Morgunblaðið - 24.06.1990, Síða 22

Morgunblaðið - 24.06.1990, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. JUNI MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 23 Jttttrgnnfrljtfrti Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Upp úr öldudalnum Tæpast verður lengur um það deilt, að þjóðarbúskapur okkar íslendinga er á leið upp úr öldudalnum. Samkvæmt frétt- um Morgunblaðsins í gær er verð á sjávarafurðum í heild nú 11% hærra í erlendri mynt en það var að meðaltali á sl. ári. Þetta þýð- ir, að viðskiptakjör eru nú um 3-4% betri en á síðasta ári og jafnframt, að þessi bati kemur fyrr fram en gert var ráð fyrir í upphafi þessa árs, þegar talið var, að viðskiptakjör hefðu batn- að, sem þessu nemur í desember nk. Verð á sjávarafurðum almennt er talið töluvert hærra nú en að meðaltali sl. 5 ár og er nálægt því að vera jafnhátt og það varð hæst á árinu 1987. Hins vegar bendir Þórður Friðjónsson, for- stjóri Þjóðhagsstofnunar, rétti- lega á, að þá hefði hækkun físk- verðs farið saman við 5-6% afla- aukningu á milli ára en nú er um að ræða 5-6% aflasamdrátt frá síðasta ári. Verð á afurðum okkar á Bandaríkjamarkaði hækkaði í byijun júní um 3-10%, verð á sjó- frystum fiski hefur hækkað um hvorki meira né minna en 20% frá áramótum og fiskblokk er TRÉÐ HEF- • ur mikilvægan boðskap að flytja þegar upprisan brosir við okk- ur í laufi þess og minnir á hlutverk vínviðarins í tilveru okkar. Það var af dauða og upprisu vínguðsins sem Grikkir drógu einkum þá ályktun að mannssálin ætti einnig sitt lauf, sína eilífu hringrás. Það var í fylgd með honum sem þeir ferðuðust til landsins þarsem dauðinn var ekki tortíming, heldur endumýjun. Það var engin tilviljun Oðinn hékk í Vingameiði og reis upp af honum. Norðmenn fluttust með föruneyti sitt á norskum skógi út hingað. Ný þjóð varð til. Skipin voru í senn tækniund- ur og ævintýri landnámsmannsins. Og skógurinn ávallt í fylgd með honum. Og enn heyrum við niðinn í blóði okk- ar. ÞEGAR LANDNÁMS- • menn komu út hingað til ís- lands tók á móti þeim lítill vinaiegur birkiskógur en honum óx svo ásmegin með sígrænni erlendri furu sem gefur fyrirheit um grænni skóga og gjöfulli. En þótt skógarnir hafí á liðnum árpm og litlum ísöldum hopað fyrir ágangi og kólnandi veðri stendur tréð enn sem táknmynd reglu og jafnvægis í um- hverfi okkar. Enn hvíslar vindur í laufí og rætur sjúga næringu úr djúpri jörð. Og Yggdrasill stendur enn fyrir sjón- um okkar einsog heilagt tákn í miklum bókmenntum. Og nú á skógurinn brýnna erindi við okkur en nokkru sinni, þótt enn næði um hann. En það er víðar svait en á íslandi og ekkert tiltökumál. Ef hlutföll breyttust jörðinni í óhag, gæti verið gott að eiga að skóglendi sem andaði ómenguðu súrefnisríku lofti í aðkrepptum, óviðbúnum heimi gegnd- arlausrar sóunar. Við yrðum þá ekki eins berskjölduð og ella undir þeim freon- og koltvísýringshjúp sem sumir telja nú sé óðum að breyta ósonlaginu umhverfis jörðu og eyða því. Nú er svo komið við gætum veitt sjálfum okkur og móður Jörð það sár sem sköpum skipti. Freon, eða flúrkarbon, eru kolefna- sambönd í brúsaúða, kælivökva o.s.frv., um 20% af skaðlegum efnum andrúmsloftsins. 