Morgunblaðið - 28.06.1990, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 1990
Vatnaskógxir, sumar-
paradís drengja
eftir Kjartan Jónsson
Drengurinn hallaði sér aftur á
bak. Síðan var peningur settur á
enni hans. Kalltrektinni hafði verið
komið fyrir í buxnastrengnum.
Hann hafði fengið fyrirmæli um,
að sá sem væri fljótastur að láta
peninginn fara ofan í trektina og
niður í gegnum buxurnar, myndi
bera sigur úr býtum. Eins og á
miklu íþróttamóti fékk hann að æfa
sig nokkrum sinnum. En nú var
komið að alvörunni. Að hætti
kappsfullra ungra drengja ætlaði
keppandinn að sýna að hann væri
enginn aukvisi og beið spenntur
eftir merkinu um að peningurinn
mætti taka flugið. Að hætti stjórn-
enda á alvöru íþróttamóti var kepp-
andanum gefinn góður tími til að
einbeita sér að keppninni, sem
framundan var. En ekki var allt sem
sýnist. Á meðan drengurinn und-
irbjó sig af mikilli alvöru undir átök-
in, drógu lymskufullir foringjar
(leiðbeinendur drengjanna) fram
tvær eða þijár vatnskönnur. Er
stjórnandinn gaf merki um að
keppni væri hafin, voru þeir ekki
seinir á sér að sturta köldu innihald-
inu ofan í trektina við ómældan
hlátur viðstaddra, sem aldrei ætlaði
að linna. Angistarsvipur hins alvör-
ugefna og hrekklausa keppanda
magnaði hláturinn enn meir.
Þetta er minning sem undirritað-
ur á frá unglingsárum í Vatna-
skógi. (Ef þessi leikur er stundaður
enn er hann ekki hafður í flokkum
yngri drengja!) Staðurinn heillaði
frá fyrstu stund og ekki síður and-
inn, sem þar ríkti, kærleikur og
græskugaman. Margir, ungir og
eldri, eiga hlýjar minningar frá
þessum stað, sem hefur um langt
árabil verið sælureitur drengja
þessa lands. Þar hjálpar allt til,
unaðsleg náttúra og hollt viðurværi
til Jíkama og sálar, íþróttir, leikir í
skóginum, róðrar og veiðiferðir á
vatninu, leikir og spil inni, kvöld-
vökur og lestur úr heilagri ritningu.
Ég skrapp þangað í heimsókn
Landsliðsmenn framtíðarinnar.
fyrir skömmu og ók sem leið liggur
upp hlykkjóttan afleggjarann frá
Hvalfjarðarströnd fyrir ofan
Saurbæ, þeim er Hallgrímur Pét-
ursson bjó á, fæðingarstað Passíu-
sálmanna. Hinum megin við hálsinn
blasti Svínadalurinn við skógi vax-
inn og breiður. Tignarleg Skarðs-
heiðin í norðri með framsækinn
Kambinn mynda vegg móti norðri
og skilur dalinn frá Skorradal.
Stórt vatnið og birkiskógurinn gera
’dalinn að unaðsreit.
Sumarbúðir
Nú, þegar allir skólar eru löngu
búnir og börn eiga erfiðara með að
fá vinnu en áður var, fjölgar sífellt
tilboðum um alls konar námskeið,
til að hafa ofan af fyrir þeim. Sum-
arbúðir eru starfandi víðs vegar á
landinu og bjóða upp á margt
spennandi. KFIJM og K hafa mesta
reynslu í slíku starfi. Félögin reka
5 sumarbúðir víðs végar um landið.
Elstar eru búðirnar í Vatnaskógi,
sem háfa verið starfræktar í rúm
„Að venju verður hið
svokallaða „Almenna
mót“ haldið í Skóginum
dagana 29. júní til 1.
júlí nk. Það er öllum
opið. Þar verða kristi-
legar samkomur með
miklum söng.“
60 ár. Tugir þúsunda drengja hafa
dvalið þar um lengri eða skemmri
tíma.
