Morgunblaðið - 24.06.1990, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 24.06.1990, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 37 Ingólfur V. Gíslason Doktorsritg’erð um samtök at- vinnurekenda Ingólfur V. Gíslason varði doktorsritgerð í félagsfræði við háskólann í Lundi, Svíþjóð, 1. júní síðastliðinn. Var andmæl- andi prófessor Risto Alapuro írá Jyvaskyla í Finnlandi. Ritgerðin er skrifúð á ensku og ber heitið Enter the Bourgeoisie. Aspects of the Formation and Organizati- on of Icelandis Employers 1894- 1934. Fjallar ritgerðin um tilurð og þróun fjögurra fyrstu samtaka atvinnurekenda á íslandi fram að stofnun Vinnuveitendasambands íslands. Kemst höfundur að þeirri niðurstöðu að samtökin hafi á heild- ina litið verið veik og átt erfitt með að sameina atvinnurekendur. Jafn- framt er fjallað um félagsleg ein- kenni þeirra einstaklinga er að baki samtökunum stóðu. Er niðurstaða þess hluta ritgerðarinnar að veik- leiki samtakanna stafi annarsvegar af erfiðleikum við að sameina at- vinnurekendur og hins vegar af mismunandi bakgrunni og hags- munum þeirra er til liðs við samtök- in gengu. í viðauka birtir höfundur félagaskrár samtakanna sem og skrá yfir þá atvinnurekendur er kusu að standa utan samtakanna. Mun ritgerðin fljótlega verða til sölu í bókaverslunum. Ingólfur V. Gíslason er fæddur 16. nóvember 1956, sonur hjónanna Bjarneyjar Ingólfsdóttur og Gísla Ákasonar. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Kópavogi 1976, hóf þá um haustið nám við félagsvísindadeild Háskóla íslands og lauk BA-prófi í stjómmálafræði 1981. Sama haust fluttist hann til Svíþjóðar og hefur síðan lagt stund á nám og kennslu við félagsfræði- deild háskólans í Lundi. Sambýlis- kona Ingólfs er Björk Óttarsdóttir og eiga þau tvær dætur. Vargar í æðarvarpi Stykkishólmi. GROÐRI fer nú verulega fram liér í Hólminum og um nær- liggjandi slóðir. Sauðburður hefir gengið vel og ekki hefir heyrst annað. Frá varpinu er það að segja að það hefir haft sinn vana- gang og æðarkollan er byijuð að leiða út, en þá tekur svartbak- urinn við og er hann duglegur við að hirða ungana og þeir svart- bakar sem hafa verið skotnir og krufnir segja ljóta sögu. Þeir liafa jafnvel verið með þijá ný- gleypta unga í maganum og seg- ir það sitt. Reynt er eftir getu að fækka þeim. Og þess má geta að hrafninn hefir ekki látið sitt eftir liggja að sundra hreiðrum og gera sér gott af innihaldi eggj- anna. Þó mikið hafi verið gert til að eyða þessum vargfugli, sést alltaf betur og betur að meira má ef duga skal. - Árni Hvaða bækur eigum við að lesa í sumarleyfinu? ALLMÖRG undanfarin sumur hafa þessir dálkar birst yfir sumarmánuðina og væri nú ráð að taka til þar sem frá var horf- ið síðasta sumar. Flestir velja sér lestrarefni þegar farið er í frí og gildir svo sem einu hve- nær ársins er; Islendingar eru lesglaðir með afbrigðum. Ein þeirra þriggja bóka sem er getið nú, „It gets better after Cairo“, er því miður ekki kom- in í búðir hér að því er ég best veit en starfsfólk í bókabúðum sem selja erlendar bækur hér mun ugglaust sjá um að panta hana. Laurie Devine: Crescent Útg. Arrow 1989 Laurie Devine er hér á ferðinni með