Morgunblaðið - 24.06.1990, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.06.1990, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. JUNI 19 umræðu. En hvaða prestar geta nú lesið, sökkt sér niður í guðfræði og stundað bænalíf? Fáir.“ ... En einhverjir? „Þeir eru örfáir. Líklega þeir sem búa á prestssetrum sem gefa sjálf- virkar tekjur,“ segir Karl og brosir. „Ég er alveg viss um, að það kæmi meira andlegt frá þessari stétt og meiri uppörvun og ábendingar til handa samfélaginu, ef hún gæti sinnt þessu starfi og um leið köllun sinni. Ungt fólk, sem er að hefja prestsskap, gengur auðmjúkt og guði þakklátt til starfa. En það fyrsta sem það þarf að gera, er að kaupa sér skrifstofuhúsgögn, borð hillur, stóla og húsbúnað fyrir gesti. Fátækt fólk nýkomið úr námi. Það þarf að byija á því að punga út ekki minna en kvartmilljón. Það þarf að hafa ritvél eða tölvu og það þarf að hafa síma. Þetta er allt tekið á lánum, á vöxtum og með afborgunum. Til baka fást nokkrar krónur á mánuði, innan við 5.000 krónur, sem eru einnig ætlaðar til reksturs skrifstofunnar. Það má nefna margt annað, til dæmis emb- ættisbústaðina, sem sumir hv.eijir eru svo illa einangraðir og jafnvel lekir og kostar þúsundir á mánuði fyrir prestana að kynda þá. Auk þess er þeim gert að greiða húsa- Íeigu, ef húsið telst ekki á „bygging- arstigi". — Já, það er því miður svo, að auðmýkt og tilhlökkun hinna nývígðu breytist á stundum í von- leysi. Og þeir ijúka í önnur störf. Eftir stendur kirkja með óánægða þjóna og jafnvel örvæntingarfulla, sem sjá lítinn tilgang í því sem þeir eru að gera. Að lokum verða þeir maskínur, sem reyna að halda sér höktandi. Hvers er sá maður megnugur eða kona, sem er gert að vera tilbúinn allan sólarhringinn allt árið, alla daga, að ganga inn í hvaða aðstæður sem geta komið upp í mannlegu lífi? Launin fyrir þessa vinnu og fyrir þessa kvöð, sem reyndar er ekki kvöð, heldur sjálfsögð skylda, eru svo lág að presturinn verður að bæta við sig einhveiju öðru. Og það sem meira er, maki prestsins verður að fara út á vinnumarkaðinn líka. Ég tala nú ekki um, ef þau eru svo óheppin að lenda í kostnaðarsömu húsnæði, á dýru hitaveitusvæði eða á svæði þar sem allar vörur eru 6-20 prósent dýrari. Þetta er maki sem vinnur eins og presturinn sjálf- ur, mánudaga til föstudaga, en því miður, þó ég eigi náttúrulega ekki að segja því miður, þá þarf prestur- inn að halda áfram að vinna. Og ijölskyldulífið verður ekkert eins og hjá venjulegu fólki. Þeir prestsmak- ar, sem ekki eru fullkomlega „und- irgefnir og auðmjúkir", eru óánægðir og kvarta og fjölskyldu- tengslin geta tekið að gliðna. Það væri stórkostlegt ef aðstæður prestsins væru þannig að eiginmenn eða eiginkonur prestanna gætu ver- ið heima. Vegna þess að prests- heimilið sem slíkt gegnir líka ákveðnu hlutverki í kirkju- og safn- aðarlífinu. Það er mikið um að fólk komi inn á prestsheimilið þegar kvölda tekur, eða utan venjulegs vinnutíma annarra, vegna þess að neyðin kemur ekki bara á skrif- stofutíma." Þjónninn í prestinum er að deyja „Við þurfum að semja við ríkis- valdið, sem þráfaldlega hefur leitast við að gera lítið úr störfum prestanna. Samningamenn ríkisins hafa oft látið í það skína að prestarnir séu í öðru og þurfi þess vegna ekki hærri laun. Annaðhvort