Morgunblaðið - 26.05.1990, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 26.05.1990, Qupperneq 36
^6 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAI 1990 Morgunblaðið/Rúnar Þór Viðurkenningar fyrir gott aðgengi Samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra veitti viður- kenningar fyrir fyrir gott aðgengi húsa í hófi sem haldið var í vikunni. Þau hús sem fengu viðurkenningu nefndarinnar að þessu sinni komu út með bestu einkunn í könnun sem gerð var á vegum nefndarinnar á síðasta ári. A myndinni eru í efiri röð, Jón Geir Ágústsson byggingafúll- trúi, Níels J. Erlingsson, Olga Guðnadóttir, Erna Pétursdóttir, Sigrún Sveinbjörnsdóttir og Guð- mundur Hjaltason, sem sæti eiga í ferlinefnd. I neðri röðinni eru þeir sem tóku á móti viðurkenn- ingum, Haukur Torfason fyrir ÁTVR í Hóla- braut, Gunnar Hjartarson fyrir Búnaðarban- kann, Halldór Jónsson fyrir 1 og 2 áfanga FSA, Sigurður Jóhannesson fyrir Stjörnuapótek, Gunnar Karlsson fyrir Hótel KEA, Ármann Helgason fyrir húsfélag Alþýðuhússins og Snæ- björn Þórðarson fyrir Bjarg, hús Sjálfsbjargar. * Utgerðarfélagið: Ivið meira ráðið af skólafólki í sumar ÍVIÐ meira verður ráðið af skólafólki til starfa hjá Útgerðarfélagi Akureyringa í sumar, en var í fyrra, en reiknað er með að til sumar- afleysinga verði ráðnir á bilinu 70-80 manns. Nú á mánudaginn byija á milli 10-20 nýir starfsmenn hjá ÚA. Grálúðuvertíðin hefúr verið heldur dræm og hefúr mun minna veiðst af henni á vert- íðinni nú samanborið við fyrra ár. Gunnar Lórenzson verkstjóri hjá Útgerðarfélagi Akureyringa sagð- ist reikna með að heldur fleira skólafólk yrði ráðið til starfa í sum- ar en í fyrrasumar. Þeir unglingar sem áður hefðu unnið hjá fyrirtæk- inu og væru fæddir árið 1973 gætu fengið vinnu allan daginn, en þeir sem fæddir eru ári síðar eða hafa ekki unnið hjá ÚA gætu fengið vinnu hálfan daginn. Þetta sagði Gunnar að væri gert til að veita þeim unglingum sem verða . 16 ára á árinu einhveija úrlausn varðandi atvinnu í sumar. Frá grannskðlum Akureyrar Kennara vantar í eftirtöldum greinum, ýmist í heilar eða hlutastöður: Gagnfræðaskóla Akureyrar (sími 96-24241): íslensku, ensku, stærðfræði, samfélagsfræði, sérkennslu, heimilisfræði, vélritun og smíðum. Glerárskóla (sími 96-21395): Dönsku, mynd- mennt, smíðum, tónmennt, heimilisfræði og forfallakennslu. Síðuskóla (sími 96-22588): Bekkjarkennslu í 1.-7. bekk, ensku, smíðum, sérkennslu og forfallakennslu. Nánari upplýsingar hjá skólastjórum og yfir- kennurum viðkomandi skóla og hjá skólafull- trúa (sími 96-27245). Umsóknarfrestur er til 1. júní nk. ______________Skólanefnd Akureyrar. Hjúkrunarheimilið Hlíð: Skortur á fagfólki gæti leitt til lokunar rúma ÚTLIT er fyrir að vegna skorts á fagfólki til starfa við Hjúkrunar- heimilið Hlíð verði ekki hægt að taka við nýjum sjúklingum í sum- ar. Enn hefur ekki komið til þess að rúmum hafi verið lokað, en ef ekki tekst að manna stöður bendir allt til að þau rúm sem kunna að losna í sumar verði ekki nýtt. Tvö skammtíma hjúkrunarrými við heimilið verða nýtt. Guðbjörg Vignisdóttir sem gegnir starfi forstöðumanns Öldrunarþjón- ustu Akureyrarbæjar sagði að skýr- ingin væri fyrst og fremst sú að í landinu væru almennur skortur á hjúkrunarfræðingum, en auk þess væri starf á öldrunardeild erfitt og því sæktu hjúkrunarfræðingar ekki að sama skapi í störf á slíkum deild- um og öðrum. Á Hjúkrunarheimilinu Hlíð er rými fyrir 64 einstaklinga, á almennri deild eru 15 og 46 í íbúðum í þjón- ustumiðstöð. Við Hjúkrunarheimilið eru 61,4 stöðugildi og að sögn Guð- bjargar hafa allar stöður verið mann- aðar, en ekki hefur tekist að fá fag- fólk til starfa í allar þær stöður sem heimilaðar eru og þær því brúaðar af ófaglærðu starfsfólki. „Það hefur enn ekki komið til þess að við höfum lokað rúmum, en til þess gæti komið síðar í sumar ef ekki rætist úr og við fáum fagfólk til starfa. Það hefur hins vegar verið ákveðið að nýta þau tvö skammtíma- rými sem við höfum, þrátt fyrir skort á fagfólki," sagði Guðbjörg. Mál þetta var til umljöllunar í öld- runarráði fyrir skömmu og telur ráð- ið að nauðsynlegt sé að mæta þessum skorti á fagfólki með því að aðstoða það við útvegun húsnæðis og dag- vistarplássa. Grálúðuvertíðin hefur verið heldur slakari en var á síðasta ári og mun minni afli fengist nú í vor, að sögn Einars Óskarssonar hjá ÚA. í vikunni landaði Svalbak- ur 170 tonnum, þar af var karfi um 100 tonn en auk þess var mik: ið af karfa og ufsa í aflanum. í síðustu viku landaði Kaldbakur 919 tonni, grálúða var 127 tonn og karfi 60 tonn, þá landaði Harð- bakur 115 tonnum í síðustu viku, 70 tonnum af grálúðu og 35 tonn- um af karfa, Sólbakur landaði 153 tonnum, þar af var karfi 97 tonn og þorskur 47 tonn. Síðasta mið- vikudag landaði Hrímbakur 145 tonnum, karfi var 72 tonn og grá- lúða 40. Morgunblaðið/Rúnar Þór Bílaleiga Flugleiða opnuð Bílaleiga Flugleiða opnaði útibú sitt á Akureyri formlega í gær, en fyrr í vikunni afhenti Finn Jansen Einari Thorlacius umsjónarmanni bílaleig- unnar 17 Toyota-bifreiðir sem notaðar verða á leigunni. Flugleiðir hafa ekki áður starfrækt bilaleigu á Akureyri. „Sumarið leggst vel í okkur, samkvæmt spám bendir allt til þess að mikið komi af ferðamönn- um til landsins og við erum því bjartsýnir," sagði Einar Thorlacius. SvefRéeimill C.lain« K. ÍJTt; r9v <2* ALLT STAKAR SOGUR ðsútgifan FAANLEGAR 41PAKKA A KR. 1.750,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.