Morgunblaðið - 24.06.1990, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 24.06.1990, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ ATVINNU A! / '■! YSINGAR Tvær „au pair“ 19 ára eða eldri, óskast til eins árs, frá ágúst ’90, til tveggja þýskra fjölskyldna (3 börn hvor, 2j- 6 ára), nærri Dusseldorf. Mega ekki reykja. Einhver þýskukunnátta nauðsynleg. Umsóknir ásamt mynd og meðmælum sendist til: Ute Wegener, Hándelstr. 14, D-4020 Mettmann, sími49-2104-13467. SVANSPRENT HF Auöbrekku 12 • Pósthólf 415 202 Kópavogur ■ Sími 4 27 00 Starfskraftur óskast Starfskraftur óskast við innskrift og umbrot á Machintosh tölvum. Verkfræðistofa Óskum að ráða starfsmenn fyrir virta verk- fræðistofu í Reykjavík. Byggingaverkfræðing/byggingatæknifræð- ing (343) til starfa við framkvæmdaeftirlit og hönnun. Æskilegt að umsækjendur hafi 3-5 ára reynslu. Laust strax. Vélaverkfræðing/véltæknifræðing (342) til starfa við lagnahönnun. Sérmenntun við lagnahönnun nauðsynleg, starfsreynsla æskileg. Laust strax. Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson. Vinsasmlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. merktar númeri viðkomandi starfs fyrir 1. júlí n.k. Hagva ngurhf Grensósvegi 13 Reykjavík | Sími 83666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir SVÆÐISSTJÓRN MÁLEFNA FATLAÐRA NORÐURLANDIVESTRA Pósthólf 32 560 VARMAHLI'Ð Svæðisstjórn um Málefni fatlaðra á Norður- landi vestra mun á næstunni hefja rekstur sambýlis á jörðinni Gauksmýri í V-Húna- vatnssýslu. A sambýlinu munu búa 5-7 íbú- ar. Þá er fyrirhugaður búrekstur í tengslum við sambýlið. Gauksmýri er við hringveginn, miðja vegu milli Reykjavíkur og Akureyrar og 8 km frá Hvammstanga. Svæðisstjórn óskar að ráða forstöðumann með þroskaþjálfamenntun eða aðra sam- bærilega menntun og ráðsmann með reynslu af búrekstri, auk reynslu af starfi með fatlaða. Aðrar ráðningar verða í sam- ráði við forstöðumann. Fjöldi stöðugilda er áætlaður 5. Húsnæði fyrir starfsfólk er á staðnum. Umsóknarfrestur er til 15. júlí. Upplýsingar um störfin gefa framkvæmda- stjóri Sveinn Allan Morthens í síma 95-35002 og formaður svæðisstjórnar Guðmundur Ingi Leifsson í síma 95-24369. Atvinna óskast Byggingatæknifræðinemi (á aðeins eftir loka- verkefni) óskar eftir vinnu. Ýmsu vanur. Upplýsingar í síma 35967. Prentsmiður Morgunblaðið, framleiðsludeild vill ráða prentsmið til starfa við umbrot og útlitsteiknun. Vaktavinna. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar eingöngu veittar á skrifstofu Guðna Jónsson- ar, Tjarnargötu 14. Umsóknarfrestur er til 28. júm' nk. QtðntTónsson RÁÐCJÖF &RÁÐN1NCARMÓNUSTA TJARNARGÖTU 14, 101 REYKJAVÍK, SÍMI62 13 22 Hjúkrunarfræðingar Áhugasama hjúkrunarfræðinga vantar, sem fyrst, á legudeildir sjúkrahúss Akraness. Vinnuaðstaða mjög góð. Nánari upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 93-12311. Mjólkurfræðingar Mjólkursamlag á Austurlandi óskar að ráða mjólkurfræðing til starfa. Umsóknir sendist til skrifstofu Mjólkurfræð- ingafélags íslands, Skólavörðustíg 16, Reykjavík, fyrir 15. júlí. Bíldudalshreppur Staða sveitarstjóra Bíldudalshrepps er hér með auglýst laus til umsóknar. Skriflegar umsóknir um starfið sendist odd- vita, Guðmundi Sævari Guðjónssyni, Kríu- bakka 4, Bíldudal, fyrir 15. júlí. Góður sölumaður Traust fyrirtæki í Reykjavík vill ráð dugmikinn sölumann til að selja vörur og þjónustu á tæknisviði. Viðkomandi þarf að hafa góða framkomu og geta unnið sjálfstætt og skipu- lega. Laun miðast að hluta til við árangur. Umsóknir berist auglýsingadeild Mbl merktar: „Beggja hagur - 7238“ fyrir 29. júní. Tvær „au pair“ 20 ára eða eldri, óskast til New Jersey til að passa tvö börn og sjá um ræstingar. Upplýsingar hjá Önnu í síma 901-201-531 8076. Fiskvinnslufyrirtæki athugið! Fiskiðnaðarmaður, sem nú starfar sem yfir- verkstjóri hjá frystihúsi á Norðurlandi, óskar eftir áhugaverðu starfi frá og með 1. septem- ber nk. Upplýsingar í síma 96-61193 eftir kl. 19.00. Forstöðumaður í félagsmiðstöð Forstöðumaður óskast í félagsmiðstöðina Selið á Seltjarnarnesi frá og með 1. septem- ber nk. Skriflegar umsóknir sendist til tómstundafull- trúans á Seltjarnarnesi, Austurströnd 2, fyrir 1. júlí 1990. Tómstundaráð Seltjarnarness. Lagerstarf Við leitum að nákvæmum og samviskusömum manni á aldrinum 20-40 ára. Þarf að geta hafið störf strax. Um framtíðarstarf er að ræða. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl merkt- ar: „B - 7239“ fyrir nk. föstudag. Burstagerðin hf., Smiðsbúð 10, Garðabæ. Áhugaverð störf Á Mýri, sem er nýr foreldrarekinn leikskóli í litla Skerjafirði, starfa 6 fóstru. Okkur vantar tvær fóstru til viðbótar í fullt starf frá 1. ágúst. Annað fólk með uppeldismenntun eða áhuga á uppeldisstörfum kemur einnig til greina. Einnig vantar matráðskonu frá 1. september. Góð laun, fallegur staður, traust foreldrasamstarf, frísklegir krakkar og spennandi uppeldisstarf. Upplýsingar veita forstöðukonur (Unnur og Sólveig) í símum 625044 og 686878 eða Steinunn, formaður foreldrafélagsins.í síma 39554, eftir vinnutíma. Skrifstofustörf Opinber stofnun vill ráða símavörð nú þeg- ar. Ennfremur tvo vélritara með reynslu í ritvinnslu frá septembermánuði nk. Umsóknir ásamt meðmælum, ef til eru, sendist auglýsingadeild Mbl. merktar: „S - 7235“ fyrir 2. júlí nk. Veitingahús Stórt og líflegt veitingahús óskar eftir að ráða þjóna í sal. Yngri en 23 ára koma ekki til greina. Umsóknir merktar: „D - 12035“ sendist aug- lýsingadeild Mbl. fyrir 29. júní. Varahlutaverslun Óskum að ráða strax vanan afgreiðslumann í varahlutaverslun. Góð laun í boði. Upplýsingar í síma 680041. Eðalstál hf., Vesturvör 11, Kópavogi Óskum að ráða nú þegar duglega og reglu- sama iðnaðarmenn. Aðeins menn vanir smíði úr ryðfríu stáli koma til greina. Upplýsingar hjá verkstjóra á staðnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.