1988 fóru meiren 5 milljarðar tonna af koltvísýringi útí gufuhvolfíð og mun aukast um 3% árlega samkv. nýrri skýrslu umhverf- isnefndar S.Þ. Eitraður verksmiðjureykur orsakar súrt regn sem hefur skaðvænleg áhrif á stórum svæðum. Við getum átt von á þessari eimyiju innan tíðar. Um- hverfisvemd í öðrum löndum er þannig okkar hagsmunir einnig. Nefndin varar hastar- lega við ofhitun jarðar sem orðið gæti á tiltölu- Iega skömmum tíma og hvetur til samstöðu um gagnráðstaf- anir. Hún bendir á að timbur er helzta eldsneyti eins milljarðs íbúa jarðar og hitabeltisskógar minnka ár hvert um 13 millj. hektara. Því þurfí að gróður- setja jafnstór landsvæði árlega uppúr aldamótum. Án stórskóganna munum við ekki ráða við þau skaðlegu efni sem nú losna útí andrúmsloftið. Gegn þeim eru skógarnir bezta vörnin. EF EKKERT YRÐI AÐ • gert hyrfu regnskógarnir á næstu hálfri öld og sæi þá hver maður í hendi sér hver örlög biðu jarðarinn- ar. Það yrði a.m.k. síðasti dagur mannsins á jörðinni. Ragnarök yrðu ekki umflúin. Raddir vorsins geta þagnað með ýmsum hætti. í formála Snorra-Eddu segir for- feður okkar hafi talið að jörðin væri kvik. Eyðing frumskóga og bruni lífrænna efna sem losar koltvísýring úti and- rúmsloftið auka álagið á það lífkerfi sem nú er allsráðandi á jörðinni, segir brezki vísindamaðurinn James Lovelock, sem hefur borið fram Gæja- kenninguna um lifandi jörð af hvað mestum sannfæringarkrafti. Áhrifin gætu leitt til nýs jafnvægis í náttúr- unni. Færi svo hefði það skyndileg og ófyrirsjáanleg áhrif á þær lífverur sem fyrir eru einsog varð þegar risaeðlurn- ar liðu undir lok. Hið nýja lífríki yrði þá saman sett í samræmi við nýjar aðstæður og nýtt umhverfí. En ólík- legt væri maðurinn félli inní þann vefnað sem þá yrði ofínn úr nýjum, óþekktum veruleika á jörðinni. Meng- að umhverfí gerir ekki ráð fyrir æðra lífí. Kannski er ekkert undarlegt maður lesi um það í nýútkominni skýrslu Alþjóðaheilsbrigðisstofnunarinnar, WHO, að milljarður manna býr við örbirgð og ólýsanlega fátækt og 800 milljónir svelta. í þróunarríkjunum hafa einungis tveir af hvijum fímm íbúm aðgang að boðlegu drykkjar- vatni; hálf milljón kvenna deyr árlega vegna slæmrar aðhlynningar á með- göngutíma, bam deyr á 15 sekúndna fresti úr mislingum einhversstaðar í heiminum, fímm milljónir barna deyja innan fímm ára frá fæðingu úr niður- gangi, þijár milljónir manna úr berkl- um, en árlega smitast tíu milljónir manna af þessum sjúkdómi sem hefur HELGI spjall komin í hátt verð í Evrópu. Þá hefur olíuverð lækkað að undan- förnu og stuðlar það að bættum viðskiptakjörum. Auk þessara verðhækkana er augljóst, að markaðsstaða okkar hefur styrkst. í eina tíð má segja, að verðsveiflur á Bandaríkja- markaði hafi ráðið lífskjörum hér. Nú er Evrópa mjög sterkur markaður fyrir sjávarafurðir okk- ar og einstök Evrópulönd, sem ekki hafa komið mikið við sögu eru skyndilega að verða hagstæð- ur markaður eins og t.d. Frakk- land. Að auki eru markaðir fyrir sjávarafurðir okkar