Morgunblaðið - 26.05.1990, Side 53

Morgunblaðið - 26.05.1990, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAI 1990 53 HLJOMLEIKAFERÐ Rolling Stones um Evrópu Rolling Stones, sem margir telja mögnuðustu rokkhljómsveit sögunnar, eru enn að og láta ekki undan síga í glímunni við Elli kerlingu. I síðustu viku hófu þeir fjögurra mánaða tónleikaferðalag um Evrópu undir yfirskriftinni „Urban Jungle“. Fyrstu tónleikamir voru í Rotterdam en alls munu þeir piltarnir halda 37 tónleika í 13 löndum. Þegar er uppselt á alla tónleikana en uppi eru áform um að ljúka tónleikaferðinni með hljómleikum í Leníngraa í Sovétríkjunum. Hljómsveitin fór í tónleikaferðalag um Bandaríkin síðasta haust og lék þá alls fyrir rúmar þrjár milljónir manna. Rolling Stones hafa hins vegar ekki komið fram á tónleikum í Evrópu í tæp átta ár. Tónleikarnir í Rotterdam þóttu frábærir og höfðu viðstaddir á orði að hljómsveitin yrði sífellt betri eftir því sem árunum fjölgaði. Samanlagður aldur þeirra félagana er 233 ár, yngstur er gítarleikarinn smáfríði Ronnie Wood, 42 ára en bassaleikarinn, Bill Wyman, verður 54 ára síðar á þessu ári. Fremstir í flokki voru samkvæmt venju þeir Mick Jagger og Keith Richards og þótti sviðsframkoma Jaggers með ólíkindum í ljósi þess að hann ertæplega fimmtugur. Richards brást ekki aðdáendum sínum, saug sígarettur af dæmafárri elju og dreif hljómsveitina áfram með kröftugum gítarleik. Mick Jagger (t.v.) og Keith Richards á tónleikunum í Rotterdam. Á efnisskránni voru gömul lög og efni af nýju plötunni „Steel Wheels“ sem þykir með því besta sem hjómsveitin hefur sent frá sér á undanförnum tíu árum. Mesta lukku vöktu þó gömlu lögin, sem nú ætti að vera óhætt að telja til sígildrar tónlistar. ViutcuzcL Hcílsuvörur nútímafólks RÖNTGENTÆKNI MEIMA STÚDENTAR ATHUGIÐ [ Heilbrigðisdeild Tækniskóla íslands býðst áhugavert nám á háskólastigi. Fjölbreytt störf eru í boði að námi loknu. Innritun fer fram í Tækniskóla íslands Höfðabakka 9, sími 91-84933. Umsóknarfrestur er til 31.MAI sjúkrahúsin tækniskóli íslands Z-NIX músin er komin! Frábær mús á góðu verði 2ja hnappa algerlega Microsoft samhæfð • 250dpi nákvæmni • Gerð fyrir bæði 9 og 25 pinna raðtengi • TelePaint teikniforrit fylgir • Verð aðeins kr. 6.900 MICROTÖLVAN hf. Sudurlandsbraut 12-108 Reykjavík - s. 688944 Eg vel menn, ekki málefni Ég undirritaður, Drabert stóll, sérhannaður fyrir alla almenna skrifstofuvinnu, lýsi hér með yfir fullum stuðningi við hvern þann sem í mig sest. Ég leyfi að birt sé mynd af mér með þessari yfirlýsingu. Drabert Impuls er sannanlega besti skrif- stofustóllinn á markaðnum. Þetta er fjölhæfur skrifstofustóll, hvort sem er fyrir tölvuvinnu eða aðra skrifstofuvinnu. Hann veitir mjög góðan stuóning við hryggsúlu og mjóhrygg, dregur úr streitu í öxlum og gefur alltaf besta fáanlegan stuðning. Drabert Impuls er meö hæöarstillingu og bakstillingu, sem samstillt er við setuhalla. Verö frá kr. 17.900,- Þessi stóU er eixistakur; þessi stóU er engum öóram líkur. HALLARMÚLA 2 - ® 83211-83509

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.