Morgunblaðið - 26.05.1990, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 26.05.1990, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAÍ 1990 Gorbatsjov teflir harðlínu- manni fram gegii Jeltsín Moskvu. Reuter. Forsetakosningar fóru fram í gær í Rússlandi, stærsta og fjölmenn- asta lýðveldi Sovétríkjanna. Forystusveit sovéska kominúnistaflokks- ins ákvað óvænt að styðja harðlínumann í kosningunum, sem fram fóru á hinu nýja fúlltrúaþingi Iandsins og var Alexander Vlasov, fylgismaður Míkhails S. Gorbatsjovs, fenginn til að draga framboð sitt til baka. Frambjóðandi róttækra umbótasinna, Borís Jeltsin, var talinn eiga allgóða möguleika í kosningunum en niðurstaðan verður kunngerð í dag, laugardag. Vlasov hafði verið talinn sigur- stranglegur í kosningunum og kom því mjög á óvart er hann skýrði þingheimi frá því í gærmorgun að hann hefði afráðið að draga sig í hlé. Á fimmtudagskvöld höfðu leið- togar kommúnistaflokksins og rússneskir þingmenn setið á löngum Yassir Arafat: Krefst gæsluliðs á hemámssvæðunum fundi og sögðu heimildarmenn Reufers-fréttastofunnar að þar hefði verið afráðið að Vlasov yrði ekki í kjöri. Hefði ræða hans um efnahagsástandið í Rússlandi þótt ósannfærandi og flokksforustan ályktað sem svo að hann gæti ekki sigrað Jeltsín í kosningunum. _ Því hefði verið ákveðið að tefla ívan Polozkov, flokkaritara í Krasnodar í suðurhluta landsins og annálaðan harðlínukommúnista, fram gegn Jeltsín. Fullvíst væri að ákvörðun þessi hefði verið borin undir Gorb- atsjov. Þótt Polozkov hefði á opin- berum vettvangi lýst yfir stuðningi við Jegor Lígatsjov, þekktasta leið- toga sovéskra harðlínukommúnista, teidi Gorbatsjov minni ógn stafa af honum en Jeltsín. Auk þeirra Jeltsíns og Polozkovs var Vladímír nokkur Morokín í framboði en eng- ar líkur voru taldar á því að hann næði kjöri. Jeltsín gegn Gorbatsjov Stuðningsmenn Jeltsíns sögðu í gær að hann ætti vísan stuðning um 400 fulltrúa á þingi en 531 atkvæði nægði til að tryggja honum sigur. Jeltsín er þekktasti leiðtogi sovéskra umbótasinna og helsti andstæðingur Míkhaíls S. Gor- batsjovs. Sovétleiðtoginn vék Jeltsín úr stjórnmálaráði kommúni- staflokksins árið 1988 eftir að sá síðarnefndi hafði gagnrýnt harð- lega slælega framkvæmd umbóta- stefnunnar. Jeltsín var um skeið flokksritari í Moskvu og ávann sér hylli alþýðu manna er hann tók að gagnrýna forréttindi sovésku valda- stéttarinnar. Að undanfömu hefur Jeltsín beint spjótum sínum að Gorbatsjov með vaxandi þunga og sakað hann um að hafa í engu hrófl- að við sérréttindum yfirstéttarinn- ar. Jeltsín hefur boðað að Rússar muni ekki lengur lúta miðstýringu frá Moskvu verði hann kjörinn for- seti. I ræðu á þingi á fimmtudag kvaðst hann vera reiðubúinn að eiga vinsamleg samskipti við Gorbatsjov og aðra ráðamenn í Moskvu en ekki kæmi til greina að samþykkja neitt það sem skerti fullveldi Rúss- lands. „Ég styð ekki sósíalismann sósíalismans vegna. Ég vil að ríkis- stjómin njóti virðingar fólksins og að ríkisstjómin virði alþýðuna." I ræðu sem Gorbatsjov flutti á full- trúaþinginu á miðvikudag fór hann hörðum orðum um stefnu Borís Jeltsíns og sakaði hann m.a. um að vilja færa Rússland undan hug- myndafræði sósíalismans. ívan Polozkov lagði á hinn bóginn áherslu á