Morgunblaðið - 24.06.1990, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.06.1990, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR/INNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. JUNI EFNI Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Þessir galvösku Eyjapeyjar sátu uppi á húsþaki í kvöldkyrrðinni og kyijuðu söngva mót sólarlaginu. Jónsmessustemmning í Eyjum Landsmenn hafa víðast hvar notið veðurblíðunnar að undanförnu í ríkum mæli með útvist og samkomum. Lengstur sólargangur var í fyrrakvöld, 21. júní og Jónsmessan var í gær. * r'estmannaeyjum var mikil úti- vistarstemmning_ í blíðviðrinu á föstudagskvöld. Útigrillveislur voru á 15 stöðum á Heimaey. Þar á meðal voru nokkur stærstu fisk- vinnsluhúsin með veislur fyrir sitt fólk, en að auki var útidansleikur íþróttafélaganna í Herjólfsdal með varðeldi og tilheyrandi. Það hefur færst í vöxt á undanfömum árum að fyrirtæki í Vestmanna- eyjum geri starfsfólki sínu daga- mun um Jónsmessuna. Logn- blíðan var slík í Eyjum að reykur frá útigrillunum steig lóðréttur til himinns. Víða í bænum var fólk að söng og leik og mátti jafnvel sjá hópa fólks sitja á húsþökum og syngja við gítarundirspil. Hlaup komið í Kolgrímu í Suðursveit HLAUP er komið í ána Kolgrímu í Suðursveit. Að sögn Jóns Gislasonar, bónda á Skála- felli, hefur áin verið að vaxa undanfarið og sótti mjög í sig veðrið aðfaranótt laugardags. Hún er nú kolmórauð og mikil iðuköst í henni. Jón sagði að hlaupið kæmi úr Vatnsdal, sem er uppi undir Vatnajökli. Hlaup af þessu tagi kæmu í Kolgrímu einu sinni eða tvisvar á sumri. Fólk yrði lítið vart við hlaupin siðan ný brú hefði kom- ið á ána, en bólgið fljótið hefði yfirleitt rofið veginn við gömlu brúna. Að sögn Jóns fara hlaupin minnkandi með árunum, enda sé að minnka í öllum jökulvötnum. Hann sagði að hins vegar mætti búast við að áin ylli skemmdum á túninu hjá sér, hún væri vön að bijóta upp á það í hlaupunum. Samkeppni um skipulag Selfossbæjar: Brúin er hliðið að hjarta bæjarins Selfossi. NIÐURSTÖÐUR í hugmyndasamkeppni um deiliskipulag miðbæjar á Selfossi voru kynntar nýlega. Fjórtán úrlausnir bárust sem allar upp- fylltu skilyrði dómnefndar. Tillaga Þráins Haukssonar landslagsarki- tekts og Sigurðar Hallgrímssonar arkitekts hlaut fyrstu verðlaun, 850 þúsund krónur. Veitt voru verðlaun fyrir þrjár til- lögur og þijár að auki valdar til innkaupa. Ennfremur var valin athyglisverð tillaga. Ragnhildur Skarphéðinsdóttir landslagsarkitekt og Ögmundur Skarphéðinsson arki- tekt hlutu önnur verðlaun, 500 þús- und. Þriðju verðlaun hlaut Vilhjálmur Hjálmarsson arkitekt, 230 þúsund krónur. Skipulagstillögurnar í hugmynda- samkeppninni eru til sýnis í suðursal Hótels Selfoss. Verðlaunatillögurnar eru sýndar á atvinnusýningunni Bergsveinn ’90. „Selfoss er dæmi um bæ sem kom- ið hefur til án þess að skipulags- fræði segði til um. Hann hefur þró- ast út frá veginum,“ sagði Guðrún Jónsdóttir varaformaður skipulags- stjórnar ríkisins í ávarpi áður en nið- urstöður voru kynntar. „Ef við eigum að geta státað okkur af bæjum okk- ar þurfum við að leggja vinnu í skipu- lag. Bæirnir mega ekki tapa einkenn- um sínum," sagði Guðrún. „Við höfum unnið út frá því að Selfossbúar geti búið við þá umferð sem er um bæinn og að draga fram þau einkenni sem bærinn hefur. Brú- in er hliðið að hjárta Selfoss," sögðu þeir Þráinn Hauksson og Sigurður Hallgrímsson sem hlutu fyrstu verð- laun í