að styrkjast í Asíu, ekki einungis í Japan held- ur einnig á Formósu, en þar er nú góður markaður, sérstaklega fyrir grálúðu en einnig karfa. Við erum því ekki lengur háð einum markaði um afkomu okkar heldur er töluvert jafnvægi komið í markaðsstöðu okkar. Við íslendingar höfum oft ver- ið útsjónarsamir í kreppuástandi en okkur hefur gengið verr að fóta okkur i góðæri. Þá er eins og þjóðin sleppi öllu lausu. Góð- ærið á árunum 1986 og 1987 er glöggt dæmi um það. Nú skiptir miklu, að við höldum skynsam- lega á málum, ef svo fer sem horfir, að nýtt góðæri sé í upp- siglingu. Við þurfum að borga niður skuldir, bæði ríki, fyrirtæki og einstaklingar og gæta þess að leggja ekki út í nýjar stórfelld- ar fjárfestingar. Sjávarútvegur- inn þarf að fá tækifæri til að nota nýtt góðæri til að greiða niður skuldir og endurskipuleggja sig með fækkun fiskiskipa og hið sama á við um fiskvinnsluna. hörfað allsstaðar þarsem heilbrigðis- kerfí er nokkumveginn fullnægjandi; hundrað milljónir manna eru heimilis- Iausar, segir WHO, en milljarður býr við ömurlegar og algjörlega ófullnægj- andi aðstæður. Sumsstaðar eru ein- ungis greiddar 90 krónur á mann sem árlegt framlag til heilbrigðisþjónustu, annarsstaðar yfír 100 þús. kr. 1971 voru minna þróuð ríki (LDC, þ.e. least developed countries) tuttuguogfimm að tölu, en nú eru þau fjörutíuogtvö. Hefur umhverfí okkar batnað? Nei(!) Hefur heimurinn tekið stakka- skiptum til hins betra? Sumsstaðar(I) Annarsstaðar hefur sigið á ógæfuhlið- ina. Við höfum nóg af öllu, ekki sízt fjörefnum. Ef við gæfum þeim sjö milljónum barna víðsvegar um heim sem skortir A-vítamín þótt ekki væri nema tvær vítamíntöflur á ári gætum við komið í veg fyrir að hálf milljón þeirra missti sjónina og 300 þúsund dæju. Hvernig væri að íhuga það í öllum fjölmiðlahávaðanum og sjálfsdýrkun- inni? Mannúð er ekki bundin við heimaþröskuldinn. Náungakærleikur er umhverfísvemd. Ég hlustaði fyrir mörgum árum á fyrirlestur sem danska skáldið góð- kunna, Thorkild Björnvig, flutti í Kaupmannahöfn um náttúruna og mengun í umhverfi okkar, en hann hefur ort um það efni merka ljóðabók. Hann vitnaði í þessi eftirtektarverðu orð Thoreaus: „Hið villta varðveitir jörðina.“ Menn umgangast náttúruna á svo ólíkan hátt. Tré sem kallar fram gleði- tár í augum sumra, segir William Blake, er í annarra augum aðeins grænn hlutur, sem er fyrir þeim. „Rós blómstrar í garðinum þínum en hún dregur ekki alla jafnt að ilmi sínum,“ segir annað brezkt skáld, John Donne. Enn skelfur jörðin. Enn hverfa tug- þúsundir á einu andartaki inní hring- iðu dauðans. Samt glímir maðurinn við stuðla- berg tímans. Og reisir sér bautasteina í Viðey. Við skulum halda trúnað við jörð- ina. Þá geta áfram átt við hana þessi orð Jóns á Bægisá um sköpunarverkið og dýrð þess: Blíður er árblær blíð er dags koma... Blíður er röðull þá er breiðir hann austan árgeisla á unaðs foldir... M. (meira næsta sunnudag.) HLUTAFJÁRÚTBOÐ Olíuverzlunar íslands hf. hefur vakið athygli af ýmsum ástæðum. Fyrst ber að nefna, að staðið var að þessu útboði á mjög fagleg- an hátt. Landsbréf