Morgunblaðið - 24.06.1990, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.06.1990, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ Texti og myndir: Agnes Bragadóttir ÁKVEÐINN tíma á sumri hverju fer fram starfsemi að Hólum í Hjaltadal, sem ekki getur talist dæmigerð fyrir Bændaskólann að Hólum, en engu að síður á hún hug og hjörtu starfsmanna sem þátttakenda. Hér er átt við sumarbúðirnar fyrir börn og unglinga sem starfræktar eru nokkrar vikur á sumri hveiju, og stendur hvert námskeið í eina viku. Það er Bændaskólinn að Hólum sem er framkvæmdaaðil- inn, en sumarbúðirnar eru rekn- ar í samvinnu við Þjóðkirkjuna. Blaðamaður Morgunblaðsins brá sér norður í blíðunni fyrir nokkr- um dögum, ræddi við Jón Bjarnason, skólastjóra Bænda- skólans, um sumarbúðirnar og fylgdist með ungviðinu við leik og störf. — Hversu lengi hafa þessar sumarbúðir verið starfræktar? „Þetta er áttunda sumarið sem við rekum búðirnar. Upphaflega var það þannig að séra Hjálmar Jónsson, prófastur á Sauðárkróki, og Karl Lúðvíksson, íþróttakennari í Varmahlíð, og ég komum okkur saman um að hér væri aðstaða fyrir hendi, sem nýta mætti fyrir börnin úr héraðinu, til leikja og fræðslu ákveðinn tíma úr sumrinu. Mér höfðu borist ýmsar óskir um að slíkri starfsemi yrði komið á hér á Hólum. Það er Bændaskólinn sem rekur sumarbúðirnar, en prestamir í Skagafirði leggja búðunum til einn starfsmann, sem er þá iðulega guð- fræðinemi eða guðfræðingur. Karl Lúðvíksson íþróttakennari hefur verið aðalleiðbeinandinn á nám- skeiðunum hjá okkur frá upphafi og gengið geysilega vel.“ Sterkari vitund um Hóla innan héraðsins — Hvert er markmiðið með þessum sumarbúðum? „Það er nú margþætt. Við viljum fræða börnin um þetta merka set- ur, sögu þess og starfsemi. Jafn- framt viljum við gefa börnunum tækifæri til þess að kynnast bú- skaparháttum. Þau eru við ýmsa náttúruskoðun, skógrækt, skoða loðdýrabúið, fiskeldisstöðina og fá tilsögn í skyndihjálp. Auk þessa eru þau við ýmiss konar íþróttaiðkun, en hér er afbragðs aðstaða til íþrótta- og sundiðkunar. Þau fara á hestbak daglega, sem er langvin- sælasti þátturinn í öllu prógramm- inu hér. Hólar eru svolítið úr leið í héraðinu og sú löngun blundaði einnig hjá okkur að svona starfsemi vekti upp sterkari vitund um Hóla innan héraðsins." - Hversu mörg böm komast á hvert námskeið og hvaða eru börn- in? „Það eru um 40 böm sem kom- ast á hvert námskeið, en við erum með þijú til fjögur námskeið yfir sumartímann. Börnin eru að lang- mestu leyti úr Norðurlandskjör- dæmi vestra, en þó eru alltaf nokk- ur sem koma annars staðar frá. Þétta er alls ekki lokað fyrir öðrum bömum, en aðsóknin héðan úr kjör- dæminu hefur verið svo mikil að við höfum ekki annað eftirspum- inni. Reyndar er alltaf ákveðinn flöldi barna á biðlista, sem ekki kemst að, því miður.“ Krakkarnir koma aftur og aftur — Nú heyri ég það á krökkunum sem ég er búin að spjalla við, að þessi vika er þeim undursamlegt Innar í dalnum er lítil tjörn, til orðin vegna frárennslis af lax- og silungseldisstöðinni. Hér fá börnin að spreyta sig á gúmbátum og æfa róður. Það gengur svona upp og ofan, eins og við er að búast hjá þessum aldurshópi, en gi-einilegt að ánægjan af tiltækinu er ótak- mörkuð. Þegar blæs, rekur bátana yfir í hinn enda tjarnarinnar, og lífróður lítilla handa fær þar engu um breytt. Þá finnst hópnum gott til þess að vita að Kalli, sem vakir yfír hverri hreyfingu úr því sem börnin nefna „varðskip", er snögg- ur á staðinn og tekur strandaglóp- ana í tog. Kalli er skemmtilegastur „Það eru allir skemmtilegir hér, en Kalli er lang skemmtilegastur,“ upplýsir lítil hnáta og aðrir taka í sama streng. Það er greinilegt að Karl Lúðvíksson íþróttakennari, sem börnin nefna alltaf Kalla, á sér fjöldann allan af ungum aðdá- endum. í þeirra hópi eru eineggja tvíburasysturnar Kristrún og María af Króknum. Þær eru svo líkar að nánast hlýtur að vera útilokað að þekkja þær í sundur. Þó hafa hinir krakkarnir komið sér upp aðferð til þess að greina þær í sundur: Kristrún er með sár á kinninni, en María ekki! „Það er æðislega gam- an héma,“ segir Kristrún og María bætir við: „Mér finnst allt algjört æði.