Morgunblaðið - 26.05.1990, Síða 62
62
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 26. MAÍ 1990
KNATTSPYRNA / ISLANDSMOTIÐ - 1. DEILD
Framfer
velaf stað
- burstaði ÍA og markatalan 8:0 eftirtvær umferðir
FRAMARAR fara heldur betur
vel af stað á íslandsmótinu en
að sama skapi hefur byrjun
Skagamanna líklega aldrei ver-
ið lakari. Fram sigraði ÍBV 4:0
í fyrstu umferð og lék sama
leikinn gegn ÍA á sandbornum
grasvellinum á Valbjarnarvelli
á fimmtudag. Yfirburðir Fram-
ara í síðari hálfleik voru með
eindæmum, óðu bókstaflega í
marktækifærum og sigurinn
síst of stór.
Guðmundur Steinsson gaf tón-
inn á 15. mínútu er hann skor-
aði af stuttu færi eftir að Kristinn
R. Jónsson hafði þrumað knettinum
1 stöng eftir hor-
ValurB. spyrnu Péturs
Jónatansson Ormslev. Skömmu
skrítar síðar var Viðar í
dauðafæri er hann
skallaði framhjá eftir auakspyrnu
Péturs. Eftir það komu Skagamenn
meira inn í leikinn og fékk Bjarki
Pétursson tvö ágæt marktækifæri,
sem ekki nýttust. Stefán Viðarsson
fékk besta marktækifæri Skaga-
manna á 44. mínútu er hann átti
hörkuskot frá markteig eftir fyrir-
gjöf, en Birkir var á réttum stað
Morgunblaöið/Bjarni
Baldur Bjarnason leikur hér á Brand Siguijónsson, varnarmann ÍA, og gaf
síðan fyrir markið og þar var Guðmundur Steinsson og skoraði annað mark Fram.
Framara. Baldur gerði þriðja mark-
ið er skammt var liðið af síðari
háifleik. Fjórða mark Fram kom
13 mínútum síðar eða á 69. mínútu
og var vel að því staðið. Pétur vann
knöttinn á eigin vallarhelmingi, óð
upp og gaf síðan góða stungusend-
ingu innfyrir á Kristin sem af-
greiddi boltann örugglega í markið.
Framarar hafa sýnt það í tveimur
fyrstu leikjum sínum að þeir verða
erfíðir viðureignar í sumar. Breidd-
in er mikil í liðinu og ungu leik-
mennimir eru tilbúnir í 1. deildar-
slaginn. Pétur Ormslev átti mjög
góðan leik í annars mjög jöfnu liði
Fram, sem lék eins og ein heild.
Skagamenn léku ágætlega lengst
af í fyrri hálfleik en uppgjöfm var
algjör í síðari hálfleik. Það var að-
eins góð markvarsla Gísla Sigurðs-
sonar og lánleysi Framara upp við
markið sem gerði það að verkum
að sigurinp varð ekki stærri en raun
bar vitni.' Skagamenn söknuðu
greinilega Karls Þórðarsonar í þess-
um leik.
„Betra en í Eyjum“
- bjargaði í horn.
Á lokamínútu fyrri hálfleik gerði
Guðmundur Steinsson annað mark
sitt fyrir Fram. Hann fékk sendingu
fyrir markið frá Baldri Bjarnasyni
sem lék skemmtilega í gegnum
vörn ÍA. Guðmundur stýrði knettin-
um í markið með aðstoð Heimis
Guðmundssonar, vamarmanns ÍA.
Markið verður að skrifast á Guð-
mund þar sem boltinn breytti lítið
sem ekkert um stefnu.
Síðari hálfleikur var algjörlega
eign Framara, sem sóttu nær lát-
laust og Skagamenn áttu sér ekki
viðreisnarvon og það væri of langt
mál að telja upp öll marktækifæri
Getur ekki byrjað betur
- segir Ragnar Margeirsson sem gerði tvö marka KR
varði vel frá Ragnari Margeirssyni
á 53. mínútu en sá ekki við honum
þremur mínútum síðar. Ragnar
fékk knöttinn á vítateig, einn og
yfirgefinn, lék áfram og skoraði af
öryggi.
