Morgunblaðið - 24.06.1990, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.06.1990, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ ATVIIMNA/RAÐ/SMÁ SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ ATVINNUA UGL YSINGAR Umboðsmaður óskast til að sjá um dreifingu blaðsins á Ólafsvík. Upplýsingar í síma 691201. Kerfisfræðingur -náttúrufræðingur óskar eftir starfi eða verkefnum. Yfir 10 ára reynsla í FORTRAN/BASIC. Allt kemur til greina. Upplýsingar í síma 30436. Sundþjálfari Sunddeild K.R. óskar að ráða þjálfara næsta keppnistímabil frá 01.09 ’90. Umsóknir sendist augiýsingadeild Mbl. merktar: „P-9432" fyrir 6. júlí nk. Vanur matreiðslumaður óskast á veitingastað. Góð laun í boði fyrir réttan aðila. Upplýsingar í síma 75648. íslenska járnblendifélagið hf. Icelandic Alloys Ltd. Grundartangi - Skilmannahreppur 301 Akranes lceland Gæðastjórnun íslenska járnblendifélagið hf. auglýsir eftir starfsmanni til að koma á fót og þróa kerfi til gæðaeftirlits og gæðastjórnunar skv. al- þjóðastaðli ISO 9001. Umsækjendur þurfa m.a. að: - Hafa gott vald á ensku og einu Norður- landamáli, gjarnan norsku. - Hafa menntun í raungreinum. - Hafa þekkingu á og reynslu í að vinna við einmenningstölvur. - Geta unnið sjálfstætt. - Eiga auð.velt með að tjá sig. - Hafa gjarnan reynslu í kennslu og nám- skeiðshaldi. Nánari upplýsingar veita Jón Hálfdanarson og Sigtryggur Bragason í síma 93-20200. Allar umsóknir skulu hafa borist íslenska járnblendifélaginu hf. eigi síðar en mánudag- inn 23. júlí nk. Lagermenn vantar til framtíðarstarfa við vörumóttöku. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf strax. Upplýsingar í síma 91-678522. Sölumaður óskast til að selja gólfefnavörur fyrir þekkta heildverslun. Aldur 22-30 ára. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. merkt: „G - 8701“ fyrir hádegi þriðjudag. Kennarar Kennara vantar við Grunnskólann á Bíldu- dal. Kennslugreinar: íslenska og enska í efri bekkjum og almenn bekkjarkennsla. Upplýsingar veitir skólastjóri í símum 94-2130 og 94-2126. Tækjamaður Tækjamaður með réttindi á hjólaskóflu óskast strax. Aðeins reglumenn með meðmæli koma til greina. Steypustöðin hf., sími 680300. „Au - pair“ Bandaríkin „Au - pair“ óskast til Washington, DC. USA til að passa eitt barn frá júlí-júní. Upplýsingar eftir kl. 18.00 í síma 14827. „Au pair“ - Noregur Ert þú jákvæð, 18 ára eða eldri, hrifin af börnum og vilt búa í eitt ár í Noregi (frá 15.8. ’90)? í boði eru laun, eigið herbergi, fæði og norskukennsla. Umsóknir sendist, fyrir 10.7. ’90, til: Janne Grpnningen, Einerkroken 4, 3032 Drammen, Norge. Múrarar óskast Vgndvirkir múrarar óskast nú þegar. Mikil vinna framundan og örugg vetrarvinna. Upplýsingar í símum 84542 og 685583 frá kl. 9.00 til 17.00 virka daga. ŒpSteintak hff VERKTAKI BÍLDSHÖFÐA 16, 112 REYKJAVÍK S4S Sölustörf SAS á íslandi hefur vegna aukinna umsvifa falið okkur að útvega sér kraftmikið og dug- andi fólk til sölustarfa. Starfssvið viðkomandi er m.a. sala á farseðl- um, ráðgjöf og önnur þjónusta við ferðaskrif- stofur og viðskiptavini. Leitað er að fjölhæfum