldr- ar borgi þá dagvistun sem næst fullu verði ýmist hjá dagmæð- rum eða á einkadagvistarheimil- um, sem nú eru að ryðja sér til rúms. Rökin fyrir því eru einfald- lega þau, að þessir foreldrar eigi að geta staðið undir kostnaði við 9 klukkustunda dagvistun barna sinna vegna hærri tekna én ein- stæðir foreldrar hafa. í þessum umræðum er ástæða til að minna á þær hugmyndir, sem Davíð Oddsson, borgar- stjóri, setti fram fyrir nokkrum misserum og ítrekaði hér í Morg- unblaðinu fyrir skömmu, að greiða þeim mæðrum, sem vilja fremur hætta að vinna og ein- beita sér að öllu leyti að uppeldi barna sinna ákveðna þóknun, sem í raun getur verið hag- kvæmara fyrir skattgreiðendur frá fjárhagslegu sjónarmið séð- og margfalt betra fyrir börnin. Eftirspurn eftir dagvistar- plássum verður alltaf teygjanleg og þörfin umdeild. En ljóst er, að vinstri flokkarnir, sem gagn- rýna Sjálfstæðismenn fyrir skort á dagvistarplássum, verða að svara þeirri spurningu, hvers vegna þeir sjálfir gerðu ekki betur en raun ber vitni, þegar þeir fengu tækifæri til að stjórna Reykjavíkurborg. Staðreynd er, að á því kjörtímabili, sem nú er að ljúka, hafa Sjálfstæðismenn byggt mun fleiri dagvistarpláss en vinstri flokkarnir gerðu á sinni tíð. fara í sjúkranudd. Ég hugsa um það dag og nótt hvernig ég eigi að bjarga því við, ég get hreinlega ekki borgað fimm hundruð krónur þrisvar í viku.“ Þessi dæmi og mörg önnur eru blettur á velferðar- þjóðfélagi okkar. Þóað það sé að mörgu leyti sá pólitíski veruleiki sem árangursríkastur hefur orðið í baráttu við fátækt og félagslegt öryggisleysi þeirra sem minna mega sín, þá er víða pottur brotinn og ástæðulaust annað en herða sókn- ina á heimavígstöðvum, svoað á íslandi ríki það þjóðfélagsástand sem efni standa til. Öryggisnetið, eða sameiginlegur velferðarsjóður þegnanna, er einskonar sáttmáli sem við höfum gert með okkur til að tryggja hagsæld og öryggi ein- staklinganna í því borgarlega framtíðarríki sem er hugsjón okkar — og að nokkru leyti einnig veru- leiki. Þetta lýðræðisþjóðfélag okkar á að vera rúmgott athvarf, en ekki þröngbýli handa þeim sem kunna öðrum betur að olnboga sig áfram. En þeir eiga að sjálfsögðu að hafa svigrúm til að finna kröftum sínum viðnám og auka hagsæld allra með hugviti sínu og mikilvægum störf- um. Fátækt er víst afstæð einsog annað. En það er erfiðara að vera fátækur í ríku landi en fátæku, vegna samanburðar. Sumsstaðar er fátæktin slík að mann hryllir við tilhugsuninni einni saman. Við skulum samt herða upp hug- ann og líta í kringum okkur. En horfum fyrst um öxl M. (meira næsta sunnudag.) ÍSLENDING- • ar hafa ekki farið varhluta af fá- tækt og enn eigum við í höggi við þessa ógn- vekjandi vofu. Félags- málastofnun Reykjavíkurborgar er eitt bezta at- hvarf sem til er hér á landi og stór- merkur þáttur í uppbyggingu vel- ferðarríkis, einsog kunnugt er. Stofnunin byggir upphaflega á grundvelli kristins boðskapar, að mér skilst af grein í Morgunblaðinu eftir Þóri Kr. Þórðarson prófessor, en hann var í hópi þeirra sjálfstæð- ismanna sem lögðu hornstein að stofnuninni á sínum tíma, eða 1967. Að sögn Gunnars