Morgunblaðið - 24.06.1990, Side 39

Morgunblaðið - 24.06.1990, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ SÖFN Draumurinn að breyta Ar- bæjarsaftii í blómstrandi þorp fyrri tíma lengri tíma þyrfti til að skila líkam- legum bata ef þannig mætti að orði komast. Það sem þau fengu fyrst og fremst út úr vistinni reiknuðu þau með að yrði víðari sjóndeildar- hringur, þetta myndi verða „vítamínsprauta“. Þau myndu hitta fólk, æfa undir stjórn fleiri kenn- ara, nema fleiri viðhorf, fleiri hug- myndir ufn túlkun og kennslu og þannig mætti lengi telja. Það væri alltaf hætta á stöðnun, en með þátttöku í slíku námskeiði væri hættan á slíku óveruleg... Shirley Thoinson Santoro og Mic hael Santoro að tónleikunum af- stöðnum. Kveðjubros til landsmanna, f.v. Elín Helga, Helena, Jón Egill og Rúna íris. Sumarið er komið í Árbæjarsafni og verður mikið um að vera í sumar, segir Margrét Hallgríms- dsóttir, borgarminjavörður og for- stöðumaður safnsins, m. a. þrjár nýjar sýningar auk þess sem byrjað er að „taka utan af“ Suðurgötu 7 sem staðið hefur innpökkuð í báru- járn á lóð safnsins síðan 1984 er húsið var flutt úr miðbænum. Margrét var spurð nánar út í sýn- ingarnar og hún svaraði: „Fyrst er að nefna sýninguna „Og svo kom blessað stríðið“, sem skírskotar til ástandsins heima fyr- ir meðan stríðið geisaði og landið var hersetið. Það eru bæði munir og myndir til sýnis og við höfum m.a. stillt upp kaffíhúsi frá stríðsár- unum með tilheyrandi tónlist. Lífsgæðakapphlaup okkar íslend- inga hefst raunar um þetta leyti því alls kyns tæki taka að streyma inn í landið og þessu gerum við skil. Þessa sýningu hafa þær Ragn- hildur Vigfúsdóttir og Sólveig Ge- orgsdóttir sett upp. — Þá höfum við opnað krambúð í næsta húsi við Dillonshús og þar geta gestir safnsins verslað upp á gamla mátann og keypt m.a. þurrk- aða ávexti, kandís og fleira dæmi- gert fyrir verslanir fyrri tíma. Þá er starfandi verkstæði bókagerðar- manna og eru bæði bókbindari og TONLIST Lítt þekktum íslenskum tón- verkum fagnað í Minneapolis Það er sannarlega ekki oft sem íslensk tónlist er flutt á tón leikum í tvíburaborgunum Minnea- polis og St. Paul, en það gerðist fyrir skömmu við mikla hrifningu áheyrenda á tónleikum í konsertsal háskólans þar,“ sagði frú Margrét Arnar í Minneapolis í samtali við fréttamann Morgunblaðsins. „Ég var í sjöunda himni, 'því þessi íslensku tónverk voru dásamlega fögur!“ Tónlistina fluttu Shirley Thom- son Santoro, dáður og vel þekktur fiðluleikari í Minneapolis St. Paul og Michael Santoro píanóleikari og framkvæmdastjóri. Shirley hefur leikið með sinfóníuhljómsveitum víða um Bandaríkin og er konsert- meistari Civic Orhestra of Minnea- polis. í fyrra hlaut hún „Teácher of the year“-verðlaunin sem veitt eru af Minnesotadeild Sambands bandarískra strengjaleikara. Fyrir um það bil þremur árum fann Shirley fyrir tilviljun tónverk eftir Helga Pálsson, „íslenskir dansar" og varð mjög hrifin af. Hún lék það þá á tónleikum hér og furð- aði sig jafn framt á því að hún fann hvergi upplýsingar um Helga. Fyrir milligöngu Islendinga í Minneapolis fékk hún upplýsingar um hann frá íslandi og einnig komst hún í bréfa- samband við Snorra, son Helga, hljóðfæraviðgerðarmann í Reykjavík. Hann sendi henni fleiri verk föður síns og það voru þau sem Shirley og Michael fluttu á háskóla- tónleikunum sem um ræðir, auk verka eftir Grieg, Schubert og Janacek. Helgi Pálsson fæddist 1899 en lést 1964. Hann var skrifstofustjóri á Neskaupsstað 1924-37 en fór þá til Reykjavíkur og starfaði þar lengst af hjá Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna við skrifstofustörf. Hann var gæddur ríkri tónlistar- gáfu og naut á unglingsárum leið- sagnar hjá