“ en hvað finnst þeim skemmti- legast: „Að fara á hestbak, keppa í júdó, fara út á bát og æfa há- stökk. Kannski bara allt.“ Þær Kristrún og María segjast hlakka svolítið til þess að fara heim, en ekki mjög. Þær ætla ekki að stoppa lengi á Króknum, því þær eru á leiðinni í sveit til frænku sinnar að Mánárbakka á Tjörnesi. Er níu, nei ég meina tíu „Eg er níu, nei, ég meina tíu,“ segir Sindri, en er eitthvað örlítið undirleitur um leið. Blaðamaður gengur á hann með afmælisdaginn og kemur þá á daginn að hann er ekki fyrr en 20. nóvember. Samn- ingar takast með blaðamanni og Sindra um að hann verði að una því enn um sinn að vera bara níu ára. Sindri hefur mest gaman af því að fara á hestbak og út á bát. Þetta er fyrsta skiptið sem hann kemur í sumarbúðirnar á Hólum, en hann er staðráðinn í því að koma aftur og sömu sögu er reyndar að segja af öllum börnunum sem voru spurð þeirrar spurningar. Árni Geir er orðinn tíu ára. „Mér finnst mest gaman á hestbaki og í júdó, og svo örugglega á bátunum," segir hann áður en hann spennir á sig björgun- arvestið og snarast um borð. Bömin sjá sjálf um kvöldvökur, með söng og skemmtiatriðum öll kvöldin, með dyggri aðstoð leið- beinendanna. Kristinn Sigþórsson guðfræðinemi stýrir bænahaldi og kristilegri uppfræðslu og börnin læra einhver býsn af söngvum. Síðasta kvöldið er svo diskótek og danskeppni og börnin fá að vaka til hálftólf, sem er hreint ekki svo lítið í augum smáfólksins. Það er greinileg eftirsjá í svip barnanna þegar þau eru að kveðjast eftir hádegi laugardagsins, en vonin um endurfundi að ári er þó huggun ævintýr — þaulskipulögð og spenn- andi dagskrá frá klukkan átta á morgnana og fram á rauðakvöld. Fáið þið ekki sömu börnin til ykkar sumar eftir sumar? „Jú, það er mikið um það að krakkarnir koma aftur. Þau yngstu sem komast að eru níu ára. Við skiptum börnunum í hópa eftir aldri, tökum 9 til 10 ára börn á sérnám- skeið og 11 til 12 ára á sémámske- ið. Það eru fjölmörg börn sem hafa komið hingað á námskeið þrisvar til fjórum sinnum, og ég hugsa að það séu mjög fá börn sem alast hérna upp hér á svæðinu sem ekki hafa komið hingað a.m.k. einu sinni á tímabilinu 9 til 12 ára.“ Þær hafa augljóslega verið óskabörn þær Kristrún og María, ein- eggja tvíburarnir frá Sauðárkrók, enda heita þær báðar Ósk að seinna nafni og eru Sigurðardætur. Þeim sem öðrum fannst svolítið erfitt að róa, þegar blés .. . Krakkarnir eru öll sammála um að útreiðartúr í góðu veðri sé „toppurinn á tilverunni", enda lék veðrið við þau á Hólum. Morgunbladid heimsækir sumarbúdir á Hólum í Hjalfadal ... þá var nú hughreystandi að geta kallað til Kalla á „varðskip- inu“ sem réri umsvifalaust til strandaglópanna og tók þá í tog. — Ég hef séð að hér hjá ykkur er fatlaður drengur í hjólastól. Hvernig gengur slíku barni að taka þátt í dagskránni hjá ykkur? „Það gengur alveg ljómandi hjá honum Ragnari litla. Við höfum haft samstarf við Svæðisnefnd fatl- aðra um að reyna að taka á hvert námskeið eitt fatlað barn. Þessi börn njóta supiarbúðanna, ekki síður en önnur börn, og það er mjög gott fyrir heilbrigðu börnin ^að fá tækifæri til þess að umgang- ast fötluð börn, leika sér með þeim og læra að taka tillit til þeirra. Ragnar hefur tekið þátt í velflestu, með góðri aðstoð Sólveigar, kenn- ara síns, og annarra starfsmanna hérna og svo auðvitað hinna barn- anna. Hann hefur meira að segja farið á hestbak.“ Hann á aftnæli hann Ragnar Úr setustofunni berst nú mikill kliður, og blaðamaður fer að for- vitnast um hvað standi til. Þar er allur barnahópurinn saman kominn ásamt leiðbeinendum, til þess að syngja fyrir Ragnar Berg, frá Bergsstöðum sem á níu ára af- mæli þennan dag. Börnin syngja af kappi og gleðin ljómar af Ragn- ari, sem með aðstoð barnanna býð- ur öllum upp á sælgætismola. Hann var brosmildur hann Ragnar Berg Andrésson frá Bergsstöðum laugardaginn 16. júní, þegar börnin komu saman á sal og sungu: „Hann á afmæli í dag ... Hann er níu ára í dag... Hann er níu ára hann Ragnar." Söng- og leikgleðin leynir sér ekki í svip krakkanna er þau taka lagið áður en haldið er úl í náttúruna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.