Morgunblaðið - 28.06.1990, Side 16

Morgunblaðið - 28.06.1990, Side 16
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JUNI 1990 Semjið upp á nýtt UTI MÁLNING Grípandi málning á grípandi verði eftir Vilhjálm Egilsson Samningur ríkisins og BHMR er þannig að aldrei verður hægt að standa við hann. Þessi staðreynd hefur ekki komið nægilega vel fram í þeirri orrahríð sem nú stendur á milli samningsaðilanna enda bera þeir ábyrgð á samningnum hvor að sínu leyti. I samningnum er gert ráð fyrir því að BHMR-félagar fái dijúgar hækkanir umfram aðra á vinnu- markaðnum næstu fjögur árin en þó kveður samningurinn svo á að „standa skuli að umræddum breyt- ingum með þeim hætti að ekki valdi röskun á hinu almenna launakerfi í landinu". Þetta er að sjálfsögðu hrein endaleysa og ríkið notar þetta ákvæði til þess að ákveða að launa- hækkanir til BHMR eigi ekki að koma til framkvæmda nú. BHMR segir svo ríkið rangtúlka samning- inn en það er athyglisvert að BHMR reynir aldrei að skýra hvað þessi sérkennilegi fyrirvari um röskun á hinu aímenna launakerfi þýði. Hringavitleysa í samningi ASÍ og VSÍ fr'a febrú- ar sl. er tekið fram að forsenda þess samnings sé „að launaþróun annarra verði sú sama og gert er ráð fyrir í sámningi þessum." For- ysta ASÍ hefur ítrekað áréttað að hækki aðrir hópar launafólks meira en félagsmenn ASÍ muni samningar teknir til endurskoðunar strax í nóvember ,jafnvel þótt forsendum febrúarsamninganna væru þar með raskað" svo vitnað sé til svarbréfs forseta ASÍ til BHMR í síðustu viku. Hækki laun BHMR-félaga hinn 1. júlí mun ASÍ sækja tilsvarandi hækkun og BSRB situr' varla hjá heldur, ekki síst þar sem félags- menn beggja heildarsamtaka opin- berra starfsmanna vinna hlið við hlið og vinna sömu störf í ýmsum tilvikum. Dettur einhveijum í hug að BSRB sitji hjá? Kauphækkun umfram ASÍ/VSÍ- samninginn í febrúar sem BSRB og ríkið gerðu líka að sínum mun að sjálfsögðu raska öllum forsend- um þess samnings. Ef ekki gerðist annað en það að laun hækkuðu 3% umfram það sem gert var ráð fyrir í febrúarsamningnum raskast gengisforsendurnar og þar með verðlagsforsendurnar. Verðbólgan færi aftur á skrið með víxlhækkun- um launa og verðlags og yrði líklega um 15% í lok ársins. Meiri launa- hækun til BHMR sem ASÍ og BSRB fengju líka þýddi svo enn meiri verðbólgu. Það sem skiptir mestu máli í þessu máli er að hækki laun hjá ASÍ og BSRB í kjölfar hækkunar BHMR hinn 1. júlí getur BHMR gert tilkall til kauphækkana að nýju til jafns við það sem gerst hefur hjá ASÍ og BSRB. Samningur ríkisins og BHMR gerir nefnilega ráð fyrir því að BHMR fái til sín allar launahækkanir sem verða á aimennum vinnumarkaði auk hinn- ar sérstöku launahækkunar hinn 1. júlí. Afar ólíklegt er að ASÍ og BSRB sitji hjá við þá launahækkun frekar en þá fyrri. Þau samtök hljóta að krefjast að nýju launahækkunar til þess að jafna metin. BHMR getur svo aftur krafist þeirrar launa- hækkunar til sín og þannig koll af kolli. Ef samkomulag væri gott milli allra aðila um að láta endur- skoðun samninga ganga fljótt fyrir sig gætu hóparnir