Morgunblaðið - 24.06.1990, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 24.06.1990, Blaðsíða 43
43 MORGUNBLAÐIÐ UTVARP/SJONVARP SUNNUDAGUR 24. JUNI 22.15 Veðurfregnir. Orð kvöldsins. 22.25 Úr fuglabókinni. (Endurtekinn þáttur frá há- degi.) 22.30 Stjórnmál að sumri. Umsjón: Páll Heiðar Jónsson. 23.10 Kvöldstund í dúr og moll með Knúti R. Magn- ússyni. 24.00 Fréttir 00.10 Samhljómur. Umsjón: Bergljót Haraldsdóttir. (Endurtekinn frá morgni.) 1.00 Veðurfregnir. 1.10 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. FM 90,1 7.03 Morgunútvarpið - Vaknað til lifsins. Leifur Hauksson og Jón Ársæll Þórðarson hefja daginn með hlustendum. Upplýsingar um umferð kl. 7.30 og litið í blððin kl. 7.55. 8.00 Morgunfréttir, - Morgunútvarpið heldur . áfram. Heimspressan kl. 8.25. 9.03 Morgunsyrpa. Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir. 11.03 Sólarsumar með Jóhönnu Harðardóttur. Molar og mannlífsskot í bland við tónlist. — Þarfaþing kl. 11.30. 12.00 Fréttayfirlit. Auglýsingar. 12.20 Hádegisfréttir. - Sólarsumar heldur áfram. 14.03 HM-hornið. Fróðleiksmolar frá heimsmeist- arakeppninni í knattspymu á Ítalíu. Getraun og fjöldi vinninga. 14.10 Brot úr degi. Eva Ásrún Albertsdóttir. 16.03 Dagskrá. Starfsmenn dægurmálaútvarpsins og fréttaritarar heima og erlendis rekja stór og smá mál dagsins. 18.03 Þjóðarsálin — Þjóöfundur í beinni útsend ingu. 19.00 Kvöldfréttir. 19.32 Zikk Zakk. Umsjón: Sigrún Sigurðardóttir og Sigriður Amardóttir. Nafnið segir allt sem þarf — þáttur sem þorir. 20.30 Gullskifan. 21.05 Söngur villiandarinnar. Einar Kárason leikur íslensk dægurlög frá fyrri tíð. (Endurtekinn þáttur frá liönum vetri.) 22.07 Landið og miðin. Sigurður Pétur Harðarson spjallar við hlustendur til sjávar og sveita. (Einn- ig útvarpað kl. 3.00 næstu nótt.) 23.10 Fyrirmyndarfólk lítur inn til Rósu Ingólfsdótt- ur. Að þessu sinni Hafsteinn Hafliðason. (Endur- tekinn þáttur frá liðnum vetri.) 00.10 i háttinn. Ólafur Þórðarson leikur miðnætur- lög. 1.00 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. Fréttir kl. 7.00, 7.30, 8.00, 8.30, 9.00, 10.00, 11.00, 12.00, 12.20, 14.00, 15.00, 16.00, 17.00, 18.00, 19.00, 22.00 og 24.00. NÆTURÚTVARPIÐ 1.00 Söðlað um. Magnús R. Einarsson kynnir bandariska sveitatónlist. Meðal annars verða nýjustu lögin leikin, fréttir sagðar úr sveitinni, sveitamaður vikunnar kynntur, óskalög leikin og fleira. (Endurtekinn þáttur frá föstudagskvöldi.) 2.00 Fréttir. 2.05 Eftirlætislögin. Svanhildur Jakobsdóttir spjall- ar við Ríkarð Örn Pálsson sem velur eftirlætislög- in sín. Endurtekinn þátturfrá þriðjudegi á Rás 1. 3.00 Landiö og miðin. Sigurður Pétur Harðarson spjallar við hlustendur til sjávar og sveita. (Endur- tekinn þáttur frá kvöldinu áður.) 4.00 Fréttir. 