Morgunblaðið - 20.05.1990, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 20.05.1990, Blaðsíða 27
JHíar^nmMaÍJifo ATVINNU/RAÐ- OG SMÁAUGLÝSINGAR A TVINNUAUGl ÝSINGAR Framkvæmdastj órar Auglýst er eftir framkvæmdastjórum í íjórar stöður í blaðinu í dag. í fyrsta lagi vill Fiskmarkaðurinn í Hafnar- firði ráða framkvæmdastjóra og er starfið laust þegar í stað. Þá er verið að leita að manni með góða menntun eða reynslu af viðskiptasviði til að veita forstöðu litlu fyrirtæki í sérhæfðum prentiðnaði. Lítið iðnfyrirtæki í Reykjavík vill ráða framkvæmdastjóra til starfa og er þar leitað að manni til að stjórna vaxandi fyrirtæki með sérhæfða framleiðslu. Lokst óskast ungur og kröftugur framkvæmdastjóri til starfa hjá litlu innflutningsfyrirtæki í borginni. Listdansstjóri Þjóðleikhúsið auglýsir nú stöðu listdansstjóra lausa til umsóknar. Staðan er laus frá því 1. september nk. til eins árs en með möguleika á endurráðningu. Umsóknar- frestur er til 15. júlí. í starfinu felst listræn stjórnun dansflokksins og umsjón með daglegri þjálfun listdansar- anna. Áfengisfulltrúi Félagsmálastofnuna Reykjavíkurborgar auglýsir lausa stöðu áfengisfulltrúa. Starfið felur í sér samhæfingu þjón- ustu stofnunarinnar á þessu sviði, ráðgjöf, forvarnir og meðferð mála áfengis- og vímuefnasjúklinga. Krafist er félagsráðgjafamenntunar eða sambærilegrar háskóla- menntunar. Reynsla í meðferðarvinnu með áfengis- og vímuefnasjúklinga er sögð æskileg. Utboð Frá fyrsta fundi Landssambands iðnaðarmanna um evrópskt efnahagssvæði. Gefin voru út 1784, atvinnuleysi 1988, en í fyrra voru gefin út 1615 atvinnu- leyfi. Athyglisvert er að það er fólk frá öllum löndum EB nema Grikklandi og Lúxemborg, þar sem við höfum dæmi um ákaílega inarga íslendinga. Ljóst er að okkar fámenni vinnumarkaður þolir ekki óhefta flutninga erlendis vinnuafls hing- að til lands. í þeim viðræðum sem hafa farið fram milli EFTA og EB hefur verið lögð áhersla á sérstöðu Islands og að okkar væri nauðsynlegt að hafa sérstakar lausnir eða ótímabundna fyrirvara til að geta afstýrt röskun á íslenskum vinnu- markaði, livort heldur væri um að ræða í einstökum greinum eða svæðum eða á landinu í heild. Aðeins 1500 Norður- * landabúar á Islandi Innkaupastofnun Reykjavíkur auglýsir eftir tilboðum í fimm verkefni í borginni í blaðinu í dag. Þannig er fyrir hönd Gatnamálastjóra auglýst eftir tilboðum í gatnagerð, stein- og hellulögn, endurnýjun holræsa, jarðvinnu vegna vatnslagna og lagningu hitalagna í Mjóstræti og Bröttu- götu. Leitað er eftir tilboðum í að fullgera 3ja áfanga Grandaskóla, alls 855 ferm., þar sem lokið er að steypa undirstöður og botnplötu. Einnig byggingu kranabrautar fyrir Reykjavíkurhöfn, sem felur í sér lengingu í vestur á kranabraut til vesturs og fyrir Hitaveituna er óskað eftir tilboðum í frágang á lóð, lagnir, byggingu spennu- stöðvar, geymslu o.fl. við útsýnishúsið á Oskjuhlíð. Loks ert auglýst fyrir hönd Gatnamálastjóra foi-val vegna fyrir- hugaðs útboðs á undirbyggingu nyrðri akbrautar Sæ- brautar eða Sætúns frá Kringlumýrarbraut að Kalkofns- vegi. Valdir verða 4-5 verktakar í að bjóða í verkið að loknu forvali. Veðursjá Veðurstofan auglýsir eftir tilboðum í byggingu veðursjár á Miðnesheiði. Þar er um að ræða að smíða og fullgera 45 ferm. ratsjárhús, auk þess að smfða og reisa 8 m. háa stalgrind og pall fyrir veðursjá, jafna lóð umhverfis hús og setja upp 87 m langa girðingu með hliði. Verk- ingu skal vera lokið fyrir 10. ágúst nk. Kosningaskýrslur Hagstofa íslands auglýsir kosningaskýrslur allt frá 1874 og fram til 1987. Annars vegar eru kosningaskýrslur yfir alþingiskosningar frá 1874 og hins vegar sveitar- stjórnarkosningar frá 1930, auk forsetakosninga og þjóð- aratkvæðagreiðslna, alls 2 bindi. Ómissandi fyrir spá- ■ menn og spekúlanta um kosningaúrslit, segir í auglýsing- unni. Skyggnilýsing Miðlarnir Þórhallur Guðmundsson og Shirley Chubb halda skyggnilýsingarfund í Skútunni í Hafnarfirði á þiðjudag nk. kl. 20.30. __ — en 10.000 Islendingar á Norðurlöndum EINUNGIS um 1500-1600 Norðurlandabúar starfa og eru í námi á Islandi miðað við um það bil 10.000 íslendinga, sem búsettur eru eða eru við nám á Norðurlöndum. Þetta koin fram í ræðum Hannesar Hafsteins sendiherra og Berglindar Ásgeirsdóttur ráðuneytisstjóra á fundi, sem Landssamband iðnaðarmanna hélt sl. fimmtudag um frjálsan búsetu- og atvinnu- rétt