Björn Rafnsson gerði svo þriðja
markið eftir sendingu frá Pétri Pét-
urssyni. Jón Otti var nálægt því að
veija en náði ekki að halda boltan-
um.
KR-ingar voru sterkari og vörn
þeirra góð, ef undan er skilinn stutt-
ur kafli um miðbik leiksins. Sigurð-
ur Björgvinsson og Þorsteinn Hall-
dórsson voru bestu menn liðsins og
góð samvinna miðju- og sóknar-
manna færði þeim skemmtilegar
sóknir.
Stjörnumenn mega vel við una
þrátt fyrir tap. Þeir áttu góða
spretti en vantaði herslumuninn til
að komast í gegnum vörn KR. Miðja
þeirra er sterk og í liðinu eru marg-
ir ungir og efnilegir leikmenn sem
vaxa með hveijum leik.
„Það var sárt að tapa þessu eftir
að hafa verið komnir inní leikinn.
Það tók okkur að vísu góða stund
að átta okkur á hraðanum og mínír
menn verða að venjast því að fá
engan frið með boltann," sagði Jó-
hannes Atlason, þjálfari Stjörnunn-
ar. „Við getum gert betur en verð-
um að gera okkur grein fyrir því
að við fáum ekkert án fyrirhafnar."
RAGNAR Margeirsson byrjaði
vel ífyrsta heila leik sínum í
1. deild með KR. Hann gerði
tvö mörk fyrir liðið gegn Stjörn-
unni í nokkuð öruggum sigri
liðsins, 3:1. „Þetta getur ekki
byrjað betur og ég er mjög
ánægður með leikinn og auð-
vitað mörkin tvö,“ sagði Ragn-
ar. „Við slökuðum á í byrjun
seinni hálfleiks og var refsað
fyrir það með marki. En svo
settum við aftur á fulla ferð og
mér fannst þetta nokkuð ör-
uggt.“
KR-ingar voru sterkari í fyrri
hálfleik og fengu fyrsta mark-
ið, á 15. mínútu. Ragnar Margeirs-
son fékk góða sendingu frá Hilmari
Björnssyni innfyrir
Logi Bergmann vörnina og skoraði
Eiðsson örugglega í hornið
skrífar fjær.
KR-ingar voru
--heldur meira með boltann í fyrri
hálfleik en Garðbæingar áttu ágæta
spretti og strax í upphafi síðari
hálfleiks náðu þeir að jafna. Valdi-
mar Kristófersson átti góðan sprett
og sendi boltann á Lárus Guð-
mundsson. Hann sneri sig laglega
í gegnum syfjulega vöm KR og
skoraði með föstu skoti sem Olafur
""'^*Gottskálksson var þó ekki langt frá
því að veija.
Morgunblaðið/Einar Falur
Ragnar Margeirsson skoraði
tvívegis fyrir KR gegn Stjörnunni.
Stjörnumenn byijuðu síðari hálf-
leikinn mjög vel en eftir markið
tóku KR-ingar sig á og lögðu held-
ur meira í sóknina. Jón Otti Jónsson
- sagðiÁsgeirElíasson, þjálfari Fram
Asgeir Elíasson, þjálfari
Fram, var að vonum ánægð-
ur með sigurinn á IA. „Þetta var
mjög góður leikur hjá okkur og
mun betri en í Eyjum í fyrstu
umferð, en við hefðum þó átt að
skora fleiri mörk. Ég bjóst ekki
við að leikurinn yrði svona léttur
fyrir okkur. Strákarnir unnu vel
saman og baráttan var í Iagi allan
leikinn,“ sagði Ásgeir.