eru þetta viðhorf þeirra, eða þeir segja þetta þvert umhug sér, vegna þess að þeir hafa fengið dagsskipun um það. Ef prestur deyr eða ör- kumlast, þá verður að rýma prests- setrið, svo nýr geti tekið við. Meðal annars af þessum sökum, er það draumur allra presta, vegna ástar sinnar á fjölskyldunni, að geta eign- ast ódýra litla íbúð í blokk, ein- hvers staðar. Ef þeir ætla að láta þann draum rætast, þá þarf makinn að vinna úti og presturinn stundum tvöfalt." Karl segir að þessi lýsing eigi meira við úti á landi. Þar fái prestar „A/leó nokkrum sonni má segja aö málefni oq starfsskilyrói prestastéttar- innar séu í rúst. Þessir bjónar kirkjunnar leita í æ ríkari mæli eftir aukavinnu og afleiöingin afþvíer í sum- um tilvikum sú, aö prestsstarfiö situr á hakan- um, veröur aö aukavinnu, en aukavinnan aö aöalstarfi, “ sep- ir; séra Karl V. Matthíasson, sóknarprestur á Isafiröi og for- maöur Prestafé- lags Vestfjaröa minni tekjur vegna svokallaðra aukaverka. í Reykjavík og á stærri stöðum, sé hins vegar svo mikið að gera hjá a.m.k. sumum þeirra í þessum aukaverkum, skírnum, gift- ingum, fermingum og jarðarförum, að þeir hafi lítinn tíma til að sinna öðrum málum, svo sem sálgæslu og predikuninni. „Hversu langan tíma tekur að semja eina predikun og hvernig eigum við að undirbúa okkur fyrir gerð hennar? Við hljót- um að lesa guðspjall og ritningar- lestra viðkomandi dags. Við hljótum að biðja Guð að leiða okkur við gerð predikunarinnar. Við hljótum að setjast niður, lesa textann á frummálinu, grískunni, kryfja hann eins og við best getum. Lesa hvað aðrir hafa sagt um textann og tengja hann svo við nútímann og mannlífið. Boða með því Guðs Orð, nýtt, á hveijum tíma. Ég veit ótal dæmi þess að prestar hafa sest nið- ur á laugardögum og byijað að semja predikun, sem þeir hafa varla lesið yfir í heild sinni þegar þeir stíga í stólinn, vegna þess að þá skorti tíma. Þeir höfðu verið á vett- vangi alla vikuna, eða að kenna, eða að skella handjárnum um hend- ur vínmanna, eða að beita, og svo framvegis. Jerúsalem var legið á hálsi fyrir að lífláta spámennina. Hér virðist mér hið sama eiga sér stað, að mörgu leyti. Þetta er talað í óeigin- legri merkingu. Spámaðurinn í prestinum. Presturinn í prestinum og þjónninn í prestinum, eru að deyja.“ Kannski væri best að þjóð- kirkjan yrði firíkirkja En eru prestar ekki misjafnir og misjafnlega starfi sínu vaxnir? „Vissulega," svarar Karl. „Oft er talað um góða presta og slæma presta: Þessi prestur er ofsalega fínn af því hann er svo snöggur að beita. Þessi prestur er ofsalega fínn af því hann er góður skipsfélagi, svo laginn við krakkana í skólanum. — Þetta er allt góðra gjalda vert, þó að í raun eigi aldrei að tala um hvort prestar séu góðir eða ekki góðir. En ef þeir eru góðir, þá eiga þeir aðeins að vera góðir fyrir það að vera góðir prestar. Þó auðvitað sé mismunur á náðargáfunni.“ Hefur biskupsstofa skilning á þessum málum. Veitir hún prestum nægilegan stuðning? „Hún hlýtur að hafa skilning á því. Éfni presta- stefnunnar bendir til þess. Stuðn- ingur biskups og geta í þessum efnum fer auðvitað eftir því hvernig ríkisvaldið virðir embætti hans og hvernig hor.um tekst að öðlast þar vald.