Morgunblaðið - 26.05.1990, Side 40
40
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAI 1990
Um sætuefni og
neytendafræðslu
eftir Borghildi
Sigurbergsdóttur
Undanfarið hefur farið frara
umræða í fjölmiðlum um sætuefnið
aspartam sem selt er undir vöru-
heitinu NutraSweet. í Sjónvarpinu
var í neytendaþætti 27. mars sl.
fjallað um meinta skaðsemi efnis-
ins, og var þeim þætti fylgt eftir
með beinni útsendingu þar sem sér-
fræðingar og áhugamenn um efnið
voru saman komnir. Eftir það hafa
a.m.k. tveir dálkar um neytendamál
í Morgunblaðinu verið helgaðir
meintri áhættu af neyslu aspartans.
Neytendafræðsla
Það er gleðilegt að fram skuli
fara í fjölmiðlum umræða um mál-
efni neytenda. Það er einnig nauð-
synlegt í þjóðfélagi, þar sem mat-
vælaframleiðsla hefur tekið
stórstígum breytingum til tækni-
æðingar og aukinnar notkunar
ukefna á stuttum tíma. Þetta leið-
ir til þess að hinn almenni neytandi
hefur engan möguleika á að dæma
sjálfur um gæði og hugsanlega
heilsufarslega hættu af neyslu
hinna mörgu og mismunandi efna,
sem notuð eru við framleiðsiu á
matvælum.
Því er mikilvægt að fjölmiðlar
íjalli um netendafræðslu í dálkum
sínum, en rétt er að benda á að
fræðsla af þessu tagi getur ekki
þjónað tilgangi nema hún veiti neyt-
3Í!hdum rétta upplýsingar, sem
hjálpa til við skynsamlegt fæðuval.
Það hefur því miður gerst að
óstaðfestum upplýsingum um efnið
aspartam hefur verið slegið fram í
neytendadálkum undanfarið. Þær
eru byggðar á bandarískum upplýs-
ingum um kvartanir sem hafa bor-
ist frá fólki sem telur sig hafa orð-
ið vart við allt frá vægum einkenn-
um af höfuðverk upp í alvarlega
brenglun á starfsemi miðtaugakerf-
is eftir neyslu efnisins.
Lyfleysiáhrif (Placebo)
Þegar eiturhrif efnis eða auka-
verkanir á fólk eru metnar er alger
forsenda fyrir raunhæfri niður-
stöðu, að gerð sé tvíblind rannsókn,
þar sem hvorki sá sem neytir efnis-
ins sem verið er að rannsaka, né
sá sem gefur efnið viti hvort um
raunverulega efnið sé að ræða. I
slíkum rannsóknum er þátttakend-
um skipt í tvo hópa, annar hópurinn
fær ákveðinn skammt af því efni
sem verið er að rannsaka og annar
sambærilegur hópur fær óvirkt efni
(placebo). Svonefnd lyfleysiáhrif
(placebo) eru vel þekkt, þ.e. að ein-
staklingurinn sem hefur fyrirfram
ákveðnar skoðanir eða hugmyndir
um áhrif efnisins, finnur oft fyrir
þeim áhrifum sem vænst er þegar
efnisins er neytt.
í hópi fólks sem telja sig hafa
orðið fyrir aukaverkunum af asp-
artam hefur tíðni aukáverkana ekki
verið sýnd hærri meðal þeirra sem
tóku efnið inn, en þeirra sem fengu
óvirkt efni í tvíblindri rannsókn.
Má því telja að fyrirfram ákveðnar
hugmyndir þeirra, sem álíta efnið
hættulegt, hafi verið ástæða auka-
verkana sem tilgreindar voru, en
ekki áhrif efnisins sjálfs.
Gamall draugur
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem
dramatískar lýsingar þeirra sem
kalla sig fórnarlömb aspartams eru
dregnar fram í dagsljósið. Það gerð-
ist m.a. í Danmörku árið 1986, en
þá var sýndur bandarískur þáttur
í danska sjónvarpinu um efnið asp-
artam. í þættinum kom fram hörð
gagnrýni á efnið af hálfu aðila sem
halda því fram að þær rannsóknir
sem byggt er á við mat á eituráhrif-
um efnisins séu ekki réttar. í kjöl-
far umræðu sem þátturinn vakti
þar í landi, fór umhverfisráðuneytið
fram á að sérfræðingar dönsku
matvælastofnunarinnar gerðu grein
fyrir forsendum þess að efnið væri
leyft í matvæli í Danmörku. I júní
1987 var ítarleg skýrsla gefin út
af matvælastofnuninni, þar sem
gerð er grein fyrir þeim alþjóðlegu
rannsóknum sem byggt er á ásamt
ályktunum frá sérfræðinganefnd-
um, m.a. frá Evrópubandalaginu. í
skýrslunni er ályktað að neysla efn-
isins í því magni sem leyft er í
Danmörku, hafi ekki í för með sér
heilsufarslega hættu. Þess má geta
að notkun aspartams í fæðutegund-
um í Danmörku er að mörgu leyti
svipuð því sem gerist hér á landi.