Guðbjörn Tryggvason
Guðbjörn Tryggvason, fyrirliði
ÍA, var ekki eins ánægður og
Ásgeir. „Þetta er lélegasta byijun
á Islandsmóti hjá okkur síðan ég
byijaði að ieika fyrir fimmtán
árum. Þetta var ekki svo slæmt
í fyrri hálfleik en í síðari hálfleik
brotnaði liðið algjörlega. Það
vantaði Karl á miðjuna og það
munar um minna. En við höfum
ekki lagt árar í bát og ætlum
okkur að taka vel á móti KA
heima í næstu umferð,“ sagði
Guðbjörn.
100. sigur ÍBV
H.deild
100. sigur Eyjamanna í 1. deild
varð að veruleika þegar þeir
lögðu Þór að velli, 2:0. Þetta
var jaf nf ramt annað tap Þórs-
ara fyrir nýliðum í 1. deild á
þessu keppnistimabili. „Sigur-
inn var sanngjarn. Við vorum
að vísu lengi í gang en eftir því
sem leið á leikinn voru það við
sem sköpuðum færin og náð-
um okkur í þrjú mikilvæg stig,“
sagði Sigurlás Þorleifsson,
þjálfari og leikmaður ÍBV.
Það voru Þórsarar sem hófu
leikinn af krafti og voru meira
með boltann fyrsta hálftímann og
fengu þó aðeins eitt umtalsvert
marktækifæri er
Sigfús Þorsteinn Jónsson
Gunnar spyrnti rétt framhjá
Guðmundsson eftí|- að hafa fengið
góða sendingu inn
fyrir vörnina frá Siguróla Kristjáns-
syni. Síðan tóku Eyjamenn að
hressast og pressuðu stíft síðustu
mínútur hálfleiksins og vildu þeir
fá vítaspyrnu er stjakað var við
Sigurlási innan teigs, en allt kom
fyrir ekki.
Eyjamenn byijuðu síðari hálfleik
af sama krafti og þeir enduðu þann
fyrri. Friðrik varð að taka á honum
stóra sínum er hann varði tvívegis
frá Sigurlasi strax í upphafi hálf-
leiksins. Á 57. mín., fór að draga
til tíðinda. Ingi Sigurðsson hugðist
senda fyrir en einn varnarmanna
Þórs varði með höndum innan víta-
teigs, en ekkert dæmt. Tveimur
mínútum síðar kom há sending fyr-
ir mark Þórs og fór boltinn í hönd
Hlyns Birigssonar og dæmd víta-
spyrna og úr henni skoraði Hlynur
Stefánsson, 1:0.
Eftir markið voru færi á báða
bóga. Það besta fékk Siguróli eftir
hornspyrnu, en þrumuskot hans fór
rétt framhjá og Luka Kotic átti
einnig skalla að marki sem Adolf
Júgóslavinn Andrej Jerina var besti
leikmaður ÍBV gegn Þór.
sló í slá áður en hann náði boltanum
aftur. Þórsarar sóttu síðustu mínút-
urnar en það voru heimamenn sem
bættu við marki þvert á gang leiks-
ins þegar þijár mínútur voru komn-
ar fram yfir venjulegan leiktíma.
Andrej Jerina átti þá góða sehdingu
á Jón Braga Arnarson sem var á
auðum sjó og skoraði örugglega,
2:0.
Nói Björnsson, fyrirliði Þórs, sem
var þrítugur á fimmtudaginn, sagð-
ist vel hafa getað hugsað sér betri
afmælisgjöf. „Þetta var í lagi fyrsta
hálftímann, en eftir það gáfum við
þeim tækifæri til að komast inn í
leikinn sem þeir svo nýttu sér vel.
Vítaspyrnudómurinn var í strangari
kantinum, en við gefumst ekkert
upp og eigum eftir að hala inn stig
í þeim leikjum sem eftir eru,“ sagði
Nói.