Morgunblaðið - 24.06.1990, Síða 44

Morgunblaðið - 24.06.1990, Síða 44
MORGUNBLAÐID, AÐALSTRÆTI 6. 101 REYKJAVÍK TELEX 2127, PÓSTFAX 681811, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ VERÐ í LAUSASÖLU 90 KR. Atlantsálshópurinn: Línur að skýrast JÓN Sigurðsson iðnaðarráð- herra segist vona að á fundi Atl- antsáls hér á landi á þriðjudag muni línur skýrast nægilega til að staðfesta þann ásetning að Ijúka samningum um byggingu álvers í haust. Jafnframt verði hægt að leggja á það mat hvern- ig best sé að hefja undirbúnings- framkvæmdir vegna virkjana. Jón Sigurðsson sagði að samn- ingaviðræðum hefði miðað vel undanfarið, en sagðist þó ekki reikna með að á fundinum fáist endanlegar niðurstöður í helstu álitamálunum, um orkuverð, skattakjör, umhverfisskilmála og reglur, mengunarvarnir, og stað- setningu álversins. Hann sagðist búast við að staðarvalið yrði þrengt, fremur en að samkomulag náist um einn stað. Per Olof Aronsson, forstjóri sænska fyrirtækisins Granges, ætl- ar að hitta hér að máli fulltrúa verkalýðssamtana og vinnuveit- enda, auk þess sem hann kynnir sér Járnblendiverksmiðjuna á -Grundartanga. Villtur lax dýrastur UM helmingsmunur er oft á verði villts lax og eldislax í verzlunum þessa dagana. Að sögn kaupmanna hefur lítið veiðzt af villtum laxi það sem af er sumri, og verð er því hátt á honum. Villti laxinn þykir fastari í sér, bragðmeiri og dekkri en eldislaxinn. Kaupmenn segja að lítið sé hins vegar um það núorðið að laxveiðimenn selji afla sinn í búðirtil að fjármagna veiðarnar. Menn reyki meira og grafi sjálfir, og þar að auki sé það oft misjöfn vara, sem fáist frá stangveiðimönnum. Bezti laxinn sé sá, sem komi úr haf- beit. Hann sé ekki marinn, á honum séu engin netaför og hann sé slægður og vel verkaður. MorgunDiaoio/Kagnar Axeisson Fífílbrekka gróin grund Það er alltaf jafn spennandi að tína blóm í haganum, ekki hvað síst þegar fíflar í fullum skrúða gylla hvanngrænar hlíðar og sjaldan verða fegurri blómvendir en þeir sem eru veittir úr hönd barnsins. Afleiðing frjáls ^ármagnsmarkaðs: Aukiðjafii- vægi og agi í hagsljórn - að mati Seðlabanka SEÐLABANKI íslands telur að af frjálsum fjármagnshreyfíngum leiði að islenskum fyrirtækjum skapist skilyrði til að styrkja eig- infjárstöðu með því að leita í aukn- um mæli eftir erlendu áhættufé. Þá muni heimildir til að festa fé í útlöndum gefa færi á að betra jafnvægi skapist milli eignamynd- unar og skuldastöðu erlendis. Jafnframt skapist tekjustraumar að utan, sem leiði af eignatekjum. Þetta kemur fram í skýrslu sem Seðlabankinn hefur gert, að ósk ríkisstjórnarinnar um áhrif frelsis í fjármagnsflutningum á íslenskan íjármagnsmarkað. í viðræðum EFTA og EB um evrópskt efnahagssvæði, sem nú eru hafnar, er gert ráð fyrir óhindruðum flutningum á fjármagni milli landa. Seðlabankinn segir í skýrslunni að frjálsum fjármagnshreyfíngum fylgi hagsældaráhrif vegna aukinnar hagkvæmni og greiðari miðlun fjár- magns frá eigendum til notenda. Skilyrði skapist fyrir því að innlent vaxtastig verði sambærilegt við það sem gengur og gerist í umheiminum. Strangari agi yrði á islenskri hag- stjórn, bæði á vettvangi ríkisfjármála og almennra tekjuákvarðana. Þannig fái ákvörðun um almenna launa- hækkun ekki staðist nema hún sé