Morgunblaðið - 20.05.1990, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 20.05.1990, Blaðsíða 32
32___,____MORG.UNBLADIÐ ATVINNA/RAÐ/SMÁ SUNXyDAGL'R 20. MAÍ 1990_ ATVINNUAUGÍ ÝSINGAk Jl.roskcihjáIp Ritstjóri Landssamtökin Þroskahjálp óska eftir að ráða ritstjóra til að ritstýra tímaritinu Þroska- hjálp og sinna útgáfumálum á vegum sam- takanna. Skriflegum umsóknum skal skila á skrifstofu samtakanna á Suðurlandsbraut 22 fyrir 29. maí. LANDSPÍTALINN Meinatæknir óskast til sumarafleysinga á göngudeild sykursjúkra frá 25. júní-7. ágúst nk. Um er að ræða hálft starf, vinnutími er frá kl. 8-12. Upplýsingar gefur Guðrún Blöndal, deildar- meinatæknir, í síma 601099 Matarfræðing- ur/matartæknir óskast til sumarafleysinga við eldhús Land- spítalans. Um er að ræða fullt starf, vinnu- tími frá kl. 7-15.30. Umsækjandi þarf að . hafa matarfræðings-/matartæknanám eða sambærilega menntun. Starfsmenn Fólk vant eldhússtörfum óskast til starfa. Um er að ræða fullt starf í eldhúsi Landspítal- ans til frambúðar. Vinnutími er frá kl. 7-15.30. Nánari upplýsingar um ofangreindar stöður gefur Jóhanna Ingólfsdóttir forstöðumaður í síma 601540. Umsóknir sendist forstöðu- manni. Reykjavík, 20. maí 1990. LANDSPÍTALINN Aðstoðarlæknir Staða reynds aðstoðarlæknis (superkandidats) á handlækningadeild er laus til umsóknar. Staðan veitist til eins árs frá 1. júlí 1990. Möguleiki er á framlengingu um 1 ár. Umsókn- arfrestur er til 10. júní 1990. Upplýsingar gefur Páll Gíslason, yfirlæknir, í síma 601336. Umsóknir á umsóknareyðu- blöðum lækna, Ijósrit af prófskírteini, upplýs- ingar um starfsferil ásamt staðfestingu yfir- manna sendist yfirlækni. Aðstoðarlæknir Staða 2. aðstoðarlæknis á Barnaspítala Hringsins er laus til umsóknar. Staðan veit- ist frá 1. ágúst 1990óg er til 6 mánaða. Um er að ræða dagvinnu og bundnar vaktir. Umsóknarfrestur er til 17. júní 1990. Upplýsingar gefur Víkingur H. Arnórson, for- stöðulæknir, í síma 601050. Umsóknir á umsóknareyðublöðum lækna, Ijósrit af prófskírteini, upplýsingar um starfsferil ásamt staðfestingu yfirmanna sendist for- stöðulækni. Reykjavík, 20. maí 1990. 870 VÍK I MÝRDAL - SlMI 98-71242 Kennarar! Kennara vantar í Víkurskóla, Vík í Mýrdal. Helstu kennslugreinar: íþróttir, íslenska, danska, enska, líffræði og samfélagsfræði. Upplýsingar gefa skólastjóri í síma 98-71124, sveitarstjóri í síma 98-71210 og skólanefnd- arformaður í síma 98-71230. Menntamálaráðuneytið Laus staða Við Kennaraháskóla íslands er laus til um- sóknar staða lektors á sviði upplýsingatækni og tölvunotkunar í námi og kennslu. Umsækjandi skal hafa lokið viðurkenndu háskólanámi á sviði tölvunarfræði, upplýs- ingatækni eða kennslutækni, ásamt háskóla- prófi í uppeldis- og kennslufræðum, t.d. kennaraprófi. Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu af kennslu og skólastarfi og hafi starfað að verkefnum tengdum upplýsingatækni og tölvunotkun. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsækjandi skal láta fylgja umsökn sinni ítarlega skýrslu um ritsmíðar sínar og rann- sóknir, svo og upplýsingar um námsferil sinn og störf. Þau verk, sem umsækjandi óskar að dómnefnd fjalli um, skulu einnig fylgja. Umsóknir skulu hafa borist til menntamála- ráðuneytisins, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 20 júní nk. Menntamálaráðuneytið, 20. maí 1990. Umsjónarmaður félagsmiðstöðvar Laust er til umsóknar nýtt 100% starf um- sjónarmanns félagsmiðstöðvar Selfoss. Um- sjónamaður ber ábyrgð á rekstri félagsmið- stöðvarinnar og skipuleggur starfsemi henn- ar í samvinnu við íþrótta- og