Morgunblaðið - 24.06.1990, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 24.06.1990, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ Morgunblaðið/Bjöm Sveinsson Kvintett Árna Scheving. Frá vinstri eru Þorleifur Gíslason, sem leikur á saxófón, Einar Valur Scheving . á trommur, Árni Scheving á víbrafón, Birgir Bragason á bassa og Carl Möller, sem leikur á píanó. Egilsstaðir; Undirbúningur E>jass- hátíðar á lokastigi Egilsstöðum. UNDIRBÚNINGUR að þriðju Djasshátíð Djassklúbbs Egilsstaða er nú að ljúka en hátíðin stendur yfir frá 29. júní til 1. júlí. Fyrri hátíðir hafa tekist með miklum ágætum og verið flölsóttar að sögn Árna ísleifs- sonar, framkvæmdastjóra Djasshátíðarinnar, enda hafi alltaf fengist góðir djassistar til að leika á þessum hátíðum. Að þessu sinni segir Arni að boðið verði upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá með lands- kunnum listamönnum. Hátíðin hefst föstudagskvöldið 29. júní með Ellen Kristjánsdóttur og hljómsveit mannsins hennar. Einn- ig mun Viðar Alfreðsson leika á trompet með aðstoð hljómsveitar. Á laugardagskvöld leika kvartettinn Jassþingeyingar frá Húsavík og Djasssmiðja Austurlands. Að tónleik- unum loknum verður dansleikur þar sem 4 hljómsveitir af Austurlandi leika. Á sunnudagskvöldið verður kvintett Árna Scheving vibrafónleik- ara með lokatónleikana. Einnig kem- ur fram Guðbjörn Björnsson blúsari á Egilsstöðum. Á sunnudag er einnig gert ráð fyrir útitónleikum við sundlaugina. Fjölmörg fyrirtæki og sjóðir á Aust- urlandi hafa styrkt þessa hátíð og Flugleiðir og Hótel Valaskjálf eru með sértilboð á flugi og gistingu meðan á hátíðinni stendur. - Björn TILKYNNINGAR Konur Garðabæ! Húsmæðraorlof verður á Laugarvatni dag- ana 2.-8. júlí. Upplýsingar gefa Gréta í síma 656752 og Guðbjörg í síma 656028. f» CAD-kerfið Nýtt símanúmer CAD-kerfið, á Bíldshöfða 12, sem þjónustar ELCAD, POINT-LINE og tekur að sér teiknun rásateikninga á ELCAD, hefur fengið nýtt símanúmer sem er 91-676911. Skrásetning nýnema f Háskóla íslands lýkur föstudaginn 29. júní 1990. Umsókn um skrásetningu skal fylgja staðfest Ijósrit eða eftirrit af stúdentsprófsskírteini (ath. af öllu skírteininu). Við skrásetningu skal greiða gjöld sem eru samtals 7.900 kr. Skrásetning fer fram í nemendaskrá Háskól- ans í Aðalbyggingu kl. 9.00-16.00. Háskóli íslands. USNÆÐI í BOÐI Til leigu húsnæöi fyrir snyrtistofu. Upplýsingar í síma 685517. :NNSLA Vélritunarkennsla Vélritunarskólinn, s. 28040. Wélagslíf Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Almenn samkoma í kvöld kl. 20.00. Erlendar bækur Nýkomin sending af erlendum bókum m.a. Power Healing eftir John Winber. Verið velkomin. l/erslunin FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 S. 11798 19533 Spennandi ferðir um ís- land með Ferðafélaginu í sumar. 1. 28. júní-3. júlf (6 dagar) Vest- fjarðahringur. Nú er hver síðast- ur að bóka sig í þessa fjöl- breyttu Vestfjarðarferð. Sigl-ng yfir Breiðafjörð meö nýja Baldri. Ekið um firðina og djúpið með ýmsum útúrdúrum m.a. Látra- bjarg, Selárdal, Lokinhamra, Svalvoga, Bolungarvík með út- sýnisferð á Bolafjall, fugla- paradísin Æðey, Kaldalón. Far- arstjóri: Ólafur Sigurgeirsson. Góð gisting í svefnpokaplássi. 2. 29. júní-3. júlf (5 dagar) Reykjafjörður-Drangajökull. Siglt í Reykjafjörö frá Munaðar- nesi á Ströndum. Tjaldbækistöð í Reykjafirði á Hornströndum og síðan ganga yfir Drangajökul í Kaldalón. Tilvalið að hafa gönguskíði. Ný ferð. 3. Hornstrandaferðir með ýms- um tilbrigðum m.a. með gist- ingu í húsi sem enginn hefur boðið fyrr: a. 4.