4.03 Sumaraftann. Umsjón: Bergljót Baldursdóttir, Ragnheiður Gyða Jónsdóttir og Ævar Kjartans- son. (Endurtekinn þáttur frá deginum áður á Rás 1.) 4.30 Veðurfregnir. 4.40 Glefsur. Urdægurmálaútvarpi mánudagsins. 5.00 Fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum. 5.01 Zikk Zakk. (Endurtekinn þáttur frá liðnu kvöldi.) 6.00 Fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum. 6.01 Áfram ísland. íslenskir tónlistarmenn flytja dægurlög. LANDSHLUTAÚTVARP Á RÁS 2 8.10-8.30 og 18.35—19.00 Útvarp Norðurland. 7.00 7-8-9. Hallur Magnússon og Kristín Jónsdótt- ir ásamt Talmálsdeild Bylgjunnar. Fréttir sagðar á hálftimafresti milli 7 og 9. Pétur Steinn og Gunnlaugur verða með síðasta stjörnuspekiþátt- inn á Bylgjunni í kvöld. Hér horfa þeir til stjarnanna. Bylgjan: Stjömuspekin ífrí HBHM Síðasti þáttur þeirra O"! 00 Gunnlaugs Guðmunds- “ A sonar og Péturs Steins um stjörnuspeki verður á dagskrá Bylgjunnar í kvöld. Þættir þessir hafa verið á dagskránni síðan í október. Á þeim tíma hefur verið farið í gegnum öll stjörnumerkin. „Það er kominn tími til að hvfla sig aðeins“, sögðu þeir félagar Gunnlaugur og Pétur. „Við tökum kannski aftur upp þráðinn í haust.“ í kvöld verður víða komið við, kort þekktra íslendinga verða tekin fyrir og stiklað á stóru í dýrahringnum. 9.00 Fréttir. 9.10 Ólafur Már Björnsson t mánudagsskapi. Lukkuhjólið kl. 10.30. 11.00 í mat með Palla. Hádegismagasín með Páli Þorsteinssyni. Spjall við hlustendur í bland við tónlist. Hádegisfréttir kl. 12.00. HM — í hádeg- inu. Valtýr Bjöm tekur púlsinn á heimsmeistar- mótinu á Ítalíu kl. 12.30. 13.00 Valdis Gunnarsdóttir. Hlustendur teknir tali og spiluð óskalög. Afmæliskveðjur. 15.00 Agúst Héðinsson. íþróttafréttir kl. 15, Valtýr Bjöm. 17.00 Siðdegisfréttir. 17.15 Reykjavík siðdegis. Sigursteinn Másson með málefni líðandi stundar í brennidepli. 18.30 Hafþór Freyr Sigmundsson á mánudagsvakt- inni með góða blöndu af gamalli og nýrri tónlist í bland við óskalögin. 21.00 Stjömuspeki. Gunnlaugur Guðmundsson og Pétur Steinn Guðmundsson taka fyrir merki mánaðarins. Bréfum hlustenda svarað. 23.00 Haraldur Gíslason. Rólegu óskalögin á sínum stað. 2.00 Freymóður T. Sigurðsson á næturvappinu. Fréttir á klukkutímafresti kl. 10, 12, 14 og 16. FMTflOfl AÐALSTÖÐIN 7.00 Á nýjum degi. Umsjón Bjarni Dagur Jónsson. 7.30 Morgunandakt - Séra Cecil Haraldsson. 7.45 Morgunteygjur — Ágústa Johnson. 8.00 Heilsan og hamingjan - Heiðar Jónsson. 8.30 Gestur dagsins fer yfir fréttir i blöðum. 9.00 Tónlistargetraun með verðlaunum. 10.00 Kominn tími til. Umsjón Steingrimur Ólafsson og Eirikur Hjálmarsson. 12.00 Viðtal dagsins ásamt fréttum. Getraunir og speki. 13.00 Með bros á vör. Umsjón Margrét Hrafnsdótt- ir. 13.30 Fyrirtæki dagsins. 14.00 Brugðið á leik I dagsins önn. 14.30 rómantíska homið. 