Morgunblaðið - 20.05.1990, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 20.05.1990, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 20. MAÍ 1990 Lísa í Undralandi Þaö er talið ljótt á íslandi að tala um nágrannana, eða hvað? í Svíþjóð, hinsvegar finnst fátt merkilegra. Granninn. lif hans, raunir, gleði og ástir, svo ekki sé minnst á tekjurn- ar, eru má! mál- anna. Nú læt ég eina sögu flakka. Sagan er um Lísu og misleiðinlega karimenn. Við mömmurn- ar í sandkassan- um (nokkrar heimavinnandi) höfðum lengi tekið eftir þvi hvað aumingja grannkonan, Lísa, hefur haft það skítt. HÚn hefur með hörð- um höndum unnið allan daginn, komið heim og séð um þrjú börn og mann. Þeir kallast víst líka menn þessir sem sitja lon og don yfir fótbojtanum og drekka bjór. Þeir nenna ekki einu sinni á völl- inn. Það er þeim ofviða. Lisa hefur sem sagt búið með þessu lágmarks manngildi í ein 20 ár. Hun hefur séð um allt á heimilinu, einnig um garðinn, bílinn, Skattframtalið, já, bara allt sem viðkemur rekstri á fjölskyldu. Svo fórum við sand- kassamömmurnar að taka eftir því að Lísa var farin að skokka á morgnana, klæða sig töff og farin að halda sér til. Við vorum vissar um að hún væri nú byrjuð í ein- hvers konar innri leit. Væri komin á námskeið í jákvæðri sjálfsimynd kvenna. jafnvel stjörnuspeki. já eða bara vestrænni sjálfsdýrkun. Hún hætti að sjást úti á stétt með sóp- inn, garðurinn var ósleginn og allt heimilið i volli. Morgun einn sást frá sandkass- anum hvar húsbóndinn var að flytja út með sjónvarpið. Lísa var skilin við letihauginn. Hlaut að vera, hún vill vera frí og frjáls, njóta sín. opna sig, finna sig (og hvað það heitir nú allt saman). En . . . almáttugur. sandurinn í kassan- um þyrlaðist upp þegar við mömm- urnar gripum andann á lofti. Kem- ur ekki Lísa heim með drauma- prins sér við hönd og stelpur . . . auðvitað fékk hann þetta svokall- aða „second look". „Hann skokkar." segir Lísa okkur strax, „en hann fer alltaf svo langt á undan mér ha, ha. ha.“ Löng þögn. „Hann er dásamlegur. greindur. er í topp formi, alitaf til í allt þið vitið." Enn löng þögn. Munurinn á íslenskri öfundsýki og sænskri er að sú íslenska varir skemur: „Gott Lísa mín. tuldra ég," og fylli nýja fötu af sandi. Næstu daga á eftir var hálf drungalegt yfir hverfinu. Niður- lægðir eiginmenn hafa sérstakan limaburð, armarnir lafa einhvern veginn niður og má vart greina á milli frummanna og þeirra. Þannig mátti sjá marga mennina í hverfinu ganga til vinnu á morgnana. Ekki vottur af sjálfsvirðingu eftir. Enda stenst enginn samanburðinn við nýja manninn hennar Lísu. Merkilegt þó hvað Lisa var stutt í Undralandi. Hún hætti fljótlega að skokka og í gær sá ég hana með svuntuna og sópinn. Hún þvoði gluggana þegar hún kom heim úr vinnunni. En Svenson var þreyttur og þegar Svenson er þreyttur þá „orkar" Svenson ekki meira. Nýi Svenson er samt öðruvísi en gamli Karlsson því hann þolir ekki fót- bolta og hann reykir ekki. Sennilega finnst Lísu það skemmtilegra. Lisa datt líka aldeil- is i lukkupottinn við makaskiptin, því eins og flestir karlmenn um fertugt þá á nefnilega nýi maðurinn börn . . . Núna er fjör hjá Lísu. nóg að gera, nýr maður og tvö ný börn. Þeir eru að rctta úr kútnum. menn- irnir í hverfinu, farnir að ganga uppréttir og sú hugmynd skýtur upp kollinum að þeir hafi fengið einhverskonar „bland í