Morgunblaðið - 24.06.1990, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.06.1990, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ • • ORYGGI. IELUm? Guðmundur L. Jóhannesson íbúi á Grandavegi 47, segir að fólki hafi reynst erfiðast að glíma við framkvæmdalánið, því vísitalan rauk svo upp á byggingartímanum. Guðmundur L Jóhonnesson:_________ MÁ HEITA AÐ ALLT HAFISTAÐIST Ármannsfells bundinn við bygging- ar fyrir aldraða, en Gylfi og Gunn- ar sf. hafa nær eingöngu verið á því sviði. — En hvers vegna kjósa þeir að einbeita sé að byggingum fyrir aldraða? Er það arðvænlegra en byggingar á almennum markaði? „Félag eldri borgara hefur óskað eftir að fá forkaupsrétt á þessum íbúðum. Um er að ræða stóran höp, sem við höfum talið hagræði í að veita þennan rétt, og hefur þetta gengið alveg þokkalega," seg- ir Gylfi Ómar Héðinsson, fram- kvæmdastjóri og annar aðaleigandi byggingafyrirtækisins Gylfi og Gunnar sf. Gylfí segir að verðið skýrist að miklu leyti á því, að byggt hefur verið á eignarlóðum, sem eru töluvert dýrari, auk þess sem í hús- unum er um að ræða umtalsverðar sameignir, eins og t.d. salinn á efstu hæðinni á Grandavegi 47 og setu- stofur á hverri hæð. „Það er skrítið, að á sama tíma og talað er um að 'við seljum þetta dýrt, veit ég til þess að íbúðir hafa verið endurseld- ar á verði sem er uppreiknað allt að 1,5 milljónum króna hærra en við seldum þær á. Samkvæmt því erum við að selja undir markaðs- verði." Ármann Öm Ármannsson, fram- kvæmdastjóri Ármannsfells hf., segir ljóst að yfirgnæfandi meiri- hluti einstaklinga vilji búa í eigin íbúð á efri árum. „Þessar íbúðir eru mjög eftirsóttar og þetta hefur flýtt mjög uppbyggingunni í þessum málum. Fólk sem er komið á efri ár vill gjaman vera með sínum ald- urshópi. Þetta fyrirkomulag hefur ennfremur gerbreytt aðstæðum sveitarfélaganna. Þau geta nú byggt upp og rekið þjónustumið- stöðvarnar, í stað þess að þurfa líka að byggja íbúðimar og reka þær.“ Samtök aldraðra hafa ekki óskað eftir tilboðum vegna bygginga íbúða á þeirra vegum, heldur hafa lóðir verið fengnar í samráði við einn verktaka, Ármannsfell, og framkvæmdir allar heyrt undir það fyrirtæki. Sá háttur hefur og verið hafður á að Ármannsfell hefur greitt lóðirnar áður en bygginga- framkvæmdir hefjast. Hans Jörg- ensson hjá Samtökum aldraðra seg- ir að vissulega hafi forsvarsmenn samtakanna orðið varir við raddir um að íbúðimar þyki of dýrar. Hann segir hins vegar, að það vilji gleymast, að inn í verðinu eru reikn- aður vextir af framkvæmdalánum og allur kostnaður. Hann bendir jafnframt á að tæknideild Hús- næðisstofnunar yfirfari kostnaðar- verðið, áður en lánveiting er stað- fest. Vantar fleiri möguleika Eins og fyrr segir em það sveitar- félögin sem eiga og reka þjónustu- miðstöðvamar. Þjónustan er nokk- uð misjöfn og fer eftir getu og stefnu sveitarfélaganna hveiju sinni. Þessi sama þjónusta stendur þeim til boða sem búa í almennum eignaríbúðum, en nýtist auðvitað best þeim sem búa í grennd við miðstöðvarnar. Það er því ljóst að fyrir marga íbúa í sérhönnuðum þjónustuíbúðum í einkaeign er mun- urinn ekki mikill. Hvað varðar þrif, heilbrigðisþjónustu og sérstaka umönnun, þurfa þeir að leita á náð- ir kerfisins líkt og þeir byggju í íbúð á almenna markaðnum. Ennfremur þurfa þeir sem búa í eignaíbúðum að leysa öll vandamál sem upp kunna að koma varðandi viðhald. Þá reynir á samstöðu innan húsfélagsins, fjárhagslega stöðu þess og íbúanna, — ekki síst ef í ljós kemur að mánaðarlegar greiðsl- ur í hússjóð duga ekki til að standa undir framkvæmdum. Þetta vanda- mál segjast forsvarsmenn Sunnu- hlíðarsamtakanna í Kópavogi hafa séð fyrir. Þeir ákváðu að íbúðirnar yrðu ekki eign íbúanna, heldur íbúð- arrétturinn. Húsið er í eigu samtak- anna, sem ber jafnframt ábyrgð á öllum rekstri og umhirðu. íbúarnir fá því ekki afsal fyrir íbúðunum, en þess í stað bankatryggingu frá Búnaðarbankanum í Kópavogi, sem skuldbindur sig til að greiða þeim eða ættingjum þeirra