Sandholts, yfir- manns fjölskyldudeildar P’élags- málastofnunar, eru aðstæður ein- stæðra foreldra oft bágar og því ber ekki að neita að fátækt fólk er hér á landi, og þá einnig í höfuð- borginni, „ef ég gef mér að verið sé að ræða efnahagslega fátækt. Margar einstæðar mæður búa við mjög kröpp kjör. Þær eru á svívirði- lega lágum kauptöxtum og hafa ekki aðstæður til að vinna yfirvinnu eins og flestir aðrir. ... í raun getur fólk ekki veitt sér neitt og verður með tímanum bugað og vonlaust", segir yfirmaður fjölskyldudeildar í samtali við föstudagsblað Morgun- blaðsins. Einstæðir foreldrar eru um 7.500 talsins á íslandi, þaraf um 7.000 einstæðar mæður. Þessi hópur er með tæplega 10.000 börn á framfæri sínu. Hann þarf að sjá sér farborða við andstreymi og erf- iðar aðstæður, oft við slæman að- búnað í leiguhúsnæði, og fjárhags- legur afgangur erfiðisins er einatt lítill, svoað þetta fólk hefur lítið sem ekkert aflögu. Ungur piltur, mikill námsmaður og sér- staklega efnilegur, hefur aðstoðað móður sína, sem er láglauna- maður, með þeirri vinnu sem til fellur, en lýkur nú námi við gagnfræðaskóla og dreym- ir um framhaldsnám. Draumurinn er bundinn við einhvern mennta- skólanna í Reykjavík. En ef piltur- inn hugsar raunsætt er ekki um margt að velja, „hann sér ekki fram á að geta unnið mikið með mennta- skólanámi og þá eru ekki aflögu peningar á heimilinu fyrir bókum og öðrum útgjöldum“. Þetta er sorglegt dæmi, en ör- ugglega ekkert einsdæmi. Það er óþoiandi að barn eða unglingur í velferðarríki okkar skuli hafa slíkar áhyggjur og þurfa að hætta námi vegna bágborins efnahags móður sinnar; í þjóðfélagi þarsem allir eru sagðir hafa jafnan rétt til náms, einsog segir í Morgunblaðinu og því bætt við í forystugrein að það sé „áleitin spurning hvort velferðar- þjóðfélag okkar íslendinga geti ver- ið þekkt fyrir að horfa upp á þetta ástand". Og blaðið bætir við, „Er til of mikils mælst að Alþingi, ríkis- stjórn og sveitarstjómir taki mál- efni 7.500 einstæðra foreldra, sem sumir hverjir búa í algerri neyð, til alvarlegrar og rækilegrar umfjöll- unar og grípi til raunhæfra ráðstaf- ana sem duga?“ Loks er þetta sjónarmið áréttað með samtali við fátæka einstæða móður, en þar segir hún meðal annars: „Ég er reyndar nýlega búin að vera hjá lækni vegna mikilla verkja í vinstri handlegg og á að HELGI spjall REYKJAVIKURBRE Guðmundur Jörundsson egar Guðmundur Jör- undsson hvíldist hvarf af sjónarsviðinu einn svipmesti útgerðarmað- ur landsins, brautryðj- andi í sinni grein og öt- ull forystumaður einsog sjá má af dánarfrétt um h'ann hér í blað- inu, en þar segir að hann hafi verið „lands- kunnur frumkvöðull í útgerð togara og síldarbáta“. Ættir hans lágu til mikilla afreka á þessu sviði og átti hann ekki langt að sækja sjósóknina því að Jörundur faðir hans var þekktur útgerðarmaður í Hrísey. Hann hóf því róðra einungis tólf vetra gamall á vegum föður síns og tók við for- mennsku á bátum átján vetra gamall. Eig- in atvinnurekstur hóf Guðmundur Jörunds- son á Akureyri 1941 og rak þar fiskverk- un, togara og síldarútgerð. í upphafi við- reisnar fluttist hann til Reykjavíkur