tómstundaráð Selfossbæjar. Um er að ræða áhugavert framtíðarstarf þar sem reynir á frumkvæði, samviskusemi og stjórnunarhæfileika umsjónarmanns. í sumar verður að mestu lokið uppbyggingu félagsmiðstöðvarinnar og mun umsjónar- maður annast kaup á búnaði og tækjum. Lausráðið starfsfólk félagsmiðstöðvarinnar verður umsjónarmanni til aðstoðar í starfi. Ráðning þess er í höndum umsjónarmanns og bæjarstjóra. Umsjónarmaður getur hafið störf í júní nk. eða síðar skv. samkomulagi við undirritaðan, sem veitir nánari upplýsingar um starfið á bæjarskrifstofu Selfoss, Austurvegi 10, sími 98-21977. Æskilegt er að umsækjandi hafi uppeldis- menntun eða reynsiu á sviði unglingastarfs, en slíkt er ekki skilyrði. Þeir, sem áhuga hafa á starfinu, eru vinsam- legast beðnir um að hafa samband hið fyrsta. Bæjarstjórinn á Selfossi, Karl Björnsson. LANDSPÍTALINN Hjúkrunarfræðingar Lausar eru stöður hjúkrunarfræðinga á eftir- töldum deildum: Brjóstholslækningadeild 11-G, þar dveljast einstaklingar sem gangast undir aðgerðir á hjarta og lungum. Bæklunarlækningadeild 12-G, þar dveljast sjúklingar til meðferðar vegna slysa og sjúk- dóma í stoð- og hreyfikerfi. Lýtalækningadeild 13-A, en hún er eina deildin hér á landi, sem sérhæfir sig í þjón- ustu til einstaklinga er hlotið hafa bruna- áverka, svo og annarra einstaklinga er þarfn- ast lýtalækninga. Handlækningadeild 12-A, þar dveljast ein- staklingar vegna aðgerða á æðakerfi eða meltingarfærum. Um er að ræða bæði sumarafleysingar og fastar stöður. Vinnuhlutfall er eftir samkomu- lagi. Boðið er upp á góða aðlögun, sem felur í sér fræðslu svo og að ganga vaktir með vönum hjúkrunarfræðingi. Ennfremur vantar hjúkrunarfræðinga á gjör- gæsludeild í sumarafleysingar og fastar stöður. Þriggja mánaða aðiögunarnámskeið hefst þar 1. október 1990. Sjúkraliðar Sjúkraliða vantar á gjörgæsludeild. Æskilegt að viðkomandi hafi reynslu af vinnu á hand- eða lyflækningadeildum. Vinnuhlutfall er eftir samkomulagi. Upplýsingar gefur Lovísa Baldursdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, í síma 601000 eða 601300. Reykjavík, 20. maí 1990. Menntamálaráðuneytið Lausar stöður Við Raunvísindastofnun Háskólans eru lausar til umsóknar eftirtaldar rannsóknar- stöður, sem veittar eru til 1 —3ja ára: a) Ein staða sérfræðings við eðlisfræðistofu. b) Ein staða sérfræðings við jarðfræðistofu. Sérfræðingnum er einkum ætlað að starfa á sviði tilraunabergfræði. c) Ein stað sérfræðings við reiknifræðistofu. Gert er ráð fyrir að stöðurnar verði veittar frá 1. september nk. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsækjendur skulu hafá lokið meistaraprófi eða tilsvarandi háskólanámi og starfað minnst eitt ár við rannsóknir. Starfsmennirnir verða ráðnir til rannsókna- starfa, en kennsla þeirra við Háskóla íslands er háð samkomulagi milli deildarráðs raun- vísindadeildar og stjórnar Raunvísindastofn- unar Háskólans, og skal þá m.a. ákveðið, hvort kennsla skuli teljast hluti starfsskyldu viðkomandi starfsmanns. Umsóknir, ásamt ítarlegri greinargerð og skilríkjum um menntun og vísindaleg störf, auk ítarlegrar lýsingar á fyrirhuguðum rann- sóknum skulu hafa borist menntanriálaráðu- neytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 12. júní nk. Æskilegt er, að umsókn fylgi umsagnir frá 1-3 dómbærum mönnum á vísindasviði umsækjanda um menntun hans og vísinda- leg störf. Umsagnir þessar skulu vera í lok- uðu umslagi sem trúnaðarmál og má senda þær beint til menntamálaráðuneytisins. Menntamálaráðuneytið, 20. maí 1990.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.