-10. júlí (7 dagar) Aðalvík- Hlöðuvík-Hornvík. Stutt og skemmtileg bakpokaferð frá Sæbóli um Hesteyri í Hlöðuvík og Hornvík. Göngutjöld. b. 4.-13. júlí (10 dagar) Hlöðuvík-Hornvík. Dvalið að Horni í Hornvík og Búðum í Hlöðuvík. Gist í húsum, einnig hægt að vera með tjöld. Fjöl- breyttar gönguleiðir m.a. á Hornbjarg, Hælavíkurbjarg, Al- menninga o.fl. Enginn burður. c. 4.-10. júlí (7 dagar) Hornvík. Stytt útgáfa af ferð b. Eingögnu dvalið að Horni. Tímasetning miðast við brottför úr Reykjavík. d. 12.-17. júlí (6 dagar) Aðalvík. Dvaliö að Sæbóli með göngu- ferðum m.a. á Rit. 4. 6.-11. júlí (6 dagar) Land- mannaiaugar-Þórsmörk. Farar- stjóri: Hilmar Þór Sigurðsson. 5. 11.-15. júlí (5 dagar) Land- mannalaugar-Þórsmörk. Gist í gönguskáium FÍ. 5 og 6 daga ferðir um „Laugaveginn" verða í allt sumar. 6. 11.-15. júlí (5 dagar) Hvítár- nes-Þverbrekkumúli-Hvera- vellir. Mjög áhugaverð göngu- leið á Kili. Gist i skálum FÍ. Far- arstj. Jóhannes I. Jónsson. Helgarferðir f Þórsmörk hverja helgi. Breiðafjarðareyjaferð um næstu helgi. Búrfellsgjá á mið- vikudagskvöldiö kl. 10. Fleiri skemmtilegar Ferðafélagsferðir verða auglýstar í þriöjudags- blaðinu. Nánari upplýsingar og farmiðar á skrifst. Öldugötu 3. Verið með! Ferðafélag íslands, félag fyrir þig. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Sunnudagur. Safnaðarsamkoma kl. 11.00. Ræðumaður Hafliði Kristinsson. Stjórnarskipti. Barnagæsla. Að samkomu lokinni verðu safnað- armeðlimum boðið til samveru í neðri sal kirkjunnar. Sunnudagskvöl Almenn samkoma kl. 20.00. Ræðumaður Guðni Einarsson. Skírn. Ljósbrot syngur. Barna- gæsla. Allir hjartanega velkomn- ir. KROSSÍNN Auðbrekka 2 • Kópavoqur Sunnudagur: Almenn samkoma í dag kl. 14.00. Þriðjudagur: Biblíulestur kl. 20.30. Laugardagur: Unglingasamkoma kl. 20.30. FERÐAFELAG # ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 S: 11798 19533 Sunnudagur 24. júní 1. kl. 8.00 Þórsmörk, dagsferð og til sumardvalar. Verð kr. 2.000,- i dagsferðina (hálft gjald fyrir 7-15 ára). Kynnist Þórs- mörkinni í sumarskrúða. Fjöl- skyldutilboð á sumardvöl. Mið- vikudagsferð 27. júnf. Tilvalið að dvelja í góðu yfirlæti í Skag- fjörðsskála í Langadal á milli ferða. 2. kl. 13.00 Verferð 3: Selatangar. Á Selatöngum eru merkar minjar um útræði fyrri tíma. Lok vor- vertíðar samkvæmt fomu tima- tali. Fiskabyrgi, verbúðarminjar, refagildrur, sérstæðar kletta- borgir, Nótahellirinn o.fl. merki- legt skoðað. Tilvalin fjölskyldu- ferð. Fararstj. Höskuidur Jóns- son. Verð 1.000,- kr., frítt f. 15 ára og yngrl f fylgd foreldra sinna. Brottför í ferðirnar frá Umferðarmiðstöðinni, austan- megin. Allir velkomnir! Ferðist innanlands með Ferða- félaginu í sumar. Sumarleyfisferðir verða aug- lýstar í félagslífinu á morgun sunnudag. Gerist félagar i F.í. Árgjaldið er 2.500,- kr. og Árbók- in, sem kemur út um helgina, er innifalin. Árbókin fjallar um svæði vestan Eyjafjarðar. Ferðafélag Islands, félag fyrir þig. fomhjólp í dag kl. 16.00 er almenn sam- koma í Þríbúöum, Hverfisgötu 42. Mikill almennur söngur. Barnagæsla. Ræðumenn verða Hulda Sigurbjörnsdóttir og Jó- har.n Pálsson. Allir velkomnir. Samhjálp. VEGURINN Kristið samfé/ag Kl. 20.30: Kvöldsamkoma. Hjón- in Ýavari-llan frá ísrael þjóna. Biðjið Jerúsalem friðar. Verið velkomin. Vegurinn. ÚTIVIST GRÓFINNII • RFYKJAVÍK • SÍMI/SÍMSVARIJ4606 Jónsmessunæturganga Laugard. 