Morgunblaðið - 20.05.1990, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.05.1990, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. MAÍ 1990 ISLENSK DAGSKRARGERÐ I HOGGI VIÐ HOLSKEFLU ERLENDS EFNIS EKKIFÁTJEKLEGT ENDURVARP Eftir Kristján Þorvaldsson/mynd: Bjorni Eiríksson HANN HLJÓP óvart fyrir sjónvarpsklukkuna við upphaf útsending- ar, þann 30. september árið 1966. Þessi tilviljun, þetta sekúndubrot, réði því, að Björn G. Björnsson varð fyrsti maðurinn sem sást í íslensku sjónvarpi. Síðar um kvöldið birtist hann aftur, syngjandi og spilandi í skemmtiþætti Savannatríósins. Færri vissu að hann hafði einnig unnið leikmyndina að þættinum, og annarri dagskrá þetta sögulega kvöld. Stór hópur Islendinga vissi lítið sem ekkert um sjónvarp á þessum árum. Margir höfðu vissulega haft kynni af Kanasjónvarpinu og séð sjónvarp í útlöndum, en íslenskt sjónvarp var órafjarri. Núna, tæpum 24 árum síðar, er Kanasjónvarpið horfið, en auk Ríkissjónvarpsins sér þorri þjóðarinnar hina einkareknu Stöð 2, myndbandstæki eru á meirihluta heimila og stækkandi hópur horfir á gervihnattasjón- varp. Með haustinu bætist síðan þriðja íslenska rásin við. Sameining Sýnar og Stöðvar gefur ennfremur vísbendingu um, að styrkari stoð- um hafi verið rennt undir einkasjónvarp á Islandi. Það eru því á margan hátt timamót og vert að staldra við og spyija hvert stefiii. Er íslenskt sjónvarpseftii, og þar af leiðandi íslensk tunga, að drukkna í sí öflugra eíhisflóði erlendra sjónvarpsrisa? Þegar íslensk bíómynda- gerð er í kreppu, er ekki óeðlilegt að horft sé til sjónvarpsstöðv- anna um viðnám gegn þessari holskeflu að utan? Hin nýja sjónvarps- rás Sýnar hefúr, samkvæmt yfírlýsingum forsvarsmanna hennar, í hyggju að einbeita sér að erlendu afþreyingareihi. Er það sú framtíð sem blasir við íslensku sjónvarpi? Hefúr svokallaður frjáls sjónvarps- rekstur engar skyldur við íslenska menningu? Björn G. Björnsson, fram- kvæmdastjóri dagskrár- gerðarsviðs Stöðvar 2, hef- ur reynslu bæði af einka- og ríkisgeiranum í sjón- varpsrekstri. Hann hefur meira og minna verið viðloðandi þann rekstur frá upphafi. „Fyrstu þijú árin, var maður í vinnunni nán- ast dag og nótt. Þetta tímabil minnir að mörgu leyti á fyrstu ár Stöðvar 2. Andinn er sá sami, ótrúlegur vilji og áhugi starfsmanna, sem láta allt ganga yfír sig til að gera hlutina mögulega. Þessi brautryðjendatil- finning er enn fyrir hendi hér á Stöð 2, en stendur tæpt núna eftir óviss- una og allar hremmingamar." Björn er ófeiminn við að segja að íslensk dagskrárgerð sé að mörgu leyti hornreka og varar eindregið við þeirri þróun. Hann bendir á að úr- bætur snúist ekki eingöngu um meiri peninga og færra starfsfólk, heldur líka skipulag og stefnu. Leikmyndagerðin gleymdist Bjöm kom til starfa hjá Sjónvarp- inu, að miklu leyti fyrir tilviljun. Þá var ekki til að dreifa fagfólki á öllum sviðum, eins og nú. Á menntaskóla- árunum sá hann um leikmyndagerð hjá Herranótt og hafði mikinn áhuga á slíku. Hitt áhugamálið var tónlist- in, en hann spilaði og söng með hinu vinsæla SaVannatríói. Sjónvarpið samdi við Savannatríóið um gerð sex skemmtiþátta. „Ég var beðinn um að gera leikmyndina í þessum þátt- um. Síðan held ég að þeir hjá Sjón- varpinu hafi uppgötvað, að enginn hafði verið ráðinn sérstaklega til að sjá um útlit og leikmynd hjá stöð- inni. Tæknimenn höfðu verið í þjálf- un hjá danska sjónvarpinu, BBC og víðar, en það gleymdist alveg að gera ráð fyrir einhverri leikmynda- gerð. Þegar Savannatríóið fór að undirbúa þessa þætti í ágúst ’66, var ég snarlega ráðinn í vinnu, beint úr menntaskóla og leit varla upp í 10 ár, ef undan er skilið tímbilið 1969-70, er ég fór til náms og starfa hjá danska sjónvarpinu." Eitt stærsta