hf., verðbréfafyrirtæki Landsbanka íslands, sá um útboðið og upplýsingagjöf um rekstur fyrirtækisins til fyrirmyndar. Þá stuðlar það að trausti almennings, að fyrirtækið hefur sótt um skráningu á Verðbréfaþingi, fyrst íslenzkra fyrirtækja, en skráning felur í sér, að Olíuverzlun Islands skuldbindur sig til að uppfylla reglulega mjög strangar kröfur um upplýsingamiðlun til hluthafa og almennings um rekstur fyrirtækisins. í annan stað er mjög tekið eftir hinni miklu eftirspurn eftir hlutabréfum í fyrir- tækinu. Á fyrsta degi seldust upp hluta- bréf að nafnverði 40 milljónir króna og á öðrum degi það sem eftir var eða 10 millj- ónir króna að nafnverði. Þar sem söluverð bréfanna var nokkuð hærra seldust hluta- bréf í Olíuverzlun íslands á tveimur dögum fyrir um 80 milljónir króna til nær 200 einstaklinga. Þessi mikla eftirspurn eftir hlutabréfum í fyrirtækinu gefur til kynna mikinn áhuga almennings á hlutabréfakaupum. Jafn- framt er hún vísbending um, að fólk hefur trú á því, að fjárfesting í olíuinnflutnings- fyrirtæki sé arðvænleg. Loks er ástæða til að minna á, að Olíuverzlun íslands lenti í alvarlegum útistöðum við viðskiptabanka fyrirtækisins, Landsbanka íslands, á sl. ári en þær deilur hafa bersýnilega ekki dregið úrtrú almennings á þennan fjárfest- ingarkost. Vel má vera, að aðild heims- þekkts olíufyrirtækis, Texaco, eigi þátt í því trausti. Mikill áhugi á hlutafjárútboði Olíuverzl- unar íslands hf. bendir ótvírætt til þess, að sparifjáreigendur séu nú tilbúnir til að leggja sparnað sinn í töluverðum mæli í hlutabréf og hafi trú á því, að sú fjárfest- ing skili þeim meiri arði en hefðbundin ávöxtun sparifjár í banka eða hjá verð- bréfasjóðum. Margar ástæður eru fyrir þessum breyttu viðhorfum. Fólk hefur veitt því eftirtekt, að hlutabréf hafa hækk- að mjög í verði á síðustu árum og jafn- framt borga fyrirtækin reglulega út arð. Nú mega þau greiða 15% arð án þess að greiða þurfí af honum skatt og ýtir það að sjálfsögðu mjög undir áhuga fólks á að kaupa hlutabréf. Þá hafa umræður á undanförnum mánuðum um nauðsyn þess, að fylgt verði ákveðnum heilbrigðum leik- reglum til þess að vernda rétt hluthafa, ekki sízt hinna smærri gagnvart hinum stærri, áreiðanlega orðið til þess að auka trú almennings á þennan fjárfestingarkost og traust á hlutafélögum. Ör þróun á hlutabréfamarkaðnum gjör- breytir öllum viðhorfum í atvinnulífi hér. Fyrirtæki, sem njóta trausts, geta nú boð- ið út hlutafé, ef þau vilja afla fjár til ný- framkvæmda eða annarra íjárfestinga og geta verið nokkuð örugg um jákvæðar móttökur markaðarins, ef rétt er að málum staðið. Sem dæmi um fyrirtæki af þessu tagi má nefna Flugleiðir, sem hefur ráðizt í gífurlegar fjárfestingar og þarf áreiðan- lega á miklum fjárhagslegum styrk að halda til þess að standa undir þeim. Eig- endur hlutafélaga hafa nú nýja möguleika á að selja hluti sína og fá raunvirði fyrir. Sem dæmi má nefna Samband ísl. sam- vinnufélaga, sem á við mikla fjárhagsörð- ugleika að stríða. Sambandið á um helm- ing í Olíufélaginu hf. Óhætt er að full- yrða, að ef Sambandið kysi að