Morgunblaðið - 20.05.1990, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 20.05.1990, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. MAÍ 1990 41 Stykkishólmur: V erkalýðsfélag Stykkishólms 7 5 ára Stykkishólmi. Verkalýðsfélag Stykkishólms efhdi til hátíðarfundar 1. maí sl. og minntist um leið 75 ára starfs. Það var stoftiað árið 1915 og var fyrsti formaður þess Baldvin Bárðdal. Það var þá erfitt um vik fyrir þennan félagsskap þar sem þetta var algert nýmæli hér og margir litu þessa hreyfingu horn- auga. Margir hafa verið í forystu félagsins þessi ár, og mörg mál hafa verið rædd í gegnum tíðina, en þó fyrst og fremst mál til styrktar og eflingar hagsmunum vinnandi fólks, en einnig mörg menningar- og bæjarmál. Lengst þessara ára mun Guðmundur Jónsson frá Narfeyri hafa verið í fararbroddi, en hann lést árið 1943. Núverandi formaður er Ein- ar Karlsson sem hefir gegnt for- mennsku undanfarin ár. Hátíðin hófst með því að Einar bauð gesti velkomna og lýsti nokkuð starfi félagsins þessi ár sem það hefir starfað, erfiðleikum fyrstu áranna og þróun seinustu ára. Ræðu- maður dagsins var Össur Skarphéð- insson fyrrum ritstjóri, sem lýsti m.a. þeim breytingum sem orðið hafa undanfarið með hruni Berlín- armúrsins og hruni kommúnismans í heiminum og talaði um nýja stefnu. Erlingur Viggósson sem áður var hér mikið í verkalýðsbaráttunni þakkaði nutu vei og sleit síðan þessum ágæta boð í' afmælisfagnaðinn. Kvaðst ekki afmælisfagnaði. Þrátt fyrir versta flytja neina ræðu enda ekki tilefni veður var vel mætt. - Árni Útgerðarmenn og eigendur smábáta minni en 10brl. athugið! í samræmi við nýsett lög nr. 38,15. maí 1990 um stjórn fiskveiða, er koma til framkvæmda um næstu áramót, vinnur sjávarútvegsráðuneytið nú að undirbúningi að úthlutun veiðiheimilda til báta minni en 10 brl. í því sambandi vill ráðuneytið vekja athygli á eftirfarandi. 1. Skráning báta. Samkvæmt nýju lögunum þurfa nú eigendur allra báta 10 brl. og minni, sem sækja um leyfi til veiða í atvinnuskyni, að vera skráðir í skipaskrá eða sér- staka skrá Siglingamálstofnunar ríkisins fyrir báta styttri en 6 m. Þá þurfa eigendur þeirra báta, sem ekki hafa veiðileyfi frá ráðuneytinu samkvæmt nú- gildandi lögum um stjórn fiskveiða (nr. 3 1988) eða eru ekki á skrá Siglingamálastofnunar, að óska eft- ir skráningu báta sinna hjá Siglingamálastofnun fyr- ir 18. júní 1990. Beiðni um skráningu þarf að fylgja eignarheimild, smíðalýsing og teikningar af viðkom- andi bát. 2. Nýirbátarísmíðum. Eigendur ófullgerðra báta, sem smíði hefur verið hafin á (skipsbolur uppbyggður) fyrir gildistöku lag- anna 18. maí 1990, þurfa að óska eftir skráningu þeirra hjá Siglingamálastofnun fyrir 18. júní 1990. Þessir bátar þurfa að vera fullþúnir og öðlast full- gilt haffærisskísrteini fyrir 18. ágúst 1990 til að koma til greina við úthlutun veiðiheimilda. Sérstakir skoðunarmenn sjávarútvegsráðuneytisins og Sigl- ingamálastofnunar munu á næstu dögum meta hvaða bátar teljast í smíðum samkvæmt framan- sögðu. Eigendur báta, sem eru í smíðum erlendis, þurfa að framvísa vottorði frá þartilbærum yfirvöld- um um að smíði báta þeirra hafi verið hafin (skips- bolur uppbyggður) fyrir 18. maí 1990. 3. Upplýsingar og forsaga báta. Eigendur og útgerðarmenn þeirra báta, sem ekki hafa fengið sérstakt eyðublað sjávarútvegsráðu- neytisins til útfyllingar um forsögu báta sinna, þurfa að verða sér úti um slík eyðublöð hjá ráðuneytinu eða Landssambandi smábátaeigenda, fylla þau út og senda sjávarútvegsráðuneytinu, Skúlagötu 4, 150 Reykjavík, við fyrsta tækifæri. Nánari upplýsingar um ofansagt fást hjá sjávarút- vegsráðuneytinu og veiðieftirlitsmönnum þess. Sjávarútvegsráðuneytið, 18. maí 1990. Einar Karlsson, formaður Verka- lýðsfélags Stykkishólms, setur hátíðarfundinn 1. mai sl. til þess í þeim sporum sem hans flokkur væri í dag. Þá var lesin upp ræða sem Guðmundur Gunnarsson á Tindum flutti á Verkalýðsfundi 1939 um stærri kirkju fyrir bæinn. Guðrún M. Ársælsdóttir las. Árni Helgason flutti gamanljóð við undirleik Haf- steins og Svans og „Sex hópurinn" söng nokkur lög og var dagskránni mjög vel tekið. Einar bauð síðan viðstöddum í veislu. kaffi oe' kökur sem menn Lokasóknin er hafin!! Almennur fundur studningsmanna Sjálfstæóis- flokksins i Hafnarfirdi veróur haldinn i Sjálfstæó- ishúsinu mánudaginn 21. mai 1990 kl. 20.30. Fundarstjóri: Valur Blomsterberg. Frambjóðendur ávarpa fundinn og svara fyrirspurnum. Fjömennum og fylgjum eftir nýjum straumum og auknum meðbyr. Kaffiveitingar. Ellert Borgar Þorvaldsson Þorgils Óttar Mathiesen Jóhann G. Bergþórsson Hjördís Guðbjörnsdóttir Stefanía Víglundsdóttir Magnús Gunnarsson Ása María Valdimarsdóttir Frambjóðendur. Sjálfstœöisflokkinn í Reykjavik vantar sjálfboöaliöa til margvíslegra starfa á kjördag, laugardaginn 26. maí. Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu SjálfstceÖisflokksins i Valhöll, Háaieitisbraut 1, eöa í síma 82900frá kl. 9.00 til 22.00 virka daga ogfrá kl. 13.00 til 18.00 um helgar. Sjálfstæöisflokkurinn i Reykjavík Borgarst j ómarkosningar 26. maí 1990 'oþí

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.