samkeppninni. — Sig. Jóns. Morgunblaðið/PPJ Dornier-vél Arnarflugs lendir á Reykjavíkurflugvelli aðfaranótt laug- ardags. Dornier-vél Arnarflugs á áætlanaleiðir í dag DORNIER-VÉL Arnaflugs kom til landsins aðfaranótt. laugardagsins og fer, að sögn Magnúsar Bjarnasonar framkvæmdastjóra Arnar- flugs-innanlands, væntanlega sína fyrstu áætlunarferð til Vestmanna- eyja fyrir hádegi í dag, sunnudag. "Y^élin tekur 19 farþega í sæti og er keypt á 9 ára kaupleigu- samningi frá Domier-verksmiðjun- um í Miinchen í Þýskalandi. Kaup- verðið er 160 milljónir króna. Vélin er af yngstu kynslóð Domier-véla, smíðuð 1986 og hefur verið í eigu verksmiðjanna síðan. Amarflug innanlands notaði vélina á leiðum sínum í fýrrasumar. Að sögn Magnúsar Bjarnasonar boðar koma vélarinnar tímamót jafnt fyrir Arnarflug innanlands og innanlandsflug hér á landi, þar sem hún hafi einstæða eiginleika, jafnt til lendingar og flugs við erfið skil- yrði. Ráðuneytið telur athugun Ríkisendur- skoðunar á byggingarsjóðum óþarfa „VIÐ teljum beiðni Þorsteins Pálssonar vissulega óþarfa,“ segir Grétar J. Guðmundsson, aðstoðarmaður félagsmálaráðherra, um bréf sem Þorsteinn sendi forseta sameinaðs þings eins og sagt var frá í blaðinu í gær. í bréfinu fer Þorsteinn fram á að Ríkisendurskoð- un kanni ítarlega Qárhagsstöðu Byggingarsjóðs ríkisins og Bygging- arsjóðs verkamanna. Nefnd á vegum félagsmálaráðherra hefur að undanförnu athugað Qárhag fyrri sjóðsins. Forsetar Alþingis eiga eftir að ræða hvort erindi formanns Sjálfstæðisflokksins verði kom- ið áfram til ríkisendurskoðanda. Þorsteinn Pálsson segir að ekki verði komist undan skoðun Ríkisendurskoðunar með innri athugun félagsmálaráðuneytisins. Grétar J. Guðmundsson, aðstoð- armaður Jóhönnu Sigurðar- dóttur félagsmálaráðherra, segir málaleitan Þorsteins Pálssonar óþarfa, þar sem unnið sé á vegum ráðuneytisins að athugun á fjárhag Byggingarsjóðs ríkisins. I fram- haldi af því verði staða Byggingarsjóðs verkamanna könnuð og leiða til úrbóta leitað. „Við höfum í sjálfu sér ekkert að athuga við að Ríkis- endurskoðun geri svona úttekt. Og Þorsteinn biður reyndar um að fleiri atriði séu skoðuð heldur en við höfum gert,“ segir Grétar. „Ég hlýt að bera saman hvort niðurstöður nefndar ráðuneytisins veiti svör við þeim atriðum sem formaður Sjálfstæðisflokksins bið- ur um,“ segir Guðrún Helgadóttir, forseti sameinaðs Alþingis. Hún segist fyrst hafa fengið bréf Þor- steins í hendur síðdegis á fimmtu- dag og ekki hafi náðst til forseta beggja þingdeilda í gær. „En við munum að sjálfsögðu veita málinu fyrir- greiðslu. Ég geri ráð fyrir að ræða bréf form- anns Sjálfstæð- isflokksins við aðra þingforseta strax eftir helgina." Þorsteinn Pálsson segir aðalat- riði málsins vera að Ríkisendur- skoðun sé sjálfstæð stofnun sem starfi á vegum Alþingis. „Innri at- hugun á vegum ráðuneytisins breytir engu um það aðhald sem Ríkisendurskoðun verður jafnan að sýna framkvæmdavaldinu,“ segir Þorsteinn. „Félagsmálaráðuneytið getur ekki vikið sér undan skoðun Ríkisendurskoðunar með þeim hætti að vísa í eigin athugun. Ég trúi því ekki að ríkisstjómarmeiri- hlutinn á Alþingi ætli að beita sér fyrir því að hindra gerðir Ríkisend- urskoðunar með þessum hætti.