Morgunblaðið - 26.05.1990, Side 48

Morgunblaðið - 26.05.1990, Side 48
48 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAÍ 1990 Guðríður Bjöms- dóttir - Minning Fædd 21. september 1897 Dáin 18. maí 1990 í gærdag var kvödd hinstu kveðju amma mín Guðríður Bjömsdóttir er andaðist á Sjúkrahúsi Akraness, föstudaginn 18. maí síðastliðinn. Amma Guðríður fæddist 21. september 1897 í Holti á Ásum, en ólst upp í Hnausum í Þingi. Hún var dóttir hjónanná Björns Kristó- ferssonar bónda í Hnausum og seinni konu hans, Sigríðar Bjarna- dóttur, ættaðri frá Stað í Stein- grímsfírði. Ung fór amjna að vinna fyrir sér í kaupavinnu á sumrin m.a. í Hjarð- arholti í Stafholtstungum og Álfta- nesi á Mýrum. Á vetrum var hún í Reykjavík og vann þá við sauma- skap og framreiðslu í veislum. Þótti hún eftirsótt til þeirra starfa sökum vandvirkni og glæsilegrar fram- komu. Árið 1930 nánar tiltekið 18. októ- ber giftist Guðríður Ara Jónssyni frá Balaskarði í Laxárdal. Þau sett- ust að á Blönduósi. Bjuggu þau fyrst í Halldórshúsi, en síðan í all- mörg ár í Sæmundsenshúsi. Var til þess tekið, hve litla heimilið var vistlegt og notalegt. Árið 1946 keyptu þau Friðfínnshús og bjuggu þar í 22 ár. Þá byggðu þau, ásamt Ingibjörgu dóttur sinni, einbýlishús fýrir utan Blöndu og bjuggu þar uns þau fluttu til Borgamess. Þau eignuðust tvö börn, Bjöm kaupmann í Borgamesi, kvæntur Guðrúnu Jósafatsdóttur, og Ingi- björgu skrifstofumann hjá Hag- kaupum, gift Sigurði Þ. Guðmunds- syni. Bamabömin eru fímm og bamabamabömin einnig fimm. Amma mín helgaði líf sitt fjöl- skyldu og heimili alla tíð. Hún var afskaplega geðgóð og hæglát kona, en föst fýrir þegar hún vildi það við hafa. Heimilið var hennar starfsvettvangur og var þar allt með miklum myndarbrag. Hún var ákaflega gestrisin og stóð heimili hennar ávallt opið fyrir gesti og gangandi. Er ég man fyrst eftir mér á Blönduósi bjuggu amma og afí í Friðfínnshúsi ásamt Ingibjörgu dóttur sinni og Ara Hafsteini syni hennar. Það var ætíð mikið tilhlökk- unarefni fyrir okkur systkinin í Borgamesi að fara í sumarfrí til ömmu og afa norður á Blönduós. Þar var allt svo ævintýralegt í þá daga. Afí átti bæði kindur og hesta og um tíma var hesthúsið við hlið- ina á íbúðarhúsinu þeirra. Fengu hestamir þá æði oft aukabita yfír daginn og iðulega var brauðkassinn hennar ömmu tómur þegar að var komið. Ég minnist þess líka hve kakó og nýbakað „ömmubrauð“ það var besta brauð sem sem hægt var að fá. Haustið 1977 flytja svo amma og afí til Borgamess. Dvöl þeirra hér varð þó styttri en áætlað var, því afí veiktist alvarlega tveim árum síðar. Hann lést 3. desember 1979. Eftir það flytur ammatil Reykjavík- ur og býr hjá Ingibjörgu og Sigurði uns heilsu hennar hrakar svo, að hún fer á E-deild Sjúkrahúss Akra- ness. Það var lærdómsríkt fyrir mig og dætur mínar að heimsækja ömmu á sjúkrahúsið. Alltaf var hún svo jákvæð, þakklát og glöð er við komum og bjarta brosið hennar á eftir að ylja okkur í minningunni. Ég vil sérstaklega þakka öllu starfsfólki deildarinnar fyrir ein- staka hlýju