reist á aukinni framleiðslu mannafla, eða öðru álíka. Seðlabankinn telur að verslun með hlutabréf muni aukast. Þetta leiði til þess að íslensk fyrirtæki, sem ætli að afla fjár með hlutabréfaútgáfu, verði í beinni samkeppni við erlend fyrirtæki. Sú samkeppni knýi íslensk fyrirtæki til hagræðingar og í því felist jafnframt að atvinnustarfsemi hér á landi verði að skila arði til samræmis ■ við það sem gerist og gengur í umheiminum. A móti því telur Seðlabankinn að skilyrði íslenskra fyrirtækja gætu gerbreyst við að fá erlent áhættufé inn í rekst- urinn. Straumur ferðafólks á Suðurlandi FJÖLDI fólks var á helstu ferða- mannastöðum á Suðurlandi að- faranótt laugardagsins og vaxandi umferð um vegi í Árnessýslu í blíðviðri fyrir hádegi í gær. Að sögn Heimis Steinssonar þjóð- garðsvarðar á Þingvöllum voru á sjötta hundrað manna í um 190 tjöldum á Þingvöllum aðfaranótt laugardagsins. „Héry fagna menn Jónsmessu og miðsumri eins og það .^^ymtur best orðið, bæði hvað varðar *^^^eður og mannlíf,“ sagði Heimir. Um 100 tjöld voru á tjaldsvæðinu við Laugarvatn á laugardagsmorgni og fór fjölgandi. Þar var margt ungl- inga og hafði allt farið vel fram, að sögn starfsmanna í tjaldmiðstöðinni. Margar rútur fóru með ferðamenn í Þórsmörk á föstudag og laugar- .^^^jagsmorgun. Að sögn starfsfólks á var mikið um smærri hópa, svo sem af vinnustöðum. Að sögn lög- regiu í Árnessýslu hafðj jyerið þung Aflabrestur á grálúðu sprengir upp verð: Taiwan-búar greiða 210 kr. fyrir grálúðukílóið Morgunblaðið/Einar Falur Myndin var tekin þegar sólar- gangur var lengstur 21.júní, en mikil veðurblíða og umferð hefur sett svip á helgina. umferð á vegum en allt gengið slysa- laust. Varðstjóri sagði að auk hinna hefðbundnu tjald- og samkomu- svæða væru þúsundir manna komnar í sumarbústaði í héraðinu. VEGNA aflabrests á grálúðu- veiðum er það verð sem fæst nú fyrir grálúðu í samningum við Taiwan að nálgast hámark, og vilja kaupendur greiða allt að 3.500 Bandaríkjadali fyrir ton- nið af stærstu lúðunni, að sögn Ævars Guðmundssonar hjá Seifi. Það jaíhgildir urn 210 krónum fyrir kílóði og hefúr verðið hækkað úr um 3.200 döl- um fyrir tonn, um 192 krónum fyrir kíló, í upphafí vertíðar. Seifíir hefur selt 1000-1200 tonn af grálúðu til Taiwan árlega undanfarin ár en SH og SIS hafa verið stærstu útflytjendur grálúðu þangað. Eg held að þetta sé farið að nálgast hámarksverð. Það gæti hækkað örlítið ennþá en ég hld að það fari þá að verða spurn- ing um að enn hætti að kaupa þetta,“ sagði Ævar. Góður markaður hefur reynst vera fyrir grálúðu á Taiwan undan- farin ár, þar sem hún hefur náð fótfestu á neytendamarkaði og fyllir skarð annarrar tegundar þar sem stofninn hefur hrunið. Að sögn Ævars Guðmundssonar eru nokkrir möguleikar á auknum viðskiptum við Taiwan og hafa þarlendir innflytjendur sýnt áhuga á að kaupa síld og lax. Helsti þröskuldurinn fyrir auknum við- skiptum eru háir innflutningstollar á eyjunni. Skútu hvolfdi á ísafirði LITLUM seglbát hvolfdi undan Suðurtanga á Isafírði um kl. 11 í gærmorgun. Tveir menn voru á bátnum og sakaði þá ekki. nnar þeirra var í flotgalla og synti rúma 100 metra til lands en hinn komst á kjöl. Hraðbátur fór honum til bjargar frá ísafirði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.