Morgunblaðið - 24.06.1990, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.06.1990, Blaðsíða 1
104 SIÐUR B/C 141. tbl. 78. árg. SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Stríðið í Eþíópíu: Mengistu viðurkennir að stjórnin sé að falli komin Unglingar yngri en 15 ára neyddir til að ganga í herinn Nairobi. Reuter, Daily Telegraph. SKÆRULIÐARI norðurhéruðum Eþíópíu hafa hafið stórsókn gegn stjórnarher lands- ins og nálgast nú óðum höfiiðborgina, Addis Ababa. Mengistu Haile Miriam, forseti landsins, viðurkenndi í fyrsta skipti nýlega að herinn ætti mjög í vök að verjast og marxistastjórn hans væri að falli komin. Mannréttindahreyfingin Africa Watch áætlar að 75.000 manns hafi fallið í bardögunum trá því í september í fyrra og segir að unglingar yngri en fimmtán ára séu nú neyddir til að ganga i herinn. Sýnd veiði en ekki gefin Daily Telegraph. STORMONT lávarður i Skotlandi hyggst nú bjóða út veiðileyfi á bestu stöðunum við Tay-ána, einhverja bestu laxveiðiá Iandsins og er áætlað að tekjurnar af ánni verði sem svarar 700 milljónum ísl.kr. á næstu 25 árum. Eftirsóttasti tíminn er um miðjan september og mun vikan þá kosta nær sex milljónir króna. Tay rennur skammt norður af borginni Perth og bestu hlutar árinnar eru samanlagt um 4,5 km; alls eru 42 þekktir laxahylir í þeim. Hver kaupandi fær að hafa allt að fimm stengur í senn. Rokkstjörnur í þrengingum Daily Telegraph. Fíkniefnaneysla, taumlaust kynlíf og berserksgangur á rándýrum hótelum ein- kenna ekki lengur framkomu heimsfrægra poppstjarna á hljómleikaferðum um Bandaríkin. Hefðbundnir timburmenn eru meira að segja orðnir fátíðir. Hljómsveit- irnar mölva ekki lengur húsgögnin í kátínu eða fleygja sjónvarpstækjunum út um gluggann eins og Keith heitinn Moon í The Who var vanur að gera fyrir hátt- inn. Að sögn stjórnenda hljómleikahalla er ástæðan einkum sú að tekjur goðanna hafa minnkað vegna þess að miðaverð hefúr ekki haldist í hendur við verðbólgu. Franskir bragð- laukar í hættu? Daily Telegraph. HERSKÁ sveit fimm hundruð franskra matreiðslumeistara verður senn gerð út af örkinni í því skyni að kenna ungu kyn- slóðinni í landinu að veijast ásókn þriggja ógnvalda nútima sælkera; hamborgaranum, frysta réttinum og ör- bylgjuofninum. Yfirvöld menntamála og Stofnun til verndar bragðlaukunum standa að herferðinni. Kannanir hafa sýnt að þegar franskur skólanemandi er beðinn að teikna fisk reynist afraksturinn oft vera mynd af teningslaga, frosnum skyndibita með brauðmylsnu. Forseti bragðlauka- stofiiunarinnar hryllir sig þegar minnst er á gerðarlegan hamborgara af tegund- inni Big-Mac, ost sem vafinn er í sellófan eða hitaeiningasnauðan, tilbúinn kvöld- verð, glænýjan úr frystinum. Einn mat- reiðslumeistaranna segir Frakka vera að glata öllum skilningi í þessum efnum. „Nú vilja allir fisk sem þakinn er íshröngli ell- egar þeir heimta nautakjöt frá Argentínu eða Bandaríkjunum, bragðlaust rusl.“ Mengistu flutti tilfinningaþrungna ræðu í tvær klukkustundir á þingi lands ins, þar sem hann hvatti Eþíópíumenn til þess að sameinast gegn skæruliðum og koma marxistastjórninni til hjálpar. „Þegnar þessa lands verða að gera sér grein fyrir þvi að föðurlandið er í alvarlegri hættu vegna samsæris ýmissa afla,“ sagði forset- inn og bætti við að úrslitaorrusta væri nú háð norðan við höfuðborgina. Skæruliðar í Þjóðfrelsisfylkingu Tigray- héraðs, TPLF, segjast hafa fellt um 22.000 stjórnarhermenn á undanfömum þremur vikum. Ennfremur hafa eritreskir aðskilnað- arsinnar nær algjörlega króað 120.000 stjórnarhermenn af skammt frá Asmara, höfuðstað Eritreu. Stjórnarerindrekar í Add- is Ababa segja öruggt að stríðinu ljúki fljót- lega nái skæruliðar flugvellinum við Asmara, þar sem stjórnarherinn myndi þá einangrast algjörlega. Asmara er eina borg- in í Eritreu sem herinn hefur á valdi sínu. Hinar stríðandi fylkingar staðfesta aldrei fregnir um tölu fallinna en Africa Watch telur að 75.000 manns hið minnsta hafi beðið bana frá því í september er skærulið- ar hófu sókn sína. Hreyfingin segist hafa sannanir fyrir því að stjórnin bregðist við mannfallinu með því að láta skrá unglinga yngri en 15 ára í herinn. Foreldrar ungling- anna reyna allt sem þeir geta til að koma þeim úr landi eða fela þá. Stríðið hefur staðið í 29 ár. /10 önmi, munaóur ÍEUÆW HÆTTULEG HLJÓMSVEIT /14 RÆTT VIÐ BÚLGARÍUFARA MENGUN, misferli 16/17 m JEBKA /18 KOLLUHIIim BimMmpœm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.