15.00 Rós í hnappagátið. 15.30 Simtal dagsins. 16.00 í dag i kvöld. Umsjón Ásgeir Tómasson. 16.05 Veðrið. Fréttir og fróðleikur. 16.15 Saga dagsins. 17.00 Getraunin. 18.00 Úti i garði. Það gerist ýmislcgt í stól hárgreiðslukonunnar. Sjónvarpið: Stutft og hrokkið ■■■■ Sjónvarpið sýnir í kvöld OO 50 bresku stuttmyndina £*£* — Stutt o Stutt og hrokkið (The 3hort and Curlies) eftir Mikes jeigh. Aðalpersónan er Joy sem iitur í stól hjá hárgreiðslukonu. Þar markast helstu kaflaskil-til- ærunnar af mismunandi hár- greiðslu; klipping, litun, þvottur og permanent. Helsta tilbreyting- in er að láta sig dreyma um ridd- arann hugumstóra sem birtist ein- hvern daginn. Joy starfar í lyfja- búð og er það lán í óláni því hún er sífellt að uppgötva nýja kvilla sem vega að heilsu hennar. 19.00 Við kvöldverðarborðið. Umsjón Randver Jensson. 20.00 Á yfirborðinu. Umsjón Kolbeinn Gislason. 24.00 Næturtónar Aðalstóðvarinnar. Umsjón Rand- ver Jensson. FM 102 a. 104 7.00 Dýragarðurinn. Sigurður Helgi Hlöðversson. 9.00 Á bakinu í Dýragarðinum. Bjarni Haukur og Sigurður Helgi fara með gamanmál, lesa fréttirn- aröðruvísi, ræða við hlustendurog leika tónlist. 10.00 Bjarni Haukur Þórsson og félagar. 12.00 Hörður Arnarsson og áhöfn hans. 15.00 Snorri Sturluson. Slúður og staðreyridir. 18.00 Kristófer Helgason. 21.00 Ólöf Marin Úlfarsdóttir. Stjömutónlist, óska- lög. 1.00 Björn Þórir Sigurðsson á næturröltinu. FM#957 7.30 Til i tuskið. Jón Axel Ólafsson. Fréttir, upplýs- ingar og fróðleikur. 7.55 B.M.E.B.A.L. Vinnústaðaleikur. 8.00 Fréttafyrirsagnir og veður. 8.15 Stjörnuspá dagsins. 8.25 Lögbrotið. 8.30 Fréttayfirlit frá fréttastöfu FM. 8.45 Hvað segja stjörnumar. Spádeild FM skoðar spilin. 9.00 Fréttastofan. 9.10 Erlent slúður. 9.30 Kvikmyndagetraun. 9.45 Er hamingjan þér hliðholl? 10.00 Morgunskot. 10.05 Furðursaga dagsins. 10.25 Hljómplata dagsins. 10.30 Kaupmaður á horninu. Skemmtiþættir Griniðjunnar. 10.40 Textabrot. Áskrifendur FM eiga kost á því að svara spurningu um íslenska dægurlagatexta. Anna Björk Birgisdóttir. Seinni hálfleikur. 11.30 Gjafahornið. Hlustendur eiga kost á vinning- um frá FM: 11.45 Litið yfir farinn veg. 12.00 Fréttafyrirsagnir á hádegi. 12.30 Hæfileikakeppni í beinni útsendingu. Anna Björk. 14.00 Nýjar fréttir. 14.03 Sigurður Ragnarsson. 15.00 Sogur af fræga fólkinu hér heima og er- lendis. 15.30 Spilun eða bilun. 16.00 Fréttir. 17.00 Hvað stendur til? ívar Guðmundsson. 17.15 Skemmtiþættir Gríniðjunnar (endurtekið). 17.30 Pizzuleikurinn. Hlustendur eiga þess kost að vinna sér inn pizzu. 17.50 Gullmolinn. Leikið gamalt lag sem sjaldan hefur heyrst áður. 18.00 Forsiður helmsblaðanna. 18.03 Kvölddagskrá. ivar Guðmundsson frh. 19.15 Nýtt undir nálinni. Frumflutningur i útvarpi á nýrri tónlist. 