Morgunblaðið - 20.05.1990, Síða 15

Morgunblaðið - 20.05.1990, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. MAI 1990 15 Hér býr einhver, hérbýég ÞAÐ ER ekkert lát á fólksflóttanum frá Austur-Þýskalandi. Á hverjum degi koma milli tvö og þrjú þúsund manns yfir til Vestur-Þýskalands. Gagnstætt Tékkóslóvakíu, Ungverjalandi og Póllandi þá virðist ríkja algjört vonleysi í Austur-Þýskalandi. Fólksflóttinn hefúr leitt til mikill- ar manneklu í atvinnulífinu. Það vantar bakara, kokka, þjóna, verk- smiðjufólk, fóstrur og sporvagnastjóra og svona mætti lengi telja. I sumum hverfúm Austur-Berlínar er engu likara en allir séu fluttir. sköplum. í einu herberginu — það hafði greinilega verið barnaherbergi — héngu myndir af brúðufólki og böngsum. A einni myndinni var brúðufólkið og bangsarnir á sóiríkri pálmaströnd. Sandurinn á ströndinni var gulur og himininn skærblár. Á annari mynd var allt liðið komið upp í sveit þar sem það bjó í litlu hvítu húsi með bindingsverki. Fuglar sungu í tijánum og í blómskrýddri brekku voru kýr og lömb á beit. Ég gekk upp á 4. hæð, efstu hæð hússins. íbúðin til hægri var opin og þar var allt í sama horfi og á hinum hæðunum. íbúðin til vinstri var aftur á móti lokuð. Hurðin var brún og á henni stóð með hvítmáluðum stöfum: „Hier wohnt jemand, hier wohne iph.“ (Hér býr einhver, hér bý ég). Ég var svolitla stund að velta því fyrir mér hvort ég ætti að banka upp á en ákvað svo að gera það ekki. — Síðan hef ég hugsað um það hver þessi einhver hafi verið. Svipmynd frá Weissensee í Austur-Berlín. Eg skoðaði mig um í einu slíku um daginn. Það var laugardagur og ég ætlaði í gyðingakirkjugarðinn í Weissensee sem liggur í norður- hluta Austur-Berlín og á engan sinn líka. í Austur-Berlín tók ég sporvagn númer 24 upp í Weissensee. Meðan ég beið eftir honum veitti ég því at- hygli að blár ruslagámur, sem stóð rétt við biðstöðina, var sneisafullur af bókum. Ég gekk að honum og uppgötvaði að þarna voru eingöngu ritverk eftir Marx, Engels og Lenín í dökkbláu bandi. Ég hefði átt að vita að á laugar- degi, sabbatsdegi, er kirkjugarðurinn í Weissensee lokaður. í stað þess að snúa strax til baka ákvað ég að rölta um nærliggjandi hverfi. Göturnar sem liggja næst aðalinnganginum að kirkjugarðinum heita eftir tón- skáldum: Smetanastrasse, Bizet- strasse, Gounodstrasse, Puccini- strasse og Mahlerstrasse. Það er al- gjör þögn og ekki nokkur sála á ferli. Húsin þarna eru í mikilli nið- urníðslu og einstaklega dapurleg. í Gounodstrasse stóðu tveir Trab- antar, annar blár, hinn brúnn. Á annari gangstéttinni var stór brún- kolabingur. Stór hluti Austur-Berlín- ar er hitaður upp með brúnkolum og það leggur af þeim sterkan amm- óníakþef. Ég fór inn í eitt húsið við þessa götu. Inni var fúkkalykt. Ég gekk upp stiga sem var allur skakk- ur og skældur og minnti á expres- síóníska kvikmynd frá 1925. Febrú- arsólin skein inn um brotnar rúðurn- ar á stigapöllunum og kastaði skugg- um af oddhvössum rúðubrotunum á vegg. Það var opið inn í íbúðirnar. Veg- girnir í eldhúsunum voru lagðir blá- mynstruðum flísum og rakir stofu- veggirnir klæddir brúnu veggfóðri. í hverri íbúð var einn kalkofn. Gólfin voru þakin blaðarusli, hillum, skúff- um, veggfóðurstætlum og rafmagn- HÚSGANGAR okkar á milli ... ■ Fyrsta kvikmyndahúsið í Evr- ópu fyrir blinda var nýlega opnað í Frankfurt í Vestur-Þýskalandi. Það er í fyrrum óperettuleik- húsinu Gaité Lyrique. „Ahorf- endum“ er úthlutað sérstökum heyrnartækjum með útrauðum viðtökutækjum og lýsir þulur sviðsmynd, búningum og leikrás á milli atriða. Fyrsta kvikmyndin sem sýnd var með þessum hætti var nýjasta Indiana Jones-mynd Steven Spielbergs. StS. Flug og bíll til Lúxemborgar og sumarhús í Biersdorf eða Daun Eifel í Pýskalandi er toppurinn á tilverunni Æ fleiri kjósa sér þann ferðamáta sem er kenndur við flug, bíl og sumarhús. Ferðalangarnir eiga sér athvarf í notalegu húsi í fallegu umhverfi en geta jafnframt ferðast um borgir og sveitir Evrópu og ráðið ferðinni sjálfir. A flokkur Ford Fiesta eða sambærilegur bill flokkur Ford Sierra eða sambærilegur bill Fyrir fjögurra manna fjölskyldu, tvo fullorðna og tvö börn á aldrinum 2ja -11 ára, kostar flug til Lúxemborgar, bíll í A-flokki og glæsilegt sumarhús í Biersdorf eða Daun Eifel í júní frá kr. 145.400 samtals fyrir alla fjölskylduna í tvær vikur eða kr. 36.350 á mann og samtals kr. 177.700 í þrjár vikur eða 44.425 á mann. Ef valinn er bíll í C-flokki kostar fyrir þessa sömu fjölskyldu frá kr. 155.000 samtals í tvær vikur í júni eða kr. 38.750 á mann og samtals frá kr. 191.700 í þrjár vikur eða kr. 47.925 á mann. Úrval-Útsýn býður einnig mikið úrval af sumarhúsum og íbúðum í Walchsee í Austurríki, Frakklandi, Ítalíu og Titisee í Þýskalandi. Flug og bíll Lúxemborg * 2 vikur 3 vikur A-flokkur kr. 31.800 35.100 C-flokkur kr. 34.200 38.600 Bamaafsláttur kr. 11.000 * miöað viö fjóra i bil I'.«FARKDRT söga Suðurgötu 7, slmi 62 40 40 44 URVAL-UTSYN Átfabakka 16, simi 60 30 60 og Pósthússtræti 13, slmi 2 69 00

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.