Morgunblaðið - 24.06.1990, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.06.1990, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. JUNI 17 Búlgaríufararnir: fremri röð frá vinstri: Guðrún Jónsdóttir, Ragnheiður Káradóttir, Inga Skúladóttir, Jódís Jónsdóttir, Bryndís Kristjánsdóttir, Auður Sigurðardóttir, Krisljana Sigmundsdóttir og Þorlákur Helgason. Aftari röð: Anna Þorkelsdóttir, Ólafur P. Jónsson, Birna Sigurðardóttir, Harpa Sigfusdóttir og Olafur Halldórsson. Mynd: Guðrún Jónsdóttir Mynd: Anna Þorkelsdóttir Par sem greint er frá í greininni. Taktmælir- Hvarvetna, sem eitthvað er á annað borð til, myndast inn átti að telja sekúndurnar þar til kommún- biðraðir. í þessu tilviki var til grænmeti. istar færu frá völdum. Hann tifar enn. leg við það, sem við þekkjum. Ti-ygg- ingar, fæðingarorlof, dagheimiii, mennta- og heilbrigðiskerfi virtust byggð upp á svipaðan hátt og hér. Hins vegar fengum við ekki að skoða þessar stofnanir. Beiðni um að fá að kynna okkur félagslegar stofnan- ir eins og eiliheimili, geðsjúkrahæli' og svo framvegis var hafnað skýr- ingalaust. Hins vegar fengum við að tala við sálfræðinga, félagsfræðinga og fjölda annarra úr félagslega geiran- um. Af þeim fræddumst við mikið um land og þjóð, en ekki að sama skapi um félagslegan vanda. Slíkum upplýsingum hefur verið haldið leyndum og enginn kunni nein skil á öðru en því, sem hann hafði rekist á í eigin starfi. Það virtist enginn hafa neina yfirsýn, hver var að pukra út í sínu horni. Fólk var aðallega að sinna bóklegu hliðinni á greininni og kvartaði þó sáran yfir einangrun. Staðreyndin er nefnilega sú að það eru sama og engar bækur til þarna og rannsóknir ekki heldur. Menn geta farið nærri um hvort fræðigrein- in líði ekki fyrir þetta og síðan bæt- ist við að allt akademískt starf er mjög mengað af afdönkuðum kenni- setningum kommúnismans, sem koma því bara ekkert við. Og þetta á við um allt menntakerfið. Olæsi hefur reyndar verið útrýmt, en pólitísk innræting er alls staðar, mannkynssagan hefst ekki fýrr en eftir valdatöku kommúnista, og það litla námsefni, sem til er, er mest- megnis frá sjötta áratugnum." Erlend skuldastaða ókunn og seðlarnir í Sviss Og er annað ástand í landinu eftir þessu? „Sumt. Ekki nærri því allt þó, og það er aðallega maðurinn á götunni, sem hægt er að binda vonir við. En svo dæmi sé tekið um efnahagslífið, þá má vart á milli sjá hvort er verr statt, efnahagslífið eða umhverfið. Erlendar skuldir Búlgaríu eru til dæmis alls ekki á hreinu. Það hefur verið áætlað að þær nemi 10-11 milljörðum Bandaríkjadala og þar af komi 3 milljarðar til greiðslu á þessu ári. En það virðist enginn vita hvert allir þessir peningar hafa farið frekar en skattpeningar. Það er vitað, að fé þetta var ekki nýtt til þess að kaupa neysluvöru eða tækni frá út- löndum, svo marga grunar að þessir aurar safni vöxtum í Sviss.“ En hverjar eru þá skoðanir fólks á framtíðinni? „Fólk sagðist einfaldlega ekki hafa tíma til þess að leiða hugann að henni; nútíðin væri alveg nógu að- kallaridi. Það orðaði einn þetta við okkur svo: ,Við erum að byija að læra að segja það sem okkur býr í bijósti og að taka þá áhættu að hafa skoðanir.” Og það sést best á Banda- lagi lýðræðisaflanna (SDS), sem er sannarleg breiðfylking. Innan vé- banda hennar eru sex flokkar og tíu stjórnmálasamtök. Þarna eru þver- pólitísk samtök, markaðshyggju- flokkar, hefðbundinn jafnaðar- mannaflokkur og allt þar á