selja hlut sinn í fyrirtækinu til þess að létta skulda- byrði sína mundu hlutabréf í Olíufélaginu seljast upp á skömmum tíma. Það er sérstaklega eftirtektarvert við hlutabréfasölu Olíuverzlunar íslands, að lífeyrissjóðir koma þar ekki við sögu held- ur nær tvö hundruð einstaklingar. Þetta sýnir, að almennir sparifjáreigendur eru hér á ferðinni en hins vegar má búast við því, að lífeyrissjóðir leggi mikla fjármuni í hlutabréfakaup á næstu árum. Einkavæð- ing ÁHUGI ALMENN- ings á hlutabréfa- kaupum og fyrir- sjáanleg kaup lífeyrissjóða á hlutabréfum á næstu árum ættu að verða til þess, að umræður hefjist á ný um einka- væðingu opinberra fyrirtækja. Sannleikur- inn er nefnilega sá, að það er ekki mikið framboð af hlutabréfum á markaðnum og svo virðist, sem þau hlutabréf, sem koma í sölu, seljist nánast á svipstundu. Þess vegna virðist kjörið tækifæri fyrir opinbera aðila að fara inn á þennan markað nú. Umræður um einkavæðingu hófust hér að ráði sumarið 1983. Albert Guðmunds- son, þáverandi fjármálaráðherra, hreyfði málinu og seldi m.a. hlut ríkisins í Flugleið- um en Sverrir Hermannsson, þáverandi iðnaðarráðherra, gekk einna ötulast fram í að hrinda þessum hugmyndum í fram- kvæmd. Þá markaði sameining Bæjarút- gerðar Reykjavíkur og Isbjarnarins og síðar sala á hlut Reykjavíkurborgar í Granda hf. tímamót í þessum efnum. Frá því að þessi fyrstu skref til einka- væðingar voru stigin hefur lítið gerzt. Hins vegar er ljóst, að ríkið þarf mjög á því að halda að losa peninga enda skuldir ríkissjóðs miklar. Nú er augljóslega tæki- færi fyrir opinbera aðila, bæði ríki og sveit- arfélög til þess að selja almenningi ýmis fyrirtæki í eigu þessara aðila. Og þetta tækifæri á að nota. Landsvirkjun er aðallega í eigu ríkisins og Reykjavíkurborgar. Nú hefur Akur- eyrarbær lýst áhuga á að selja hlut sinn í Landsvirkjun og bæði ríki og Reykjavík- urborg tjáð sig reiðubúin til að kaupa þenn- an hlut. Hvers vegna ekki að selja hann á almennum markaði? Og er í raun og veru nokkuð, sem mælir gegn því, að ríki og Reykjavíkurborg selji smátt og smátt hlut sinn í Landsvirkjun til almennings, þ.e. einstaklinga, fyrirtækja, lífeyrissjóða og verðbréfasjóða og annarra aðila, sem áhuga hafa á að fjárfesta í hlutabréfum Landsvirkjunar? Hér má einnig nefna hlut ríkisins í Járn- blendiverksmiðjunni í Hvalfirði, fyrirtæki á borð við Póst og síma, ríkisbankana tvo, Landsbanka og Búnaðarbanka og vafa- laust má nefna fleiri fyrirtæki í ríkiseigu. Reykjavíkurborg á öflug fyrirtæki, sem fólk mundi beijast um að fjárfesta í svo sem Hitaveitu Reykjavíkur og Rafmagns- veitu Reykjavíkur og vafalaust einhver fleiri. Sjálfsagt er að vara varlega í einkavæð- ingu og fíamkvæma hana stig af stigi. í Bretlctndi hefur þetta t.d. verið gert með því að setja ákveðið hámark á kaup hvers og eins, þannig að dreifingin hefur verið mjög mikil, allavega í upphafi. Sú hætta er auðvitað fyrir hendi, eins og dæmin sanna, að fjársterkir aðilai' reyni að leggja þessi fyrirtæki undir sig. Hægt er að koma í veg fyrir það með ýmsum hætti. í fyrsta lagi er auðvitað