og stóð þar í umfangsmikilli útgerð togara og síldarbáta auk þess sem hann rak frysti- hús og síldarsöltun. Hann átti frumkvæði að mörgum nýjungum í útgerð, lét smíða fyrsta díselknúna togarann, Jörund, og annar togari Guðmundar, Narfi, var hinn fyrsti sem frysti aflann um borð og jafn- framt sá fyrsti sem breytt var í skuttog- ara. Það var mikið átak en Guðmundur vílaði það ekki fyrir sér frekar en annað sem hann tók höndum til og það var gam- an að sjá hversu stoltur þessi gamli útgerð- armaður og aflakló var af þessu skipi sínu. Guðmundur fór eigin leiðir í starfi sínu enda sjálfstæður með afbrigðum og dugn- aðarforkur svo að af bar. Ævi hans varð þáttur af þjóðsögunni og komu þá einnig og ekki síður til dulrænar gáfur hans sem hann færði sér í nyt við störf sín og þótti óvenjulegt. Hann eignaðist draumamann sem gaf honum ábendingar um sjósókn og aflafeng og sagði Guðmundur síðar að þessi ókunni framliðni maður hefði verið sér betri en enginn í lífsbaráttunni. Þetta þótti sérstakt, að svo jarðbundinn og harð- snúinn sjóari sem kallaði ekki allt ömmu sína í veraldarvolkinu skyldi óhikað tala um tengsl sín við aðra tilveru en Guðmund- ur var sannfærður um það sjálfur að þar þyrfti ekki að fara með löndum þegar um það var rætt og engin vettlingatök ættu við þegar fjallað væri um „feimnismál“ eins og annað líf og samhengi lífs og dauða. Hann var mikill vinur Hafsteins Björnssonar miðils og unnu þeir saman að andlegum efnum mörgum til gleði og huggunar en öðrum til ama og ógleði. Guðmundur lét það ekki á sig fá og vora þeir Hafsteinn samhentir í því eins og öðru. Samt var Guðmundur kristinn vel og fór aldrei leynt með að leiðtogi hans væri guðs sonur eins og hann er boðaður í Nýja testamentinu. Kristur var ljós heimsins í augum Guðmundar Jörundsson- ar. Hann fór að fyrirmælum hans og bað í einrúmi bæna sinna hvern dag sem guð gaf og var það í senn styrkur hans og veganesti hvert sem leiðin lá. Um dulræna hæfileika sína og trúarlíf fjallar Guðmund- ur Jörundsson í bókinni Sýnir og sálfarir sem út kom 1982 og þar segir hann: „að þeir sem búa í nálægð við náttúruna, séu stundum opnari fyrir dulrænni reynslu hvers konar en þeir sem alast upp í fjöl- menni. Ég skal ekkert um það segja, en hitt er víst, að ég var ekki gamall, þegar ég fékk veður af ýmsu því sem talið er til óskilvitlegrar rey_nslu“. Og ennfremur segir Guðmundur: „Ég flíkaði ekki heldur þeirri dulrænu reynslu, sem mér hlotnað- ist, en þó kom að því, að ég sá ekkert því til fyrirstöðu, að gamall sjóari, sem átti engra hagsmuna að gæta í þessum efnum, skýrði frá því helsta, sem fyrir hann hefur borið á fjörutíu og þriggja ára ferli sem formaður, skipstjóri og útgerðarmaður. Ég þykist vita, að mörgum finnist frásagn- ir þessar ótrúlegar, ekki síst lýsingar á sálförum, en ég segi frá því einu sem ég veit sannast, enda hef ég enga ástæðu til annars.