viðamikla skáldsögu með sögulegu ívafi. Sagan gerist aðal- lega í Líbanon á árunum 1958- 1982 og er það ekkert smáræði sem höfundur færist í fang þar sem reynt er að gera skil þeirri óskiljanlegu og flóknu atburðarás sem hefur leitt af sér hvern harm- leikinn af öðrum. Um 1950 og framyfir 1960 var Líbanon fyrirmyndarríkið í þess- um stríðshijáða heimshluta þar sem deilt hefur verið harkalegar en víðast hvar á seinni tímum. Beirut var París Miðausturlanda, þar dafnaði mannlíf sem átti sér enga hliðstæðu. Borgin var fögur og nútímaleg og ferðamenn og kaupsýslumenn gerðu sér tíðför- ult þangað. íbúarnir höfðu að sönnu ólíka trú, meira en helming- ur voru sunni-múslímar en kristn- ir menn réðu lögum og lofum í stjórnsýslunni og höfðu á hendi öll bitastæðustu embættin. í suð- urhluta landsins ■—voru shia- múslímar sem fengust við akur- yrkju og bjuggu við frumstæð skilyrði og nutu ekki þeirra alls- nægta sem ríkisfólk í Beirut bjó við. Mikill fjöldi Palestínumanna var í flóttamannabúðum, einkum í grennd við Beirut. Þetta fólk hafði flúið eftir stríðið 1948 og síðan kom önnur bylgja eftir að ísraelar höfðu unnið skjótan sigur í Sex daga stríðinu 1967. Palestínuflóttamennirnir voru litnir hornauga, einkum af kristn- um mönnum, en oftast var allt kyrrt. Þá var nokkur fjöldi gyð- inga búsettur í landinu og þótti ekki tíðindum sæta nema fýrir það eitt að Líbanar voru upp með sér að allt þetta fólk með sínar ólíku trúarskoðanir gæti lifað samtaka og í friði. Aðalsöguhetjur bókarinnar eru fjórar vinkonur sem bundust vin- áttuböndum við nám í bandaríska háskólanum í Beirut. Þær eru Anne sem er hálfur gyðingur, Fatima sem er shia-múslími úr þorpi í suðrinu, Leila er Palestínu- maður og Camilla er kristin. Þær eru sannfærðar um að lífið verði áfram gott og fagurt, Leila fái sína Palestínu, Camilla verði ham- ingjusöm með Pierre sínuin það sem eftir er, Fatima geti stofnað skóla í þorpinu heima og kennt stelpum að lesa og Anne verði læknir. Þær dreymir um gott gengi, mikla og rómantíska ást og nokkuð framan af- situr það í fyrirrúmi, hugleiðingar og vanga- veltur í þá áttina. Ef þær verða fyrir mótlæti hlýtur það að tengj- ast ólukkulegri ást. En smám saman þyngist undir- tónninn og þeir atburðir fara að gerast sem hljóta að breyta gildis- mati þeirra og lífsviðhorfum. í lokin eru þijár eftir, það hefur gengið á ýmsu en hvað sem öllu líður hefur vinátta þeirra staðið af sér storma og hrylling. Laurie Devine vakti athygli mína þegar ég las bókina Saudi eftir hana og síðan Nile. Hún hefur yfirgripsmikla þekkingu á sögunni og mannfólkinu þar sem atburðir gerast og skilningur hennar er alveg ótvíræður. Þessi bók er á níunda hundrað blaðsíður og það segir sig sjálft að hún verður ekki lesin i einum rykk. En hún er þess virði og vel það að maður lesi hana af íhygli. Það eykur skilning á óskiljanlegum hryllingi sém hefur verið í Líbanon árum saman og þar fyrir utan er hún ákaflega skemmtileg aflestr- ar hvað sem líður söguefninu. Trudy Culross: It gets better after Cairo Útg. Mandarin 1990. Trudy Culross hefur starfað við blaðamennsku í tuttugu ár, verið ritstjóri nokkurra tímarita og eitthvað mun hún hafa unnið