23. júní. Meö Akra- borg upp á Akranes. Gengið út með ströndinni og á Akrafjall þaðan sem fylgst verður með sólarlagi. Rútuferð til baka eftir miðnætti. Framhaldsganga í ná- grenni Reykjavíkur. Brottf. kl. 18.30 frá Grófarbryggju. Verð kr. 1.500,- Þórsmerkurgangan 11 ferð. Sunnudag 24.júní Holtahreppur hinn forni: Fylgt verður gömlu þjóðleiðinni frá Ásahverfi yfir að ytri Rangá. Komið við hjá Hellistjörn. Auð- veld ganga. Staðfróðir Rangæ- ingar verða með í för. Athugið breyttan brottfarartíma. Fariö kl. 9.30 frá Umferðarmiðstöð - bensínsölu. Stansað við Árbæj- arsafn. Létt hjólreiðaferð fyrir byrjendur Sunnud 24. júní. Brottför kl. 13.30 frá Árbæjarsafni. í feröinni verða veittar upplýsingar og leiðbeiningar um skynsamlega útbúnað í hjólreiðaferðum. í Útivistarferð eru allirvelkomnir! Sjáumst. Útivist. Kristniboðsfélag karla Reykjavík Fundur verður í Kristniboðssaln- um Háaleitisbraut 58-60, mánu- dagskvöldið 25. júní kl. 20.30. Kristniboðarnir Valdís og Kjartan sjá um fundarefnið. Allir karlmenn velkomnir. Stjórnin. Hjálpræðissamkoma í kvöld kl. 20.00. Brigader Ingibjörg Jóns- dóttir og kapteinn Miríam Óskarsdóttir stjórna og tala. v Allir velkomnir. Skipholti 50b, 2. hæð Almenn samkoma í dag kl. 11.00. Sunnudagaskóli á sama tíma. Allir velkomnir. 'liftnnfi fr’i'fi UTIVIST GRÓFIHNI1 • REYKJAVÍK • &ÍMI/&ÍMSVARI 14606 Um næstu helgi Skagafjörður - Drangey Gengið í land í Drangey. Stór- brotin náttúra og mikið fuglalff. Fimmvörðuháls - Básar Ægifögur gönguleið upp með Skógaá yfir Fimmvörðuháls og niður á Goðaland. Góð gisting í Útivistarskálunum í Básum. Paritið tímanlega. Bésar - Goðaland Sælureitur í óbyggðum. Ferð um hverja helgi. Fáein sæti laus 29/6. Pantiö tímanlega. Sumarleyfisdvöl í Básum Sérstakt afsláttargjald á gistingu ef dvalið er milli ferða. I Útivistarferð eru allir velkomnir! Sjáumst. Útivist. AGLOW - kristileg samtök kvennat verða með fund í Bústaðakirkju mánudagskvöldlö þann 25. júnf kl. 20.00-22.00. Janet Cosshall mun predika Guðs orð á fundin- um. Allar konur eru velkomnar og bjóði gestum með sér. Verð er kr 250,00. Komum og lofum Guð og eigum samfélag við Hann. Einnig mun verða skráð til þátttöku á sveitafundinn á Varmalandi, Borgarfirði, sem haldinn verður þann 14. júlí nk. 'Uftlndi Hl ÚTIVIST GRÓRNHI l • REYKJAVÍK • SÍMIAÍMSVARI14606 Sumarleyfisferðir Ferðist um (sland í sumarleyfinu í góðum félagsskap. Hornstrandir eru engu líkar! 4.-13./6: Hornvfk: Tjaldbæki- stöð. Gönguferðir um stórbrotið landsvæði m.a. á Hornbjarg, [ Látravík og Rekavík. Fararstj. Gísli Hjartarson. 4.-13./6: Aðalvík - Hornvík: Bakpokaferð. Tilvalin ferð til þess að kynnast Hornströndum vel. Gengið um svæði sem róm- uð eru fyrir náttúrufegurð og mikilfengleika. Undirbúnings- fundur á skrifstofu Útivistar, Grófinni 1, þriðjud. 26/6 kl. 18. Mikilvægt að allir þátttakendur mæti. Fararstj. Sigurður Sigurð- arson. Tværgóðar bakpokaferðir 6.-10./6: Kalmanstunga - Hveravellir: Ný gönguleið um mikilfenglegt svæði. Dagur á Hveravöllum ( lok ferðar. Far- arstj. Reynir Sigurðsson. 8.-12./6: Landmannalaugar - Þórsmörk: Hinn vinsæli Laugavegur óbyggðanna, sem aílir geta gengið. Svefnpokagisting. Dag- ur í Básum í lok ferðar. Fararstj. Haukur P. Finnsson. Pantið tfmanlega í sumarleyfis- ferðir. Miðar óskast sóttir viku fyrir brottför. i Útivistarferð eru allir vel- komnlr.l Sjáumst. Útivist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.