“ Og loks: „Ég fer því enn eina ferðina í fylgd með mínum gamla og góða draumamanni sem ég kynntist sautján ára gamall og vitjaði mín seinast sl. ár. Engin deili veit ég þó á honum og ekki til þess ætlazt. En síðar eigum við áreiðanlega eftir að ræða mikið saman í góðu tómi á frívaktinni á næsta tilverusviði." Guðmundi Jörundssyni væri áreiðanlega þóknanlegt að á þessi orð væri minnt nú þegar hann er allur og atorku hans, fyrir- hyggju og framsýni minnst að leiðarlokum. Nú er hann farinn í-þá síðustu ferð sem allra bíður, velbúinn veganesti og þætti áreiðanlega engin frágangssök að minnt sé á frívaktina handan móðunnar miklu en þangað hefur enginn séð og «kki ætl- ast til þess að neinn búi yfir þeim skynjun- arkrafti eða óskilvitlegu reynslu að hann geti sagt frá henni af því fyrirheitna landi, ef þangað er horft með sömu eftirvænt- ingu og Guðmundur Jörundsson gerði svo sannfærður sem þessi hjartahlýi og mjúk- lyndi trúmaður var, hvort sem hann veitti hiyggum huggun eða harkaði af sér í óblíðum veðrum við veiðar. En þótt hann hafi talið sig búa yfir óvenjulegri andlegri reynslu er lífsstarf hans, útgerð og sjó- sókn, þó sá þáttur í athöfnum hans sem er drýgstur til viðmiðunar í vosbúðarsömu starfi þeirra sem flytja að landi lífsbjörg íslensku þjóðarinnar. Guðmundur Jörundsson var ekki ein- ungis góður maður og gegn heldur frábær fulltrúi þeirrar metnaðarfullu og kappsömu kynslóðar sem hefur breytt bjargarlítilli smáþjóð í björgulegt samfélag mannúðar og velferðar. En hann trúði þó umfram allt á einstaklinginn, kraft hans, dugnað og atorkusemi og engin tilviljun að hann tók þátt í stjórnmálastörfum þess flokks sem gerir út á sjálfsbjargarviðleitni manns- ins. Af þeim sökum ekki síst tók hann þátt í störfum bæjarstjórnar Akureyrar um átta ára skeið sem fulltrúi Sjálfstæðis- flokksins. Þannig taldi hann sig helst geta miðlað af mannúð sinni og mikilvægri reynslu af sjó og seltu. í Reykjavík hefur Rpvkíflvfk — menningar- og XYttyKJclVlK listalíf blómgast og listaborg _ dafnað á undan- förnum árum. Á það ekki síst rætur að rekja til þess, hve borgaryfirvöld hafa lagt mikla áherslu á að bæta aðstöðu fyrir lista- menn og ýta undir störf þeirra. Um 4% af heildarútgjöldum borgarsjóðs hafa að undanförnu runnið til menningarmála. Á því kjörtímabili sem nú er að líða var Borgarleikhúsið tekið í notkun. Enginn þarf að fara í grafgötur um að smíði þess hefði ekki verið lokið af jafnmikilli festu, ef Davíðs Oddssonar borgarstjóra hefði ekki notið við. Gamalkunnir leikarar í borg- inni fullyrða raunar, að atbeini Daviðs hafi ráðið úrslitum í málinu. Á líðandi kjörtímabili lauk einnig endurreisn gamla hússins og kirkjunnar í Viðey en ekki var gengið skipulega og markvisst til þess verks fyrr en eftir að ríkið hafði gefið Reykvíkingum húsin á 200 ára afmæli borgarinnar fyrir fjórum árum. A næstu árum verður ráðist í að breyta Korpúlfsstöðum í menningarsetur. Verður það umgjörð um hina glæsilegu gjöf frá Erró. Þá er á döfinni að reisa eða kaupa nýtt húsnæði undir aðalsafn Borgarbóka- safnsins en á kjörtímabilinu var opnað nýtt útibú þess í Vesturbæ. Tengibygging við Ásmundarsafn er vel á veg komin. Samhliða því sem Perlan, útsýnishúsið á Öskjuhlið, verður tekin í notkun skapast þar prýðilega aðstaða sem á vafalaust eft- ir að nýtast til lista- og menningarstarf- semi. Raunar á einnig að líta