poka" frá elskunum sínum. Við í sandkass- anum erum staðráðnar í því að öf- undast ekki svona fljótt næst, held- ur sjá hvað setur. Og þegar einhver byrjar að skokka á morgnana ætl- um vð bara að minna hana á Lisu í Undralandi. Hver hefur ekki nóg með sina eigin fjölskyldu? P.S. Nýjar fréttir: „gamli" eigin- maðurinn kom og sló blettinn í morgun. Nýklipptur, í snyrtilegum föturn og allur í betra formi . . . og aftur þyrlaðist sandurinn upp í sandkassanum. Benediktsdóttur NAM ÍSLENSK STÚLKA í ÚT- VALINN AFBURÐ AHÓP Kórinn ásamt Agli Friðleifssyni um borð í varðskipinu Tý þar sem þeim var boðið í heimsókn. Fjórar fræknar frænkur á Alparósarhátíð. Frá vinstri: Ólöf, Andrea, Unnur og Jóhanna. TONLIST Komu ellefu sinnum fram á fímm dögum Það var vel við hæfi að fara svona ferð á 25 ára afmælisári kórsins. Þetta var þrettánda utanferð kórsins og hann hefur komið til fjölmargra landa í alls fimm heim- sálfum, en þessi ferð var engri annarri lík,“ segir Egill Friðleifsson kórstjóri Kórs Öldut- únsskóla sem var meðal íslensku atriðanna sem boðið var upp á á Alparósarhátíðinni sem Norfolk hélt rétt eftir miðjan apríl. Á þessari árlegu hátíð er ævinlega ein heiðurs- þjóð og að þessu sinni var ísland sú þjóð. „Alparósarhátíðin er tileinkuð fallegu blómi sem blómgast í apríl og er þá mjög áberandi, ekki síst í skreytingum á hát- íðinni. Sem fyrr greinir var Island nú heið- ursþjóðin, en leitast er við að kynna sem best flesta þætti viðkomandi þjóðar, svo sem sögu, menningu, listir, útflutning og fleira og fleira. Kórinn var einungis eitt atriði af mörgum íslenskum, þarna var einnig Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari, íslensk stúlka, Katrín Sverrisdóttir, var alparósardrottning og íslenskar tískuvörur voru kynntar svo eitthvað sé nefnt. Síðast en ekki síst má geta þess, að varðskipið Týr kom siglandi alla leið að heiman og inn í höfnina í Nor- folk vegna hátíðarinnar, en höfuðstöðvar NATO eru einmitt í Norfolk,“ segir Egill. „Okkur var afar vel tekið. Við komum alls ellefu sinnum fram, m.a. í útvarpi og sjónvarpi. Við komum t.d. fram í þættinum Voice of America sem sendur er út um all- an heim. Við fluttum alls konar lög, 40 talsins, en þungamiðjan var íslensk tónlist, hver úr sinni áttinni. Já, þetta var í einu orði sagt ævintýralegt,“ bætir hann við. Alltaf eru íslendingar einhvers staðar að gera það gott, ef ekki á einu sviði, þá því næsta og er þetta alkunna. Nú hefur það gerst, að íslenskur námsmaður í Bandaríkjunum, Vigdís Sveinbjörnsdóttir, hefur verið valin í „Golden Key“-samtökin sem er félagsskapur afburðanemenda í bandarískum háskólum, en Vigdís stundar nám í iðnhönnun við háskólann í Kansas. Umræddur félagsskapur var stofnaður árið 1977 og taka yfir 100 háskólar þátt í honum. Aðeins um fimmtán prósent nemenda í toppárangri eru útnefndir hveiju sinni, þannig voru aðeins 390 nemendur af 27.182 nemendum háskólans í Kansas valdir til þátttöku í Golden Key-hópnum, en alls telja samtökin um 175.000 félaga um gervöll Bandaríkin, auk 2.500 heiðurs- félaga. Samtökin voru stofnuð árið 1977 og eiga lögheimili í Atlanta. Vigdís Sigurbjörnsdóttir Innréttingarnar okkar eru til sýnis um þessa helgi frá kl. 10.00-17.00. Misstu ekki af stórglæsilegri sýningu. Götukortið vísar þér veginn. Auðbrekka 3 - Sími 41877

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.