Sérfræðinefndir
Efnið aspartam kom fyrst fram
árið 1965. Fljótlega komu fram
hugmyndir um að efnið gæti verið
hættulegt tauga- og hormónastarf-
semi mannslíkamans og voru settar
af stað miklar rannsóknir á til-
raunadýrum til að rannsaka áhrif
efnisins. Má áætla að efnið sé nú
eitt mest rannsakaða aukefni sem
leyft er í matvælum í dag.
Niðurbrotsefni aspartams í
líkamanum eru tvær amínósýrur
(phenylalanín og aspartic sýra) og
metanól. Amínósýrurnar eru nátt-
úrulegur hluti próteina í fæðunni,
en þau eru m.a. í kjöti, mjólk og
eggjum og eru nauðsynleg efni til
viðhalds líkamanum. M'etanól er
eiturefni og er um 10% af heildar-
þyngd niðurbrotsefnanna. Metanól
frá náttúrunnar hendi er til staðar
í ýmsum matvælum í litlu magni
og myndast við venjuleg efnaskipti
líkamans.
Þegar fjallað er um aukefni (og
lyf) er mikilvægt að hafa í huga
að sama efnið er oft skaðlaust og
jafnvel nauðsynlegt líkamanum í
litlu magni, en hefur eiturvirkni í
stærri skömmtum. Þess vegna eru
opinberar sérfræðinganefndir starf-
andi, til að leggja sérfræðilegt mat
á öll efni, sem matvælaframleiðend-
ur vilja nota í matvæli. Þessar opin-
beru nefndir nota niðurstöður viður-
kenndra rannsókna við mat á eitur-
áhrifum efna og til að meta hvort
rétt sé að leyfa notkun efnanna og
þá í hve miklu magni.
Á íslandi er starfandi aukefna-
nefnd sem skipuð er af heilbrigðis-
ráðuneytinu. I nefndinni eiga sæti
sérfræðingar sem fjalla um aukefni
og notkun þeirra í matvælum. Auk-
efnanefnd starfar eftir íslenskri
Borghildur Sigurbergsdóttir
„Þörfin á fi*æðslu er
mikil, en þegar málefiii
eru kynnt fyrir neyt-
endum án gaumgæfí-
legrar athugunar, er
hætt við að „fræðslu-
málin“ snúist upp í önd-
verðu sína.“
reglugerð um aukefni og aukefna-
lista sem gildir hér á landi. Á þeim
lista eru öll þau efni sem leyfilegt
er að nota í matvælum og kemur
fram í hvaða fæðutegundir má nota
hvert efni og í hve miklu magni.
Sætuefnið aspartam er leyft í mat-
vælum samkvæmt aukefnalistanum
og hefur aukefnanefnd ekki séð
ástæðu til að gera breytingu þar á.
Sjúkdómar
Þar er ekki rétt sem kemur fram
í dálki um neytendamál í Morgun-
blaðinu þann 29. mars sl. að „ ...
Þannig getur nýtt aukefni fengið
samþykki án þess að hafi nokkurn
tíma verið kannað á mannfólkinu
undir eftirliti.“ Staðhæfingar af
þessu tagi geta ekki þjónað þeim
tilgangi, sem á að felast í góðri
neytendafræðslu, þ.e. að gera neyt-
andann færari um að velja af þekk-
ingu. Þvert á móti er verið að ala
á tortryggni og hræðslu, sem leiðir
af sér almenna vantrú á þeim upp-
lýsingum sem koma fram, hvort
heldur þær hafí við rök að styðjast
eða ekki. Áhrif aspartams hafa
ekki einungis verið könnuð í fjölda
rannsókna á dýrum, heldur einnig
í mörgum rannsóknum á fólki og
hafa niðurstöður þeirra ekki gefið
tilefni til breyttrar afstöðu tii notk-
unar efnisins.
Engin trygging er þó fyrir því
að aukefni eða önnur efni í matvæl-
um séu skaðlaus öllum einstakling-
um. Eins og kemur réttilega fram
á fyrrnefndri neytendasíðu Morgun-
blaðsins stafar einstaklingum með
sjaldgæfan en hættulegan efna-
skiptasjúkdóm PKU (phenylketön-
urea), hætta af neyslu aspartams.