einstaklingum sem hafa haldgóða menntun og að auki væri æskilegt að viðkomandi hefði sótt námskeið í ferðamálafræðum eða öðru því tengdu. Helstu kostir umsækjanda þurfa fyrst og fremst að vera fólgnir í góðri og fágaðri fram- komu, miklum sölu- og þjónustuhæfileikum ásamt leikni í að tala og rita bæði ensku og eitthvert Norðurlandamálanna. í boði er líflegt, skemmtilegt og krefjandi starf hjá stóru og framsæknu alþjóðafyrir- tæki. Umsóknareyðublöð ásamt frekari upplýsing- um um störf þessi eru veittar á skrifstofu okkar. TF.ITUR lÁRUSSON J STARFSMANNA ráðningarþjónusta. launaútreikningar. ÞJÓNUSTA námskeidahald. rádgjof hf. HAFNARSTRÆTJ 20, VIÐ LÆKJARTORG. I0I REYKJAVÍK. SÍMl 624550 Aðalbókari Öflugt og vel rekið útgerðarfyrirtæki á Vest- fjörðum vill ráða aðalbókara til starfa. Tilvalið fyrir fjölskyldu til að vinna á lands- byggðinni. Umsóknir merktar: „Aðalbókari - 8780“ sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir fimmtu- dagskvöld. LANDSPÍTALINN Sérfræðingur Staða sérfræðings við meltingarskor lyf- lækningadeildar er laus til umsóknar. Um er að ræða afleysingastöðu til eins árs, 75% starf. Umsækjandi þarf að hafa séfræði- viðurkenningu í meltingarsjúkdómum og þjálfun og reynslu í vísindastörfum. Starfið er fólgið í vinnu á legudeild meltingarskorar, göngudeild og speglunardeild. Ennfremur ráðgjöf fyrir aðrar deildir ríkisspítalanna og kennslu heilbrigðisstétta. Vaktir eru á lyf- lækningadeild og bráðamóttöku Landspítal- ans. Upplýsingar gefur Bjarni Þjóðleifsson, yfir- læknir, í síma 601282 eða 601000. Umsóknir, er greini náms- og rannsóknarferil og fyrri störf, skulu sendar Stjórnarnefnd ríkisspítala, Rauðarárstíg 31, fyrir 25. ágúst nk. Reykjavík, 24. júní 1990. Geðdeild Landspítaia. Hjúkrunarfræðingar Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa við barna- og unglingadeild, nú þegar eða eftir samkomulagi. Vaktavinna, starfshlutfall samkomulagsatriði. Fóstra og þroskaþjálfi Fóstra og þroskaþjálfi ósakst til starfa við barna- og unglingageðdeild, frá 1. ágúst nk. Um er að ræða 100% störf og vaktavinnu. Nánari upplýsingar um ofangreindar stöður veitir Anna Ásmundsdóttir hjúkrunarfram- kvæmdarstjóri í síma 602500. Umsóknir sem greini menntun og starfs- reynslu sendist hjúkrunarframkvæmdar- stjóra. Hjúkrunardeildarstjóri Staða hjúkrunardeildarstjóra við endur- hæfingardeild Flókagötu 31 er laus til umsóknar. Staðan verður veitt frá 1. ágúst nk. eða eftir samkomulagi. Umsóknarfrestur er til 6. júlí nk. Nánari upplýsingar veitir Nanna Jónasdóttir, hjúkrunarforstjóri, í síma 602600. Umsóknir sendist til hjúkrunarframkvæmdar- stjóra. Reykjavík, 24.júní 1990. Viðskiptafræðingur Rannsóknardeild ríkisskattstjóra óskar að ráða viðskiptafræðing í stöðu yfirviðskiptafræðings, er veitir forstöðu eftirlitssviði deildarinnar. Upplýsingar veitir skattrannsóknarstjóri í síma 623300. Umsóknir, er greini frá aldri, menntun og fyrri störfum, sendist skattrannsóknarstjóra, Laugavegi 166, 150 Reykjavík, eigi síðar en 5. júlí nk. RSK, rannsóknardeild.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.