mikilvægi sósíalískrar framþróunar og athygli vöktu þau ummæli hans að Sovétmenn væm ekki undir það búnir að markaðs- hagkerfi yrði innleitt í ríki þeirra en áætlanir stjómvalda í þá veru vom kynntar fyrr í vikunni. Varar við aðild Þýskalands aðNATO MÍKHAÍL Gorbatsjov Sovétfor- seti sagði í gær að gengi samein- að Þýskaland í Atlantshafs- bandalagið (NATO) yrði jafn- vægi í öryggismálum í Evrópu raskað. Yrðu Sovétmenn þá að endurskoða varnarstefnu sína frá gmnni og afstöðu sína til afvopnunar í Evrópu og víðar. Hélt hann þessu fram á sameig- inlegum blaðamannafundi þeirra Francois Mitterrands Frakklandsforseta sem fór í eins dags ferð til Moskvu í gær. Reuter Ahyggjiir af einka- ferðum Gorbatsjovs Borís Jeltsín í hópi aðdáenda sinna í Moskvu. Wasliington. Frá fvari Guðmundssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. BANDARÍSKIR embættismenn, sem eiga að fylgjast með ferðum Míkhaíls Gorbatsjovs Sovétforseta er hann kemur til Washington í næstu viku, hafa áhyggjur af því hvað hann hyggst fyrir í einka- ferðalagi sínu til Kaliforníu og Minnesota, eftir fund hans með Ge- orge Bush Bandaríkjaforseta. Fátt hefir verið látið uppi um það hvað Gorbatsjov hyggst fyrir í „frítíma" sínum, nema að hann ætli að fara til Kalifomíu til að hitta Ronald Reagan, fyrrverandi for- seta, og heimsækja Minnesota-ríki. Opinber heimsókn Gorbatsjovs í Washington er frá fimmtudegi 31. maí til sunnudags 3. júní. Skortur á upplýsingum um einkaferðalög Gorbatsjovs stafar m.a. af spam- aðar-fyrirskipun, sem George Bush gaf stuttu eftir að hann tók við forsetaembættinu, um að „opinber" heimsókn erlendra forseta skyldi eingöngu miðast við dvöl þeirra í höfuðborginni sjálfri. Áður var venja, að opinber dvöl forseta ann- arra ríkja var talin vara á meðan þeir vom innan landamæra Banda- ríkjanna. Öryggisþjónusta Banda- ríkjanna er hins vegar ábyrg fyrir „lífi og limum“ erlendra forseta all- an sólarhringinn meðan þeir dvelja á bandarískri grund. Jerúsalem, Genf. Reuter. YASSIR Arafat, leiðtogi Frelsissamtaka Palestínumanna (PLO), hvatti í gær Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna til að senda gæslulið til að vernda íbúa á hernámssvæðum Isaels. I ræðu sinni á sérstök- um fúndi Öryggisráðsins í Sviss krafðist leiðtoginn jafnframt að sam- tökin gripu til refsiaðgerða gegn ísrael. „Aðstæðurnar valda því að brýnt er að gripið verði til aðgerða,“ sagði Arafat. Forseti ísraels í Finnlandi: Viðræður um flutninga á sovéskum gyðingum Helsinki. Frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgunblaðsins. VIÐRÆÐUR Finna og ísraela um flutninga á sovéskum gyðingum um Finnland halda áfram þrátt fyrir fyrri upplýsingar um að hætt hefði verið við þá. Chaim Herzog forseti ísraels er staddur í opin- berri heimsókn í Finnlandi og ræddi á miðvikudag við Mauno Koi- visto forseta, m.a. um skilyrði Finna fyrir að heimila ferðir sovéskra gyðinga um Pinnland. Koivisto itrekaði enn einu sinni að Finnar hefðu sett það sem skilyrði að sovéskir gyðingar settust ekki að á hernámssvæðunum. Fundur Öryggisráðsins var flutt- ur frá aðalstöðvunum í New York af ótta við að Bandaríkjastjóm neit- aði Arafat um vegabréfsáritun. PLO-leiðtoginn sagði að efnahags- legar refsisaðgerðir hefðu reynst vel gegn stjóm