og frábæra umönnun ömmu minnar, allt til hinstu stund- ar. Um leið og ég kveð ömmu viljum við systkinin þakka henni yndisleg- ar samverustundir. Blessuð sé minning hennar. Jonna Björnsdóttir Hinn 18. þ.m. kvaddi þennan heim elskuleg móðursystir mín, Guðríður Bjömsdóttir frá Blöndu- ósi, og var útför hennar gerð frá Fossvogskirkju í gær. Guðríður fæddist í Holti á Asum 21. september 1897, dóttir hjón- anna Bjöms Kristóferssonar bónda þar, en síðast í Hnausum í Þingi, og síðari konu hans, Sigríðar Bjamadóttur. Foreldar Bjöms voru Kristófer Finnbogason, sem bjó lengst á Stóra-Fjalli í Borgarfírði, Bjömssonar verslunarmanns í Reykjavík, og kona hans, Helga Pétursdóttir Ottesens sýslumanns. Var Kristófer gildur bóndi og kunn- ur athafna- og atgervismaður á sinni tíð. Hafði hann m.a. ásamt fleirum forgöngu um stofnun versl- unarstaðar í Borgamesi. Sigríður, móðir Guðríðar, var dóttir Bjarna Jóssonar bónda frá Kálfanesi, Bjarnasonar alþingismanns í Olafs- dal og konu hans Ragnhildar Sig- urðardóttur Gíslasonar prests á Stað í Steingrímsfirði. Olst hún að miklu leyti upp hjá séra Magnúsi Hákonarsyni á Stað, eftirmanni Sigurðar. Síðar fluttist hún með dóttur Magnúsar, Guðríði, út í Flat- ey á Breiðafírði, og bar Guðríður frænka mín nafn hennar. Guðríður ólst upp í stórum systk- inahópi. Var Bjöm faðir hennar tvíkvæntur, eins og fyrr var sagt, og böm hans alls níu. Fyrri kona Bjöms, Ingibjörg Þorvarðardóttir, lést á besta aldri frá fjómm bömum þeirra ungum, en þau vom: Þór- unn, sem síðar var húsfreyja í Mið- hópi, Helga síðar húsfreyja í Reykjavík, Sigríður húsfreyja á Öxl í Þingi og Lárus kaupmaður í Reykjavík. Eftir lát Ingibjargar réðst Sigríð- ur Bjamadóttir, móðir Guðríðar, til Bjöms til að annast börn hans og veita búi hans forstöðu sem ráðs- kona. Gengu þau síðar í hjónaband og eignuðust fímm böm. Vom þau, auk Guðríðar: Ingibjörg síðar hús- freyja í Reykjavík, Kristófer verk- stjóri í Reykjavík, Magnús bóndi á Hnausum og Asa Sigríður húsfreyja í Reykjavík. Heimili þeirra Bjöms og Sigríðar var mikið myndarheimili, og þar ólst Guðríður upp í stómm og glöð- um systkinahópi. Vom böndin, sem tengdu saman systkinin frá Hnaus- um, mjög sterk og héldust alla tíð mikil tengsl milli heimila þeirra. Ekki hvað síst voru þær afar sam- rýndar systurnar Guðríður og móð- ir mín, Ingibjörg. Vom þær báðar glaðværar að eðlisfari. Hlógu þær oft svo dátt, að allir hrifust með. En skjótt skipast veður í lofti. Arið 1911 varð Bjöm úti í aftaka- veðri á Torfalækjarflóa, er hann var að koma heim úr kaupstaðarferð á Blönduósi. Þarf engin orð að hafa um það, hversu erfitt hlutskipti það var ungri konu að standa uppi ekkja með mörg böm á þeim áram. Guðríður fór til náms í Kvenna- skólanum á Blönduósi árið 1913, en lærði síðar matreiðslu og sauma- skap í Reykjavík. Reyndist það henni haldgott veganesti. Hinn 18. október 1930 giftist hún Ara Jóns- syni, Sigurðssonar frá Hofí á Skagaströnd, þess sem lengi bjó að Balaskarði í Laxárdal. Stofnuðu þau Ari og Guðríður heimili á Blönduósi. Bjuggu