Morgunblaðið - 24.06.1990, Page 29

Morgunblaðið - 24.06.1990, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ ATVINIMA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 29 tAUGLYSINGAR Vélaviðgerðir Vélainnflytjandi óskar að ráða strax vélvirkja eða mann vanan viðgerðum til viðgerða og standsetningar á nýjum og notuðum vélum. Þarf að geta unnið sjálfstætt. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist auglýsinga- deild Mbl. fyrir 29. júní nk. merkt: „Vélavið- gerðir - 9152“. Tæknifræðingur Hvammstangahreppur óskar að ráða tækni- eða verkfræðing til starfa sem fyrst. Starfs- svið er: Byggingafulltrúastarf, hönnun, undir- búningur og eftirlit ýmissa framkvæmda, svo sem við gatna- og holræsagerð, hita- og vatnsveitu o.m.fl. Starfsreynsla æskileg. Verkstjóri Hvammstangahreppur óskar einnig eftir að ráða til starfa sem fyrst verkstjóra í áhalda- hús hreppsins. Starfssvið er: Stjórn vinnu við framkvæmdir, viðhald og þjónustuverk- efni sveitarfélagsins og stofnana þess, eins og hita- og vatnsveitu ásamt umsjón véla og áhalda. Iðnmenntun svo sem í pípulögn- um og/eða reynsla af verkstjórn æskileg. Umsóknarfrestur um ofangreind störf er til 8. júlí nk. Allar nánari upplýsingar um störfin gefa und- irritaðir. ÓlafurJakobsson tæknifræðingur, vs. 95-12353, hs. 95-12747 Þórður Skúiason, sveitarstjóri, vs. 95-12353, hs. 95-12382. ÁRBÆJARSAFN 130 Reykjavík, sími 84412 Laus staða hjá Reykjavíkurborg Staða safnvarðar við Árbæjarsafn er laus til umsóknar. Staðan verður veitt frá 1. septem- ber 1990. Umsækjandi skal hafa menntun á sviði þjóð- háttafræði eða sagnfræði. Starfsreynsla er æskileg. Starfið felst m.a. í rannsóknum á byggingarsögu auk almennra safnvarðar- starfa. Laun samkvæmt kjarasamningi Starfs- mannafélags Reykjavíkurborgar. Upplýsingar um starfið veitir borgarminjavörður í síma 84412 og 33862. Umsóknum ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist starfsmannahaldi Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, á eyðu- blöðum sem þar fást. Umsóknarfrestur er til 31. júlí 1990. /MIKUG4RDUR Eftirtaldir starfsmenn óskast nú þegar: - Starfsmaður vanur kjötskurði. Fullt starf eða hlutastarf. - Starfsmaður til að sjá um fiskborð. Fullt starf. - Starfsmaður í uppþvott. Hálft starf e.h. - Tveir starfsmenn í ræstingar. Kvöldvinna. Um framtíðarstarf er að ræða. Áhugasamir vinsamlega hafið samband við starfsmanna- stjóra í Kaupstað í Mjódd (ekki í síma) á mánudag f.h. og þriðjudag e.h. Verslunarpróf Einkafyrirtæki í miðbænum vill ráða starfs- kraft með verslunarpróf til ritarastarfa. Starfsreynsla er ekki nauðsynleg. Umsóknir merktar: „T - 9240“ sendist Mbl. fyrir hádegi þriðjudag. Menntamálaráðuneytið . Lausarstöður Við Háskóla íslands eru lausar til umsóknar eftir- greindar stöður: A. Við tannlæknadeild: 1. Staða dósents (50%) í örveru- og ónæmisfræði. 2. Staða dósents (37%) í meinafræði. 3. Staða lektors (100%) í bitfræði. 4. Staða lektors (50%) í tannholsfræði. 5. Staða lektors (50%) í tannfyllingu. 6. Staða lektors (50%) í tannvegsfræði. Gert er ráð fyrir að stöðurnar verði veittar til þriggja ára. B. Við námsbraut í sjúkraþjálfun í læknadeild: 1. Lektorsstaða í sjúkraþjálfun. 2. Tímabundin lektorsstaða í sjúkraþjálfun. Gert er ráð fyrr að ráðið verði í stöðuna til þriggja ára. C. Við stærðfræðiskor raunvísindadeildar: Staða dósents í stærðfræði. Dósentinum er eink- um ætlað að starfa að stærðfræðilegum verkefn- um í líffræði og skyldum greinum. