Morgunblaðið - 26.05.1990, Page 24

Morgunblaðið - 26.05.1990, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAI 1990 Makalaus málflutningiir eftir Kristínu Á. Ólafsdóttur Á síðasta snúningi kosningabar- áttunnar hleypa frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í sig kjarki og opna munninn opin- berlega um Fæðingarheimili Reykjavíkur. Og hvert er nú inn- leggið? „Mikið hefur borið á að fulltrúar minnihlutaflokkanna í borgarstjórn hafi ekki hugað Fæð- ingarheimilinu líf og nýlega kom fram tillaga frá fulltrúa Alþýðu- bandalagsins (nú frambjóðanda Nýs vettvangs) um að loka því,“ skrifar geðlæknirinn Ingólfur S. Sveinsson í Mogga á fimmtudag. Og Guðrún Zoéga: „Fæðingar- heimilinu hefur ekki verið lokað og eru engin áform um það af hálfu meirihlutans. Þvert á móti hefur verið ákveðið að fjölga þar rúmum. Hins vegar hefur Kristín Ólafsdótt- ir, einn frambjóðenda Nýs vett- vangs, lagt til að því verið lokað.“ Það má vera að fulltrúar Sjálf- stæðisflokksins treysti í blindni á upplýsingaskort fólks um málefni Reykjavíkurborgar, þau sem koma Sjálfstæðisflokknum illa. Þeir geti þar af leiðandi leyft sér hvaða ósvífni sem er í málflutningi. Og eitt er víst, Morgunblaðið hefur gætt þess vendilega að forðast all- an fréttaflutning af síðasta þætti þess vanda sem Sjálfstæðismenn í borgarstjórn hafa komið Fæðingar- heimilinu í. Aðvörun hjúkrunar- íiramkvæmdastjórans Þeir tveir varaborgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sem létu gamminn geysa í blaðinu sínu á fimmtudaginn, gátu ekki um til- drög þeirrar tillögu sem ég lagði fram í stjórn sjúkrastofnana Reykjavíkur snemma í þessum mánuði. Skulu nú lesendur blaðsins upplýstir um það, að á stjómar- fundinn kom sá hjúkrunarfram- kvæmdastjóri Borgarspítalans sem er yfirmaður alls starfsfólks Fæð- ingarheimilisins, nema fæðingar- læknisins. Hjúkrunúrfram- kvæmdastjórinn, sem ber höfuð- ábyrgð á faglegum vinnubrögðum og öryggi þjónustunnar, lagði fyrir stjórnina erindi og tillögu, svohljóð- andi: „Undirrituð leggur til í ljósi aðstæðna að FHR verði lokað um óákveðinn tíma nú þegar, og unnið verði skilvirkt að eftirfarandi atrið- um: 1. Taka ákvörðun sem byggj- andi sé á um hvort borgin ætli að reka áfram fæðingarhjálp á FHR og sjá þá fyrir þeim forsendum sem til þarf (sbr. tillögur um húsnæðis- breytingar og nauðsynlegan tækja- búnað ásamt því hvernig standa beri að slíkum framkvæmdum ef af verður). 2. Tryggja viðunandi læknisþjónustu á FHR. Ef ekki verður tekið ábyrgt á þessu máli af SSR er að mati undirritaðrar viðbúið að skjólstæðingar hljóti al- varlegar afleiðingar af þjónustu FHR fyrr en síðan." Átti ekki að bera upp tillöguna Eftir heitar umræður á stjórnar- fundinum, þar sem hjúkrunarfor- stjóri Borgarspítalans tók undir erindið og formaður læknaráðs lýsti þeirri skoðun sinni að ekki væri Kristín Á. Ólafsdóttir forsvaranlegt að halda áfram starf- semi við óbreyttar aðstæður, varð ljóst, að stjórnarformaðurinn, Páll Gíslason, borgarfulltrúi Sjálfstæð- ismanna hugðist ekki bera upp til- lögu hjúkrunarframkvæmdastjór- ans. Ég gerði þá tillöguna að minni, og þeir létu sig hafa það, formaðurinn og annar borgarfull- trúi flokksins, Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, að fella hana. Þar með höfðu þeir að engu þessa sterku aðvörun fagaðilanna, enda illt fyrir flokkinn að standa frammi fyrir afleiðingum eigin gjörða rétt fyrir kosningar. Afleiðingar þeirrar fásinnu Sjálf- stæðismanna, að leigja læknahópi húsnæði, sem Fæðingarheimilið hafði brýna þörf fyrir, koma skýrt fram í erindi hjúkrunarfram- kvæmdastjórans, en þar segir m.a.: „Nú er einungis einn starfandi sér- fræðingur í fæðingarhjálp við FHR og sinnir hann vaktþjónustu allan sólarhringinn alla daga vikunnar. Engir aðstoðarlæknar eru starf- andi. Ljóst er að slíkt fyrirkomulag er alls ekki viðunandi fyrir skjól- stæðinga FHR.