hugsanlegt, að ríki og sveitarfélög á borð við Reykjavíkurborg eigi áfram um eitthvert árabil myndarleg- an hlut í þessum fyrirtækjum eins og t.d. Landsvirkjun, þótt verulegur hluti hluta: bréfa væri seldur á almennum markaði. í öðru lagi mundu reglur, sem skylda aðila, sem eignast hefur t.d. þriðjung hlutafjár, til þess að bjóðast til að kaupa það sem eftir væri, áreiðanlega koma í veg fyrir, að menn leituðu eftir svo stórum hlut. Þótt einstaklingar eða fyrirtæki hafi efni á að kaupa þriðjung í stórum fyrirtækjum er ekki þar með sagt, að þessir aðilar hafi efni á að kaupa þau öll. Þeir miklu ljármunir, sem ríki og.sveit- arfélög hafa bundið í ýmsum fyrirtækjum á liðnum áratugum, geta nýzt þessum opinberu aðilum betur, annað hvort með nýrri fjárfestingu annars staðar eða með því að greiða niður skuldir. Jafnframt er sparifjáreigendum og t.d. lífeyrissjóðum gefínn kostur á ávöxtun, sem í mörgum tilvikum getur verið hagkvæmari en sú, sem þessir aðilar eiga kost á um þessar mundir. REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 23. júní Þáttur líf- eyrissjóð- anna HLUTABRÉFA- kaup lífeyrissjóða hafa aukizt að marki síðustu ár og ekki er óeðlilegt að ætla, að þau vaxi mjög á næstu árum. Það er eðlileg þróun. í hinum vestræna heimi eru lífeyrissjóðir og ýmsir verðbréfasjóðir stærstu kaupend- ur hlutabréfa á kauphöllum. Einstaklingar eru alls ekki eins umsvifamiklir á þessum markaði eins og margir halda. Það er full ástæða til að ýta undir þá þróun hjá lífeyr- issjóðum, að þeir kaupi hlutabréf. Þar er mikið fjármagn til staðar, sem þarf að koma atvinnulífinu til góða og getur stuðl- að mjög að eflingu þeirra. En um leið er margs að gæta. Hver á hin almenna stefna lífeyrissjóð- anna, sem fjárfesta í hlutabréfum að vera? Eiga þeir að líta á hlutverk sitt sem svo, að þeir séu hlutiausir hluthafar, ef svo má að oi'ði komast, þ.e. að þeir hafi engin afskipti af rekstri viðkomandi fyrirtækja önnur en þau að kaupa hlutabréf, fylgjast með framvindu mála og taka við arð- greiðslum - eða selja bréfín, ef þeim lízt ekki á hvernig reksturinn þróast. Þetta er ein þeirra leiða, sem lífeyrissjóðimir geta valið. Önnur er sú, að taka virkan þátt í rekstri fyrirtækjanna, sem ijárfest er í með því að leggja t.d. áherzlu á að eiga fulltrúa í stjórn, ef hlutur viðkomandi lífeyrissjóðs er svo stór, að réttlæti stjórnaraðild. Ef lífeyrissjþður velur þessa leið er margs að gæta. í fyrsta lagi má spyija, hvernig velja á fulltrúa lífeyrissjóðs í viðkomandi stjórn. Á sá fulltrúi að vera úr stjórn lífeyrissjóðsins? Ef hann er einn stjórnarmanna í lífeyrissjóðnum sjálfum kann að vakna sú spurning meðal félags- manna í lífeyrissjóðum, hvort fámennur hópur sé að taka öll völd í lífeyrissjóðnum og skapa sér aðstöðu í krafti íjármuna þúsunda og tugþúsunda lífeyrissjóðsmeð- lima. í kjölfar þess gæti komið upp krafa um lýðræðislegri uppbyggingu lífeyrissjóð- anna, þ.e. að fulltrúar í stjórn þeirra yrðu kjörnir af félagsmönnum lífeyrissjóðanna en ekki af stjórnum eða aðalfundum við- komandi stéttarfélaga. Þá er hægt að hugsa sér þá leið, að