milli. Það er reyndar eftirtektarvert hversu margir frambjóðendur hafa setið í fangelsi fyrir skoðanir sínar eða sætt öðrum ofsóknum. Þetta bandalag var aðalstjórn- málaaflið gegn kommúnistaflokkn- urn í kosningunum, en hann hefur reyndar breytt nafni sínu í Sósíal- istaflokkurinn og skartar jafnvel kratarósinni! Þrátt fyrir það voru flestir, sem við ræddum við, á einu máli að þetta væri' nákvæmlega sami flokkurinn." Grasrótin og kommastrumpurinn Hvernig var kosningabaráttan? „Það var nokkuð gaman að fylgj- ast með því. SDS bar þess glögg merki að félagamir komu úr ólíkum áttum. Það var grasrótarbragur á starfinu — allt einkenndist af mikilli starfsgleði, gífurlegu kappi og miklu hugarflugi. Það var alltaf líf og fjör í kring um SDS, mikil litadýrð, tón- list og hávaðasamræður. Sem dæmi um kosningaáróður SDS má nefna par, sem stóð á stalli fyrir framan hús í alfaraleið. Konan hélt á fána en maðurinn á taktmæli, sem minnti á aðalslagorð SDS. Það var eitthvað á þá leið að stundin væri upp runnin eða tími kommúnista að renna út. Annars tókum við eftir því að það var varla nokkur kona í framboði og spurðumst fyrir um það, en fengum hið sípnlda svar. að núna riði á að koma kommúnistum frá, kvenrétt- indin kæmu síðar.“ Og hvað gerðu kommarnir á móti? „Þeir reyndu að vera eins vestræn- ir og þeir gátu. Kosningabaráttan var rekin frá risahýsi flokksins í miðri Sófíu. Vestrænt popp streymdi frá foldgnáum hátölurum við bygg- inguna og þar var líka að finna stærsta sjónvarpsskjá Búlgaríu. Eins og hjá SDS var alltaf heitt á könn- unni hjá þeim, en það var hins vegar með ólíkindum niðurgreitt og lang- ódýrasta kaffið í borginni." „Svo má ekki gleyma strumpin- um,“ skýtur einhver inn í. „Strumpinum?11 hváir blaðamaður. „Já, já. Kommúnistar gerðu krata- rósina að merki sínu, en þeir voru líka með sérstakan flokksstrump til þess að höfða til barnanna!“ Ólýsanleg vonbrigði En samt tapaði SDS ... „Ja, það er nú það. Við getum ekkert fullyrt um tilhögun kosning- anna, en við urðum æði langleit mörg hver þegar við lásum í blaðinu Umhverfisvanda Búlgaríu má rekja til _ tveggja meginá- stæðna: í fyrsta lagi var gegndarlausri iðnvæðingu hrundið af stað þegar eftir stríð þrátt fyrir að Búlgaría hefði til þess litla burði og í öðru lagi hefur samyrkjubúskapur beinlínis valdið landskemmdum. Það gerir illt verra að náttúruauðlindir eru af skornum skammti í Búlgaríu. Mestur hluti orkuframleiðslu í landinu felst í brennslu surtar- brands, sem er lélegasta eldsneyti sem unnt er að nýta. Surtarbrand- ur er grafinn upp á yfirborðinu og í honum er fjöldi eiturefna — þung- ir málmar, geislavirk efni og brennisteinn. Talið er að af þeim völdum dreifist 1.750.000 tonn af í flugvélinni á leiðinni heim, það haft eftir Steingrími Hermannssyni, að um .lítilsháttar misferli hefði ver- ið að ræða í kosningunum‘, en hann var fyrirliði alþjóðlegrar eftirlits- nefndar með kosningunum. Allir þeir, sem við ræddum við voru mjög bjartsýnir á sigur SDS. Jafnvel svo, að þjónustufólkið á hótelinu, sem fram að því hafði ekki haft sig mikið í frammi, setti upp barmmerki SDS á mánudag eftir kosningarnar, sem fóru fram á sunnudegi. Svo sleppti það því, sem það var með í höndunum hverju sinni, til þess að hlaupa og hlusta á útvarpið í hvert sinn, sem fregnir bárust af kosningunum." Vonbrigðin hafa þá verið mikil? „Alveg ólýsanleg. Maður nokkur, sem hafði mikið rætt við okkur um þessi mál og leikið á als oddi