Morgunblaðið - 20.05.1990, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.05.1990, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. MAÍ 1990 17 óunnið í íslenskum markaðsmálum. Auglýsingagerð á íslandi hefur hing- að til byggst á brjóstviti, það er enginn gagnagrunnur að byggja á. Hverjar eru neysluvenjur þessarar þjóðar? Hvenær horfir hún á sjón- varp? Hvernig les hún blöðin? Það hlýtur að vera spennandi verkefni fyrir ungu markaðsfræðingana að koma málunum í lag.“ Björn segir augljóst að reynsla af auglýsinga- gerð, gagnist kvikmyndagerðar- mönnum vel. „Það að framleiða aug- lýsingar í 2-3 ár, er eins og að vinna að kvikmyndum í 10 ár. Viðfangs- efnin eru svo mikið fleiri, en sömu vandamálin sem þarf að leysa. Menn skólast til í hraðferð og koma út með mikla reynslu.“ í samvinnu við Saga film gerðu Björn og Egill bíómyndina Húsið árið 1982. íslenska kvikmyndaævin- týrið var þá hafið, og íslendingar flykktust í bíó til að sjá íslenskar kvikmyndir. „Það var gaman að gera þessa mynd. Þetta var eiginlega síðasta myndin í fullri stærð, sem bar sig á miðasölu innanlands. Við minnisvarða eða sem sjónvarpskvik- myndir í hvert sinn. Við þekkjum öll sögurnar um jólaleikritin, sem þjóðin hneykslast á út janúar. Fyrir þessi verk er jafnvel verið að borga 10 milljónir. Við höfum ekki efni á þessu, verkin verða of stór og dýr og þar af leiðandi of fá. Auk þess sem væntingarnar verða of miklar og vonbrigðin of mikil.“ Hafðir þú í upphafi einhveija trú á því að einkastöð gæti sinnt inn- lendri dagskrárgerð af myndarskap? „Árið 1986, þegar við Egill vorum að vinna í Hugmynd, kom Valgerður Matthíasdóttir stundum til okkar og var m.a. að sýna okkur teikningar af sjónvarpsstöð sem verið var að undirbúa. Jón Óttar, skólabróðir minn úr menntaskóla, var þá líka búinn að hafa samband við okkur. Ég man hvað okkur Agli þótti þetta ofboðslega hlægilegt. Alveg fárán- legt. í fyrsta lagi var ljóst að þarna var fólk, sem hafði aldrei unnið neitt við sjónvarp. Ég er sannfærður um það núna, að hefði dæmið verið reiknað til enda, hefði Stöð 2 ekki í röð, að menn telja sig verða að skera niður í þessum hluta af starf- seminni til að bjarga fjárhagnum. Ég er í sjálfu sér ekki hissa á að menn dragi þá ályktun að dagskrár- gerðin sé svo óskaplega dýr, en þeg- ar menn líta á þetta í samhengi, kemur annað í ljós.“ Björn segir að í tíð Jóns Óttars hafi hann sjálfur ráðið mjög miklu um dagskrárgerðina. „Það var erfið- ara fyrir mig að halda utan um starf- semina þann tíma. Ég mátti axla ábyrgð á ýmsu sem gert var, en réði ekki öllu. Það hefur hins vegar enginn haldið merki íslenskrar dag- skrárgerðar meira á lofti en Jón Óttar. Það var bara ráðist í allt of mikið. Deildin hefur mátt líða fyrir það, en hefur nú fengið meira sjálf- stæði og ábyrgð. Það tel ég reynast vel. Á þessum stutta tíma höfum við náð góðum árangri í því að minnka kostnaðinn, með því að draga úr magni og reyna að gera betur það sem við gerum. Fyrir mig hefur þetta verið allt annað líf.