“ — „Starfsfólks- flótti vel hæfs fólks er þegar hafinn á FHR og er umræða faghópa er starfa við fæðingarhjálp í Reykjavík á þann hátt að óvíst er hvort takist að fá hæft fólk til starfa. Mönnun ljósmæðra á deild- inni er nú í algjöru lágmarki og ekki hefur tekist að ráða nýtt fólk til starfa." Áköllum geííð langt nef Fólk minnist væntanlega við- bragða fjölda manns, þar á meðal fólks sem stutt hefur Sjálfstæðis- flokkinn, þegar ljós urðu áform meirihluta borgarstjórnar um að leigja nokkrum hæð, sem Fæðing- arheimilið hafði ríka þörf fyrir, m.a. til þess að bregðast við veru- legri fjölgun fæðinga síðustu árin. Fólk ákallaði borgarstjórnarmeiri- hlutann um að hlífa Fæðingarheim- ilinu, um að tryggja fjölskyldum sómasamlega fæðingarþjónustu í Reykjavík. Þau áköll hljómuðu á fjölsóttum fundi á Hótel Borg, þar sem enginn borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins þorði að stinga inn höfði. Áköllin bárust sjálfstæðis- mönnum í gegnum undirskriftir hundruð Reykvíkinga. En allt kom fyrir ekki. Litli læknahópurinn, sjálfsagt vinir geðlæknisins, fengu það sem þeir vildu og vinum Fæð- ingarheimilisins var gefið langt nef. Hvar var þá Ingólfur Sveins- son, hinn mikli aðdáandi Fæðingar- heimilis Reykjavíkur? Reynt að þagga niður málið Sjálfstæðismenn ætluðust auð- vitað til að aðvörun og tillaga hjúkrunarframkvæmdastjórans yrði þögguð niður. Það átti ekki að bera hana undir atkvæði stjóm- arinnar. Þá hefði hún legið hljóð og hættulítil í skjalasafni og ein- ungis unnt að lesa í fundargerð: „Lagt fram erindi um Fæðingar- heimili Reykjavíkur". Að sjálfsögðu lét ég strax vita af þessari aðvörun, enda ber mér til þess skylda sem fulltrúi Reyk- víkinga í stjórn Borgarspítalans. Og ríkisútvarpið gerði frétt um málið. Þá upphófst mikill taugatitr- ingur hjá flokknum við að reyna að þjarga málum fyrir horn á síðustu stundu kosningabaráttunn- „Ég gerði þá tillöguna að minni, og þeir létu sig hafa það, formaður- inn og annar borgar- íulltrúi flokksins, Yil- hjálmur Þ. Vilhjálms- son, að fella hana. Þar með höfðu þeir að engu þessa sterku aðvörun fagaðilanna, enda illt fyrir flokkinn að standa frammi fyrir afleiðing- um eigin gjörða rétt fyrir kosningar.“ ar. Öryggistæki (monetor), sem beðið hafði verið um í fleiri mán- uði, var allt í einu komið upp á Fæðingarheimili í kjölfar fréttar- innar, og svarnir voru dýrir eiðar um að nú yrði húsnæðisvandanum einhvern veginn bjargað. Og Sjálf- stæðismennirnir reyndu að slaka á stríðum taugum, ekki síst með það prýðis „vopn“ í höndunum að það voru pólitískir andstæðingar þeirra sem „lögðu til að Fæðingarheimil- inu yrði lokað“. Ég held hins vegar, að hugarró þeirra sem sniðganga sannleikann svo rækilega sem gert var í Morg- unblaðinu á fimmtudaginn, geti hvorki verið djúp né heil. Höfundur er borgarfulltrúi og skipar 2. sætiá framboðslista Nýs vcttvangs í Reykjavík. Kristín Á. Ólafsdóttir óskaði birt- ingar á meðfýlgjandi grein til þess að koma á framfæri athugasemdum við greinar eftir Ingólf S. Sveinsson og Guðrúnu Zoéga, sem birtust hér í blaðinu sl. fimmtudag. Þar sem þetta tölublað Morgun- blaðsins kemur út á kjördag veitti hún samþykki sitt til þess, að Ing- ólfur S. Sveinsson og Guðrún Zoéga kæmu að svörum í sama blaði og birtast þau hér einnig. Ritstj. Enn um Fæðingar- heimili Reykjavíkur