20.00 Breski og bandaríski listinn. Valgeir Vilhjálms- son kynnir. 23.00 Klemens Arnarson. Pepsí-kippan er á sinum stað kl. 23.30. 106,8 7.00 Árla morguns. 9.00 Rótartónar. 10.00 Fjör við fóninn. 12.00 Framhaldssagan. 12.30 Blaðamatur. 14.00 Þreifingar. 15.00 Tilraun. 17.00 i sambandi. 19.00 Skeggrót. 21.00 Heimsljós. 22.00 Við við viðtækin. 24.00 „The Hitch-Hiker's Guide to The Galaxy”. 1.00 Útgeislun. 5.00 Reykjavik Árdegis. Gárur eftir Elínu Pálmadóttur Trunt, trunt og tröllin í flöllunum til 1992. Þá hvernig mál Hvað varð annars um fjöregg- ið okkar? Óveidda fiskinn í sjónum? Áður en það hvarf úr fréttum snerust allir hausar og fyldu því til og frá eins og tenn- iskúlu, þegar það flaug úr einum tröllahöndum í aðrar. Engin leið að geta sér til um í hverra hönd- um það mundi hafna eða glopr- ast bara niður á leiðinni. Er það kannski enn á lofti milli risanna? í þjóðsögunni köstuðu tröllkon- urnar, systurnar sem bjuggu sín í hvoru fjallinu, fjöregginu á milli sín þar til þær misstu það. Og þá var sagan öll. Ætli sagan sé öll, búið að hremma fjöregg íslendinga, alian fiskafla fram- tíðarinnar? Hon- um ráðstafað meðan þjóðin var önnum kafin á listahátíð eða við vorverkin. Hvað veit ég? Áður en ég missti þráðinn var eitthvað ver- ið að tala um leikhlé, að fresta leiknum með fjöreggið fram mætti athuga stæðu. Svakalega var þetta spenn- andi leikur með fjöreggið í vetur og vor, enda mikið í húfi. Það gerir glannalega leiki alltaf svo spennandi. Flestir virtust líka sammála um að allir íslendingar eigi saman fiskinn á miðunum. Engin spurning! Ekki heldur að hann sé fjöregg íslendinga um alla framtíð. Svo var allt í einu farið að kasta því á milli. Spurn- ingin bara hvaða hendur skyldu hremma, ákveðin skip og erfingj- ar útgerða þeirra í marga ættliði eða ákveðnir staðir á landinu og framtíðaríbúar þeirra. Hver hvatti sitt lið að hreppa hnossið og alvaldir dómarar gerðu vart ráð fyrir öðru en það lenti á öðrum hvorum staðnum. Heldur skyldi það niður gloprast en vera í höndum eigendanna, allra ís- lendinga. í þjóðsögunum, sem sprottnar eru af ísienskum reynsluheimi, er ekki auðvelt að losna úr trölla- höndum, eftir að taki er náð. Hvemig ætli fari í þessari líkingu, ef fjöreggið lendir á öðr- um hvorum staðnum? T.d. hjá ákveðnum byggðum eða frysti- húsum með ráðstöfunarrétt til komandi kynslóða? Þá verður að gera ráð fyrir því að byggð i landinu stöðvist hér og nú, verði steinrunnin, ekki satt? Lítum um öxl. Kemur ekki í ljós að íslend- ingar hafa löngum verið á hreyf- ingu og stöðnunartímar dapur- legir. Tökum sem dæmi eitthvert byggðarlag, t.d. Breiðdalinn og Breiðdalsvík, því þar er tiltölu- lega ný byggðahreyfing á íslandi og tiltækar tölur. Á árinu 1940 bjuggu þar 307 manneskjur á 51 heimili. Fjögur hús voru á Breiðdalsvík, þar sem bjuggu fjórar fjölskyldur. Tíu árum síðar voru íbúar Breiðdals 257 og fækkaði enn til 1949, er. þá er byijað að fjölga í þorpinu Breið- dalsvík. 