þau í allmörg ár í Sæmundsenshúsi og áttu þar lítið en fagurt og óvanalega hlýlegt heimili. Minnist ég þáðan margra góðra stunda, er ég kom þangað unglingur í heimsókn til þeirra. Arið 1946 keyptu þau sér svonefnt Friðfínnshús og bjuggu þar, uns þau reistu sér ásamt dóttur sinni nýtt hús fyrir utan Blöndu. Þau Guðríður og Ari eignuðust tvö börn, Bjöm og Ingibjörgu. Bjöm gerðist kennari við Reykjaskóla í Hrútafírði, en síðar í Borgamesi. Eftir það sneri hann sér að verslun- arstörfum, en hefír jafnframt látið til sín taka í félagsmálum. Er hann nú umboðsmaður Skeljungs hf. í Borgamesi og rekur í tengslum við það umfangsmikla verslun. Hann er kvæntur Guðrúnu Jósafatsdóttur frá Sauðárkróki, og eigá þau fjögur böm. Ingibjörg starfaði framan af ámm hjá Kaupfélagi Húnvetninga á Blönduósi, síðast sem deildar- stjóri. Hélt hún þá heimili með for- eldmm sínum ásamt með syni sínum, Ara Hafsteini. Var hann alltaf í miklu uppáhaldi hjá afa sínum og ömmu. Nú starfar Ingi- björg sem innkaupastjóri hjá Hag- kaup í Reykjavík. Eiginmaður henn- ar er Sigurður Þ. Guðmundsson. Ari, maður Guðríðar, var hinn mesti drengskaparmaður, vinsæll og vel látinn af þeim, sem honum kynntust, og mikils metinn í öllum störfum sem hann gegndi. Framan af ámm stundaði hann bifreiðaakst- ur og var í hópi þeirra miklu dugn- aðarmanna, sem óku langferðabif- reiðum milli Akureyrar og Borgar- ness á fyrstu ámm áætlunarferða. Síðar keypti hann sér fólksbifreið og stundaði leigubifreiðarakstur á Blönduósi í mörg ár. Eftir það réðst hann til skrifstofustarfa á sýslu- skrifstofunni þar á staðnum og starfaði þar, uns þau Guðríður flutt- ust til Borgamess árið 1977. Bjuggu þau þar um skeið, og vann Ari þá verslunarstörf hjá syni sínum, meðan heilsa hans leyfði. Eftir það fluttust þau hjónin til dóttur sinnar í Reykjavík og bjuggu þar, uns Ari lést árið 1979. Eftir lát hans bjó Guðríður þar áfram, þangað til hún varð af heilsufars- ástæðum að fara á Sjúkrahús Akra- ness, og dvaldist hún þar síðustu árin, sem hún lifði. Guðríður frænka mín kom oft á heimili foreldra minna á Vesturgötu 20 og bjó þar raunar um skeið áður en hún giftist, en þar bjó einnig amma mín Sigríður. Höfðu þær systurnar þá jafnan hið mesta yndi af að rifja upp endurminningar sínar frá uppvaxtarámnum í Hnausum. Sjálf kom ég oft til Guðríðar frænku minnar, meðan hún bjó á Blönduósi, og á þaðan yndislegar minningar. Voru þau Ari bæði tvö miklir höfðingjar heim að sækja, og til þeirra var ætíð gott að koma. Var þá gaman að sjá, hversu iagið frænku minnir var að búa gestum sínum fallegt og gott veisluborð, en ekki síður að njóta þess hlýja viðmóts, sem húsráðendum var svo lagið að sýna gestum sínum. Guðríður frænka mín var mikil Sigrún Siguijóns- dóttir - Kveðjuorð Fædd 27. mars 1940 Dáin 18. maí 1990 Það er föstudagurinn 18. maí. Ég er nýkomin heim frá dánarbeði frænku minnar Sigrúnar Siguijóns- dóttur og sest niður og læt hugann reika. Þá stund sem ég stoppaði hjá henni og horfði á veikan líkam- ann beijast síðasta spölinn, hugsaði ég um þá