“ Samkvæmt bráðabirgðauppgjöri Stöðvar 2 fyrir mars, fóru einungis tæp 9 prósent af heildarkostnaði til dagskrárgerð- arsviðs á meðan hlutur erlends efnis var 28 prósent og hlutur fréttasviðs 10,5 prósent. Erlenda efnið er hins vegar um 80 prósent af dagskránni. Var lýjandi að vinna með Jóni Óttari? ,;Það er lýjandi að vinna þar sem er ekkert skipulag. Einhver lýsti því þannig, að hér hefði öftar verið skipt um skoðun, en tekin ákvörðun." seldum 60 þúsund miða. Við töpuð- um 'éngu og allir fengu útborgað." Bíódraumurinn allsráðandi Björn segist mikið hafa hugleitt, hvers vegna þurfi að stofna kvik- mýiídafélág í hvert sinn sem mönn- uin detii í hug að gera bíómynd. „Afhveiju eru ekki tvéir eða þrír framleiðendur á íslandi, sem lesa og velja handrit? Það er ófært að leikstjórinn stofni hlutafélag um sig og pll orka hans fari í að taka á leigu húsnæði, leigja trésmíðavél, saumavél, kaffivél, í stað þess að hugsa um handritið og leikarana." Er einhver von til þess að þetta breytist? „Nei, ætli það. Stundum er eins og allir vilji vera í öllu sjálfir. En það er sárt til þess að vita, að marg- ir ágætir menn skuli vera að jnissa húsin sín eftir slík ævintýri. Ég tel að við getum séð þessu fólki fyrir verkefnum, með því að vinna meira fyrir sjónvarp. Formið er miklu þægilegra og kostnaðurinn minni. Mínútan í bíómynd kostar kannski 200 þúsund krónur á meðan Stöð 2 er að framleiða þætti sem kosta jafn- vel 1.000 krónur á mínútuna. Það ætla allir að verða kvik- myndaleikstjórar. Það ætlar enginn að vinna í sjónvarpi, verða góður klippari, hljóðmaður eða ljósamaður. Fjöldi manns er við nám í kvik- myndaleikstjórn, út um allan heim. Hvað bíður þessara manna? Kannski ein kvikmynd á ævinni og yfirvof- andi gjaldþrot. Tækifærin liggja miklu frekar í því að vinna fyrir sjón- varp. í þessu þarf að gera átak og veita sjónvarpsstöðvunum fé, úr t.d. sérstökum sjóði. Að sama skapi þarf breytt vinnubrögð við gerð sjón- varpsþátta, nálgast þá sem sjón- varpsþætti en ekki bókmenntalega orðið að veruleika. Þetta var auðvit- að fífldirfska, sem er stundum það sama og djörfung. Þetta hefði eng- inn, heilvita maður gert, en hugsjón- ir láta sér sjaldnast segjast.“ Jón Óttar réðst í of mikið Stöð 2 fór í loftið og eins við mátti búast, ekki áfallalaust. Sama dag og leiðtogar stórveldanna hitt- ust á sögulegum fundi í Reykjavík og starfsmenn Ríkissjónvarpsins brilleruðu í beinum útsendingum barðist Stöð 2 við hljóð og mynd, með litlum árangri. Ávarp sjónvarps- stjórans komst ekki einu sinni til skila, heldur varð skella á dagskrá breskri brúðumynd. En kannski sannaðist í þessu tilfelli að fall er fararheill. Tæknilega náðust tök á útsendingunum og hálfu ári síðar voru Björn og fleiri reyndir starfs- menn frá Sjónvarpinu komnir til starfa. Björn var ráðinn yfirmaður innlendrar dagskrár. „Það var lítil þáttagerð byijuð, og ákaflega litlum hefðum fylgt. Menn voru að fikra sig áfram og þetta var bara óskap- lega gaman. Framleiðslan var mjög dýr, enda allir óreyndir. Það var því þrennt sem við settum okkur: Að hafa fagfólk í vinnu, hætta tilrauna- starfsemi. Koma framleiðslunni í hefðbundnar vinnsluleiðir og hefur Maríanna Friðjónsdóttir annast það með mjög góðum árangri. Hún hefur gífurlega reynslu og hefur tvisvar sinnum sest á skólabekk hjá BBC. Þriðja verkefnið var að koma upp ákveðnu kostnaðareftirliti. Síðari hluta sumars síðustu þijú ár hefur verið sett fram mjög góð og þétt haustdagskrá, sem hefur náð hápunkti á besta tíma fyrir mynd- lyklasölu um jólin. Síðan hefur hnífnum verið beitt