og áhrif evrópsks efnahagssvæðis á iðnlög- gjöfina. Fundurinn var sá fyrsti af fjórum fund- um, sem landssambandið hefur boðað til um Evrópskt efnahagssvæði. Hannes sagði að með sameigin- legu evrópsku efnahagssvæði væri verið að veita öllum borgurum jafnan rétt að leita sér að atvinnu eða koma sér upp atvinnustarfsemi hvar sem er á svæðinu. Hannes taldi að íslendingar þyrftu ekki að óttast að fólksflutningar hingað til landsins ykjust neitt að ráði. Þær athuganir sem gerðar hefðu verið bentu tii þess að á heiidina litið hefði tiltölulega lítil hreyfing verið á fólki milli EB-landa. Einnig bentu ofangreindar tölu til þess að íslend- ingar sæktu mun meira til útlanda heldur en öfugt. Hann sagðist hins vegar vilja benda á að ef við veldum ekki frjáls- an búseturétt gætu skapast vand- ræði meðal námsmanna. Vandamál gætu komið upp vegna atvinnu- og dvalarleyfa þeirra þúsunda íslend- inga sem nú þegar búa í V-Evrópu, þegar kæmi til þess að framlengja þeim leyfum. Það yrði vonlítið fyrir Islendinga á komandi árum að fá störf á þessu svæði. „Það kann að vera að núgildandi samningur milli Norðurlandanna haldi áfram gildi sínu,“ sagði Hannes, „en þó er ekki víst að svo verði og það er afskap- lega óvíst hversu víðtæk önnur þátt- taka íslands í þessu evrópska efna- hagslega svæði getur orðið, ef grundvallarreglan um frjálsan at- vinnu- og búseturétt verður ekki samþykkt." í máli Berglindar Ásgeirsdóttur kom fram að atvinnu- og búsetu- réttindi eru í reynd ekki mikið not- uð milli EB-landanna og komi það til vegna þunglamalegs kerfis varð- andi vinnumiðlun, erfiðleika á að fá menntun og starfsreynslu viður- kennda og vegna tungumálaerfið- leika. Talið að um 2 milljónir starfs- manna séu utan eigin ríkis af 320 milljónum íbúa. Hún benti á að óheimilt væri að mismuna aðkomumönnum og heimamönnum varðandi húsnæði, launakjör, uppsögn, tryggingar skattfrádrátt. Þó gæti komið upp sú staða að það mikil röskun yrði á vinnumarkaði að ógnað gæti iífskjörum eða atvinnustigi, þá væri unnt að fella niður vinnumiðlun. Hins vegar væri það ákvörðun framkvæmdastjórnar EB. Einnig ættu aðkomumenn rétt á sama að- gangi að starfsmenntun og endur- menntun og heimamenn. í tilskipunum EB varðandi sjálf- stætt starfandi rekstur í verslun og iðnaði segir að ríkin skuldbindi sig til að viðurkenna þekkingu og hæfni einstaklinga í þeim tilvikum þar sem gerðar eru sérstakar faglegar kröf- ur. Ákvæði er um fjárhagslega getu og skuli tekin gild vottorð frá við- skiptabönkunum í EB sem fullnægj- andi sönnun. Berglind sagði að búseta innan EB væri í reynd ekki fijáls heldur kæmi kæmi dvalarleyfið í kjölfar atvinnuleyfis, gagnstætt því sem tíðkast hjá íslendingum. Hrísey: Enginn á atvinnu- leysisskrá Hrísey ENGINN er skráður atvinnu- laus í Hrísey og hefúr ekke. avinnuleysi verið í langan tíma. Hjá Fiskvinnslustöð KEA hefur . verið næg vinna við fiyst- ingu og saltfisk og er búist við að svo verði áfram. Súlnafellið gerir út á rækju núna, en einnig hefur verið fenginn línu- og neta- fiskur frá Grímsey og hjá smábát- um héðan. Hjá saltfiskverkuninni Borg hefur verið mikil vinna og er unn- ið flesta daga frá kl. 6-17; Birgir Siguijónsson framkvæmdastjóri sagði að starfsfólkið ætti skilið gott frí eftir mikla vinnu og yrði því boðið upp á eðlilegt sumarfrí í sumar. Hjá saltfiskverkuninni Rifi hf. hefur einnig verið mjög mikil vinna og vinnutíminn verið frá ki. 6-17 og suma daga til klukkan 19. Reiknað er með að hægjast fari um. Bátar þessara tveggja fyr- irtækja munu stunda rækju- og humarveiðar í sumar, sem landað verður annars staðar. Reiknað er með að skólakrakkar geti öll feng- ið vinnu í sumar. — Magnús Reyðarfjörður: Slæmar at- vinnuhorf- ur í sumar ATVINNUHORFUR á Reyðar- fírði í sumar eru ekki góðar þegar skólafólk fer að skila sér heim. Nú eru 16 manns á at- vinnuleysisskrá og ber þar mest á kvenfólki, en einnig nokkrir vörubílstjórar. Unglingavinna verður eins og undanfarin ár. Skráning er ekki hafin, en vinnan byijar í júní og verður i nokkrar vikur. Frysti- húsið hjá Kaupfélagi Hérðasbúa verður lokað frá 14. júlí til 13. ágúst vegna veiðitakmarkana. Afleiðingin verður hráefnisskortur og missa 40-50 manns vinnu. Salt- fiskverkun GSR hefur ekki getað stafað vegna hráefnisskorts að undanförnu. En 10 -15 manns hafa að jafnaði unnið þar. - Gréta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.