Morgunblaðið - 24.06.1990, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.06.1990, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ erhægt eftir Kristjón Þorvaldsson/mynd: Ragnor Axelsson PRESTAR ERU þjónar Guðs og sinna líklega flestir starfi sínu af köllun. Eflaust eru margir leikmenn sem halda, að þar með séu prestarnir hafhir yfir allar veraldlegar áhyggjur, og lifi í sælu hver af sínu brauði. En það er aðeins glansmyndin. Veruleik- inn sem snýr að prestum er auðvitað ja&i breytilegur og sá sem snýr að öðru fólki. Eins og annað launafólk, verða þeir að láta sig varða kjör sín og aðbúnað. Nú bregður svo við, að þeir ætla að ræða prestsstarfið í sinni víðustu mynd á Prestastefhu sem hefst næstkomandi þriðjudag. Yfirskriftin er „Uppbygging prests- ins“ og felur hún í sér umræðu um bænalíf prestanna, guðfræð- ina, vígsluna, starfið, kjörin og heimilið. Efhisvalið er engin tilvifj- un, því æ fleiri prestar hafa lýst yfir áhyggjum vegna þess hvern- ig komið er þeirra eigin málum, sem bitni um leið á kirkjulífinu og safhaðarstarfinu. Séra Karl Valgarður Matthíasson, sóknar- prestur á ísafirði, er einn þeirra. Hann er formaður Prestafélags VestQarða og er ófeiminn að lýsa prestamálum, segir þau að mörgu leyti í rúst. ulL impresta Þegar við tölum um upp- byggingu prestsins og prestsheimilisins, erum við í raun. að tala um prestinn og prestsfjöl- skylduna. Hvemig henni gengur að gegna á marg- an hátt mjög fjölþættu hlutverki. Presturinn er þjónn Guðs. Trúað fólk, og reyndar inargt annað fólk sem ekki er mjög trúað, reiðir sig á hann vegna þessarar stöðu hans; vegna þess að hann er vígður og vegna þess að hann er trúaður,“ segir Karl um leið og við setjumst niður á skrifstofu hans í safnaðar- heimiiinu á ísafirði. Hann er þar með búinn að hita sig upp fyrir umræðuefni sem liggur honum á hjarta, en undirstrikar um leið að málefni presta séu síður en svo einkamál þeirra: „Hlutverk prestins er boðun orðs- ins og hlýtur að eiga sér stað í öll- um hans störfum. Af þeim er sál- gæslan einna mikilvægust. Sá sem vili og hefur köllun til þess að lið- sinna öðrum, sem eiga bágt á ein- hvern hátt, verður sjálfur að hafa sín mál í góðu lagi. Hinn örvænting- arfulli er ekki vel í stakk búinn að hjálpa öðrum, frekar en að blindur falli vel til þess að leiða blindan. Um þetta eru prestar farnir að tala nokkuð jnikið og jafnvel á opinber- um vettvangi, vegna þess að marg- ir þeirra búa við hin ömurlegustu skilyrði hvað varðar afkomu, vinnuálag og einangrun. Einangr- unin skapast oft af landfræðilegum sökum, og líka vegna þess að þeir hafa ekki tíma til að sinna starfi sínu. Með nokkrum sanni má segja að málefni og starfsskilyrði presta- stéttarinnar séu í rúst. Þessir þjón- ar kirkjunnar leita í æ ríkari mæli eftir aukavinnu og afleiðingin af því er í sumum tilvikum sú að prestsstarfið situr á hakanum og verður aukavinna, en aukavinnan að aðalstarfi. Við getum farið í kringum landið og séð næstum því hvern einasta prest á kafi í því sem hann á ekki að vera að gera. Þeir eru í lögreglunni. Þeir eru á sveitar- stjórnar- og hreppsskrifstofum, þeir reyna að ná túrum á togurunum, þeir eru kennarar, beitingarmenn, safnverðir, hótelhaldarar, læknarit- arar. Og svona má lengi telja.“ Neyðin spyr ekki um stund „Það stendur í vígslubréfinu að við skulum rannsaka ritningarnar. Við eigum að fylgjast með í guð- fræðinni, vera liðtækir í hvers kyns

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.