eftir áramót. Við erum að upplifa það þriðja árið Nú fyrst hefur fyrirtækið bolmagn Hvernig leggjast breytingar í starfsfólk, nú þegar með sameiningu Stöðvar 2 og Sýhar er verið áð boða heilmikla fækkun starfsfólks við dagskrárgerðina.? „Slíkt fer auðvitað illa með starfs- andann, en það sem getum gert er að koma réttum upplýsingum til þeirra sem taka ákvarðanimar. Það eru búnar að vera í gangi svo ótrú- Iegar sögur um dagskrárgerðarfýll- erí á Stöð 2 og ekki hægt að neita að það var einhvern tímann þannig. En það heyrir til liðinni tíð. Stöð 2 er húin að þjálfa upp harðsnúna áhöfn, sem getur tekist á við hvað sem er. Þessi kjarni þarf að vera til staðar, annars verður þetta ekki sjónvarp, heldur aðeins fátæklegt endurvarp. Þetta er líka spurning um skynsamlega nýtingu á tækjum og aðstöðu, sem búið er að kosta til. Eitthvað af framleiðslunni fer út á markaðinn, en það má aldrei verða þannig að kjarninn hér sitji eftir með leiðinlegustu verkefnin." Björn segir útilokað að draga meira saman í innlendu dagskrár- gerðinni. „Það má segja að starf mitt þessa dagana sé aðallega fólgið í því að hafna, ekki velja. Málin horfa hins vegar til betri vegar, því allur undirbúningur okkar nú hefur miðast við öfluga dagskrá í haust, þegar við bjuggum okkur undir aukna samkeppni. Nú fyrst hefur fyrirtækið bolmagn til að takast á við metnaðarfull verkefni. Meira sjónvarp hlýtur að þýða meira íslenskt sjónvarp. Það hlýtur að hafa verið markmið löggjafans . með breytingunum á útvarpslögunum," segir Björn G. Björnsson, dagskrár- gerðarstjóri Stöðvar 2. HVAÐ SEGJA ÞEIR? MARKMIÐIfl ER Afl HELMIN6UR DAGSKRÁR- EFNIS VERfll INNLENT „Innlend dagskrárgerð í sjónvarpi þarf meira Ijármagn. Við ræðum jafnan hvernig það fé sem við höfum til umráða nýtist best til að framleiða sem flestar klukkustundir af innlendu efhi, en það þarf að gæta þess að eðlilegt hlutfall sé á milli umfangsmikilla leikinna verka og ódýrara efnis. Okkar markmið er, að á næsta ári verði um helmingur dagskrár- innar innlent efiii,“ segir Markúá Orn Antonsson, útvarpsstjóri. Hann segir ástæðulaust að ætla annað, en að RÚV geti veitt erlendu sjón- varpsefiii myndarlega viðspyrnu. Markús segir ýmislegt hafa verið gert til að treysta fjárhag Ríkisútvarpsins, sem lögum sam- kvæmt hafi ákveðnar skyldur við landsmenn að því er varðar fram- leiðslu á fjölbreyttu innlendu dag- skrárefni. En mótsagnirnar eru líka margar, segir hann: „Við búum fyrst og fremst við kerfi afnotagjalda. Þó svo að menn leggi áherslu á nauðsyn öflugrar innlendrar dagskrárgerðar í sjónvarpi, þá geta menn í hinu orð- inu verið að agnúast út í þetta fýrir- komulag við tekjuöflunina. Mark- tækt dæmi um aðstöðu okkar í sjón- varpi er að bera okkur saman við nágrannalönd. í Noregi eru 1,5 millj- ón greiðendur afnotagjalda í saman- burði við 78 þúsund á íslandi. Við fáum heldur ekki að njóta þess að fullu, sem hægt er að afla með tekj- um af auglýsingum. Það er tekinn skattur af auglýsingatekjum í Menn- ingarsjóð útvarpsstöðva, sem hefur það sem eitt meginmarkmið að leggja Sinfóníuhljómsveit Islands til rekstr- arfé. Þær upphæðir nýtast ekkert til aukins átaks á sviði dagskrárgerðar, hvorki okkur né Stöð 2. Annað dæmi um mótsögn er kröfugerð íslenskra listamanna í samningum. Hún gerir okkur næstum ókleift að endursýna innlent úrvalsefni. Það liggur meira og minna í salti, vegna þess að stofn- unin hefur hreinlega ekki fjárráð til að endursýna það samkvæmt þeim gjaldskrám sem listamennirnir hafa gert kröfur um. Við endursýningu þarf að borga 50% af upphaflegu framleiðsluverði, framreiknað.