Morgunblaðið - 28.06.1990, Page 10
MORGÚNBLAÐIÐ hMMTUDÁÖÚR 28. JÖNÍ 1990
^ 681060
Höfum einnig fjölda
annarra eigna á skrá.
Höggmyndasagan
Myndlist
Eiríkur Þorláksson
í hraða nýlokinnar Listahátíðar
hefur lítill tími fengist til að
staldra við og skoða betur það sem
boðið er upp á. Þvi er þakkarvert
að nokkrar stærstu myndlistar-
sýningarnar, sem tengjast Lista-
hátíð, standa lengur og gefa list-
unnendum betra tækifæri til slíks.
Ein þeirra er sýning Listasafns
Reykjavíkur, „Islensk högg-
myndalist 1900- 1950“, sem fyllir
sali Kjarvalsstaða og stendur til
8. júlí.
Nokkur undanfarin ár hafa ver-
ið haldnar yfirlitssýningar á
Kjarvalsstöðum, þar sem íjallað
hefur verið um ákveðin tímabil
eða ákveðin fyrirbrigði í íslenskri
myndiistarsögu, og með því reynt
að skerpa vitund manna um þessi
atriði. Húsið hefur allt verið lagt
undir þessar sýningar, og lögð
hefur verið talsverð vinna við sýn-
ingarskrár, sem gætu staðið sem
vegvísar í fátæklegri bókaútgáfu
um íslenska myndlist. Þannig var
sýningin „íslensk Abstraktlist"
haldin 1987, „Maðurinn í for-
grunni“ á Listahátíð 1988 og
„SÚM 1965-1972“ á síðasta ári.
Eins og gerist og gengur hafa
ekki allir verið sammála um efnis-
val ofangreindra sýninga, þá list
sem þar hefur verið sýnd eða
mikilvægi viðfangsefnanna yfír-
leitt. Slíkt er eðlilegt, og getur
aðeins orðið til þess að auka um-
ræðu um hvernig listasaga aldar-
innar verður skráð.
Sýningin á Kjarvalsstöðum nú
takmarkast við fyrri helming ald-
arinnar. Fyrstu viðbrögð kynnu
að vera að það sé of þröng mörk,
en við skoðun sýningarinnar kem-
ur strax í ljós að svo er ekki. Það
gefur einnig tilefni til að líta fram
á veginn til sýningar eftir rúman
áratug, þar sem tímabilið yrði
1950-2000. Er ekki að efa að það
verður erfiðari sýning í undirbún-
ingi, bæði vegna þess mikla fjölda
myndhöggvara sem hefur komið
fram á þessum tíma, og þeirrar
útvíkkunar hugtaksins högg-
mynd, sem orðið hefur síðustu
áratugi; hvar eru mörkin milli
skúlptúrs og umhverfisverks? -
En sú umræða er verkefni síðari
tíma.
Það sem fyrst vekur athygli
þegar inn er komið, er uppsetning
sýningarinnar og lýsing verkanna.
Þarna hefur verið fagmannlega
unnið, og leitast við að láta hvert
verk njóta sín sem best. Fjölda
listaverka er stillt í hóf (4 til 7
verk frá hendi hvers listamanns)
svo þau trufli ekki hvort annað í
rýminu. Dauf lýsing gerir einnig
að verkum, að hægt er að leggja
áherslu á helstu kosti hvers verks.
Slíkt er gott svo langt.sem það
nær, og tekst ágætlega; en hin
hliðin á þeim pening er auðvitað,
að þannig er einnig mögulegt að
fela gallana, ef einhveijir eru.
Skýrar merkingar með verkunum
eru og ótvíræður kostur.
Verk hvers listamanns fá sitt
afmarkaða rými í sölunum,_ og er
gott samræmi milli þeirra. í aust-
ursalnum myndast mjög sterkur
ás endanna á milli, þar sem fyrir
eru stærstu verk Ásmundar
Sveinssonar og Siguijóns Ólafs-
sonar. Samræming af þessu tagi
er ekki í vestursalnum, en flest
verkin þar njóta meira sjálfstæðis
fyrir vikið.