Þar með er ekki öll sagan, sögð, því
þessum sömu einstaklingum stafar
jafn mikil hætta af að drekka
mjólk, borða kjöt og egg og allar
þær fæðutegundir, sem amínósýran
phenylalanín fínnst í. Einnig eru
einstaklingar með ofnæmi eða óþol
fyrir ótalmörgum efnum sem koma
fyrir frá náttúrunnar hendi í mat-
vælum eða er bætt í þau við fram-
leiðsluna. Þessir einstaklingar
þekkja sitt vandamál, og iðulega
hvaða efni þeir þurfa að forðast.
Þetta eru hins vegar efni sem eru
skaðlaus öðrum.
Umbúðamerkingar
Það hlýtur að vera skýlaus krafa
neytenda að öll matvæli séu merkt
og tilgreind þau efni sem varan
inniheldur, eins og íslensk lög gera
ráð fyrir. Þannig geta þeir sem
ekki þóla eða kæra sig ekki um að
neyta efna sem varan inniheldur,
forðast hana, en aðrir sem telja
vöruna eftirsóknarverða, valið
hana. Með því að velja frekar þær
vörur sem hafa góða innihaldslýs-
ingu, en skilja hinar eftir, geta neyt-
endur sjálfír stuðlað að því að þeir
framleiðendur sem standa sig illa í
þeirri sjálfsögðu þjónustu að gefa
upp hvað varan inniheldur, verði
undir í hinni hörðu samkeppni.
Ábyrgð fjölmiðla
Að lokum er rétt að hvetja um-
sjónarmenn neytendaþátta til að-
hafa uppi jákvæða fræðslu. Hafi
þeir efasemdir um öryggi einstakra
efna eða matvæla, ber þeim að
kynna sér málið til hlítar og koma
efasemdum á framfæri til réttra
aðila, en ekki ýta undir hræðslu og
tortryggni á meðal neytenda. Þörfin
á fræðslu er mikil, en þegar mál-
efni eru kynnt fyrir neytendum án
gaumgæfílegrar athugunar, er hætt
við að „fræðslumálin" snúist upp í
öndverðu sína. Það sama getur átt
við um „spakmæli dagsins" í neyt-
endadálki Morgunblaðsins.
Höfundur er matvælafræðingur.
’Neytandinn og tannlæknirinn
eftir Vilhjálm Inga
Árnason
Það ríkir stríðsástand á milli heil-
brigðisráðuneytisins og tannlækna.
Orsökin er sú, að ráðuneytið telur
suma tannlækna hafa ríkissjóð að
féþúfu með þeim hætti að fram-
kvæma á fólki aðgerðir sem tæpast
væru nauðsynlegar heilsu þess
vegna.
Tannlæknar sviptir rétti til
cinhliða ákvarðana
Heilbrigðisráðherra skipaði í -
ágúst 1989, nefnd þriggja manna
(tveggja lækna og eins lögfræð-
ings) til að gera tillögur að endur-
bótum.
Nefndin komst fljótlega að því
að róttækra aðgerða væri þörf, því
fyrstu tillögur hennar gengu út á
það að svipta tannlækna þeim rétti
að gera vissar aðgerðir á kostnað
ríkisins, nema að fengnu sam-
þykki. Nefndin hefur með öðrum
'Hprðum talið að þessi stétt lækna
hafí misnotað svo aðstöðu sína að
setja verði hömlur á ákvarðanarétt
hennar.
Reyndar liggur fyrir opinbert
skjal sem staðfestir þá skoðun eins
tannréttingarlæknis, að ef einhver
vill láta gera á sér aðgerð eingöngu
4' fegrunarskyni, og láta síðan ríkið
reiða helminginn, þá sé sú ákvörð-
un leikmannsins engu réttlægri en
ákvörðun> iæknis eða sjúklings um
aðgerð vegna sjúkdóms.
Menn geta gert sér í hugarlund
hvort ekki séu margir sem væru
tilbúnir til að láta „fegra“ sig ef
þeir fengju aðgerðina á „hálfvirði".
Tekjur tannréttingarlækna
lækka um 5 milljónir á ári
Talið er að lækka megi tekjur
tólf tannréttingarlækna um 60
milljónir eða sem svarar 5 milljón-
um á hvern, er það þó aðeins hluti
af tekjum þeirra hvers um sig. Nú
kann einhver að spyija, hvernig
geti staðið á því að heilbrigðisstétt
sem vinnur eftir samningi við trygg-
ingastofnun geti haft tugi milljóna
í brúttótekjur á ári? Svarið er ein-
faltrDuglaus og ósanngjörn samn-
inganefnd. Ég skal rökstyðja þessa
fullyrðingu mína nánar.