“ INNLEND DAGSKRÁRGERD VERÐUR SKORIN NIÐUR „í samkomulaginu sem gert var við sameiningu fyrirtíekjanna þann 4. maí, var skýrttekið fram að innlend dagskrárgerð yrði skorin niður. Sú ákvörðun stendur ennþá,“ segir Árni Samúels- son, stjórnarformaður Sýnar, en á dögunum sam- einuðust Sýn, Stöð 2 og Islenska útvarpsfélagið. „Þetta er nauðsynleg aðgerð, svo hægt verði að koma þessari stöð á lappirnar. Það verður einhvers staðar að draga saman. Við settum það á oddinn þegar við fórum í samninga við Stöð 2 á sínum, að innlend dagskrá yrði skorin niður.“ Árni Margir telja að það eigi að vera metnaðarmál fyrir íslenskar sjónvarpsstöðvar að vera með íslenskt efni. „Það kemur að því síðar, þegar við verðum búnir að rétta stöðina við, koma skuldunum niður,“ segir Árni. „Það gengur ekki að keyra þetta áfram eins og gert hefur verið.“ ÞAD ER EKKIMEIRA TIL „Ég tel æskilegt að sá styrkur sem ríkisvaldið veitir til reksturs útvarps og sjónvarps verði felldur niður í núverandi mynd,“ segir Þorvarð- ur Elíasson, sjónvarpsstjóri Stöðvar 2. Hann seg- ir eðlilegast að þeir sem standi í slíkum rekstri geri það fyrir sjálfsaflafé. „Það er hins vegar mikilvægt að þeir styrkir sem ríkisvaldið veitir, verði veittir til dagskrárgerðar án tillits til þess hvar hún fer fram. Ekki verði einungis veittir styrkir til Ríkisútvarpsins, eins og nú er.“ Þorvarður Einungis tæp 10 prósent af kostnaði hjá Stöð 2, er vegna innlendrar dagskrárgerðar. Er þetta nógu mik- ið? „Það er ekki meira til. Þegar svo er þýðir ekki spyija um vilja eða áhuga.“ METNADUR FORRÁDAMANNA SKIPTIR MEIRU EN REGLUR „Langmestu máli skiptir, að alþingi endurskoði útvarpslögin, og að með almennum fortölum og umræðum fáum við þá menn sem stýra sjónvarps- stöðvunum til að þekkja sinn menningarlega vitj- unartíma. Þeir átti sig á, að þeir eiga að þjóna íslensku menningarumhverfi," segir Svavar Gestsson menntamálamálaráðherra. Svavar Svavar segir mikilvægt að sjón- varpsstöðvarnar móti ákveðna menningarstefnu, hver fyrir sig, þar sem gert verði ráð fyrir auknu inn- lendu efni. „Til dæmis með því að auka það um 5% ári, þannig að eftir tiltekið árabil, verði yfirgnæfandi meirihluti dagskrárinnar íslenskur. Það 'myndi hjálpa ef stofnaður yrði fjölmiðlasjóður, sem ég hef verið með í undirbúningi á annað ár, en við dræmar undirtekir manna úr öðrum flokkum." Vandinn verður ekki leystur með boðum og bönnum, segir Svavar. „Besta varnarlínan er gott íslenskt efni.“ Ýmsir benda á að einkastöðvar hafi samkvæmt lögum of litlum skyldum að gegna við menninguna. Svavar segir það rétt út af fyrir sig. „En metnaður forráðamannanna skiptir miklu. Ég bendi á, að þegar Jón Óttar stýrði Stöð 2, hafði hann augljósan metnað í þá átt að að fram- leiða innlent efni. Af því sést hve miklu skiptir hver afstaða forráða- manna er. En það dugir lítið að setja lög um skyldur þeírra öðruvísi en þeim verði skapaðar aðstæður til að framkvæma þau.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.