fyrir útvarp. Þetta er fyrsta bók hennar og hún er eiginlega allt mögulegt; opinská hjónabands- saga, lýsing á lífi sjálfstæðu kon- unnar eftir skilnað — lífi sem í tilfelli Trudy Culross snerist fljót- lega upp í martröð — og í þriðja lagi er þetta litrík og fjörleg og á stundum hreint ótrúleg ferða- saga. Það var raunar síðasti hluti hennar sem ég skemmti mér best yfir en sé í hendi mér að báðir fyrri hlutarnir eru nauðsynlegir til að samhengi náist. Trudy Culross giftist ung portúgölskum manni sem hafði verið_ kvæntur þegar þau kynnt- ust. Ástin, fögur í fyrstu, er löngu gufuð upp og meira en það, henni finnst hún hafa verið niðurlægð og lítilsvirt og hún er full and- styggðar á sjálfri sér yfir því að hafa látið svo vera. Eftir skilnaðinn er hún engu að síður niðurbrotin og sú hugsun kemst ein að hjá henni að hún þurfi að ná sér niður á karlmönn- um. En situr uppi með enn meiri viðbjóð og svona í þann veginn að brotna endanlega í þúsund mola. Lausnin felst kannski í því að fara í burtu, fara ein í ferðalag og láta reyna á það hvort hún er jafn lítilfjörleg, kjarklaus og mis- heppnuð sem manneskja og henni finnst sjálfri. Það tekur dijúgan tíma að undirbúa ferðina — sem hún veigrar sér raunar við að leggja upp í og frestar stöðugt. En hún hefur í bakhendinni að þá geti hún bara komið heim, brún og sælleg eftir nokkrar spánskar vikur og látið eins og ferðalagið hafi verið draumur í dós. Svo að hún fer. Til Spánar, Portúgals, Grikklands, Ítalíu. Það gerist ýmislegt meira en lítið vafa- samt og tvívegis á hún líf sitt að veija. En það merkilega er, að hennar eigin dómi, að hún virðist stælast við hveija raun. f Egyptal- andi kynnist hún Amir eyðimerk- urbúa og úlfaldaeiganda og um hríð sest hún að í þorpinu og Amir vill taka hana sér fyrir eigin- konu, því sú sem fyrir er hefur ekki getað alið honum barn. Þetta er grafalvarlegt mál en undir lok- in sleppur hún burt með aðstoð eiginkonu númer eitt. Lýsingar hennar á lífinu í eyðimerkurþorp- inu eru aldeilis óborganlegar og eftir þetta verður ekki aftur snúið og hún heldur áfram og nú til Indlands þar sem hún ferðast um við sérkennilegar aðstæður í nokkra mánuði. Kynnist ástinni og kveður hana en veit að hún verður aldrei söm. í jákvæðum skilningi. Hún fer til Burma og Bali, þar sem foreldrar hennar og bróðir koma til að hitta hana. Þá hefur hún verið á flakkinu í hátt í ár og uppgötvar á flugvellinum á Bali að móðir hennar þekkir hana ekki í sjón. Hún er orðin ný kona, lítur öðruvísi út, er líklega náttúrlegri en einnig eldri, sterk- ari, með lífsreynslu sem hana hefði aldrei órað fyrir að hún kæmist ósködduð í gegnum. Svo tekur við Nýja Sjáland og Fijieyjar þar sem hún finnur loks- ins að hún hefur staðist eldraun- ina og er einhvers virði. í New York er óuppgert tilfinningamál sem bíður hennar og um hríð glímir hún við það og kemst vænt- anlega að niðurstöðu sem er sú rétta fýrir hana. Bókin eryfir 400 blaðsíður, hún er skrifuð af raunsæi, hispursleysi og mikilli ritgleði. Mér þótti það tilhlökkunarefni í hvert sinn sem ég vissi ég mundi hafa stund til að lesa bókina og fannst hreint afleitt að hún var ekki helmingi lengri. Bjarne Reuter: En tro kopi Útg. Gyldendals Paperbacks 1989 Bjarne Reuter kannast ýmsir lesendur við og að minnsta kosti ein bók hefur komið út í íslenskri þýðingu. Bækur Reuters má vissulega lesa sem afþreying- arbækur en þær eru meira en það þegar betur er að gáð, efnistök og söguþráður er líka stundum fullsnúið til að kalla það beinar skemmtibækur. í þeirri bók sem hér er til um- fjöllunar segir frá Sven Carstens- en sem er ungur stjórnmálamaður á uppleið. Hann er giftur leikkon- unni Ninu og þau eru vinsælt blaðaefni vegna þess hve spenn- andi hjón þau eru og vegna þess að þau hafa ratað í ýmsar raunir að mati danskra vikublaða. Fyrstu árin sem þau voru gift gátu þau ekki eignast barn og Nina tók sér ferð á hendur um landið þvert og endilangt til að tala á fundum hjá barnlausum foreldrum og hvar- vetna blaðamenn á hælum henn- ar. En eftir margra ára bið kemur svo að því að Nina verður ófrísk og elur Lars, af foreldrunum og fáeinum öðrum kallaður Lille- mand og er nú kátt í húsinu. Á elliheimilinu situr gamall faðir Svens og eru þá upptaldir ættingj- ar sem við sögu koma. Sagan hefst þegar Tormod umhverfísmálaráðherra fær áfall á fundi í Brussel. Umhverfismálin eru að verða eitt þýðingarmesta mál stjórnarinnar og það er vafa- samt að Tormod hafi heilsu til að gegna starfinu öllu lengur. Og hver skyldi þá vera nokkurn veg- inn sjálfgefinn arftaki hans. Nema Sven og er hann flestum kostum búinn til að fást við verkið. Þá fara undarlegir atburðir að gerast. Fjölskyldumyndaalbúmum er stolið frá gamla föðurnum á elliheimilinu og úrklippubók um feril Svens hverfur af heimilinu. Og síðan er Lillemand rænt og þau mega ekki fara til lögreglunn- ar, þá er öllu illu hótað. Þegar bamsræningjamir hafa síðan samband við foreldrana sem em fullir angistar er ekki farið fram á peninga. Sven fær það verk að drepa Tormod í afmælisveislu fá- einum dögum síðar. Honum er sagt að Tormod muni verða slapp- ur og fara upp og leggja sig og síðan á Sven að fara upp skömmu síðar og þrýsta kodda yfir andlit hans uns hann kafnar. Sven endar með því að segja konu sinni frá þessu og bæði em skelfingu lostin. Það má af öllu ráða að einhveijir em að reyna að koma honum í stól’umhverfis- ráðherra og er það trúlega vegna þess að þeir hinir sömu halda að þeir geti ráskast með hann. Hann reynir að hafna því en þá er hon- um hótað enn og þess síðan kraf- ist að hann láti loka tafarlaust verksmiðju á Jótlandi, þar sem fara fram sérstæðar tilraunir en einkum vegna þeirrar mengunar sem frá verksmiðjunni kemur. Þær tilraunir sem þar fara fram eru einnig í því fólgnar að reynt er að færa erfðavísa milli dýra og þýðir einfaldlega að það er hægt að framleiða og búa til ná- kvæma eftirlíkingu af dýri — eða manni. Hver veit. Sagan verður óhugnanlegri eft- ir því sem á hana líður og lesanda fer að gmna hvert höfundur er að stefna með frásögn sinni. En hún snýst einnig um samskipti þeirra hjóna og við annað fólk og það áhugaleysi sem einkennir öll samskipti eftir að vissu stigi er náð. Örstuttur lokakafli segir margt í fáum orðum og þar setur höfund- ur síðasta púnktinn á hárréttum stað. i i .1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.