Duglaus samninganeínd
tryggir tólf þúsund króna
tímalaun
Árið 1987 þegar ég hóf fyrst að
skrifa. um gjaldskrá tannlækna,
færði ég rök fyrir því að samninga-
nefnd ríkisins hefði tryggt tannrétt-
ingarlæknum um 12 þúsund króna
tímalaunum við vissar aðgerðir.
Eftir eitt ár og margar blaðagrein-
ar, viðurkenndi formaður samn-
inganefndarinnar ioksins formlega
að tannréttingarmönnum væru
reiknaðar of háar greiðslur. Samn-
inganefnd sem vísvitandi semur um
of háar greiðslur, er sannarlega
duglaus.
Vilhjálmur Ingi Árnason
„Yonandi verða það
ekki margir neytendur
sem vegna eigin stund-
arhagsmuna, þrýsta á
sljórnvöld um að láta
undan tannlæknum, öll-
um til tjóns þegar fram
í sækir.“
Ósanngjörn samninganefnd
/9 stuðlar að misrétti
Á Akureyri starfa tveir bræður
samkvæmt samningum við þessa
margumtöluðu sámninganefnd
annar er sjúkraþjálfari en hinn er
tannlæknir. Þeir vinna í sama húsi,
sjúkraþjálfarinn á jarðhæð en tann-
læknirinn í kjallara.
Samkvæmt samningum eiga
báðir að hafa minnst 80 fm gólf-
flöt. Nú skyldi maður ætla að í
samningunum væri reiknað með
sambærilegum kostnaði fyrir sam-
bærilegt húsnæði, en svo er ekki.
Á meðan sjúkraþjálfaranum eru
reiknaðar um 90 kr. á klukkustund
þá er tannlækninum bróður hans
reiknaðar rúmar 300 krónur á
klukkustund fyrir jafn stórt pláss.
Samninganefnd sem gerir þannig
upp á milli stétta, er sannarlega
ósanngjörn.
Ég veit um sérhannaða tann-
læknaaðstöðu þar sem í áraraðir
unnu þrír tannlæknar. í dag hefðu
þeir með 'atta stunda vinnudegi,
um 100 þúsund kronum meira á
mánuði upp í húsaleigu en nemur
raunverulegu leigugjaldi. „Góður“
samningur það.
Heilbrigðisráðuneytið tekur í
taumana
Þegar Ijóst var að samninga-
nefndin yrði ekki í bráð fær um að
gera raunhæfa og sanngjarna
samninga við tannlækna, var samið
lagafrumvarp sem átti að hindra
óheftan fjáraustur til þeirra. Lögin
tóku gildi um síðustu áramót og
viðbrögð tannlækna lótu ekki á sér
standa. Þeir neituðu að sjúkdóms-
greina og meta ástand skjólstæð-
inga sinna, þannig að hægt væri
að skera úr um það hve hátt hlut-
fall af kostnaðinum ætti að falla á
ríkissjóð.
Tannlæknum og þá einkum tann-
réttingarlæknum virðist það meira
í mun að viðhalda kerfí sem trygg-
ir þeim sjálfum auðvelda leið til
veraldlegra gæða en veita sjúkling-
um sínum eðlilega þjónustu. Lækn-
ar sem beita sjúklingum fyrir sig í
kjarabaráttu, ættu ekki að eiga
heima í heilbrigðisstétt, og spurning
hvaða hvatir hafa legið að baki
vali þeirra á ævistarfi.
Fórnarlömb kjaradeilunnar
Þeir einstaklingar sem tannlækn-
ar láta nú gjalda þess að þeir vilja
ekki fara að lögum, eiga sennilega
nokkra bið fyrir höndum, því að í
augum tannlækna virðist auðveldur
aðgangur að tugum milljóna úr
ríkissjóði vegna þyngra en stundar
óþægindi sjúklinga.
Samræmd heilbrigðisþjónusta
er hagsmunamál neytenda
Vonandi sjá flestir neytendur
það, að það eru tannlæknar sem
beita málþófi og mótþróa til að
bijóta á bak aftur tilraunir heil-
brigðisyfirvalda til að gera tann-
læknaþjónustuna sambærilega allri
annarri heilbrigðisþjónustu. Von-
andi verða það ekki margir neytend-
ur sem vegna eigin stundar hags-
.muna, þrýsta á stjórnvöld um að
láta undan tannlæknum, öllum til
tjóns þegar fram í sækir.
Höfundur er ístjórn
Neytendasamtaknnna.