lífeyrissjóðir eignist fulltrúa í stjórn fyrirtækis, ef eignaraðild leyfir það, en sá stjórnarmaður megi alls ekki eiga sæti í stjórn lífeyrissjóðsins. í öðru lagi geta hugsanlega komið upp hagsmunaárekstrar í okkar litla samfé- lagi. Lífeyrissjóður á myndarlegan hlut í fyrirtæki og hefur þar með töluverðra hagsmuna að gæta. Keppinautur þessa fyrirtækis lendir í rekstrarvandræðum og m.a. í vanskilum með iðgjaldagreiðslur til lífeyrissjóðs. Hvenær kemur að því, að stjórnendur lífeyrissjóða telja það þjóna hagsmunum sjóðanna bezt að stuðla að því að koma keppinauti fyrir kattarnef? Það eru viðhorf af þessu tagi, sem sjálf- sagt er að ræða nú, þegar fyrirsjáanlegt er, að lífeyrissjóðir verða mikilvirkir þátt- takendur í hlutabréfakaupum á næstu árum. Þessar umræður þurfa að fara fram á vettvangi lífeyrissjóðanna sjálfra og í verkalýðsfélögunum og meðal vinnuveit- enda. Hér þurfa menn að komast að skyn- samlegri niðurstöðu, sem tryggir, að ekki komi upp gagnrýni um misnotkun aðstöðu. Að sumu leyti má segja, að svipuð við- horf geti komið upp varðandi verðbréfa- sjóði, sem sérhæfa sig í kaupum á hluta- bréfum en slíkir sjóðir eru nú til. Umræð- ur af þessu tagi þurfa líka að fara fram á vettvangi þeirra sjóða. Aðild lífeyrissjóðanna að hlutabréfa- markaðnum á næstu árum skiptir sköpum um það, hversu ríkan þátt þessi markáður á í endurskipulagningu íslenzks atvinnu- lífs. Þess vegna þarf að stuðla að því með öllum ráðum, að lífeyrissjóðirnir komi hér við sögu um leið og aðild þeirra verður að vera með þeim hætti, að hafin sé yfir gagnrýni. í KJÖLFAR UM- fjöllunar Morgun- blaðsins fyrir nokkrum mánuðum um hlutafélög og Stærð fyrir- tækja Morgunblaðið/Einar Falur hlutabréfamai'kað hefur þeirrar skoðunar gætt, að blaðið telji stór og öflug fyrir- tæki óheppileg. Þetta er mikill misskilning- ur, eins og þeir vita, sem fylgzt hafa með skrifum Morgunblaðsins um atvinnumál undanfarin ár. Blaðið hefur ítrekað hvatt til sameiningar fyrirtækja og samruna þeirra í stærri einingar. Morgunblaðið hef- ur fagnað þeirri sameiningu fyrirtækja í banka- og tryggingaviðskiptum, sem hefur orðið á undanförnum árum og svipaðri þróun annars staðar. Blaðið hefur hvatt til fækkunar og stækkunar fyrirtækja í sjávarútvegi með fækkun frystihúsa og sameiningu þeirra. Fyrir nokkrum vikum var því varpað fram hér á þessu vettvangi að ástæða væri til að íhuga sameiningu Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna og sjáv- arafurðadeildar SÍS eða Sölusambands ísl. fiskframleiðenda í stóru hlutafélagi, sem hefði burði til þess að keppa á matvæla- mörkuðum stórþjóðanna. Þessar hug- myndir voru settar fram áður en upplýst vai', að slíkar hugmyndir væru til umræðu hjá sölusamtökunum. Það fer því víðs fjarri, að Morgunblaðið sé andvígt stórum fyrirtækjum. Hins vegar hefur blaðið sett fram mjög ákveðnar skoðanir á því, að stór fyrirtæki þurfi að kunna sig í litlu samfélagi og að nauðsynlegt sé að setja leikreglur á hluta- bréfamarkaðnum, sem tryggi, að þau fari ekki yfir ákveðin mörk og komi t.d. í veg fyrir, að eðlileg samkeppni