hækkað um 3%-9% annan hvorn mánuð. Verð- bólgan færi umsvifalaust á ótrúlegt skrið og öll launakerfi landsins færu í rúst. Staðið væri við samn- ingana um launahækkanir en kaup- mátturinn og lífskjörin hryndu. Samningurinn alis- herjar afleikur Gagnkvæmar viðmiðanir af þessu tagi ganga einfaldlega ekki upp og því er einfaldlega ekki hægt að standa við samning BHMR og ríkisins. Af hveiju var þá verið að semja með þessum hætti? Datt samnings- aðilum e.t.v. í hug að aðrir hópar launþega myndu fallast á umfram- hækkanir til BHMR án þess að gera tilkall til hins sama? Ef þetta hefur verið meiningin og á daginn kemur að aðrir hópar sætta sig ekki við umframhækkanir til BHMR þá hefur ríkisstjómin rétt fyrir sér I deilunni við BHMR. Ef samningsaðilar hafa haft eitthvað annað í huga með fyrirvaranum um röskun á launakerfum þá væri fróð- legt að fá það upplýst og eins þá líka hvað þessi fyrirvari þýði? Samkvæmt samningi sínum á BHMR að fá allar þær hækkanir sem verða á almennum vinnumark- aði næstu fjögur árin auk hinna sérstöku umframhækkana. Því virðist svo sem að BHMR hafi ætl- að að fara í frí og láta ASÍ og BSRB semja fyrir sig á þessum tíma meðan umframhækkanir hlæðust sjálfkrafa upp. Reyndar er mikill kjaradómssvipur á samnings- Vilhjálmur Egilsson , „Heiðarlegast væri af báðum samningsaðilum að viðurkenna að samn- ingur þeirra hafi verið mistök o g hreinlega nema hann úr gildi og gera alveg nýjan samn- ing. Ef það gengur ekki upp er næst besti kost- urinn að samningurinn verði afiiuminn með lagasetningu og þá verði sest að samninga- borði á nýjan Ieik.“ ákvæðum um úrskurð um hækkan- ir þar sem oddamaður er fenginn til að skera úr deilumálum og for- sendur um viðmiðanir og almenna launaþróun svipaðar og í gamla kjaradómskerfínu að öðru leyti en því að umframhækkanirnar eiga að vera nokkuð tryggar. BHMR fór í sex vikna (launað) verkfall til þess að ná þessum samn- ingi. Samningsaðilarnir hafa verið orðnir svo lúnir eftir þrefið að samn- ingurinn sem slíkur sé einn allsheij- afleikur. Heiðarlegast að semja aftur Efnislega hefur ríkisstjómin rétt fyrir sér. Umframhækkanir til BHMR geta ekki gengið upp vegna þess að aðrir hópar vilja og eiga rétt á sömu hækkunum sem þýðir að enginn hækkar í raun þegar upp er staðið. Ríkisstjórnin hefur hins vegar haldið afspyrnu illa á málinu. Yfir- lýsingar um frestun umframhækk- ana og að hún ætli sér að standa við samninginn einhvern tíma seinna eru ótrúverðugar vegna þess að það er ekki hægt að standa við samninginn. Síðan hefur ríkis- stjórnin tæplega umboð til þess að lofa miklu um eitt eða annað eftir apríl á næsta ári þegar kjörtímabili hennar lýkur. Þess vegna hefur ríkisstjórnin fengið mun fleiri á móti sér í þessu máli en þyrfti að vera einmitt með því að gefa falsvonir um að hægt sé að standa við samninginn. BHMR er ekki saklaust heldur. BHMR hefur aldrei svarað því hvort það telur geta gengið upp að fá hækkanir umfram ASÍ og BSRB næstu fjögur árin. í raun er ótrú- legt að forráðamenn BHMR hafi skrifað undir samninginn í góðri trú um að við hann