Morgunblaðið - 26.05.1990, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAI 1990
47
xTL) SELTJARNARNES xTL
Frambjóðendur D-listans eru Sigurgeir Sigurðsson, Erna Nielsen, Ásgeir S. Ásgeirsson, Petrea I.
Jónsdóttir, Björg Sigurðardóttir, Guðmundur Jón Helgason, Gunnar Lúðvíksson, Hildur G. Jónsdótt-
ir, Steinn Jónsson, Magnús Margeirsson, Þröstur H. Eyvinds, Ásgeir Snæbjörnsson, Þóra Einars-
dóttir og Guðmar Magnússon.
Kosningaskrifstofa D-listans
er í félagsheimili sjálfstæðismanna að Austurströnd 3. Kosningasíminn er 611220 og 613567. Bíla-
þjónusta er í síma 611220. Skrifstofan er opin allan daginn og fram á nótt - allir velkomnir - börn
og fullorðnir. Kaffí og kökur allan daginn. Kjósið snemma.
Seltjarnarnes árið
2000 undir forystu
sjálfstæðismanna
Á undanförnum áratugum hafa sjálfstæðismenn haft forystu um
uppbyggingu nútíma bæjarfélags á Seltjarnranesi. Miklu hefur
verið áorkað og markvisst er unnið að því að gera góðan bæ enn
betri. Til aldamóta er áratugur og sjálfstæðismenn viija áfram
vinna markvisst að uppbyggingar- og framfaramálum Nessins,
fá þeir umboð kjósenda til þess. Meðal verkefna sem lögð verður
áhersla á fram til ársins 2000, í framhaldi af því sem þegar
hefur verið gert, eru: enn betri skólar - einsetnir skólar og sam-
felldir skóladagar - dagvistun barna tryggð - bætt íþrótta- og
útivistarsvæði - hjúkrunarheimili aldraðra og fleiri þjónustuíbúðir
- verndun lands og náttúrugæða vestan Nesstofu - göngu- og
skokkbraut meðfram allri strandlengju Nessins - skipulögð hag-
nýting strandlengjunnar til útivistar - verndun fuglalífs og vist-
kerfis Nessins - hreinar fjörur; fullfrágengin frárennsli - fullgerð-
ur hafnargarður fyrir smábátahöfn - Valhúsahæð fullfrágengin
- verðmæti fasteigna varðveitt - fjölbreytt verslun og þjónusta;
fieiri störf innanbæjar - gangstígar og gatnagerð fullbúin - öflugt
félags-, kirkju- og menningarlíf bæjarbúa.
Kosningahandbók D-listans á kjördag
iBLATTl
ÁFRAM
k
xTL MOSFELLSBÆR XH)
ííTJÍM M 4 fll yr>p|
Framboð D-listans í Mosfellsbæ. Magnús Sigsteinsson, Helga A. Richter, Hilmar Sigurðsson, Þeng-
ill Oddsson, Guðbjörg Pétursdóttir, Guðmundur Davíðsson, Valgerður Sigurðardóttir.Jón Baldvins-
son, Svala Árnadóttir, Bjarni Steinar Bjarnason, Hafsteinn Pálsson, Helgi Kr. Sigmundsson, Sigurð-
ur Jón Grímsson, Þórdís Sigurðardóttir. Á myndina vantar Þórdísi Sigurðardóttur nr. 14 á Iistanum.
Kosningaskrifstofur
Urðarholt 4, s. 667793, 667794 og 667755.
Skrifstofa Félags ungra sjálfstæðismanna, Þverholti 11, s. 667541.
Helstu stefhumál
D-listans 1990-1994
* Traust fjármálastjórn og hagkvæmni í rekstri
* Opinberum gjöldum stillt í hóf
* íbúðir aldraðra - verklok 1992
* Göngustígar milli hverfa og miðbæjar
* Frágangur gatna í iðnaðarhverfi
* Tijárækt - frágangur opinna svæða
* Uppbygging miðbæjar og iðnaðarsvæða
* Nýtt húsnæði fyrir bókasafn og bæjarskrifstofur
* Uppbygging á nýju íbúðarsvæði
* Uppbygging leikvalla, gæslu\alla og bamaheimila
* Efling atvinnustarfsemi - auknir atvinnumöguleikar skólafólks
* Áframhaldandi uppbygging íþróttamannvirkja
* Öflugt íþrótta- og æskulýðsstarf
* Öflugt skólastarf grunnskóla og tónlistarskóla
* Blómlegt menningarlíf - bygging menningarmiðstöðvar
* Bygging leiguíbúða til að mæta brýnni þörf ungs fólks tímabund-
ið
* Enga urðun á sorpi í Álfsnesi
Kosningakaffi og kosn-
ingavaka í Hlégarði
í dag verður Sjálfstæðisfélag Mosfellinga með heitt á könnunni
í Félagsheimilinu Hlégarði. Kaffiveitingarnar verða í höndum
eldhressra sjálfstæðiskvenna, sem óska eftir að fá'sem flesta í
heimsókn. Állir kjósendur Sjálfstæðisflokksins velkomnir.
Um kvöldið verður sérstök kosningavaka í Hlégarði og.verður
húsið opnað kl. 23.00. Veitingar verða seldar á staðnum og
hinn víðfrægi „Palli Bæjó“ leikur á gítar, ásamt Þ.L. og leyni-
gestum G.S.H.
Dregið verður í hinu bæjarfræga happdrætti Sjálfstæðisfélags
Mosfellinga, en þar er í 1. vinning meiriháttar ferð fyrir 2 til
sólarlanda. Urval-Utsýn gefur vinninginn.
Á dagskránni verða auk þess óvænt söngatriði ásamt leyni-
gesti og fleira.
Þeir sem vilja láta aka sér á kjörstað hringi í síma 667755.