“ Mörgum er það kappsmál að fram nái að ganga aðskilnaður ríkis og kirkju. Karl segir það eftirsókn- arvert markmið, með tilliti til þess hvemig málum er komið. „Jú, þær raddir heyrast æ oftar innan stétt- arinnar, að þjóðkirkjan okkar, sem sumir halda að sé ríkiskirkja, verði fríkirkja. Það eru margir sem tala um að þeir fæðist inn í þessa kirkju, sem er þjóðkirkja. En væri ekki best að kirkjan segði skilið við ríkið og öfugt? Að ríkið skilaði eigum kirkjunnar í hennar eigin hendur og að þegnarnir, sem vildu tilheyra hinni lútersk-evangelísku kirkju á íslandi, greiddu beint til hennar sín sóknargjöld, kirkjugarðsgjöld og skatta vegna launahalds og annars. Myndi einhver í slíkri fríkirkju segja við þann prest sem sækir um starf: „Þú þarft að vinna allar helg- ar. Vera til taks allan sólarhringinn fyrir 70-80 þúsund krónur á mán- uði. Þú hefur lítið sem ekkert vaktaálag og þó þú sért kallaður út að nóttu, þá færðu ekki einu sinni útkall." Þegar ég byijaði sem prestur á Suðureyri, varð reyndar fljótlega orðinn kennari þar, þá var ég spurður: Ertu ekki með 150 þúsund á mánuði? Ég sagði að það vantaði 96 þúsund upp á þá upp- hæð. Sá sem spurði sagði: Ég hefði ekki trúað þessu, ef þú værir ekki presturinn minn.“ Auglýsa nafn sitt í von um að fájarðarfarir? „Hér á ísafirði eru örfáir menn kaþólskir, miðað við mannfjölda. Þegar kaþólskur prestur kemur hingað, eru þjónar í kringum hann. Og þetta er ekki bara gert til þess að einhveijum makráðum presti líði vel. Ekki til að fullnægja hans per- sónulegu þörfum, heldur er ka- þólska kirkjan að tryggja að hann sé í góðu formi til þess að vera faðir. Nei, þetta er orðið hlægilegt með kirkjuna hérna, kannski væri best að hún væri lögð niður. Hætti að vera hátíðarkirkja og prestarnir hátíðarprestar. Þeir hætti að aug- lýsa nafnið sitt í útvarpinu, ef til vill í von um að fá jarðarfarir." Hvað áttu við með „hátíðarprest- ar“? „Ef eitthvað stendur til, einhver hátíð eða eitthvað gerist, þarf alltaf að vera prestur á staðnum, þó í sjálfu sér sé lítið gert með hann.“ Karl heldur áfram: „ Það er kannski líka kominn tími til þessi, að hræsn- inni með kristinfræðikennsluna fari að linna. Það verði ekki kennd meiri kristinfræði í íslenskum skól- um. Þá vissum við að minnsta kosti hvar við hefðum framkvæmdavald- ið í þeim efnum.“ Hvernig gengur að eiga sam- skipti við kerfið, ráðuneytið? „Um þau má margt segja. Sumt gott. Þeir reyna, en hafa víst enga peninga, hvorki til að laga prestsbú- staðina né kjörin. Fyrir ári bjó ég á Suðureyri, þá þjónaði ég líka hérna á ísafirði og þurfti að keyra næstum daglega hingað yfir. Ég sendi reikninga vegna dagpeninga þessa þijá mánuði. Langflesta dag- ana sendi ég aðeins fyrir sex tíma. Ég hef fengið tvo mánuði greidda, eftir hark og læti og reyndar var ég látinn vita löngu síðar, að það hefði verið fyrir misskilning. Ég átti ekki að fá dagpeninga, vegna þess að „það tíðkaðist ekki að greiða prestum dagpeninga". Ég á eftir að fá þriðja mánuðinn greiddan og hann er orðinn tæplega ársgam- all. Kunningi minn, sem er lögfræð- ingur, er alltaf að biðja mig um að fá hann, vegna þess að þetta sé „pottþétt mál“. Sumar sóknamefndir greiða prestum launauppbætur í ýmsu formi. Og jafnvel í beinhörðum pen- ingum. Þetta er ekki gott mál, vegna þess að prestarnir verða „háðir“ sóknarnefndunum og einnig það, að þetta geta ekki allar sóknar- nefndir. Þær eru misjafnlega stönd- ugar.