á ráðhúsið í þessari sömu andrá, því að þar verður ýmislegt fleira en aðsetur fyrir stjórnendur borgarinnar. Hér hefur aðeins verið stiklað á stóru varðandi einstakar framkvæmdir á vegum borgarinnar en ekki getið um hinn beina og óbeina styrk, sem borgaryfii-völd veita á annan hátt. Þar skiptir auðvitað mestu að ýta undir frumkvæði einstaklinga og gera þeim kleift að stunda list sína, skapa almennt þannig aðstæður að fólki finnist það fýsilegt. Þegar litið er á fjölda tón- leika, myndlistarsýninga og leiksýninga i Reykjavík hlýtur niðurstaðan að vera sú að þar kalli aðstæður á gróskumikið starf. Laugardagur 19. maí Listir í miklum metum Haldi stjórnendur Reykjavikur áfram að hlú að menningu og listum verða þeir í takt við tímann annars staðar, ef marka má það sem frarn kemur í hinni glænýju bandarísku bók Megatrends 2000, er lýsir framtíðarsýn höfundanna fram til aldamóta. Þar heitir einn kaflinn Endur- fæðing í listum og hefst hann á þessum orðum: „Á lokaárum þessa árþúsunds verður grundvallarbreyting og raunveruleg bylt- ing í því hvernig menn veija frítíma sínum og haga útgjöldum vegna hans. Fram til aldamóta munu listir smátt og smátt koma í stað íþrótta sem helsta tómstundaiðja fólks. Þessa sérkennilegu meginstefnu má þegar sjá í þeirri sprengingu sem orðið hefur í sjónlistum og túlkandi list: Frá 1965 hefur aðsókn að bandarískum söfnum aukist úr 200 milljónum manna í 500 milljónir á ári. Á leikárinu 1988-89 voru öll met sleg- in á Broadway [leikhúsahverfinu í New YorkJ. • Fjöldi félaga í helstu samtökum [bandarískra] kammersveita jókst úr 20 sveitum 1979 í 578 1989. • Frá 1970 hefur áheyrendafjöldi á bandarískum óperum næstum þrefaldast. Hvarvetna þar sem öflug efnahagsstarf- semi upplýsingaþjóðfélagsins hefur dafn- að, frá Bandaríkjunum og Evrópu til Kyrrahafssvæðisins, hefur hún kallað á að menn endurskoði tilgang Iifsins fyrir tilstilli Iista. Frá 1960 hafa Japanir reist meira en 200 ný söfn. Vestur-Þjóðveijar hafa reist um 300 söfn á aðeins tíu árum. í Bret- landi hefur verið ognað safn á 18 daga fresti að meðaltali. í Sovétríkjunum hafa verið skapaðar aðstæður til áður óþekktrar endurnýjunar í bókmenntum og listum með perestrojku og glasnost. Segja má, að 20. öldin hafi kynnst eig- in myrkraskeiðum; hátækni og iðnvæðing kallaði á vélar í staðinn fyrir menn. AI- ræði og styijaldir eyðilögðu jafnt þjóðir, söfn og kirkjur. Nú þegar við nálgumst lok árþúsundsins kveðjum við eyðingarstríð þessarar aldar. Jafnvel kalda stríðinu er lokið. Stærri hluti mannkyns hefur meira frelsi til að velta fyrir sér og kanna, hvaða tilgang það hef- ur að vera maður. Þetta er andleg leit, en efnahagslegar afleiðingar hennar eru gífurlegar. Hið auðuga upplýsingaþjóðfélag hefur skapað efnahagslegar forsendurnar fyrir endurfæðingunni, skapað nýja jöfra sem eru svo auðugir, að Borgia-ættin yrði græn af öfund. Hitt skiptir þó meira máli, að það hefur getið af sér menntað og þjálfað vinnuafl, þar sem konur láta æ meira að sér kveða. Þeir sem leggja sig fram um líkamsrækt hafa lítinn áhuga á að horfa á íþróttir; þeir kjósa frekar að eyða helgum við að skoða