yrði staðið. Ef for- ráðamenn BHMR hafa verið svo barnalegir er það hrein móðgun við háskólamenntun þeirra. Heiðarlegast væri af báðum samningsaðilum að viðurkenna að samningur þeirra hafi verið mistök og hreinlega nema hann úr gildi og gera alveg nýjan samning. Ef það gengur ekki upp er næst besti kosturinn að samningurinn verði afnuminn með lagasetningu og þá verði sest að samningaborði á nýjan leik. Höfundur er framkvæmdustjóri Verzlunarráðs íslands. Framkvæmdastjórn Alþýðubandalagsins: Undirbúningur kosn inga hefiist strax Framkvæmdastjórn Alþýðu- bandalagsins telur undir þá skoð- un, að mögulegt sé að flýta lands- fundi flokksins og halda hann i janúar 1991. Svavar Gestsson menntamálaráðherra segir að framkvæmdastjórnin hafí tekið undir það einum rómi, að ástæða sé að hafa áhyggjur af flokknum og stöðu hans um þessar mundir. Síðumúia 15, sími 84533 Á fundi framkvæmdastjórnarinn- ar síðastliðinn mánudag var sam- þykkt ályktun, með öllum greiddum atkvæðum gegn einu, þar sem talin er brýn nauðsyn á að undirbúningur næstu alþingiskosninga verði haf- inn sem fyrst og að því unnið að full eining verði um framboð og stefnuskrá Alþýðubandalagsins í komandi kosningum. í þessu skyni verði undirbúningur næstu kosn- inga til umræðu í öllum stofnunum flokksins, þar á meðal kjördæmis- ráðum og flokksfélögum, næstu tvo mánuði. Þá samþykkti stjómin að boða til annars miðstjórnarfundar í ágústlok eða byijun september, þar ■ YFJRLITSSÝNING á íslenskri höggmyndalist til ársins 1950 stendur yfir á Kjarvalsstöð- um í öllu húsinu helgina 30. júní til 1. júií. Á sýningunni eru verk eftir Einar Jónsson, Ásmund Sveinsson, Sigurjón Ólafsson, Gunnfríði Jónsdóttur, Guðmund frá Miðdal, _ Ríkharð Jónsson, Magnús Á. Árnason, Nínu Sæ- mundsson og Martein Guðmunds- son. Sýningin er framlag Kjarvals- staða til Listahátíðar í Reykjavík 1990. Kjarvalsstaðir eru opnir sem tekin verði afstaða til þess hvort endanlegar ákvarðanir um kosningaundirbúning verði teknar á sérstakri ráðstefnu miðstjórnar eða landsfundi í janúar 1991. Að öllu jöfnu á landsfundur flokksins að vera haustið 1991. Svavar Gestsson menntamála- ráðherra sagði við Morgunblaðið, að það væri skoðun framkvæmda- stjómarinnar að allar stofnanir flokksins þurfi að ræða um þann vanda sem Alþýðubandalagið stæði frammi fyrir eftir aðdraganda og niðurstöðu sveitarstjórnakosning- anna í vor. Svavar sagði að framkvæmda- stjórnin tæki einnig undir það sjón- armið sem fram hefði komið frá mörgum félögum, meðan annars Alþýðubandalaginu f Reykjavík, að landsfundur í janúar hljóti að vera á dagskrá sem hugsaniegt úrræði til að taka á vandamálum flokks- ins. „Það er auðvitað mjög mikil- vægt að framkvæmdastjórnin skuli komast að þessari niðurstöðu á þessu stigi málsins," sagði Svavar. Hann sagði aðspurður að ef landsfundinum yrði flýtt, yrði þar tekin fyrir stefna flokksin, kosn- ingastefnuskrá og að sjálfsögðu forysta flokksins og lög hans. Svav- ar sagði að þessi mál yrðu rædd rætyi^ega á miðstjprnarfundi flokks-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.