miklu.baráttu sem þessi smáa en knáa kona var búin að heyja um tæplega þriggja ára skeið. Nokkmrfi klukkutímum síðar er öllu lokið. Guði sé lof, svona stríð getur aðeins farið á einn veg. Baráttu- viiji Sigrúnar var einstakur, þrátt fyrir erfíða uppskurði og meðferðir á þessu tímabili, hélt hún persónu- leika sínum til hinstu stundar. Lífsgleði hennar, jákvætt viðhorf og gott skap hafa örugglega skilað henni langt á lífsleiðinni, og ekki hvað sfst í starfí hennar sem hjúkr- unarfræðingur og síðar svæfingar- hjúkmnarfræðingur og veit ég að hún var vel látin sem slíkur. Þegar Sigrún hóf hjúkrunarnám, þá rúmlega þrítug, með heimili og börn og að auki litla undirstöðu, sannaði hún enn einu sinni þann kraft sem í henni bjó. Samt hefði það ekki gengið eins vel og það gerði, ef samstaða hjónanna hefði ekki komið til og fjölskyldunnar allrar. Alltaf fannst mér að þau mættu vart hvort af öðm sjá Sigrún og Gaui, og er það huggun harmi gegn að eiga góðar minningar til að ylja sér við. Sigrún var áttunda í röð ellefu barna Guðmundínu Sveinsdóttur og Siguijóns Jónssonar föðurbróður míns. Það liggur í augum uppi að með svo stóran bamahóp sem flest fæddust á hinum erfíðu kreppu- ámm, var oft þröngt í búi og ytri aðstæður á annan veg en í dag þekkist. Guðmundína og Siguijón bjuggu með sinn stóra barnahóp að Ásheimum í Selási, þar sem nú standa stórar blokkir. Það var þröngt ini\andyra en víðátta útifyr- ir. í þessu umhverfi lærðu systkinin að bjarga sér og komast til manns, en það sem þau lærðu fyrst og fremst var samheldni, einstök sam- heldni, sem margir gætu öfundað þau af, eða eins og einn makinn orðaði það „ef andað er á eitt þeirra rísa hárin á öllum hinum“. Það er nánast útilokað að skrifa um eitt þeirra án þess að fleiri komi við sögu. Ég sagði í upphafi að ég hefði látið hugann reika, það var einmitt um þessi uppvaxtarár sem mér varð tíðhugsað til. Þar sem þau áttu langt í skóla, varð það fastur liður í lífinu og tilverunni að koma við á mínu heimili og fá sér bita áður en haldið var heim á ný. Þessar stund- ir í litla eldhúsinu á Kleppsveginum í húsi foreldra minna standa mér ljóslifandi fyrir hugskotssjónum, því þeim fylgdi líf og fjör. Ég og Hall- grímur bróðir minn urðum ósjálf- rátt aukanúmer í þessum stóra systkinahópi og hef ég alltaf haft lúmskt gaman af, því lífsglaðara og kátara fólk get ég vart hugsað mér. Systkini Sigrúnar eru: elst Sigur- laug, þá Sigurbjörn, tvíburamir Erla og Haukur, Marino, Gréta, Sóley, þá var Sigrún, síðan Viktor Gunnar og Ingibjörg. Sigurbjöm, Gréta og Gunnar eru búsett í Bandaríkjunum. Afkomendur Guð- mundínu og Siguijónu eru tæplega 90 talsins. mannkostakona. Hún var fríð og gerðarleg, hæg í fasi, en broshýr og hlý. Hún var traustur vinur vina sinna og bar mikla umhyggju fyrir fjölskyldu sinni. Um leið og við Magnús þökkum frænku minni innilega fyrir allar góðu samvemstundimar, sendum við vinum okkar, þeim Birni og Guðrúnu og Ingibjörgu og Sigríði, svo og börnum þeirra og bamabörn- um einlægar samúðarkveðjur. Sigríður Þórðardóttir