Morgunblaðið - 20.05.1990, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 20.05.1990, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. MAÍ 1990 Minning: Ragnar S. Sigurðs son yfírvélsijóri Fæddur 9. september 1931 Dáinn 13. maí 1990 „Dáinn, horfinn;“ - Harmafregn; Hvílíkt orð mig dynur yfir; En ég veit, að látinn lifir. Það er huggun harmi gegn. Hvað væri annars guðleg gjöf, geimur heims og lífið þjóða? Hvað væri sipr sonarins góða? Illur draumur opin gröf. Mig langar að gera þessi orð Jónasar Hallgrímssonar að mínum nú þegar ég vil þakka svila mínum Ragnari S. Sigurðssyni samfylgdina hér á jörð. Þegar dauðann ber brátt að eins og hér átti sér stað verður maður eitthvað svo lítill og hjálpar- vana. Okkur skortir orð til að tjá þær tilfinningar og þá samúð sem við gjarnan viljum sýna. Það er erfitt að trúa því að hann sé ekki lengur hér á meðal okkar en stað- reyndin talar sínu máli. Hver hefði átt von á því við fermingu Berglind- ar á annan í páskum að það væri í síðasta sinn sem Ragnar væri í þessum stóra hópi. Ég bið góðan Guð að styrkja þá sem nú syrgja. Skarðið er stórt, söknuðurinn mikill. Ragnar var fæddur 9. september 1931. Hann var einkasonur hjón- anna Sigurðar Ágústar Helgasonar (dáinn 1978) og Sigríðar Oddsdótt- ur. Eiginkona Ragnars er Sigríður S. Jónsdóttir. Sigga og Ragnar eignuðust fjögur börn sem eru Sig- urður Jón, Ólöf Þuríður, Þór Birgir en hann lést árið 1970 aðeins átta ára gamall og Berglind Ósk. Marg- ar minningar hafa komið upp í hugann síðustu daga, ótal smáatriði um samverustundirí góðra vina hópi á gleðistundum, minningar um al- vöru lífsins og ábyrgð Ragnars og væntumþykju gagnvart fjölskyldu og samferðafólki. Mér er ofarlega í huga þegar ég hitti Ragnar í fyrsta skipti. Það var.á fallegu vor- kvöldi fyrir um tveimur áratugum er ég fór með núverandi eiginmanni mínum í heimsókn til Siggu systur hans og Ragnars. Ég var að vonum kvíðin yfir því hvernig mér yrði tekið og hvernig fólk þetta væri. Eftir að ég kynntist Ragnari betur og komst að því hversu hlédrægur hann var innan um ókunnuga sá ég hvað hann hafði lagt sig fram um að gera mér þetta auðvelt. Hann sýndi mér svo ekki var um villst að ég var velkomin. Tveim kvöidum síðar sýndu þau hjón okk- ur litskyggnur úr ýmsum áttum, bæði frá árum Ragnars hjá Eim- skip og af rjölskyldunni við ýmsar aðstæður. Skugginn og sorgin yfir fráfalli Bibba var enn mjög nálægur og því veit ég að þetta var þeim erfitt því Bibbi var á sumum mynd- anna, en á þennan hátt sögðu þau mér frá honum. Ég var kominn í fjölskylduna í gleði og sorg. Ég minnist vel gleði Ragnars þegar Berglind fæddist og hvernig hann fagnaði hveiju barnabarninu af öðru, þeim Hörpu Sólrúnu, sem spyr nú hver eigi að gera við hjólið hennar, Kristinu Völu, Ragnari og Birgi. Þó Ragnari þætti vænt um að fá nafna þá held ég að hann LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöf ða 4 — sími 681960 Reykjavíkurhátíð Nýs vettvangs í tilefni borgarstjórnarkosninganna, sem fram fara í Reykjavík þann 26. maí nk., efnir H-Iisti Nýs vettvangs til Reykjavíkurhátíðar á Hótel íslandi miðvikudag- inn 23. maí. Hátíðarhöldin hefjast kl. 21.00 og munu standa fram eftir nóttu. Húsið opnað kl. 20.00. Hrafn Ólína Þeir, sem koma fram eru m.a. Bubbi