1960 eru húsin þar orð- in 17 og íbúarnir 93, eða þriðj- ungurinn af íbúum sóknarinnar. Og úr því vex fiskibærinn stöð- ugt og hratt eftir að sildarævin- týrið fyrir Austurlandi hófst, með örri uppbyggingu í þjónustu. T.d. byggður heimavistarskóli á Staðarborg í sveitinni meðan ekki allir trúðu á öran vöxt Breiðdalsvíkur, og svo skólahús í þéttbyggðinni, síðast þegar ég kom þar fyrir fáum árum geng- um við í kring um nýbyggingu eins glæsilegasta skólahúss sem ég hefi séð á landinu. Þannig byggðist allt hratt upp í hinn myndarlegasta bæ. Þá vaknar spurningin: Á að frysta einmitt þarna þessa byggð og allar hin- ar, sem byggst hafa svona I rykkjum á Islandi. Segja sem svo, það verður að tryggja að þama og á hinum staðnum verði nákvæmlega svona byggð, hvorki meiri né minni, hvernig sem allt veltist? Og er víst að akkúrat þetta margt fólk vilji láta binda sig við nákvæmlega þennan stað um alla framtíð? Til dærnis þegar frystingin á matvælum, sem er með bættum samgöngum á útleið í heiminum sem geymsluaðferð, er fyrir bí, hvort sem sú þróun tekur lengri eða skemmri tíma. Allir sem borgað geta vilja ófrosin mat- væli ef kostur er. Ferskur fiskur nú þegar stundum orðinn verð- meiri en unninn og langfrystur með ærnum tilkostnaði. Hvar á að stöðva mekanismann í henni veröld? Og á íslandi? En ef fjöreggið, fiskurinn okk- ar allra, lendir í hinum höndun- um, hjá núverandi eigendum skipa og verkunarstöðva, væri fróðlegt að sjá hvernig á að skipta arfinum aftur yfir til ann- arra arflausra íslendinga? Hópur arflausra í landinu fer hratt stækkandi, vegna fyrri steinruna við „status quo“, burt séð frá aðstæðum. Óþarfi að bæta þar á hópi íslendinga sem heldur ekki erfir fiskinn á miðunum. Fiskurinn er eign íslendinga, skjóta menn inn í um leið og þeir ráðstafa honum til fram- tíðar. Skrifaðu flugvöll, sagði. þingmaðurinn til að róa kjósend- ur. Er ekki öll okkar löggjöf full af svona úpphrópunum, sem ekk- ert stendur á bak við? Af þvi þjóðfélagið var stöðvað og stein- runnið einhvern tíma. Stjórnar- skráin okkar gerir ráð fyrir því að allir menn í landinu séu jafn- ir, hafi kosningarétt. Tekur nokkur mark á því? Þegar fólk kýs að flytja úr einum stað annan, eins og það gerir nú, missir það stóran hluta atkvæð- isréttar. Ætli meinið sé ekkL þar. Ef við fengjumst í alvöru til þess að vera ein þjóð íslend- inga með sama frumburðarrétt, mundi líklega engum detta í hug önnur grunnhugsun en að við og afkomendur okkar eigum öll fiskinn og eigum að nýta hann sameiginlega. Eða hvað? Trunt, trunt tröllin í fjöllunum!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.