Morgunblaðið - 26.05.1990, Page 21

Morgunblaðið - 26.05.1990, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAI 1990 21 Ósk Ólafsdóttir Forðumst vinstri villu eftir Ósk Ólafsdóttur Ég er eldri borgari í Reykjavfk og fylgi Sjálfstæðis- flokknum að málum og hef gert það svo lengi sem ég man. Ég fiuttist til Reykjavíkur árið 1977 og fyrstu kosning- amar sem ég tók þátt í hér voru þegar vinstri menn sigr- uðu og stjómuðu borginni í fjögur ár. Þvílík hneisa — að mínum dómi. Ég hvet alla borgarbúa að láta ekki slíkt slys endurtaka sig. Látið ekki þekkta sjón- varpsstjömu villa ykkur sýn. Mætum öll snemma á kjör- degi, mætum vel og kjósum X-D. Höfiindur hefur veríð við verslunarstörfí Bolung-arvík og Reykjavík. Ávarp til Hafnfirðinga frá Jóhanni G. Bergþórssyni Ágætu Hafnfirðingar! Undanfarið höfum við kynnst viðhorfum flokkanna sem í fram- boði eru til bæjarstjórnar í Hafnar- firði. Ljóst er að Alþýðuflokksmenn hafa ekki sýnt Alþýðubandalags- mönnum sanngimi eða heiðarleik í samstarfinu eða kosningabarátt- unni. Þeir neita staðreyndum um fjárhagsstöðu bæjarins og segjast ætla að halda áfram á sömu braut, þ.e. braut óstjómar og skuldasöfn- unar en mikilla framkvæmda. Sú stefna getur ekki verið lengi við lýði því hún lendir fyrr en seinna í sjálfheldu, engir peningar verða aflögu til þjónustu eða fram- kvæmda. Útsvörin fara í vexti, verðbætur og dráttarvexti. Alþýðubandalagsmenn segjast ekki treysta krötum einum. Það verði að halda í höndina á þeim, reka þá áfram í ýmsum góðum málum, s.s. dagvistarmálum, skóla- málum og almenningssamgöngum. Alþýðubandalagið talar ekki um fjármál, hvað þá atvinnumál, enda atvinnuleysi aldrei meira í Hafnar- fírði en nú. Annað hljóð var í strokknum fyrir 4 árum. Hvernig á að treysta þessum aðilum til frek- ara hjónabands eða krötunum ein- um? Svarið er einfalt. Það er ekki hægt. Framsóknarmenn segjast vera grænir og vissulega eru þeir græn- ir í bæjarmálum og sjálfsagt að veita þeim skógræktarland við Hvaleyrarvatn og sumarbústaða- lóðir í Krísuvík, þá er aðalóskum þeirra fullnægt. Hvort þeir fá brautargengi til bæjarstjómarsetu út á þessi mál læt ég ósagt en það eru önnur mál sem að mati sjálfstæðismanna er mikil- vægast að takast á við: Það er að veita A-flokkunum hvíld frá stjórn- arstörfum í bænum. Þeir eru búnir að eyða því sem var í bæjarsjóðnum og gott betur. Hugmyndaauðgin er einnig búin, stefnuskrármál fá og þverskallast er við staðreyndum fjármálanna. Enn er rósin borin út og á hún að bjarga málunum. Sambúðarvandinn er einnig aug- ljós. Við eigum nú í takt við nútíma- þjóðféiag að gefa þeim hvfld næstu ijögur árin og láta sjálfstæðismenn standa við það að framkvæma meira fyrir minna fé. Láta þá standa við að koma fjármálunum í lag. Elstu bæjarfulltrúarnir og þreyttustu eru enda í hópi Alþýðu- flokksins. Bæjarstjórinn sjálfur hef- ur nú lengsta setu allra bæjarfull- trúa í bæjarstjóm. Hjá Sjálfstæðisflokknum er nýtt fólk með nýjar áherslur, ferskar hugmyndir - og hið fornkveðna segir að nýir vendir sópi best. Fyrir fjórum árum lögðu fulltrúar „VIÐ erum nú að vinna að því að gera KRON upp,“ sagði Þröst- ur Olafsson, framkvæmdastjóri Miklagarðs hf. en aðalfundur KRON var haldinn í síðasta sinn sl. laugardag. KRON hætti form- lega verslunarrekstri þann 1. apríl sl. og á aðalfundinum kom Jóhann G. Bergþórsson „Valið er því auðvelt - veljum nýtt, frískt og duglegt fólk Sjálfstæð- isflokksins sem valið var í opnu prófkjöri...“ íram að neikvæð eiginQárstaða KRON um síðustu áramót var 56 milljónir króna. „Við teljum okkur eiga fyrir skuldum, þar sem við teljum okkur eiga í vanmetnum áhöldum, tækjum og fasteignum að minnsta kosti þáverandi meirihluta fram skrá yfir efnd loforð - samt var þeim skipt út - gerum eins núna þar sem stór hluti loforða A-flokkanna var ekki efndur, þ.e. um styrka fjármála- stjórn, lágar álögur, framkvæmda- áætlun til 3ja ára og opið stjórn- kerfi! Mikilvæg mál sem ekki buðu upp á borðaklippingar sátu á hakanum. Þar ber vatnsveitumál hæst, en þau eru til vandræða í bænum og þörf brýnna aðgerða strax. Valið er því auðvelt - veljum nýtt, frískt og duglegt fólk Sjálf- stæðisflokksins sem valið var í opnu prófkjöri, sem ekki var breytt, til stjómunar bæjarins á næsta kjörtímabili — gefum A-flokkunum frí - kjósum Sjálfstæðisflokkinn - X-D - Hafnfírðingum til heilla næstu fjögur árin. P.s. Ef við stöndum okkur ekki þá má skipta okkur út aftur eftir fjögur ár. Höfundur er efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins i bæjarstjómarkosningunum í HafnarBrði. upphæð sem þessu nemur,“ sagði Þröstur. Þröstur sagði að hlutafjársöfnun Miklagarðs hf. hefði enn ekki geng- ið sem skyldi. Nú hefðu safnast eitthvað á annað hundrað milljónir króna, en félgið ætlaði sér að safna öðru eins fram til 15. júní nk. Teljum okkur eiga fyrir skuldum - sagði Þröstur Ólafsson á aðalfimdi KRON Stærsta ferðavörusýning landsins Ferðamarkaðurinn ereina verslunin á íslandi sem býður uppá alhliða ferðavörur, eins og t.d. Hin glæsilegu þýsku sumarhús eru nú til sýnis fullbúin á staðnum. Gott verð. Þau gerast varla betri kaupin á eyrinni, eins og sagt er. Laugardaginn 26. maí kl. 10 til 18 og sunnudaginn 27. maíkl. 10til 18 verðursannkölluðfjölskyldu- stemmning hjá okkur. Við bjóðum til veislu, þar sem boðið verður uppá hið Ijúffenga markaðslamb, grillað og kryddlegið. Auk þess býður Ölgerðin uppá gosdrykk °9%ju 103 Notið tækifærið ogsetjiðx-ið við Ferðamarkaðinn Góðar vörur. Gott verð. Við erum alltafíalfaraleið Ferðamarkaðurinn Skeifunni 8 — sími 674100

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.