fái að njóta sín og að hagur neytenda sé tryggður. Slík krafa er nú alls staðar á oddinum og má í því sambandi nefna víðtæka umfjöllun um þessi mál innan framkvæmdastjórnar Evrópubandalagsins m.a. um það, hvernig tryggja eigi viðunandi samkeppni í flugs- amgöngum. Það má því segja, að Morgun- blaðið telji nauðsynlegt að veija hinn frjálsa markað gegn hugsanlegri einokun stórfyrirtækja og er slíkt í samræmi við þær hugsjónir, sem blaðið hefur barizt fyrir áratugum saman. Þeir, sem telja, að fyrirmyndar um aukið fijálsræði í viðskipt- um og atvinnulífi sé helzt að leita til Evr- ópubandalagsins um þessar mundir geta því tæpast talið hugmyndir Morgunblaðs- ins um þétta efni úreltar og forneskjulegar eins og tæpt hefur verið á! Þá hafa þau sjónarmið komið fram í kjölfar skrifa blaðsins sl. vetur um þessi málefni, að Morgunblaðið telji það skil- yrði, að dreifing hlutabréfa sé svo mikil í hlutafélögum, að enginn sterkur kjarni megi vera til í þeim. Þetta er líka misskiln- ingur og raunar skoðun, sem blaðið hefur alls ekki sett fram. I sumum hlutafélögum getur það hentað, að sterkur kjarni veiti fyrirtækjum forystu, í öðrum ekki. Aðalat- riðið er, að kjarninn má ekki vera svo stór, að hann ráði fyrirtæki í raun í krafti minni- hlutaeignar og misnoti jafnvel aðstöðu sína á kostnað annarra hluthafa. Þá er réttur meirihluta hluthafa fótum troðinn og þá er eðlilegt, að stór minnihlutaaðili sé skyld- aður til að bjóðast til að kaupa það sem eftir er af hlutabréfum á hæsta verði, sem sá hinn sami hefur keypt bréf á, eins og tillaga er sett fram um í skýrslu brezka Enskilda fyrirtækisins. Hin öra þróun hlutabréfamarkaðarins, sem vel heppnað hlutafjárútboð Olíuverzl- unar íslands hf. er nýjasta dæmið um, er eitt merkasta nýmælið í atvinnulífi okkar um langt árabil. Ef rétt er á haldið getur þessi þróun gjörbreytt atvinnulífínu og þjóðfélaginu til hins betra. ÞesS vegna skiptir höfuðmáli, að skynsamlegar leik- reglur séu settar í upphafí. Hitt er svo annað mál, að vel má vera, að ekki sé hyggilegt að gera sömu kröfur til miðlungsfyrirtækja, sem hug hafa á að fara út á þennan markað og stærri fyrir- tækja. Þannig getur vel komið til greina að hafa á þessu tvöfalt kerfi. Stærri fyrir- tækin verði skráð á Verðbréfaþingi og lúti þeim ströngu reglum, sem þar er gert ráð fyrir, en smærri fyrirtækin séu með sín bréf í viðskiptum á hinum almenna markaði og lúti ákveðnum samnings- bundnum reglum, sem ekki þurfa að vera jafn strangar eins og þegar um stór fyrir- tæki er að ræða. Slík sjónarmið eru ekki fráleit og sjálfsagt að ræða. „Nú er augljós- lega tækifæri fyr- ir opinbera aðila, bæði ríki og sveit- arfélög, til þess að selja almenningi ýmis fyrirtæki í eigu þessara að- ila. Og þetta tæki- færi á að nota. Landsvirkjun er aðallega í eigu ríkisins og Reykjavíkurborg- ar. Nú hefur Ak- ureyrarbær lýst áhuga á að selja hlut sinn í Lands- virkjun og bæði ríki og Reykjavík- urborg Ijáð sig reiðubúin til að kaupa þennan hlut. Hvers vegna ekki að selja hann á almennum markaði?“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.