Morgunblaðið - 24.06.1990, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.06.1990, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ Húsbréf Blóðbað á hafinu: Sjóræningjar silja enn um bátafólkið Þrír aðrir bátar frá Thailandi komu nú aðvífandi og áhöfnin á einum þeirra réðst um borð í flóttamannabátinn og rændi Víet- namana öllum verðmætum. Að því búnu reyndu þeir að taka með sér nauðuga tvítuga stúlku en þégar hún streittist á móti stungu þeir hana á hol og köstuðu líkinu í sjó- inn. Áhafnir hinna bátanna tveggja voru heldur ekki aðgerðalausar. Þær hirtu allan farangur flótta- fólksins og köstuðu matvælunum í sjóinn. Þegar Thailendingarnir fóru höfðu þeir með sér sex konur, þar á meðal tvær systur, 13 og 14 ára. Thailendingarnir, sem komu fyrstir á vettvang, létu nú loks til skarar skríða gegn flóttafólkinu og sigldu þrisvar sinnum á bátinn. A milli tíu og tuttugu manns féllu þá útbyrðis og þegar tveir mannanna reyndu að bjarga sér með því að grípa í tóg utan á fiskibátnum voru þeir stungnir með hnífum. Aðrir 11 drukknuðu. Hér var um að ræða fyrstu árásina á þessu ári á víet- namskt flóttafólk undan strönd Malaysíu og áreiðanlega ekki þá síðustu. í áratug hafa yfirvöld í Thailandi barist gegn þessum sjóræningjum og notið við það aðstoðar ríkis- stjórna á Vesturlöndum. Hefur tek- ist að fækka árásunum verulega en hins vegar eru þær, sem gerðar eru, miklu alvarlegri en áður. Á árinu 1988 var opinberlega skráð 21 morð á víetnömsku flóttafólki en aðeins 11 í fyrra en þá var hins vegartalið, að 727 Víetnamarhefðu farist í hafi af einhveijum ástæðum en ekki nema 92 árið 1987. Þegar thailenska fiskibátnum var siglt á bátinn með víetnamska flóttafólkinu 2. apríl sl. var það augljóslega gert til að enginn yrði til frásagnar. Sjóræningjar, sem réðust með tveimur skipum á 84 víetnamska flóttamenn í ágúst í fyrra, gengu hins vegar skipulegar til verks. Þeir fluttu konurnar og nokkur börn yfir í thailensku skipin en tóku síðan til við að beija eða höggva hitt fólkið til bana. Þegar Víetnamarnir reyndu að veita mót- spyrnu flýðu Thailendingarnir yfir í skipin og sigldu flóttamannabátinn í kaf. Þrátt fyrir þessar aðfarir tókst 13 Víetnömum að komast lífs af en í annarri árás fyrir um ári á bát með 130 Víetnömum tókst aðeins einum manni að sleppa lifandi. Pierre Jambord, starfsmaður Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Bangkok, segir, að þessi grimmdarverk séu að nokkru leyti það gjald, sem greiða verði fyrir árangursríka baráttu gegn sjóræn- ingjum, en í henni er meðal annars beitt fjórum flugvélum og nokkrum eftirlitsbátum. Stjórnvöld í Malaysíu eru hins vegar orðin þreytt á að taka við flóttafólki, sem vestrænar þjóðir vilja ekki lengur veita hæli, og hef- ur því gripið til þess að snúa fólk- inu við, reka það aftur út á sjó. Frá því í maí í fyrra hefur rúmlega 5.400 flóttamönnum verið vísað í burtu. Þessar aðgerðir hafa einnig kost- að mannslíf. Þegar malaysískur eft- irlitsbátur kom að flóttamannabáti, sem hafði verið á reki í sex vikur, var einn maður látinn en hinir 67 fengu vatn, hrísgrjón og grænmeti en voru síðan dregnir á haf út. Mahathir Mohamad, forsætisráð- herra Malaysíu, segir, að ríkis- stjórnir á Vesturlöndum beri alla ábyrgð á afdrifum flóttamannanna. SAMEINAÐA/SlA Bátur, yfirfullur af víetnömsku flóttafólki. Þótt árásunum hafi fækkað eru þær grimmilegri en nokkru sinni fyrr. DAGUR var að kvöldi kominn 2. apríl síðastliðinn þegar thai- lenski fiskibáturinn lagði upp að bátnum með flóttafólkinu, 191 Víetnama. Hafði það verið tvo daga á sjó og var farið að nálg- ast Malaysíuströnd. I fyrstu voru Thailendingarnir vingjarnlegir, buðu fólkinu ís og vatn, en skyndilega varð breyting á. Einföld og örugg leið til að eignast ibúð Er orðið tímabært að kaupa íbúð? Ætlir þú að fá fyrirgreiðslu í húsbréfakerfinu, byrjar þú á að sækja um umsögn ráðgjafastöðvar. Fyrst þarftu þó að hafa undirbúið kaupin vandlega, t.d. með reglubundnum sparnaði. Þegar þú hefur fengið umsögnina í hendur, þurfa ekki að líða nema nokkrar vikur þar til afgreiðslu er lokið og kaupsamningur undirritaður. í húsbréfakerfinu áttu kost á háu langtímaláni á einum stað. Það getur sparað þér fyrirhöfn og kostnað af öðrum lántökum og auðveldað þér að hafa yfirsýn yfir skuldir þínar. Umsögn ráðgjafastöðvar eykur á öryggi þitt, því hún á að fyrirbyggja hugsanlega greiðsluerfiðleika þína. Þú getur ekki gert kauþtilboð í húsbréfakerfinu án þess að hafa fengið umsögnina í hendur. Hafðu auk þess í huga að íbúðarkaup nú á dögum eru varla framkvæmanleg nema a.m.k. 15-20% kaupverðs sé eigið fé. Eigið fé getur til dæmis verið bíll, sem þú ætlar að selja, sþarnaður, eða annað sem ekki er lánsfé. Leitaðu nánari upplýsinga hjá fasteignasölum og í Húsnæðisstofnun. KYNNINGARMYNDBÖND Kynningarmyndbönd um húsbréfakerfið liggja frammi á næstu dögum hjá fasteignasölum og hjá Húsnæðisstofnun. Þau eru einnig m.a. væntanleg á sveitastjórnarskrifstofur og myndbandaleigur um land allt. PP HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS LJ HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 108 REYKJAVÍK SÍMI ■ 696900 Fróöleikur og skemmtun fyrirháa semlága! Jltargtsiilirffifeffe

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.