Morgunblaðið - 24.06.1990, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.06.1990, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 15 yfir allt þetta hafin. Segja má að tali mínu sé beint til kjarna einstakl- ingsins, en ekki til þeirra umbúða sem fjölmiðlar hafa skapað. Ein- hverra hluta vegna virðast textar mínir seinteknir. Athugasemdir hafa verið skoðaðar sem umvandan- ir, og umvandanir sem klögumál, og einföld blaðamennska og skrán- ing sem ofdramb. Og feginsandvörp yfir fegurð lífsins sem smekklaus áróður. Á tímabili hélt ég það örlög mín að fólk kveikti á textum mínum tíu árum síðar, en á undanförnum árum virðist sem skilningur fólks hafi vaxið lógariþmískt, og áður en langt um líður býst ég við að fram- setningu og skilning beri upp á sama dag. Þá verð ég hamingjusamur. — Nú er þetta tvöföld plata og geisladiskarnir meira en hálfur ann- ar klukkutími samtals ... Þetta eru firn og ódæmi. Hugsan- lega gæti þetta virst sem ófyrirleit- in árás á friðhejgi heimilanna, enda- sieppan frítíma og fátæklega sam- veru foreldra og barna. En þótt plat- an sé tímasett á sama hátt og kvik- mynd eða vídeóspóla má neyta hennar í smáskömmtum. Hún hefur reynst sérstaklega vel með uppvask- inu og fer þar ekki í kyngreiningar- álit. Brúar kynslóðabilið og er ágæt til samtengingar fjölskyldna. — Er ekki verið að gera plötuna óaðgengilegri með því að selja hana einungis í áskrift? Þessi plata er þess eðlis að hún verður ekki höndluð með ósjálfráða taugakerfinu. Það hlýtur að vera fullkomlega sjálfráð athöfn að eign- ast þessa plötu, kaupandi verður að íklæðast nafni sínu og hafa fyrir því að eignast hana. Sköpun er fyrir- höfn, og með þessu verður kaupand- inn hluti af sköpunarverkinu. Á . .. tilfmninga- arfurinn sem mabur hélt ab vœri manns einkaskynjun, reynist vib reikn- ingsskil hafa verib upplifun annarr- ar kynslóbar og manni alls óvib- komandi. umliðnum árum hefur verið hönnuð vísitöluvera, með lægsta hugsanleg- an samnefnara, en óvíst er hvort hún þrífst annars staðar en í órum nýfijálsra útvarpsstöðva. Æ fleiri hafa endað sem staðalverur í þess- um ískyggilega svima, en við bjóð- um útgöngumiða úr þessu limbói niðurlægingarinnar. List á ekki að vera ósýnilegar ljósvakapakkningar, heldur upplifun með fasta efniseig- ind sem öðlast líf í gegnum þátttöku þess sem nýtur. — Eruð þið ekki fyrirfram að takmarka hagnað ykkar með þess- um fáu útgefnum eintökum? Við höfum sem fyrirmynd breska útgáfufyrirtækið Folio Society, sem gaf út bækur í takmörkuðu upplagi sem yfirleitt margfölduðust í verð- gildi strax eftir útgáfudag. Þannig auðgaði fyrirtækið velunnara sína. Eru þannig dæmi um bónbjargar- menn sem skiluðu digrum arfi til afkomenda sinna, og voru lofaðir og prísaðir í marga ættliði. Hið ein- falda prinsip að halda sig ávallt við takmarkað upplag skapaði fyrirtæk- inu sérstöðu og virðingu, og varð til þess að bæði útgáfan og viðskipt- amenn auðguðust. Hvert eintak nýttist, og verði svo með þessa útg- áfu okkar er það gleði okkar um- boðslaun og gróði. — Hvaða spurningu viltu svo fá að lókum? Hver er afstaða þín til þess sem er efst á baugi í þjóðfélaginu hveiju sinni. Alúðarþakkir fyrir vinsemd og heiður auðsýnt okkur hjónunum í tilefni sjötugsafmœlis míns. Guð blessi ykkur öll. OttóA. Michelsen. Heilsuhælið í Jyderup, Danmörku Yoga og hugleiðsla í júlímánuði • Reynsla sem nýtist þér í dagsins önn • Leiðbeinandi er Síta • 5 námskeið, í Reykjavík og á Akureyri • Er eitthvað af þeim við þitt hæfi ? Bækling meb nákvœmum upplýsingum um námskeibin pantardu ísíma (91)27053, eftir kl.l 7.00 daglega. Örfá sæti eru laus í ferð á Heilsuhælið í Jyderup í Danmörku til að kynnast kenningum Julíu Voldan um lífsstíl og mataræði. Dvalið verður í tvær vikur frá 31. júlí til 13. ágúst 1990. Flogið verður um Kaupmannahöfn. Framlengja má dvölinni. Getum bætt nokkrum í hópinn. Nánari upplýsingar gefa Hanna Lísbet í síma 54874 og Her- mann Ragnar í síma 36141. Hafið samband sem allra fyrst. MORDISK FILM-&TVI FOMD (Norræni kvikmynda- og sjónvorpsmynda sjóðurinn) Verið velkomin með samnorræn verkefni til Norræna kvikmynda- og sjónvarpsmyndasjóðsins (Nordisk Film- & TV-fond), sem nú tekur til starfa. Kynningarbæklingar og umsóknareyðublöð er hægt að panta frá og með 1. júlí frá: Taptogatan 4, S-115 28 Stockholm, sími +46 8 6656575, fax +46 8 6601140. Umsóknir skulu berast eigi síðar en 10. ágúst og verða þær afgreiddar jafnóðum og þær berast. Algert skilyrði er að fjármagnsaðilar séu frá tveimur Norðurlandanna og að dreifing sé einnig tryggð í þeim löndum. Bengt Forslund framkvæmdastjóri VIÐ ÞÖKKUM FRÁBÆRAR UNDIRTEKTIR Á ÞJÓÐHÁTÍÐARDAGINN OG ENDURTÖKUM LEIKINN! ‘Sýáéum, piítt (^aca (^o£u meá ö££um m&tf I TILBOD HELGARINNAR I Rjómalöguð súpa dagsins glóðarsteiktlambalæri meðsósuaðeiginvali. Margréttaðurdesertbar Verð 1.290,- I annad; i Dæmi af matseðli: Lambapönnusteik 100 g. 1290,- Lambapönnusteik 200 g. 1590,- Lambamedalíur í appelsínu- og sítrónusósu 1590,- Sjávarpönnugratín að hætti Pottsins 990,- Skötuselur með ristuðum skelfisk í Café de Paris sósu 1290,- Auk mikils úrvals af sjávar- og lambakjötsréttum. Að sjálfsögðu fylgja okkar landsfrægu salat- og desertbarir öllum réttum. ‘r&vaö euuuid/ Brautarholt 22, simi 11690. Kjörís hara vegna hragðsins Happdrætti Blindrafélagsins DREGIÐ 20. JÚNÍ Vinningsnúmer eru: 10816, 7357, 4985, 9136, 10038, 15166, 9388, 11128, 17662, 19633, 2952, 9758, 10882. SÍMSVARINN ER 38181. Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra. ÖNDVEGISHÚSGÖGN úr leðri Airone 3ja sæta + 2 stólar kr. 159.800,- staðgr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.