Á sýningunni eru verk eftir níu
listamenn: Einar Jónsson, Nínu
Sæmundsson, Guðmund Einars-
son frá Miðdal, Ríkarð Jónsson,
verka eftir aðra listamenn. Mynd-
ir Einars koma sterkar frá þeim
samanburði.
Heistu einkenni Ásmundar
Sveinssonar og Siguijóns Ólafs-
sonar koma einnig vel fram í þeim
verkum sem valin voru á sýning-
una. Efnistök þeirra, tilfinning
fyrir formi og rými, og á hvern
hátt þeir leita sífellt nýrra leiða í
listinni gerði að verkum að þeir
áttu enn eftir að bæta við framlag
sitt eftir 1950. Þeir tengjast því
yngri kynslóðum myndhöggvara,
á meðan list Einars Jónssonar
gerir það ekki.
Af verkum annarra á sýning-
unni er helst að nefna myndir
Siguijón Ólafsson: Knattspyrnumenn, 1936.
/
Martein Guðmundsson, Siguijón
Ólafsson, Gunnfríði Jónsdóttur,
Ásmund Sveinsson og Magnús
Á. Ámason. Skráð listasaga tíma-
bilsins gerir hlut þeirra misjafnan:
Einar Jónsson er hinn ótvíræði
brautryðjandi, og síðan eru Ás-
mundur Sveinsson og Siguijón
Ólafsson þeir meistarar, sem telj-
ast skara fram úr; aðrir falla í
skuggann. - í stuttu máli má
segja að sýningin staðfesti þetta
mat.
Vald þeirra þremenninga yfir
miðlinum er ótvírætt, og kemur
vel til skila í þeim verkum sem
hér em sýnd. Þó að verk Einars
Jónssonar njóti sín hvergi eins og
í Hnitbjörgum, þar sem listamað-
urinn vaidi þeim sjálfur stað, gefst
hér tækifæri til að kynnast þeim
frá nokkuð öðram hliðum og í
öðru samhengi, þ.e. í nálægð
Nínu Sæmundsson, en hún á ski-
lið meiri athygli en hún hefur
hingað til hlotið í íslenskri mynd-
listarsögu. Nína starfaði lengst
af erlendis, og kann það að valda
nokkru um stöðu hennar. Mörg
verk hennar era þó hér á landi,
og því tækifæri til að bæta úr
þessu.
Það vekur athygli, þegar verkin
á sýningunni eru skoðuð, hversu
yfirgnæfandi meirihluti þeirra er
bundin ákveðnu sjónarhorni. Með
þessu er átt við, að þau njóta sín
best séð að framan, en missa oft
kraft og formgildi séð frá hliðum
eða að aftan. Það er helst við sum
verk Nínu, Ásmundar og Sigur-
jóns, sem hægt er að mæla með
því að áhorfandinn gangi hring-
inn; önnur rýrna við það. Þarna
hafa listamennirnir því ekki náð
að nýta sér til hlítar þá eiginleika
sem höggmyndin hefur fram yfir
málverkið, þ.e. þriðju víddina og
það rýmisgildi, sem hún býður upp
á.
Vegleg sýningarskrá hefur ver-
ið gefin út í tilefni af sýningunni,
og býðst fyrir gjafverð miðað við
almennt verð bóka og tímarita. í
henni er að finna stutt æviágrip
þeirra listamanna, sem valdir vora
á sýninguna, Ijósmyndir af verk-
um og kafla um eðli og inntak
þeirra höggmynda, sem þróuðust
hér á landi fyrri hluta aldarinnar.
Þó svo ekki sé ástæða til að taka
þessa kafla sem endanlega úttekt
á sögu höggmyndalistar hér á
landi fyrri hluta aldarinnar, er
rétt að benda á nokkur atriði til
íhugunar.