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknum, ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf umsækjenda, ritsmíðar og rannsóknir svo og námfer- il og störf, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 23. júlí nk. Menntamálaráðuneytið, 20. júní 1990. Reykjavík Hjúkrunarfræðingar - sjúkraliðar - starfsstúlkur Okkur vantar hjúkrunarfræðinga til afleys- inga í júlí, ágúst og september, aðallega á kvöld- og helgarvaktir. Einnig eru lausar stöð- ur hjúkrunarfræðinga til frambúðar á kvöld- vaktir (frá kl. 17-23 og 16-24). Sjúkraliðar óskast til framtíðarstarfa í ágúst/sept. á heilsugæslu Hrafnistu og á hjúkrunardeildir. Vinnuhlutfall 100% eða minna. Ýmsar vaktir koma til greina. Starfsstúlkur vantar í haust til aðhlynningar. Möguleiki er á barnaheimili. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri ída Atla- dóttir í símum 35262 og 689500. Svæðisstjóri HAGKAUP vill ráða svæðisstjóra í kjötdeild í matvöruverslun fyrirtækisins í Kringlunni. Svæðisstjóri sér m.a. um að panta kjötvörur fyrir sjálfsafgreiðsluborð verslunarinnar. Umsækjendur þurfa að uþpfylla eftirfarandi skilyrði: ★ Hafa reynslu og þekkingu á kjötvörum. ★ Hafa góða og örugga framkomu. ★ Geta unnið sjálfstætt og skipulega. Upplýsingar um starfið veita verslunarstjóri og deildarstjóri kjötdeildar á staðnum. HAGKAUP DAGVI8T BARIVA Fóstrur, þroska- þjálfar eða annað uppeldismenntað starfsfólk! Dagvist barna, Reykjavík, óskar eftir starfs- fólki í gefandi störf á góðum vinnustöðum. Til greina koma hlutastörf bæði fyrir og eftir hádegi. Upplýsingar veita forstöðumenn eftirtalinna dagvistarheimila og skrifstofa Dagvistar barna, sími 27277: VESTURBÆR Hagaborg, Fornhaga 8 s. 10268. Drafnarborg, Grænaborg MIÐBÆR Drafnarstíg Eiríksgötu 2 s. s. 23727. 14470. Sunnuborg, HEIMAR Sólheimum 19 s. 36385. Jöklaborg, Hraunborg, BREIÐHOLT Jöklaseli Hraunbergi 10 s. s. 71099. 79770. Foldaborg, GRAFARVOGUR Frostafold s. 673138. Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins, Digranesvegi 5, Kópavogi Lausar stöður frá 1. september 1. Staða forstöðumanns leikfangasafns. Fullt starf. Starfið felur í sér skipulagningu og stjórn á starfsemi safnsins, faglega ráðgjöf við önnur leikfangasöfn, auk dag- legra starfa við þjálfun ungra barna og ráðgjöf við foreldra í náinni samvinnu við aðra faghópa. Áskilin er uppeldisfræðileg sérmenntun á sviði fatlana og reynsla í þjálfun ungra barna. Leikfangasafn Greiningar- og ráðgjafa- stöðvar ríkisins er leiðandi á sínu sviði í landinu og er m.a. ætlað skv. lögum mikil- vægt hlutverk við uppbyggingu og starf- semi annarra leikfangasafna. 2. Staða deildarþroskaþjálfa á sérhæfðri athugunardeild. Um er að ræða 60% starf, fyrir hádegi. Á deildinni fer fram athugun og meðferð barna með alvarleg- ar málhamlanir og hegðunarvandkvæði. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu í þjálfun fatlaðra barna. 3. Staða deildarþroskaþjálfa á almennri at- hugunardeild. Um er að ræða fullt starf í 6 mánuði vegna barnsburðarleyfis. Starf- ið felst í meðferð og greiningu fatlaðra barna á forskólaaldri, sem og ráðgjöf til foreldra og meðferðaraðila í náinni sam- vinnu við aðra faghópa. Nánari upplýsingar gefa forstöðumaður og yfirmenn viðkomandi deilda. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist forstöðumanni fyrir 10. ágúst nk. Störf við Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins bjóða upp á fjölþætta reynslu og þekkingu á fötlunum barna. Mikil áhersla er lögð á nána samvinnu fagstétta.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.