Sigfúsi Einarssyni tón- skáldi og Þórarni Guðmundssyni fiðluleikara. Síðan stundaði hann nám í Tónlistarskólanum hjá dr. Mixa og dr. Urbancic. Eftir hann liggja strokkvartettar, svítur fyrir hljómsveit og fyrir fiðlur og píanó, enn fremur einsöngslög og kórlög. Kona hans var Sigríður Erlends- dóttir en börn þeirra voru Gerður myndhöggvari, Erlendur arkitekt og Snorri hljóðfæraviðgerðarmað- ur. Morgunblaðið/Einar Falur Ingólfsson Nokkur spor fyrir ljósmynd- arann. Margrét Hallgrímsdóttir borgarminjavörður. prentari frá Félagi bókagerðar- manna að störfum eins og fyrrum tíðkaðist. Verkstæðið er í fullum gangi um helgar. Einnig má geta þess, að í Dillonshúsi er nú rekið fyrri tíma kaffíhús og snæða gestir við undirleik harmonikku. Fleira mætti nefna, en stefnan er tekin á líflegra Árbæjarsafn en verið hef- ur.“ En hvernig sér Margrét safnið fyrir sér á næstu árum: „Sem lítið þorp iðandi af lífí. Það er kominn vísir að þessu og við eigum einnig efnivið til að opna skóverkstæði, vefstofu og gullsmíðaverkstæði, svo eitthvað sé nefnt. Stefna mín er að koma safninu í þennan farveg, það er draumurinn að hafa hér blómstr- andi lítið þorp til minja um fyrri tíma.“ Stiginn Um það hefur lengi verið deilt hvort konur hafi að upplagi minni tilhneigingu til tækni og véla en karlmenn. Á þessum síðustu tímum áherslna á eðl- isbundin sér- kenni má bú- ast við því að sumir haldi því fram að það sé sérstaklega kvenlegt að vera klaufi, þótt aðrir haldi því fram að uppeldi og um- hverfi ráði hér mestu. En hvað um það. Konur eru óneitanlega miklir klaufar stundum. Til marks um það er þessi saga sem ég heyrði um daginn. Kona nokkur, íslensk, var í námi í útlöndum. Til þes^ að hafa ofan af fyrir sér urn helgar skrapp hún í heim- sókn um alllangan veg til vinafólks. Hún fór langa leið með lest og ætlaði að kaupa sér miða í svefnklefa. Hún var nýkomin að heiman og þar sem hún var lítt vön járn- brautarlestum skildi hún ekki þegar afgreiðslukonan á lestarstöðinni spurði: „Ett, tva, eller tre?“ Hún bað um tre. Þegar hún kom í klefann _ skildi hún hvað tre þýddi. Þarna voru þrjár hæðir al kojum og tre var í efstu koju. En það sem verra var, kojur voru beggja vegna í klefanum en ekki stigi nema öðru meg- in. Og hún lofthræddasta manneskja í allri ættinni. Sú íslenska var staðráðin í að gefast ekki upp heldur sýna að hún væri af konungakyni. Það var stutt á milli og svc sem hægt að klöngrast þetta. Til þess þurfti þó ótrúlegan kjark og afar langan tíma. Þegar ferðakonan var loksins lögst í sína koju eftir hetju- dáðina fann hún sér til skelf* ingar að henni var ósköp mikið mál að pissa. Hún þorði ekki að klöngrast niður upp á von og óvon um að komast upp aftur svo hún lá i spreng alla nóttina. Hún lét ekki á neinu bera þegar kom á áfangastað. Þar var henni boðið í bíó. Og viti menn, haldiði ekki að sögu- sviðið hafi meðal annars ver- io svefnklefi í járnbrautar- lest. Söguhetjan vatt sér inn í klefann og hafði engin um- svif heldur svipti stiganum af og færði hann yfir á hina kojustæðuna. Þá setti að hinni íslensku ferðakonu óstöðvandi hlátur og hún hló þar til allra augu beindust að þessari skrýtnu konu sem hló á vitlausum stað í bíó. Nú var komið að heimferð. Mín kona ætlaði ekki að láta undan lofthræðslunni heldur nýta sér nýfengna kunnáttu í meðferð stiga. Hún bað þvi aftur um tre. Þegar hún kom inn i klefann, eftir að hafa pissað, svipti hún stiganum milli kojustæða, alveg eina og frægir menn í bíó. Þá tók hún eftir konu sem lá i miðkojunni, sömu megin og hún sjálf. Konan leit á hana undrunaraugum og sagði, á sænsku: „Nú er það svona sem maður á að gera þetta?“ eftir Sigurð G. lómsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.