I skránni er látið að því liggja
að allir hafi listamennirnir leitað
til íslenskrar náttúru sem aflvaka
í sínu myndmáli, og þannig fund-
ið einhvern þjóðlegan stíl í list
sinni. Þetta er auðvitað mikil ein-
földun, og á tæpast við rök að
styðjast af tveimur ástæðum. Allt
þetta fólk var um lengri eða
skemmri tíma búsett erlendis, og
stundaði þar nám; slíkt hefur
óhjákvæmilega haft einhver áhrif
á listhugsun þess. Jafnframt fóru
margir í styttri kynnis- og náms-
ferðir til annarra landa, eftir að
heim var komið, til að fylgjast
með því sem var að gerast erlend-
is. Því er óþarfi að gleypa við eldri
kenningum um þjóðlegheit í list-
um, þó svo slíkt hafi gengið vel
í þjóðina á tímum sjálfstæðisbar-
áttu fyrri ára. Til þess er saman-
burðurinn of skýr; list Einars
Jónssonar eru ljóslega tengd sym-
bolisma (táknhyggju) í evrópskri
myndlist um aldamótin; alþýðu-
hetjur Ásmundar draga sterkan
dám af klassíska tímabilinu í list
Picasso og jafnvel þeim sósíal-
realisma, sem víða var ríkjandi á
kreppuárunum, og verk hans á
fimmta áratugnum eiga sér sterk-
an bakhjarl í formrannsóknum
Henri Moore og Barböru Hep-
worth. Verk Siguijóns eru af-
sprengi þeirrar þróunar sem átti
sér stað í Evrópu frekar en nokk-
uð annað, eins og skoðun á verk-
um Jean Arp eða Jacques Lipchitz
getur sýnir. Jafnvel gerð andlits-
mynda byggir á hefð sem nær
langj; aftur í fornöld.
Því er ekki hægt að segja að
þessir fyrstu íslensku mynd-
höggvarar hafi skapað hér nýja
myndgerð. List þeirra fólst hins
vegar í því að þeir aðlögðu þekk-
ingu sína og hæfni að nýjum við-
fangsefnum, og sköpuðu þannig
höggmyndlist, sem átti erindi við
íslensku þjóðina. - Landsmenn
voru oft lengi að finna þetta, sem
sést best á hversu lengi Ásmund-
ur og Siguijón máttu bíða eftir
almennri viðurkenningu á list
sinni. En verk þeirra eiga erindi
við landsmenn enn í dag, og því
ber að hvetja fólk til að skoða
sýninguna á Kjarvalsstöðum.
Miðnæturblús á
Hótel íslandi
SUMARKABARETT Hótel ís-
iands verður frumsýndur á föstu-
dag. Hann heitir Miðnæturblús
og er eftir Ástrósu Gunnarsdótt-
ur, sem einnig er leikstjóri.
Auk Ástrósar koma fram Dadía
Banine, Bryndís Einarsdóttir, Balt-
asar Kormákur, Stefán Jónsson og
Valgeir Skagfjör. Kabarettinn fjall-
ar um ólíkt fólk sem hittist á bar.
Skeifunni 11A, 2. hæð.
Lögmaður: Sigurður Sigurjónsson hdl.
Einbýii - raðhús
Lindarbraut - Seltj.
V. 13,2-13,3 m.
Vorum að fá í sölu fallegt einbhús á
einni hæð 204 fm. Skipulag er: For-
stofuherb., mjög stór stofa, borðstofa
með arni, eldhús, 3 svefnherb. á sér-
gangi, snyrting, búr og þvottahús. Park-
et á herb. Góður heitur pottur í garöi.
Falleg ræktuö lóð. Ákv. sala.
Laugardalur
- einb./tvíb.
Vorum að fá í sölu glæsil. 330 fm 2ja
íb. hús ásamt bílsk. við Reykjaveg.
Húsið er kj., hæð og ris. í kj. er björt
4ra-5 herb. íb. með viðarinnr., búr og
þvhús innaf eldhúsi. Sérinng. Efri hæð
og ris: 2 stofur, gott eldhús, 6 svefn-
herb. og 2 góð baðherb. Nýtt þak, nýl.
gler. Falleg ræktuð lóð. Eign í sérfl.
