Morgunblaðið - 28.06.1990, Síða 1

Morgunblaðið - 28.06.1990, Síða 1
56 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 144. tbl. 78. árg. FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 1990 _________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Gjaldmiðilsbreyting- í Austur-Þýskalandi á sunnudag: Eftiahagssamrunans beðið með kvíðablandinni eftirvæntingu Reuter Austur-þýskir kaupmenn lialda að sér höndum þessa dagana og eru tregir til að selja fyrir austur-þýsk mörk sem brátt missa gildi sitt. Það var enda ekki uin auðugan garð að gresja í matvöruverslunum í Austur-Berlín í gær. Heimsmeistara- keppnin: Rafinagns- leysi veld- ur róstum Kalkútta. Reuter. TIL óeirða kom í Kalkútta á Ind- landi í gær þegar mörg hundruð manns réðust á og lúskruðu starfsmönnuin rafmagnsveitna ríkisins þar í borg. Það var raf- magnsleysi, sem reiðinni olli, en vegna þess féllu niður útsending- ar frá heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu. „Þessi stjórn hefur brugðist gjör- samlega. Það er ekki nóg með, að hún geti ekki haldið uppi lögum og reglu eða séð fyrir nægu vatni, heldur sviptir hún okkur líka heims- meistarakeppninni í knattspyrnu. Hún á að segja af sér á'stundinni,“ sagði einn frammámanna stjórnar- andstöðunnar í Vestur-Bengalríki. Orkumálaráðherrann í Véstur- Bengal segir, að rafmagnsleysið sé heimsmeistarakeppninni og ráða- mönnum í nágrannaríkinu Bihar að kenna. „Þeir vöktu mig um miðja nótt og báðu um fimm megawött aukalega vegna keppninnar en drógu síðan til sín 160 megawött með þessum afleiðingum," sagði orkuráðherrann. Tékkóslóvakía: Stjórnin sver embættiseið Prag. Reuter. NÝ stjórn í Tékkóslóvakíu sór embættiseið sinn í gær og eru ráðherrarnir flestir úr röðum Borgaravettvangs, sigurvegarans í þingkosningunum. Ráðherrarnir 16 eiga að koma á fullu lýðræði í landinu á tveimur árum og hafa Borgaravettvangur og samstarfsflokkur hans, Almenningur gegn ofbeldi, níu ráðherra én kristi- legir demókratar einn. Sex voru áður í kommúnistaflokknum, þar á meðal forsaétisráðherrann, Marian Calfa. Austur-Berlín. Reuter. UM helgina verða efnahagskerfí þýsku ríkjanna sameinuð og þá munu austur-þýsku seðlarnir með Karli Marx víkja fyrir vestur-þýska markinu. Þúsundir Austur-Þjóðverja stóðu í biðröð- um fyrir utan bankastofhanir í gær til að opna reikninga sem eru skilyrði þess að hægt sé að skipta austur-þýskuin mörkum í vestur-þýsk. A sunnudag verður einnig lagt niður allt eftirlit á landamærum þýsku ríkjanna og haft er eftir heimildum, að stjórn- in í Bonn vilji Berlín sem höfuð- borg að lokinni fullri sameiningu. „Að undanskildum hinum efnis- lega ávinningi þá er vestur-þýska markið tákn frelsis og nýs upp- hafs,“ sagði Theo Waigel, fjármála- ráðherra Vestur-Þýskalands, en eftirvæntingin í austri er kvíða blandin. Kaupmáttur launanna mun vissulega aukast en margir óttast, að austur-þýsk fyrirtæki muni ekki standast samkeppnina með tilheyr- andi atvinnuleysi. Hafa stjórnvöld í báðum þýsku ríkjunum reynt að sefa þennan ótta og birtu í því skyni stórar auglýsingar í dagblöðum í gær þar sem kostum sameiningar- innar var lýst. Frestur Austur-Þjóðverja til að sækja,, um að bankainnstæðum þeirra verði breytt í vestur-þýsk mörk rennur út á morgun, föstu- dag. Fullorðnir mega skipta allt að 4.000 mörkum (140.000 ÍKR) á genginu einn á .móti einum. ('/()- Fyrir hvert barn má skipta 2.000 mörkum á sama gengi. Bankainn- stæðum umfram þessar upphæðir má skipta á genginu 'A eða 'A eft- ir því hvenær sparnaðurinn yarð til. Edúard Shevardnadze: Oánægðir hershöfð- ingjar gagnrýndir Moskvu. Reuter. Utanrfkisráðherra Sovétríkjanna, Edúard Shevardnadze, hef- ur svarað óánægjurödduin ýmissa sovéskra hershöfðingja með harkalegri gagnárás. Þeir liafa m.a. sagt að ítök Sovétmanna í A-Evrópuríkjunum hafí verið gefin upp á bátinn mótspyrnu- faust. Ráðherrann spyr í grein í flokksmálgagninu Prövdu á þriðjudag: „Höfnm við virkilega ekkert lært? Munum við ekki hvað gerðist í Afganistan, hvað gerðist 1956 og 1968?“ Með ártölunum vitnar Shev- gegn almennum hugmyndum um ardnadze til innrása Rauða hers- ins í Ungveijaland og Tékkósló- vakíu sem gerðar voru til að kæfa lýðræðis- og umbótatilraunir í löndunum. Hann sagði að í reynd væru gagnrýnendur að spyija hvers vegna skriðdrekum hefði ekki verið beitt að þessu sinni. „Utanríkisstefnan getur ekki byggst á því að varin séu brot jafnræði, frelsi, vald fólksins, lýð- ræði,“ segir í grein ráðherrans sem talin er undanfari varnar- ræðna ráðamanna á væntanlegu flokksþingi sovéskra kommúnista í næstu viku. „Égtel það siðferðis- lega skyldu mína að biðja þjóðir A-Evrópu afsökunar á móðgandi- og óafsakanlegum ummælum ýmissa landa minna.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.