í gær var til moldar borin tengda- móðir mín Guðríður Bjömsdóttir. Guðríði kynntist ég fyrst stuttu eft- ir andlát eiginmanns hennar Ara Jónssonar frá Blönduósi, en honum hefði ég kynnst nokkm áður er við dvöldum á sömu stofu á sjúkrahúsi. Guðríður bjó hjá dóttur sinni Ingibjörgu hér í borginni til að geta verið í nálægð við mann sinn meðan hann dvaldist á sjúkrahúsi. Er við Ingibjörg gengum í hjóna- band árið 1980 stofnuðum við heim- ili í Rjúpufelli 19. Guðríður tengda- móðir mín bjó þá fyrstu árin hjá okkur, eða þar til hún varð fyrir því óhappi að detta og lærbrotna, hún náði sér aldrei eftir það og varð að dveljast á sjúkrastofnunum hér í Reykjavík. Árið 1983 fékk hún vist á öldr- unardeildinni við sjúkrahúsið á Akranesi, þar sem starfsfólkið ann- aðist hana af stakri nærgætni og umhyggju til dauðadags, og það þakkað hér með. Það sem auðkenndi þessa góðu konu var alveg sérstök hógværð og góðvild í garð þeirra sem nærri henni vom. Eitt vetrarkvöld er mér alveg sérstaklega minnisstætt er Guðríð- ur dvaldist hjá okkur. Þá varð skyndilega rafmagnslaust á okkar íbúðarsvæði. Var þá kveikt á olíu- lömpum. Nú endurlifði gamla konan æsku sína og lagði til að nú yrði farið að spila á spil og ljómaði af ánægju og hafði orð á því að þetta minnti sig á gömlu dagana, þegar setið var á síðkvöldum og spilað við lýsiskolurnar til sveita á unglings- árum hennar, en olíulampana sá hún síðar. Þessi kynslóð mátti muna tímana tvenna, því óneitanlega hafa fram- farirnar orðið stórstígar, frá lýsis- kolum til rafmagns og torfbæjum til nútíma íbúða. Þegar komið er að leiðarlokum minnist ég orða hennar fyrir nokkr- um ámm, en þá var heilsan farin að bila. Að mikið þráði hún að kom- ast til hans Ara síns. Þegar mér er hugsað til þessara góðu og ástríku hjóna, tengdafor- eldra minna er mér efst í huga þakklæti fýrir að hafa fengið að vera samvistum við þá og þakka alla góðvild í minn garð. Guð veri með þeim á hinu æðra tilverustigi. Blessuð veri minning þeirra. Sigurður Þ. Guðmundsson Ung giftist Sigrún, Guðjóni Guð- jónssyni húsasmið, og saman eiga þau þijú böm, elstur er Tómas, forstöðumaður dýragarðs í Laug- ardal, þá Sigríður hjúkmnarfræð- ingur og yngst er Katrín, við nám í Kennaraháskóla íslands. Barnabömin em fímm og eitt væntanlegt á næstunni. Hér læt ég þessum hugrenning- um mínum lokið. Ég veit að Sigrún hefur fengið góðar móttökur f nýjum heimkynn- um og ekki kæmi það mér á óvart, þó hún héldi áfram því starfí sem hún bytjaði á hérna megin, þ.e. hjúkrunarstarfínu. Ekki fæ ég þó vitneskju um það fyrr en röðin kem- ur að sjálfri mér og hugsa ég með hlýhug til þeirra endurfunda. Ég votta aðstandendum öllum mínar bestu samúðarkveðjur og bið ykkur öllum Guðs blessunar. Sérstakar samúðarkveðjur sendi ég háaldraðri móður hennar Guð- mundínu, sem af hógværð og lítil- læti annaðist sinn stóra barnahóp við aðstæður sem engin kona mundi leika eftir í dag. „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt“. Sigurlaug Marinósdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.