verkefni sem Björn vann að fyrir Sjónvarpið var leik- myndin í Brekkukotsannál, eftir sögu Halldórs Laxness, sem unnið var að árið 1972. Þýsk sjónvarps- stöð, NDR í Hamborg, gerði mynd- ina í samvinnu við sjónvarpsstöðvar á Norðurlöndum. Leikstjóri var Rolf Hádrich. „Ég fékk fréttirnar í mars 1972, og lét velða mitt fyrsta verk að keyra út á Ægissíðu og kaupa 40 rauðmaga til að eiga í frysti, enda átti rauðmaginn eftir að leika stórt hlutverk í þáttunum." Björn segir ánægjulega reynslu af þessu verkefni. Hann átti síðar eftir að vinna meira með Þjóðverjun- um, þegar þeir réðust í að kvik- mynda Paradísarheimt. árið 1979, en sú mynd var tekin upp í 4 lönd- um, og sýnd í þremur 90 mínútna þáttum. „Mig dreymir alltaf um að íslenskar sjónvarpsstöðvar geti gert eitthvað af þessu tagi, þ.e. samvinnu með erlendum stöðvum. Það má t.d. velta fyrir sér hvers vegna Þjóðveij- arnir hafa svo mikinn áhuga á þessu efni: Þeir segja okkur eiga svo mik- ið yrkisefni, allt frá íslendingasögum og þjóðsögum til bókmennta okkar á þessari öld. Við erum sagnamenn og eigum mikinn efnissjóð, sem þeir sækja í. Nú er að verða til norrænn kvikmyndasjóður og Evrópa er að verða eitt sameiginlegt efnahags- svæði. Við eigum að fá til liðs við okkur Þjóðveija, Hollendinga og Norðurlandabúa og framleiða sjón- varpsefni úr þessum bókmenntum okkar fyrir Evrópu. Fyrst þurfum við auðvitað að ná tökum á því að framleiða leikið efni fyrir okkur sjálfa, viðráðanlegt efni, ekki allt of dýrt. Því miður hafa of fá verkefni verið unnin af þessari stærðargráðu og liðið allt of langur tími á milli.“ Ofugþróun í auglýsingagerð Á árunum 1976 til 1980 var Björn Björn G. Björnsson, f ramkvæmdastjöri dagskrárgeróarsviös Stöðvar 2 hefur verið þátttakandi í öllum þróunarstigum íslensks sjónvarps. Hann segir íslenska dagskrárgerð að mörgu leyti hornreka. Úrbætur snúist ekki eingöngu um meiri peninga og færra starfsfólk, heldur líka skipulag og stefnu mest að vinna á eigin vegum, eftir að hafa verið ríkisstarfsmaður sam- fellt í 10 ár. Hann stofnaði fyrirtæk- ið Hugmynd hf. með Agli Éðvarðs- syni, félaga sínum frá Sjónvarpinu. Þeir einbeittu sér að gerð handrita fyrir sjónvarpsauglýsingar. „Þetta gekk vel í nokkur ár, því á þessum tíma var borgað meira fyrir gott handrit af sjónvarpsauglýsingu, heldur en fyrir alla auglýsinguna núna.“ Hver er skýringin? „Myndbandabyltingin olli verð- hruni. Auglýsingar þurftu á sínum tíma að endast vel, í 2-3 ár, en með tilkomu myndbandsins varð ferillinn mun styttri. Þegar auglýsingarnar voru unnar með löngum aðdrag- anda, þurfti að leggja mun meiri áherslu á ímynd fyrirtækja og gera auglýsingarnar tímalausar. Auglýs- ingarnar voru teknar á filmu, sem send var út til framköllunar, síðan klippt hér heima og send aftur út til að fá kópíu. Kostnaðurinn lækk- aði með tilkomu myndbandsins, en alltof margir fóru út í fjárfestingu. Það leiddi af sér undirboð og að endingu voru allir farnir að tapa og gæðin fóru minnkandi. Núna er þessi iðnaður kominn allt of mikið út í hraðsuðu á einnota jukki. Það eru að vísu enn til aðilar sem láta fram- leiða vandaðar auglýsingar, en megnið er ekkert annað en útþynn- ing á miðlinum. Sjónvarp á Islandi nær um allt land, en engu að síður er verið að auglýsa í sjónvarpinu: Brunaútsala á Laugaveginum á morgun. Opið frá klukkan 3-5. Þetta er auðvitað algjört rugl.“ Björn segist alveg hafa verið bú- inn að fá nóg, þegar hann og Egill seidu fyrirtæki sitt. „En það var mikill lærdómur að kynnast hinni hliðinni, markaðsmönnum og þörf- um fyrirtækjanna, þurfa að uppfylla óskir viðskiptavinarins án þess að tapa gæðum og ganga á eigin metn- að. En það er feiknamikið starf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.