Morgunblaðið - 28.06.1990, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 28.06.1990, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JUNI 1990 37 Ingibjörg Sigfús- dóttir - Kveðjuorð Fædd 17. mars 1952 Dáin 10. júní 1990 Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Hávamál) Með fáeinum orðum viljum við minnast Ingibjargar Sigfúsdóttur skólasystur okkar sem útskrifaðist með okkur þann 29. maí 1990. Það var mikið áfall að frétta að nú hef- ur verið höggvið skarð í þennan hóp. Ingibjörg var sterkur persónu- leiki, hreinskiptin og ákveðin og kom ævinlega til dyranna eins og hún var klædd. Ingibjörg var ætíð létt og hress í tímum og komm oft af stað umræðum um námsefnið. Hún var áhugasöm um námið og stundaði það af miklum dugnaði, þrátt fyrir að hún þyrfti einnig að sinna heimilinu og atvinnu sinni. Kirkjuhátíð á Ospakseyri ÞESS verður minnst við hátíðar- messu á Ospakseyri í Bitru sunnu- daginn 1. júlí að liðin eru 50 ár frá vígslu kirkjuhússins þar. Gamla kirkjan, sem var timburhús frá 1877, var tekin ofan vorið 1940 og steinsteypt kirkjuhús reist á sama grunni. Yfirsmiður var Gísli Gíslason bóndi í Gröf í Bitru. Herra Sigurgeir Sig- urðsson biskup vígði kirkjuna og þjónuðu við athöfnina nokkrir prestar auk hans og sóknarprestsins, séra Jóns Brandssonar prófasts í Kollaljarðamesi. Árið 1951, er séra Jón lét af störf- um fyrir aldurs sakir, 75 ára, varð Ospakseyrarkirkjan annexía frá Prestsbakka í Hrútafirði sem verið hafði fyrir 1885. Sóknarmörkin eru hin sömu og sveitarinnar síðan Broddaneshreppi var skipt í Fells- og Óspakseyrarhrepp 1886. Við guðsþjónustuna á sunnudag predikar biskup íslands, herra Ólafur Skúlason, en séra Kristján Björnsson í Breiðabólsstaðarkalli og séra Bald- ur Sigurðsson á Hólmavík þjóna fyr- ir altari ásamt fyrrverandi og núver- andi sóknarprestum kirkjunnar, séra Yngva Þ. Árnasyni og séra Ágústi Sigurðssyni. Guðrún Kristjánsdóttir organisti stýrir söng kirkjukórsins, sem syngur m.a. hátíðarsöngva séra Bjarna Þorsteinssonar. Legsteinar Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum. Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf um gerð og val legsteina. Ífi S.HELGASON HF ISTEINSMIÐJA ■ SKEMMUVEGI48. SIMt 76677 Fróöleikur og skemmtun fyrir háa sem lága! Var það okkur sem yngri erum mikil hvatning í okkar námi. Ingi- björg lauk námi sínu nú um árarnót- in en svo mikill var námsáhugi hennar að þrátt fyrir að hafa lokið tilskildum áföngum til stúdents- prófs þá tók hún einn áfanga um skógrækt á vorönn. Þegar komið var að því að fagna námslokum og „dimmitera" saman, tók hún þátt í því að lífi og sál og opnaði heimili sitt fyrir okkur öllum. Mikil gleði ríkti þennan dag og kynnin urðu öðrijvísi en á venjuleg- um kennsludögum þegar setið var yfir skólabókunum. utskriftardagurinn var stór dag- ur, fyrir okkur öll. Langþráðum áfanga var náð, stúdentsprófið í höfn. Stutt er á milli gleði og sorgar og skyndilega er komið að því að kveðja einn úr hópnum. Ingibjörg' hefur verið kölluð burt af þessari jarðvist til að gegna öðru hlutverki. Ég veit þú heim ert horfin nú og hafin þrautir yfir, svo mæt og góð, svo tiygg og trú, svo tállaus, falslaus reyndist þú, ég veit þú látin lifiri . (S. Sigurðsson) Við þökkum Ingibjörgu sam- fylgdina og biðjum góðan Guð að styrkja alla fjölskyldu hennar í þess- ari miklu sorg. Samstúdentar t Fósturmóðir, tengdamóðir, systir og amma okkar, ANNA KRISTÍN BJÖRNSDÓTTIR frá Flatey á Breiðafirði, sem andaðist 21. júní, verður jarðsungin frá Stykkishólmskirkju laugardaginn 30. júní kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á á St. Fransiskusar- sjúkrahúsið í Stykkishólmi eða aðrar líknarstofnanir. Sætaferð verður frá BSÍ sama dag kl. 9.00. Ólöf Hannesdóttir, Þórhallur Sigjónsson, v Katrin Guðgeirsdóttir, Sæmundur Björnsson, systur og barnabörn. Þakka auðsýnda samúð við andlát konu minnar, RAGNHILDAR S. GUÐJÓNSDÓTTUR frá Kaldrananesi. Einar Sverrisson og börn. t Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, INGUNNAR P. JÓHANNSSON frá Finnsstöðum í Eiðaþinghá. Hallbjörn Jóhannsson, Anna Kristín Jóhannsdóttir, Sigurveig Jóhannsdóttir, Guðrún Jóhannsdóttir, Jóhann Jóhannsson, Friðjón Jóhannsson, Asdís Jónsdóttir, Ástvaldur Kristófersson, Óli Jóhannsson, Guðný Kristjánsdóttir, * Sigríður Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Þú tjaldar ekki til einnar nætur í tjaldi frá Skátabúðinni Skátabúðin býður ótrúlegt úrval af íslenskum og erlend- um tjöldum. Allt frá eins manns göngutjöldum til stórra fjölskyldutjalda. Sérþekking okkar í sölu og meðferð á tjöldum sem og öðrum úti- verubúnaði er þín trygging. Við hjá Skátabúðinni viljum geta sagt að „þú tjaldir ekki til einnar nætur" í tjaldi frá okkur. -3MMR fRAMÚR SNORRABRAUT 60 SÍM112045 4":

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.