söfn eða kynna sér aðra list- starfsemi en horfa á knattspyrnu í sjón- varpinu. Listunnendur eru oftast menntaðir; þeir sem fæddust um miðja öldina eru best menntaða kynslóð sögunnar. Nútíma neyt- andi er nægilega vel að sér til að meta listir og hann hefur efni á að borga fyrir þær. Fram að aldamótum verður nútíma end- urfæðing í sjónlistum, skáldskap, dansi, leikhúsi og tónlist urn hinn þróaða heim. Þróunin verður í algjörri andstöðu við það sem gerst hefur á árum iðnvæðingarinnar, þegar hermennska var fyrirmyndin og keppnisíþróttir útrásin. Nú erum við að færast frá íþróttum til lista. í Bandaríkjunum munu fyrirtækin standa straum af kostnaði við þessi sögu- legu umskipti. Nú þegar eru helstu stuðn- ingsmenn lista í Bandaríkjunum, stórfyrir- tækin, tekin að hverfa frá íþróttunum og nota listir til að skilgreina ímynd sína, til að selja framleiðsluna. Þannig hafa óperur komið í stað rokktónlistar í auglýsingum á bílum. Raunar er málum þegar svo hátt- að, að meðal menntaðra viðskiptavina geta fyrirtæki öðlast meiri virðingu með því að styðja við bakið á listum heldur en með því að stunda auglýsingaglamur í kringum framleiðslu sína.“ Þetta er mat höfunda Megatrends 2000. Iþróttir halda þó vonandi velli því þær geta verið góð og holl skemmtun og mikils- vert framlag til einstaklingsræktunar eins og Spartveijar vissu öðrum þjóðum betur. Þá geta íþróttir einnig, ásamt listum og andlegum verðmætum, verið lífsnauðsyn- legt mótvægi gegn glæpum og freistingar- sömum fíkniefnum sem eyðileggja ungt fólk og aðra einstaklinga og geta verið samfélaginu skeinuhætt eins og dæmin sýna. Á síðustu átta árum hafa um 14.000 manns flust til Reykjavíkur. Borg- Brotist úr viðjum in hefur tekið við þessum mikla fjölda án þess að stynja undan því. Þvert á móti hefur hún vaxið og dafnað jafnt og þétt. Þessir fólksflutningar eru í samræmi við þróunina í öðram iðnvæddum ríkjum. Þar hefur fjölgun í borgum og bæjum hins vegar víða kallað á vandamál sem við þekkjum sem betur fer fremur af afspurn en eigin reynslu, þótt sjá megi merki um hörku og jafnvel grimmd stórborga í Reykjavíkurlífinu. Hér hafa hins vegar ekki skapast vandamál eins og þau sem kennd eru við „inner cities“ í Bretlandi, svo að dæmi sé tekið, þar sem gamalgróin borgarhverfi grotna niður og íbúarnir týn- ast í örbirgð og atvinnuleysi. Fjölgunin í Reykjavík hefur þvert á móti gert góða borg betri. Ein ástæðan fyrir því, að fólki hefur fjölgað jafn mikið í Reykjavík á undanförn- um árum og raun ber vitni, er sú stefna sem Davíð Oddsson hafði forystu um að móta, að ætíð skyldi vera nægilegt bygg- ingarland í borginni og hætt skyldi pólitískri úthlutun eða skömmtun á lóðum en því fylgdi pólitísk spilling og klíkuskap- ur. Þar með var brotist úr viðjum. Opinber afskipti af sjálfum búseturéttinum, ef þannig má að orði komast, hurfu. Þyrftu ekki fleiri byggðarlög í landinu að fá svig- rúm til að brjótast úr viðjum? Er það ekki ein meginástæðan fyrir þeim mun sem er á milli höfuðborgarsvæðisins og lands- byggðarinnar, að hin þrúgandi opinberu afskipti eru miklu meiri á landsbyggðinni? Eru það ekki höft á einstaklinga