Morgunblaðið - 24.06.1990, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 24.06.1990, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ GÖTULEIKHÚS Lagst á bæn og þá létti til! ótt 17. júní síðastliðinn heyri nú sögunni til, er óhætt að minnast eins af atriðum skemmti- dagskrárinnar sem vakti verulega athygli og kátínu yngri kynslóðar- innar þótt varla hafi verið minnst á það í fjölmiðlum. Er þá átt við götuleikhúsið litskrúðuga sem seig um götur með tónlist og litadýrð og fóru þar saman dansandi „svert- ingjakonur, indverskur fíll, gamlar glæsibifreiðir og sjálfur Batman ásamt nokkrum hjálparkokkum. Götuleikhús þetta var runnið undan rifjum Hlínar Agnarsdóttur, frönsku stúlkunnar Dominique Po- ulain, sem er brúðugerðarmaður, Brúðhjón! Verið með Nýbökuð brúðhjón eða rétt ósamangefm pör eru hvött til að vera með í þættinum um „Brúðhjón vikunnar". Hann fellur niður af óviðráðanlegum ástæðum að þessu sinni, en heldur áfram af fullum krafti næstu vikur. Verið með. Hringja má í beinan síma, 691214, eða í skiptiborð, 691100, og leggja inn skilaboð. og írisar Ólafar Siguijónsdóttur búningameistara. Morgunblaðið ræddi við Hlín í vikunni og spurði hana um tilurð og aðdraganda sýn- ingarinnar. „Þannig er mál vexti, að ár hvert síðustu fimm árin hefur borgin ráð- ið listamenn úr ýmsum áttum til að koma á fót götuleikhúsi með 17. júní fyrir augum. Að þessu sinni fengum við Dominique og íris þann starfa og unnum við hann í sam- vinnu við nokkra tugi unglinga sem að uppistöðu komu frá Mennta- skólanum í Reykjavík, en einnig frá öðrum skólum á Reykjavíkursvæð- inu. Þetta höfum við verið að und- irbúa í skýli Flugbjörgunarsveitar- innar í Nauthólsvík í tvo mánuði og margir hafa lagt hönd á plóg- inn,“ segir Hlín. En hvernig fínnst henni síðan hafa tekist til? Hlín segir: „Svo vel í heild séð að við urðum þess mikið vör að börnin höfðu gaman af uppátækinu. Við reyndum að ná saman sem mestum andstæðum og virtist það ganga upp. Krakkarnir vildu láta mynda sig með Batman og ind- verski fíllinn var fullkominn fíll, gat bæði sprautað með rananum og kúkað og það þótti krökkunum stór- merkilegt og við vorum mikið spurð hvort fíllinn hefði verið að súpa á Tjörninni öðru hvoru! Svo vil ég líka geta þess, að við teljum að það sé okkur að þakka hvernig rættist úr veðrinu. Við sáum fram á að ef veðurspáin gengi eftir, myndi brúni liturinn á negrakonunum skolast af og fílinn myndi rigna niður. Við lögðumst því öll á bæn! Ég segi þetta svona í gríni, en það var samt með ólkindum, eins og dagurinn byrjaði, að það létti til um leið og við byijuðum atriðið okkar! Um tíma var næstum afrískur hiti í lofti.“ En er hér kominn vísir að nýju götuleikhúsi? „Því verður ekki svar- að í dag, en flest krakkanna hafa unnið saman við Herranótt MR og munu eflaust halda því áfram næsta vetur. Hins vegar er mér efst í huga þakklæti í garð krakkanna, það var svo stórkostlegt að vinna með þeim og þykir mér að borgin ætti að veija meiru fé til þess að vinna skipulega að skapandi hlutum með unglingunum. Það getur ekki verið annað en af hinu góða.“ C Y C L E S A 25% VERÐLÆKKUN Fjallahjól (24-26 tomma) Utsöluverð frá kr. 23.100,- lOgírahjól Útsöluverð frá kr. 21.900,- 3 gíra hjól með fótbremsu Útsöluverð frá kr. 24.200,- Keppnis- og æfmgahjól Útsöluverð frá kr. 18.400,- 4 mánaða raðgreiðslur 0 JÖFUR HF ÞEGAR ÞÚ KAUPIR H.TÓL NÝBÝLAVEGI 2 • SÍMI 42600 ® • • @ # • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • « • • ® • • • • • • • • • ® • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • ® • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • DANS Fá vítamín- sprautu fyrir vestan haf Fjórir hressir krakkar frá Dans- stúdíói Sóleyjar lögðu Jand undir fót í gær, raunar haf einnig, því þau héldu vestur um haf til New York þar sem þau munu nema dans næstu átta vikurnar við einn þekkt- asta skóla sinnar tegundar, Alvin Alley American Dance Center á Manhattan. Þetta eru þau Helena Jónsdóttir 21 árs, Jón Egill Braga- son 22 árarElín_IIelga Sveinsdóttir 18 ára og Rúna íris Guðmundsdótt- ir nærri 18 ára. Þau voru dálítið á nálum er Morgunblaðið ræddi við þau á fimmtudagskvöld að lokinni æfingu því þau höfðu rétt í því fregnað að þau hefðu verið svikin um húsnæði í New York og allt væri í óvissu um hvar þau myndu búa. Ekki var þó neinn bilbug á þeim að finna og þau voru spurð hvað þau ættu í vændum. „Þetta verða mikil viðbrigði, því allan tímann verður mjög ströng dagskrá, íjölbreytt viðfangsefni frá klukkan níu á morgnana til klukkan þijú á daginn. Til samanburðar mætti geta þess að heima æfa krakkarnir fjóra daga vikunnar og frá einni og hálfri klukkustund upp í þijár klukkustundir á dag. Nú hafa ungmennin öll verið meira og minna dansandi árum saman og Helena segir að með öllu hafi hún verið í dansi í 16 ár. Þau voru því spurð hvað þau reiknuðu með að fá út úr átta vikna nám- skeiði og hvort þau myndu gera eitthvað í umræddum skólasem þau gera ekki hér á landi. Þau voru sammála um að líkamlega hefði það ekki afgerandi áhrif þótt æft væri af þessu kappi í átta vikur. Mun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.