“ Nú er að koma afmæli „Ríkisvaldið og löggjafínn hafa látið eitthvað í sér heyra vegna þúsund ára kristni í landinu. Nú er að koma afmæli. Taktu eftir sýning- unni í kringum það: Ríki og kirkja! Þjóð og kirkja! — Það verður gam- an að fylgjast með því.“ Karl bætir við að eflaust finnist einhveijum þetta harmakvein í sér. „Jafnvel vanþakklæti, skammir og skepnu- skapur. En þú mátt vera viss um að flestir prestar í landinu taka undir þessi orð. Það sorglega í þessu öllu saman er, að sá sem byijar , sitt starf, hlakkar til, og sér fyrir sér svo margt sem hann getur gert og unnið í þágu Jesú Krists, verður ekki bara vonlaus, hann verður full- ur af sektarkennd yfir því að hann eða hún er að gera eitthvað allt annað en hann á að gera. Nú, það er líka margt ævintýrið sem gerist. Kirkjur eru byggðar fyrir tugi milljóna, jafnvel hundruð og menn eru fúsir til að kaupa alls konar verkfæri, myndir og dót inn í kirkjurnar og fá nöfnin sín á þessa muni. En að kirkjan hafi einhvern sjóð innanlands til að gefa fátæk- um, sem hafa orðið illa úti ein- hverra hluta vegna, það er af og frá.“ Hvers vegna láta prestar bjóða sér svo bágar aðstæður sem þú lýs- ir? „Það sem kemur í veg fyrir að menn segi af sér, hætti og snúi sér að öðru, er að menn slæva smám saman samviskuna," svarar Karl að bragði og kímir eilítið. „Auðvitað er það fyrst og fremst vegna þess að prestsstarfið er svo sérstakt og einstakt. Þú ert vígður og þú ert kallaður og getur ekki hætt þrátt fyrir allt. Einmitt þessi köllun gerir að verkum, að það hægt er að pína presta. ■ — En þrátt fyrir öll þessi orð, er ég hef mælt, þá er prestur- inn sá gæfumaður, að hann kynnist mörgum og hittir fyrir góða menn og konur. Það fólk uppörvar hann, kórfólkið, meðhjálparar, kirkjuhald- arar, sóknarnefndarmenn og aðrir vinir kirkjunnar, sóknarbörnin. Orð prestanna í dag eru þessi: Hjálpið okkur til að verða betri prestar, svo þið verðið sælli þjóð. Prestsstarfíð er dásamlegt og mikil blessun að mega starfa á akri Jesú Krists og vitna það, að Orð Guðs er lifandi og gefur þessum heimi mikla von og fagra sýn til framtíðar," segir Karl V. Matthíasson, sóknarprestur á Isafirði og formaður Prestafélags Vestfjarða. REVKJAVIKIR-MARAPON TRIMMARAR - SKOKKARAR - HLAUPARAR - MARAÞONHLAUPARAR UNDIRBÚNINGSÞJÁLFUN FYRIR REYKJAVÍKUR-MARAÞON. Forvarnar- og endurhæfingarstöðin MÁTTUR ásamt fleiri aðilum stendur fyrir undirbúningsnámskeiði fyrir þá sem hyggjast taka þátt í Reykjavíkur-maraþoni. Námskeiðið er fyrir alla. Frá skemmtiskokkurum til maraþonhlaupara. ♦ Námskeiðið stendur í 6 vikur og hefst mánud. 2. júlí. Þátttakendur hafa ótakmarkaðan aðgang að tækjasölum og leikfimitímum stöðvarinnar. íþróttafræðingar frá MÆTTI og langhlauparar leiðbeina þátttakendum 3-4 sinnum í viku við hlaupaþjálfunina. Allir þátttakendur fá MÁTTARhoW. Sérstakar viðurkenningar verða veittar einstaklingum og starfshópum fyrir áhuga og ástundun. Skráning er hjá MÆTTI Faxafeni 14, eða í síma 689915 A I R Nikc býður öllur þútttukendum í þcssari undirbúningsþjállun Nike vörur á sérstöku maraþon vcröi í vcrslun okkar Frísport á Luugavcgi 6. V I L J I • V E L L 1 Ð A N FAXAFENI 14, 108 REYKJAVlK, SÍMI 689915.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.