dagana fyrir kosningar, gat beinlínis ekki talað fyrir vonbrigðum og bræði. Við höfðum þó heyrt býsna ná- kvæmar spár í þessa veru fyrir kosn- ingar og skýringin kvað vera sú, að úti á landi ættu kommúnistar mjög tryggt fylgi. Annars vegar réði brennisteinssýru yfir landið á ári hveiju. , Vegna þess hversu snauður jarð- vegurinn er af verðmætum efnum fylgir námagrefti gífurlegt jarð- rask (af hveiju gröfnu tonni í einni af aðaljámnámum landsins fæst aðeins 2,5 kg af járni) og þannig koma úr jörðu 650 milljón tonn af námaúrgangi á ári. Samyrkjustefnan hefur gert það að verkum að jarðvegurinn er ger- nýttur án hvíldar og eldur hefur aðallega notaður til þess að bijóta nýtt land, en uppblástur hefur siglt í kjölfarið. Auk þess hefur ekkert eftirlit verið haft með efnanotkun í landbúnaði. Þar ræðir bæði um áburð og skordýraeitur. Málum er svo komið að 6% rækt- íhaldssemi bænda og hins vegar hræðsla, því kommissararnir hafa enn mikil völd á landsbyggðinni." Og situr þá allt við það sama? „Það er náttúralega of snemmt að spá fyrir um það. En það er kraft- ur í þessu fólki og það reynir allt hvað það getur að breyta hlutunum." Þið minntust áðan á hvað SDS væri fjölskrúðugt bandalag. En hvað er það, sem meðaljóninn vill? „Það fólk, sem við ræddum við, var í fyrsta lagi með það á hreinu að það væri búið að reyna kommún- ismann til þrautar og að nú yrði markaðshagkerfið að taka við. Einn- ig var lögð mikil áhersla á að Búlg- aría væri í Evrópu og þyrfti að eiga samleið með öðram Evrópuþjóðum. Meðal annars vonast margir eftir aðstoð, lánum og fjárfestingum frá Vesturlöndum og Danir og Vestur- Þjóðveijar hafa þegar hafið fjárfest- ingar þar. Miðjarðarhafsandrúmsloft og ótti við Tyrki Hvernig land er Búlgaría fyrir aðkomufólk? anlegs lands verður alls ekki hægt að yrkja framar vegna mengunar. 90%, ræktanlegs lands, sem ekki er gjörónýtt, er mjög súrt eða í sárum af öðrum orsökum. Þetta eru 44% alls landssvæðis Búlgaríu. Af sextán mestu ám landsins, er aðeins ein ómenguð. Margar hinna eru algerlega_ „dauðar“ og Dóná er illa farin. Ain Iskar hefur þann vafasama heiður að vera ein eitrað- asta á í heimi, eða 150 sinnum yfir viðmiðunarmörkum. Svartahaf nálgast að bera nafn með rentu. Tölur frá fyrra misseri 1989 benda til þess að 26% (8.000 hektarar) furuskóga landsins séu þegar dauð- ir og 15% greniskóganna. Skæðir sjúkdómar heija á 23.000 hektara eikarskóga. Drykkjaivatn hefur mengast af ýmsum málmum og eiturefnum og áhrifin eru meðal annars þau að á hveija 10.000 íbúaeru 11.850 veik- indatilfelli á ári og 846 dauðsföll (á íslandi eru 70 dauðsföll á hverja 10.000 íbúa). „Andrúmsloftið er mjög svipað því sem gerist við Miðjarðarhafið. Fólk tekur yfirleitt lífinu með ró og það segir kannski sína sögu, að þrátt fyrir að fólk vilji hafa lífskjörin á borð við það sem gerist á Vesturlönd- um, óttast margir að þurfa að hafa of mikið fyrir því. Fólkið er mjög opinskátt og að því leyti hefur ástandið líka breyst mikið. Árið 1981, þegar ein úr hópnum eyddi sumarleyfi í landinu, gekk fólk þegj- andi um göturnar og horfði niður fyrir sig þegar það mætti útlend- ingi. Núna er maður ávarpaður af fyrra bragði. Annars má segja að Búlgaría sé eins og vasaútgáfa af Rússlandi. Búlgarar eru .mjög hrifnir af Rússum, að miklu leyti vegna þess að það vora Rússar sem vörp- uðu oki Ottómana af herðum þeim. Allt stjórnkerfið er sniðið eftir hinu sovéska og þeir eiga jafnvel eigin ,míní-Lenín‘ í Georgíj Dímítrov, sem var fyrsti kommúnistaleiðtogi Búlg- aríu, og dó tæpum þremur árum eft- ir valdatökuna. En í samræmi við Rússadýrkunina stendur þeim mikill stuggur af Tyrkjum. Það nefndu til dæmis margir, að þrátt fyrir að frið- vænlega horfi nú í Evrópu, sé afar ólíklegt að Búlgarar aíVopnist og .telja Tyrki beinlínis ógna Búlgaríu." Það tengist þá væntanlega Tyrkja- hatrinu? „Alveg öragglega, en það er þó ekki jafnalmennt og djúpt og maður gæti haldið.