út andvirði íbúðarinnar á markaðsverði, ef þeir vilja flytja eða ef þeir falla frá. Eins og fyrr segir er ljóst að hinn nýi kostur í húsnæðismálum aldr- aðra hentar mörgum og setja þeir ekki fyrir sig þótt íbúðirnar séu dýrari en á almenna húsnæðismark- aðnum. Ennfremur blasir við, að þeir sem ekki hafa nægileg fjárráð, eiga ekki ýkja mikla möguleika á öryggi í húsnæðismálum á efri árum. Sárlega virðist vanta leigu- íbúðir fyrir þennan hóp og hugsan- lega vantar fjölbreyttara eignar- form fyrir þá, sem ekki geta skuld- sett sig eða jafnvel þá sem hafa hugsað sér að lifa af þeim peningum sem hingað til hafa verið bundnir í fasteign. „Þ AÐ má heita að allt hafi staðist. Þetta eru mjög góðar íbúðir og hér er skemmtilegt fólk. Það sem fór verst með okkur var framkvæmdalánið, sem þurfti að greiða mánað- arlega, því vísitalan rauk svo upp á byggingartímanum. En ég tók lán þjá húsnæðissfjórn og greiddi með því upp firam- kvæmdalánið,“ segir Guð- mundur L. Jóhannesson íbúi á Grandavegi 47. Húsið er byggt af Gylfa og Gunnari sf. fyrir Félag eldri borgara. Guðmundur flutti inn í nóv- ember í fyrra. Eru menn eitthvað famir að velta fyrir sér hvernig staðið verður að viðhaldi, þegar að því kemur? „Við reiknum með að framlög í hússjóð, sem t.d. er 5.200 krón- ur fyrir minnstu íbúðirnar, dugi þegar þar að kemur,“ segir Guð- mundur. ORÐSEIMDIIMG UM LEIÐRÉTTINGU A VERÐBÓTUM Á SKYLDUSPARNAÐI Umboðsmenn og aðstandendur einstaklinga sem búsettir eru erlendis eða sem látist hafa og söfnuðu skyldusparnaði á árunum 1957 til l.júlí 1980, eru hér með hvattir til að kanna í upplýsingasímum stofnunarinnar hvort greiðslur vegna leiðréttinga á verðbótum liggi þar fyrir. Allar leiðréttingar til peirra, sem áttu skráð heimilisfang hér á landi 1. desember 1989 s.l. hafa verið sendar út. Eftir standa töluvert af leiðréttingar- greiðslum til fólks, sem skráð er erlendis og sem látið er. í desember s.l. ákvað Húsnæðisstofnun ríkisins að greiða út leiðréttingar varðandi verðbætur á skyldusparnað. Hér var einungis um að ræða verðbætur sem reiknast áttu af verðbótum. Leiðréttingarnar vörðuðu tímabilið l.júní 1957 til 1. júlí 1980 og náðu aðeins til hluta þeirra sem áttu skyldusparnað umrætt tímabil. Upplýsingasímar eru 696946 og 696947 kl. 10-12 virka daga. A HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS Ll SUÐURLANDSBRAUT 24 ■ 108 REYKJAVÍK ■ SÍMI 696900 1 8 tfí co Metsölublað á hverjum degi! W*LV, 'v'w Guðmundur Björnsson segir mikla áherslu lagða á öryggi í húsinu á Grandavegi 47 og sé allur frágangur með ágætum. Guðmundur Bjömsson: VERÐIÐ í SAMRÆMIVIÐ GÆÐIN „JÁ, ÉG tef að þjónustan sé eins og um var samið og verðið í samræmi við gæðin. Og við höfum mjög góðan húsvörð, sem tók strax til starfa, “ segir Guðmundur Björnsson sem ásamt eiginkonu sinni, Kristínu Benjamínsdóttur, býr í 115 fermetra vandaðri þriggja herbergja íbúð á Grandavegi 47. Hann segir frágang allan með ágætum og ýmis þægindi til staðar, svo sem heita potta, sauna, sólbaðs- og snyrtistofú, gervihnattasjónvarp og glæsilegan 100 fermetra sal á efstu hæðinni og síðast en ekki síst útibú Borgarbókasafhsins. Aðra sérstakaþjónustu fyrir aldraða, geta íbúar á Grandavegi 47 sótt í þjónustumiðstöð- ina á Aflagranda 40. „Það er mikið lagt upp úr ör- ar, sem gefa íbúum í öllum íbúðum yggi,“ segir Guðmundur. Við inn- möguleika á sjá í sjónvarpi hver ganga í húsið eru myndatökuvél- eða hverjir eru á ferð. Einnig var gefinn kostur á öryggisbúnaði í baðherbergjum og öryggi sem tengist símanum og gefur merki til húsvarðar ef eitthvað bjátar á. í húsinu eru 72 íbúðir og íbúa- fjöldinn á við lítinn sveitarhrepp, eða 107 manns. Guðmundur segir að sambúðin gangi með miklum ágætum og nýtist salurinn uppi einkar vel til samskipta, svo og setustofur á hverri hæð. Sjálfur segist hann vera mjög þakklátur fyrir útsýnið og njóta til hins ítrasta góðviðrisdaga þegar sjá má vítt og breitt, í allar áttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.