“ Ríkisstjómin samþykkti í febrú- ar tillögu félagsmálaráðherra um úttekt á fjárhagsstöðu Byggingar- sjóðs ríkisins og rekstrarafkomu næstu árin. Ráðherrann skipaði í mars nefnd til að vinna að verkefn- inu og fól henni jafnframt að leggja til hvernig koma mætti jafnvægi á fjárhag sjóðsins. Starf nefndarinn- ar er nú á lokastigi og verða niður- stöður lagðar fyrir ríkisstjórn um næstu mánaðamót. Nefndinni hef- ur verið falið að kanna einnig fjár- hagsstöðu Byggingarsjóðs verka- manna. Grétar J. Guðmundsson segir að nefnd félagsmálaráðherra hafi at- hugað þtjú atriði af sex sem Þor- steinn Pálsson vill að Ríkisendur- skoðun verði falið að kanna. Hann segir að nefndin hafi ekki athugað hvernig framlag ríkissjóðs til Bygg- ingarsjóðsins hafi breyst að raun- gildi og hvert samræmi hafi verið milli ríkisframlaga og skuldbind- inga byggingarsjóðanna. Nefndin hafi heldur ekki skoðað sundurgreiningu 400 milljóna rekstrarkostnaðar Húsnæðisstofn- unar, hvort raungildi kostnaðarins hafi breyst undanfarin ár og unnt sé að minnka hann með skipulágs- breytingum. Þriðja atriðið sem Þorsteinn Pálsson biðji nú um en nefnd félagsmálaráðherra hafi ekki athugað, sé greinargerð um hlut- fall og þróun útlána á félagslegum grundvelli miðað við almenn hús- næðisfán. Samkvæmt upplýsingum úr fé- lagsmálaráðuneyti er tryggt að Ilúsnæðisstofnun standi við allar skuldbindingar gagnvart þeim sem fengið hafa lánsloforð til afgreiðslu á þessu og næsta ári. 1 bréfi sem húsnæðismálastjórn sendi forsætis- ráðherra kemur fram að stofnunina vanti um tveggja milljarða ríkis- framlag til að halda áfram af- greiðslu lána samkvæmt lánakerf- inu frá 1986. Með slíku framlagi er þó talið að stofnunin geti aðeins sinnt 7-800 umsóknum til viðbótar þeim sem þegar hefur verið ákveðið að afgreiða á næsta ári. Þannig sé Ijóst að vandi sjóðsins muni aukast og enda með gjaldþroti um næstu aldamót ef lánveitingum verði hald- ið áfram. BAKSVIÐ eftir Þórunni Þórsdóttur A ► 1-44 Öryggi í ellinni ►Kröfur um húsnæði fyrir aldraða hafa breyst mikið á síðustu árum. Áhersla er nú lögð á söluíbúðir, sérhannaðarþjónustuíbúðir. En geta allir nýtt sér þennan mögu- leika og hvemig hefur tekist til í framkvæmdinni? /10 Megas ►Tónlistarmaðurinn Megas í við- tali um nýja hljómplötu og fleira. /14 Mengun og misferli ►Rætt við hóp íslendinga sem er nýkominn heim úr kosningabarátt- unni í Búlgaríu. Efst í huga er gífurleg mengun, grunur um kosn- ingasvik, skortur og gengisskrán- ing, sem gerir íslenskan láglauna- mann að milljónamæringi. /16 Vegna köllunarinnar er hægt að pína presta ► Séra Karl V. Matthíasson sókn- arprestur á Isafirði og formaður Prestafélags Vestfjarða í viðtali um prestsstarfið, kjör og aðbúnað presta. /18 Bheimili/ FASTEIGNIR ► 1-28 Smiðjan ►Umhirða húsa. /2 Búseti-Reykjavík ►Viðtal við Pál Gunnlaugsson formann félagsins. /14 Elísabet II ►Elísabet II Bretadrottning kem- ur í opinbera heimsókn til íslands á morgun ásamt fríðu foruneyti. Hér segir frá lífi hennar og störf- um. /1 Mælti á íslensku ►Sagt frá ferð Filippusar prins til íslands árið 1964. /6 INIágrannar á Norður-Atlantshafi ►Grein um aldalöngsamskipti íslands og Bretlands. /14 FASTIR ÞÆTTIR Frétlir 1/2/4/6/bak Gárur 43 Dagbók 8 Afmæli 9c Hugvekja 9 Mannlífsstr. lOc Leiðari 22 Fjölmiðlar 18c Helgispjall 22 Dægurtónlist 20c Reykjavíkurbréf 22 Kvikmyndir 21c Myndasögur 26 Menningarstr. 22c Brids 26 Minningar 23c Stjörnuspá 26 Bíó/dans 26c Skák 26 Velvakandi 28c Fólk í fréttum 38 Samsafnið 30c Konur 39 Bakþankar 32c Útvarp/sjónvarp 40 INNLENDAR FRÉTTIR: 2-6-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1-4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.