hvítra í Suður- Afríku. ísraelsk stjórnvöld njóta æ minni stuðnings á alþjóðvettvangi og sæta gagnrýni vegna vaxandi ofbeldis á hemumdu svæðunum. Þar er nú útgöngubann. Einnig er stjóm hæ- grimannsins Yitzhaks Shamirs gagnrýnd fyrir að neita staðfast- iega að eiga formleg samskipti við PLO; ísraelsstjóm segir samtökin vera hreyfingu hermdarverka- manna. Bandaríkjastjóm gaf í skyn á miðvikudag að hún væri hlynnt því að sendir yrðu eftirlitsmenn á vegum SÞ til hernumdu svæðanna en dró síðar nokkuð í land og sagð- ist vera andvíg því að slík nefnd yrði til frambúðar á svæðunum. Rétt væri á hinn bóginn að senda könnunamefnd á vettvang. ísraelar vísa öllum hugmyndum um alþjóð- leg afskipti af hemumdu svæðunum á bug og segja ísraelsher geta vemdað íbúana. Fjórir arabar stungu gyðing úr röðum landnema á hinum her- numda vesturbakka Jórdanar hnífi í brjóstið skammt frá heimili mannsins í gær. Honum tókst að aka dráttarvél sinni heim til sín, enda þótt fossblæddi úr sárinu, til að fá hjálp. Róttæk hreyfing Pal- estínumanna, Jihad, hvatti til þess í flugriti fyrr í mánuðinum að hafið yrði „hnífastríð.“ Mohammed Sbeih, ritari útlagaþings PLO, sagði í viðtali við vikurit í Jerúsalem að svo gæti farið að afturkalla yrði hvatningu samtakanna til Pal- estínumanna um að beita ekki skot- vopnum í baráttu sinni gegn ísraels- stjórn. Næst-stærsta fylkingin í PLO, er nefnist PLFP, hefur lagt til að skotvopnum verði beitt gegn ísraelsher en fram til þessa hefur gijót verið aðalvopnið. Álls hafa 16 Palestínumenn fallið í átökum sem orðið hafa á hernumdu svæðunum eftir að vitskertur gyðingur skaut sjö Palestínumenn til bana sl. sunnudag. Herzog forseti sagði hins vegar á fimmtudaginn að ekki væri hægt að takmarka réttindi innflytjenda og skylda þá til að setjast að ann- ars staðar en þar sem þeim finnst best. Formleg afstaða ísraelsstjóm- ar er og hefur verið að allir innflutt- ir gyðingar t.d. frá Sovétríkjunum séu fijálsir ferða sinna. Nokkur fínnsk blöð birtu á fímmtudaginn fréttir þess efnis að Israelar væru viðbúnir komu hundr- uða flugvéla með sovéska gyðinga frá Finnlandi á næstu vikum. Finnsk stjórnvöld segjast ekkert vita um að slíkt sé á döfínni. Sams konar fregnir voru á kreiki fyrir viku en þá létu félagasamtök Finna sem ætluðu sér að sjá um flutning- ana í Fjnnlandi frá sér yfírlýsingu um að Israelar væru hættir við að koma til Finnlands af öryggisá- stæðum. Dagblaðið Uusi Suomi fullyrti á fimmtudaginn að þeir aðilar sem sjá um flutninga á sovéskum gyð- ingum til ísraels hefðu viljandi gef- ið óljósar upplýsingar til þessa og að nú væri ákveðið að fljúga beint frá landamæraborginni Lappeen- ranta (Villmanstrand) til Tel Aviv. í Helsinki hefur þessa viku einnig verið staddur fulltrúi gyðingasafn- aðarins í Leningrad. Fulltrúi þessi sagðist vera kominn til þess að hefja viðræður um flutningana við fínnska utanríkisráðuneytið. Samskipti Finna og Israela eru í stórum dráttum með besta móti. Finnar hafa síðan 1957 tekið þátt í friðargæslusveitum Sameinuðu þjóðanna í löndum fyrir botni Mið- jarðarhafs og hafa margir Finnar þannig persónulega reynslu af stríðsástandinu þar. Enda hrósaði Herzog þátttöku Finna í friðargæsl- unni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.