Fannafold V. 12,1 m.
Vorum að fá í sölu mjög fallegt 200 fm
parhús á tveimur hæðum. Glæsil. eld-
húsinnr., 4-5 svefnherb., stofa og borð-
stofa. Fallegt útsýni. Góður bílsk. Ákv.
sala.
Fellsás - Mos.V. 14,5 m.
Stórgl. einbhús á tveimur hæðum.
Fullfrág. hús og lóð. Arkitekt Kjartan
Sveinsson. Glæsil. útsýni. Skipti
mögul. á eign í Reykjavik.
4ra herb. og stærri
Karfavogur V. 7,8 m.
Falleg efri sérhæð í tvíb. ca 130 fm
bníttó. Samþ. teikn. af bílsk. fylgja.
Falleg ræktuð lóð. Ákv. sala. Laus.
Engjasel V. 6,7 m.
Vorum að fá í einkasölu fallega 4ra
herb. endaib. 111,4 fm á 2. hæð í 3ja
hæða blokk. Stæði i bílskýli. Vestursv.
Glæsil. útsýni. Ákv. sala.
Furugrund V. 6,5 m.
Erum með i sölu fallega 4ra herb. (b. á
3. hæð i 3ja hæða blokk. Vestursv.
Hlíðarhjalli V. 9,7 m.
Vorum að fá i einkasölu stórgl. 4ra
herb. íb. 104,3 fm nettó ásamt 24,6 fm
bílskúr. íb. er fullfrág. Fallegt útsýni.
Suðursv. Áhv. 3 millj. frá veðdeild. Eign-
in fæst einnig í skiptum fyrir gott einb-
hús með 6 svefnherb.
Engihjalli V. 6,4 m.
Vorum að fá í sölu fallega 4ra herb. ib.
á 2. hæð 98 fm nettó í lyftubl. Ákv. sala.
3ja herb.
Kríuhólar V. 5,2 m.
Vorum að fá í sölu fallega 3ja herb. íb.
á 2. hæð í lyftubl. Ákv. sala. Laus strax.
Hjarðarhagi V. 4,5 m.
Falleg 3ja herb. íb. í kj. 80 fm brúttó.
Lítiö niöurgr. Parket á stofu og holi,
baðherb. með flísum. Ákv. sala. Áhv.
veðdelld 865 þús. og langtima llfeyrfs-
sjóðslán á 2 millj.
Kársnesbr. V. 5,9 m.
Mjög falleg 3ja herb. ib. á 2. hæð. Sér-
inng. Hagst. lán áhv. (3 millj. veðdeild).
Ákv. sala. Laus fljótl.
Furugrund V. 6 m.
Mjög falleg 3ja herb. ib. á 3. hæð
(efstu). Stórar suð-vestursv. Fallegt út-
sýni. Góð sameign. Laus fljótl.
Skólabraut - Hf.
Verð: Tilboð.
Erum með á sölu mjög fallega 3ja-4ra
herb. íb. sem er ca 80 fm á miðhæð í
þríbhúsi ó þessum fráb. stað við Tjörn-
ina. Stórgl. eign. Ákv. sala.
2ja herb.
Kóngsbakki V. 4,3 m.
Erum með i einkasölu fallega 2ja herb.
ib. á 1. hæð í 3ja hæða blokk. Sérlóð.
Ib. er laus strax.
Sogavegur V. 5,2 m.
Vorum að fá í einkasölu fallega 2ja-3ja
herb. íb. 65,6 fm nettó á jarðhæð i fimm
ib. húsi. Sérinng. Ákv. sala.
Austurströnd V. 5,4 m.
Erum með í sölu fallega 2ja herb. íb. á
3. hæð, stæöi i bilgeymslu. Glæsil. út-
sýni. Ákv. sala. Áhv. veödeild 1,4 millj.