Forstöðumaðurinn, Karl Jónas
Gíslason, tók á móti mér, er ég
renndi í hlaðið og leiddi mig um
staðinn. Hvarvetna var líf, enda fer
töluvert fyrir 90 tápmiklum drengj-
um. Úti á íþróttavelli var knatt-
spyrnumótið í algleymingi. „Við
skulum allir leggjast í vörn, því
annars töpum við,“ gall í einum
stráknum. „Við verðum að beijast
eins og við getum til að vinna bikar-
inn,“ sagði annar. Þaðyar svo sann-
arlega hart barist. Á meðan ég
staldraði við og horfði á landsliðs-
menn framtíðarinnar takast á, var
öðru liðinu dæmd vítaspyrna. En
þá varð einum leikmanninum það á
að blóta og vítaspyrnan var dæmd
af. Þess í stað var dæmd auka-
spyrna á viðkomandi fyrir blót og
vörn snúið í sókn. Það gengur
stundum illa að gæta tungunnar
fyrstu dagana í flokknum og varast
þessa sérreglu knattspyrnunnar í
Vatnaskógi. En það hefur gagnast
mörgum vel að nota „korktappi“ í
staðinn fyrir bannorðin.
Það hefur löngum verið erfitt að
hafa ofan af fyrir stórum hópi
drengja í erfiðri veðráttu. Það var
því mikill áfangi, þegar íþróttahús
reis af grunni fyrir nokkrum árum.
Þar stunduðu drengirnir nú körfu-
bolta og handbolta í glæsilegum
húsakynnum. Uppi á lofti spiluðu
aðrir borðtennis og snóker.
Það var mikið líf í bátaskýlinu.
Þar voru drengir að smíða stóran
flugdreka með hjálp eins foringj-
ans. Áhuginn leyndi sér ekki og
verkinu miðaði vel áfram. í ijörunni
fyrir neðan skýlið var mikið um að
vera í kringum bátana, sem voru
ýmist að koma eða fara. Þar voru
tveir indíánabátar og á öðnim báti
voru drengir að leggja upp í veiði-
ferð. Að sögn Skógarmanna var
veiðin góð í vatninu, þótt aflinn
væri yfirleitt undirmálsfiskur.
Foringjar í setustofunni inn af
eldhúsinu í matskálanum voru sam-
mála um að gott væri að starfa í
Vatnaskógi, enda hefði starfið mik-
inn og góðan tilgang drengjum til
heilla. Þeir töldu það hollt fyrir
drengi að komast úr þéttbýlinu og
dvelja úti í náttúrunni við holla iðju
og hvíla sig á videói og sjónvarps-
glápi um tíma. Mikilvægast væri
þó að geta sáð hinu góða sæði,
orði heilagrar ritningar, í hjörtu
drengjanna. Foringjarnir, sem flest-
ir eru menntaskólanemendui', sögðu
að þeir sem störfuðu sem foringjar,
gerðu það fleiri sumur, enda hlytu
þeir mikla þjálfun og lærdóm í
þessu starfi. Áður en fyrsti flokkur-
inn kemur þurfa þeir að fara á
námskeið, sem haldið var fyrir þá
af KFUM.
Vinnuflokkar
Rétt eftir kvöldmatinn renndi
hópur gamalla Skógarmanna í hlað-
ið með formanninn, Ársæl Aðal-
bergsson, í broddi fylkingar. Þeir
sögðust vera komnir í vinnuflokk.
Er ég spurði Ársæl, hver væri að-
alástæðan fyrir því, hve vel hefði
gengið að reka sumarstarfið í Vatn-
askógi, taldi hann hana ekki síst
vera fólgna í góðum og trúföstum
hópi manna, sem ávallt væru boðn-
ir og búnir að leggja starfinu þar
lið. Öll viðhaldsvinna og mestur
hluti vinnu við framkvæmdir 'á
staðnum væri unnin í sjálfboða-
vinnu. Af þeim sökum væru dvalar-
gjöld ekki hærri en þau er'u. „Þó
hefðum við viljað geta haft þau enn
lægri, svo að peningar þyrftu ekki
að hindra neinn í að senda drengina
sína þangað, en þá þyrftu að konia
til framlög úr opinberum sjóðum.
Væri ekki úr vegi að styrkja starf
Skógarmanna og annarra sumar-
búða KFUM & K eins og annað
æskulýðs- og íþróttastarf," sagði
Ársæll.
Það var auðheyrt að mikill hugur
er í Skógarmönnum að bæta að-
stöðuna sífellt betur. Seinni hluta
sumars heíjast mjög miklar og fjár-
SERLA Soft, hvítur. 4 eða 8 rúllur í pakka.
SERLA Soft, gulur, bleikur og hvítur. 2 rúllur í pakka.
SERLA Toilet, gulur. 6 eða 12 rúllur í pakka.
100% endurunninn pappír-SERLA Nature Friendly, náttúruhvítur. 9 rúllur í pakka.
AAeisaSerla
handfang
■
Ss
ÍÍKÍA' , » ...
mruHE
FRtPtíóiy §
handfang
imi