Morthens, Ómar Ragnarsson, Síðan skein sól, Ríó tríó, hljómsveit Hauks Morthens, Sigrún (Diddú) Hjálmtýsdóttir, Egill Ólafsson o.fl. Ávörp flytja þau Ólína Þorvarðardóttir, Kristín Á. Ólafsdótt- ir, Bjarni P. Magnússon, Guðrún Jónsdóttir, Hrafn Jökulsson og Ásgeir Hannes Eiríksson, en þau skipa sex efstu sæti H-lista Nýs vettvangs. Veislu- og fundarstjóri Jakob Frímann Magnússon. Aldurstakmark er 18 ár / Áðgangseyrir kr. 500 / Frjáls klæðnaður. Kosningaskrifstofa, Þingholtsstræti 1, símar 625525 og 626701. Guðrún Kristín r- Asgeir Hannes Bjarni hafi verið enn sælli með nafnið Birgir. Ég held að skírnarathöfn Birgis litla verði ógleymanleg öllum þeim sem þar voru. Hugurinn hefur flögrað fram og til baka og m'argar minningar komið fram sem ekki er ástæða til að tíunda hér. Ég, Oli, Jón Gestur, Freyja og Edda Rún þökkum Ragnari samfylgdina og alla hjálpina á liðnum árum og biðj- um algóðan Guð að geyma hann. Elsku Sigga, Berglind, Siggi, Erla, Lóa og Þröstur, Guð gefi ykkur styrk í sorginni. Margrét F. Sigurðardóttir Með fáeinum orðum langar okkur að minnast Ragnars Sigurðar Sig- urðssonar. Andlátsfréttin kom eins og reiðarslag, enginn átti von á slíkri frétt. Oft hafði hann verið á sjó í aftakaveðrum en þeim ferðum hafði öllum lokið farsællega, því var svo sárt að kallið kom svo skyndi- lega þegar síst var von, hafði nokkr- um dögum fyrr lagt af stað í blíðskaparveðri í sína síðustu sjó- ferð er varð að hans hinstu för. Ragnar var sonur hjónanna Sig- urðar Ágústs Helgasonar sjómanns d. 1978 og Sigríðar Oddsdóttur. Árið 1959 kvæntist hann Sigríði Sólrúnu Jónsdóttur og var heimili þeirra lengst af í Kópavogi. Börn þeirra eru: Sigurður Jón kvæntur Erlu Alexandersdóttur og eiga þau tvo syni, Ragnar og Birgi; Þór Birg- ir er dó á áttunda ári 1970; Ólöf Þuríður gift Þresti Valdimarssyni og eiga þau tvær dætur, Sólrúnu Hörpu og Kristínu Völu, og Berg- lind Ósk yngst þeirra systkina, fermd nú í vor. Ragnar útskrifaðist sem vélstjóri og starfaði síðan hjá Eimskip um nokkurra ára skeið, þá vann hann um árabil sem verkstjóri hjá frysti- húsinu Vogum, Vatnsleysuströnd þar sem vinnudagurinn var oft lang- ur en þar var hann afar vel liðinn af starfsfólkinu. Þá fór Ragnar aftur til sjós og nú á togarann Júní hjá Bæjarútgerð Hafnarfjarðar, sem síðan var breytt í frystitogarann Venus gerður út af Hval hf. Oft var Ragnar lang- dvölum erlendis fjarverandi frá fjöl- skyldu sinni bæði vegna viðgerða og breytinga á skipinu, þar sem honum var falið að hafa umsjón yfir verkinu. Hann var ákaflega vel verki farinn og starfsamur bæði heima og heiman. Ljúfar og góðar minningar og sameiginlega lífsreynslu bæði í gleði og sorg er okkur hlotnaðist að eiga saman munum við varð- veita og minnast hans með þakk- læti. Við viljum senda eiginkonu, móð- ur, börnum og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum Guð að gefa þeim styrk. Fjölskyldurnar Hrauntungu 89 og Fiskakvísl 7. Leiddu mína litlu hendi ljúfi Jesú þér ég sendi bæn frá minu bijósti sjáðu blíði Jesú að mér gáðu. Vertu með oss, vaktu hjá oss. Kveðja frá barnabörnum. Blömastofa Friöfinm Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík, Sími 31099 Opið öll kvöld . til ki. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.