“ Okkur leið eins og verstu arðræningjum Er jafnódýrt að vera í Búlgaríu og af er látið? „Vægast sagt. Verðlagið er ævin- týralegt. Við vissum að það var okr- að á okkur af því að við vorum út- lendingar, en það kom ekkert að sök. Við reyndum að eyða og spenna eins og við gátum, en allt kom fyrir ekki. Við komum með helminginn af gjaldeyrinum heim. Þetta kemur til af rangri gengisskráningu. Þarna era tvö gengi í umferð, hvort öðru vitlausara. Það segir sína sögu að gott árskaup samsvarar 21.600 íslenskum krónum! Ódýrastu bílar kosta um þreföld árslaun, en það skiptir litlu máli því það er 10 ára bið eftir bílum! Fólkið, sem maður verslaði við, veit alveg hvað um er að vera og leit mann stundum hornauga fyrir að vera að notfæra sér gengisraglið. Sannast sagna leið okkur eins og verstu arðræningjum!" En hvað gátuð þið eiginlega keypt ykkur þarna? „Það var nú lítið, annað en það sem maður lét í sig. En fínasta máltíð, sem unnt er að fá í Sófíu, kostar innan við 100 krónur og væn bjórkrús, sem hér kostar á sjötta hundrað krónur fékk maður þar fyr- ir 6 krónur. Þannig að það gekk hægt á sjóðina. í raun vorum við milljónamæringar í nokkra daga. En því er ekki að leyna að sum okkar var farið að lengja eftir vest- rænu lostæti áður en yfír lauk. Og kóki! í allri Sófíu var hvergi hægt að fá kók. Það fékkst ekkert gos nema eitthvert íðilgrænt Ríkislímonaði á borð við það, sem Marteinn Mosdal hefur verið að ota að sjónvarpsáhorfendum." Ekki hefur kókleysið eyðilagt ferð- ina? „Nei, en hins vegar vora menn góða stund að jafna sig eftir að við komum vestur yfír til Lúxemborgar. Að geta farið inn í næstu búð og fengið hvað sem maður vildi með því einu að veifa plastkorti framan í af- greiðslufólkið var eins og yfirsldlvit- leg lífsreynsla. Og allt í einu fóru menn að veita því athygli hvað af- skaplega venjulegir Peugeot og Volkswagenar voru flottir bílar. Og það voru margir, sem létu það verða sitt fyrsta verk að fá sér alvestræna pizzu með öllu.“ Þó ferðalangamir hafí frá nógu að segja um það sem miður fer í Búlgaríu, hefur blaðamaður á tilfinn- ingunni að þeir hafi hrifist af landi og þjóð. Hvað er það, sem er svona heillandi þrátt fyrir allt og allt? „Það er framandleikinn. Þetta er land þar sem menn þekkja ekki lýð- ræði nema af afspum en vilja frelsi, kommúnistaland þar sem peningar eru einskis virði og ofurkapp er lagt á markaðsvæðingu og þetta land er misheppnað iðnríki þar sem aðalsam- göngutækið er enn asnakerra. Þetta er allt annar heimur." Þegar landid er eyðilagt ÞRÁTT FYRIR að Vesturlandabúa hafí rennt grun í að virðing fyrir Móður Jörð væri takmörkuð meðal ráðamanna austan járn- tjalds, eins og Tsjernobyl-slysið bar glöggt vitni um, hefði fáa órað fyrir því að kommúnistar skildu eftir sig sviðna jörð í orðsins fyllstu merkingu og hefðu aukin heldur stráð salti í svörðinn. I Búlgaríu líkja menn umhverfisspjöllunum við náttúruhamfarir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.