og fyrir- tæki að líta fyrst til stjórnvalda og fyrir- greiðslu þeirra áður en aðilarnir taka sjálf- ir af skarið um það sem gera skal? Hingað til hefur áhrifa aukinnar efna- hagslegrar velmegunar hér á landi einkum gætt í breytingum á búsetuháttum í landinu. Þessar breytingar hafa síðan leitt af sé_r öflugra þéttbýli á höfuðborgarsvæð- inu. í þessu þéttbýli dafna síðan listir með þeim hætti, að einstætt er í íslandssög- unni. Og sjást þessi ekki merki nú, að list- sköpunin er að bijóta af sér hefðbundnar viðjar? Æ fleiri túlkandi listamenn hasla sér völl án þess að hafa öruggan fjárhags- legan bakhjarl þégar ýtt er úr vör. Nægir að minna á alla leikhópana, starfsemi söngvara og óperuunnenda og framtak tónlistarmanna sem hafa staðið að skipu- legum tónlistarflutningi utan Sinfóníu- hljómsveitar íslands. Hér hefur gerst hið sama og í Banda- ríkjunum, að fyrirtæki láta æ meira að sér kveða í stuðningi við listir. Hér eins og þar er það ekki síður til að styrkja ímynd fyrirtækja eða stöðu þeirra á markaðinum, að þau leggja listamönnum lið. Menn taka eftir styrktarlínum i dagskrám og lista- menn hika ekki við að halda nafni þeirra á loft sem veita þeim fjárhagslegan stuðn- ing. Markar þetta á sinn hátt þáttaskil hér á landi. Þessi ganga inn á nýjar brautir minnk- andi opinbers stuðnings er rétt að hefjast og hæfileg blanda af aðstoð einkaaðila og opinberra aðila verður vafalaust heilla- diýgst í okkar fámenna þjóðfélagi. Á hinn bóginn er með öllu ástæðulaust fyrir fyrir- tæki að telja að einungis sé um styrk að ræða þegar þau láta eitthvað af hendi rakna til menningar og lista, því að þau fá það mestallt endurgreitt með ýmsum hætti. Forystumenn fyrirtækja eru nú hvarvetna að gera sér grein fyrir því. í lesendakönnun fyrir Morgunblaðið hefur komið í ljós að menningar- og listafréttir og annað efni sem snertir þennan mála- flokk er afar mikið lesið og raunar meira en margt annað. Það sýnir vel þá þróun sem hér hefur verið gerð að umtalsefni. Opinberir aðilar verða að líta í eigin barm og huga að því, hvernig þeir geta best staðið að stuðningi við listir. Þeir ráða yfir mannvirkjunum sem mörgum Iistagreinum eru nauðsynleg. Er ástæða til að endurskoða reglur um afnot af slíkum húsum? Þessi spurning hlýtur til dæmis að vakna, þegar tvö fullkomin leikhús eru komin til sögunnar í höfuðborginni. Slíkar miðstöðvar mætti vafalaust opna með ein- hveijum hætti fyrir áhugasömum einstakl- ingum sem eiga til að bera þor og áræðni og endurnýjandi krafta til frumkvæðis. Þá mætti einnig opna ríkisfjölmiðlana fyr- ir athafnasömum listamönnum með nýjar hugmyndir að listsköpun. Þeir gætu feng- ið tæki og aðstoð gegn skapandi starfi, frumkvæði og framlagi sem annars væri sótt til skattgreiðenda. „í Reykjavík hef- ur menningar- og listalífblómgást og dafhað á undanförnum árum. Á það ekki síst rætur að rekja til þess, hve borgaryfirvöld hafa lagt mikla áherslu á að bæta aðstöðu fyrir listamenn og ýta undir störf þeirra. Um 4% af heildar- útgjöldum borg- arsjóðs hafa að undanfórnu runn- ið til menningar- mála.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.