eftirlngólfS. Sveinsson í tilefni af grein minni „Fæðing- arheimili Reykjavíkur mun starfa áfram“, sem birtist í Morgunblað- inu á uppstigningardag 24. maí, vil ég taka fram eftirfarandi: Vel- unnarar Fæðingarheimilisins hafa haft samband við mig og þakkað greinina og getið þess jafnframt að sú aðferð vinstra liðsins að nota heimilið sem efnivið til árása á borgarstjórnarmeirihlutann hafi valdið óþægindum fyrir starfsfólk. Hins vegar hefi ég einnig heyrt raddir frá þeim sem auka vilja óánægju og vandræði. Segja þær að heimilið hafi ekki starfsfólk og þó einkum ekki læknalið til að veita örugga þjónustu. Heimilið hefur undanfarið farið í gegnum tímabil óróleika og óvissu en upp- lýsingar mínar eru nýjar. Vil ég vísa til heimildarmanns míns, Benedikts 0. Sveinssonar, sér- fræðings í kvensjúkdómum og fæðingarhjálp. Benedikt hafði ver- ið frá störfum í nokkrun tíma en hefur nú hafið störf á ný og hyggst halda áfram. Allar upplýsingar í grein minni voru staðfestar af hon- um_2 dögum áður en greinin birtist. Ég vil að lokum ítreka þá ósk mína að friður megi aukast en ekki minnka kringum heimilið og að gandreið þeirra Kristínar A. Olafsdóttur og vinkvenna hennar megi ljúka þegar sól rís eftir kosn- ingar. Iíöfundur er læknir. Hann skipar 20. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins. Ingólfur S. Sveinsson Aldrei hefur staðið til að loka Fæðingarheimilinu eftir Guðrúnu Zoega Orð Kristínar um ósvífni í mál- flutningi hitta hana sjálfa fyrir. Hún og aðrir borgarfulltrúar minnihlut- ans hafa haldið því fram og reynt að telja öðrum trú um, gegn betri Kynning á gas- og eldskynjurum Þriðjudaginn 29. maí kynnir ör- yggisþjónustan Vari og bandaríska fyrirtækið DET-TRONICS nýja gerð eldskynjara. Skynjarar þessir skynja inn- rauða- og útfjólubláa geislun elds í tuga metra ijarlægð. Skynjaramir eru sérstaklega ætlaðir til notkunar í efnaverksmiðjum, flugskýlum, olíubirgðastöðum og við aðrar áhættusamar aðstæður jafn utan- húss sem innan. Þess má geta að skynjarar þessarar tegundar hafa nýlega verið settir upp í vetnisfram- leiðsludeild áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi. Einnig framleiðir DET- TRONICS sérstaka gas-skynjara. Sven Frejvall fulltrúi DET- TRONICS á Norðurlöndum kynnir skynjara þessa í húsakynnum VÁRA - Þóroddstöðum við Skóg- arhlíð. Verkleg sýning fer fram að fundi loknum hjá slökkviliði Rey kj avíkurflugvallar. Kynning þessi er fyrst og fremst ætluð hönnuðum og ábyrgðarmönn- um öryggismála í þeim stofnunum og fyrirtækjum sem framleiða, geyma, eða nota eldfim efni og loft- tegundir. Aðgangur að kynningunni er tak- markaður og þurfa þeir sem áhuga hafa á að mæta að hringja í VARA og tilkynna um þátttöku sína. (Fréttatilkynning) Guðrúnu Zoega vitund, að sjálfstæðismenn vildu loka Fæðingarheimilinu. M.a. er því haldið fram í auglýsingu Nýs vett- vangs, sem ég gerði að umtalsefni í grein minni. Staðreyndin er sú að það hefur aldrei staðið til. Ef svo hefði verið hefðu fulltrúar Sjálf- stæðisflokksins að sjálfsögðu átt að grípa þetta tækifæri fegins hendi. Það var ekki gert, heldur haldið áfram að vinna að lausn þeirra vandamála, sem upp hafa komið meðal starfsfólks heimilisins og er árangurinn að koma í ljós núna. Það er húsnæði, sem staðið hafði autt í tæpt ár, og Fæðingar- heimilið hafði ekki- notað í mörg ár þar áður, var leigt út til nokkurra sjálfstætt starfandi lækna, hefur engin áhrif á starfsemi Fæðingar- heimilsins. Höfundur er vcrkfræðingur og skipar 9. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Keykja vík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.